Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Málþing og norræn ráðstefna
Nýr heimur
er að opnast
Á morgun verðurhaldið í stofu 101 íOdda málþing um
stöðu og framtíð íslenskra
fjölmiðla. Umsjón með
málþinginu hefur Guð-
björg Hildur Kolbeins,
lektor í hagnýtri fjölmiðl-
un, en umræðustjóri er
Þorbjörn Broddason pró-
fessor. Hann var spurður
hvert væri meginviðfangs-
efni málþingsins?
„Málþingið er hugsað
sem aðdragandi að ráð-
stefnu norrænna fjölmiðla-
og boðskiptafræðinga. Á
málþinginu á morgun
verður fjallað um stöðu og
framtíð íslenskra fjölmiðla
– því er ætlað að fagna því
að 10 ár eru liðin frá út-
skrift fyrstu nemenda í
hagnýtri fjölmiðlun. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.“
– Hverjir fjalla um þetta efni?
„Guðbjörg Hildur Kolbeins
lektor í hagnýtri fjölmiðlun mun
setja málþingið og síðan mun
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra ávarpa gesti, en þetta mál-
efni er sem kunnugt er mikið
áhugamál ráðherrans. Þá mun
Herdís Þorgeirsdóttir, sem er
bæði fræðimaður á þessu sviði og
reyndur blaðamaður, fjalla um
hlutverk fjölmiðla í ljósi mann-
réttindasáttmála Evrópu. Síðan
mun taka til máls Ólafur Steph-
ensen, sem fyrir skömmu tók við
aðstoðarritstjórastarfi hjá Morg-
unblaðinu. Hann mun ræða um
stöðu og framtíð dagblaða. Aðrir
fyrirlesarar eru þau Elfa Ýr
Gylfadóttir, þróunarstjóri hjá
Gagnvirkri miðlun, Ásgeir Frið-
geirsson, framkvæmdastjóri Ís-
landsnets, Jón Ásgeir Sigurðsson,
dagskrárgerðarmaður og Lóa Al-
dísardóttir, fjölmiðlafræðingur.
Ég mun svo að loknum fyrirlestr-
um stjórna pallborðsumræðum
fyrirlesara.“
– Er staða og hlutverk fjölmiðla
mikið umhugsunarefni í hinum
vestræna heimi?
„Í fyrsta lagi gegna fjölmiðlar
óhemjumiklu hlutverki í nútíma-
samfélagi og í öðru lagi hafa á síð-
ustu árum orðið svo örar breyt-
ingar á fjölmiðlum að það er varla
á nokkurs manns færi að henda
reiður á því. Meðal annars má
segja að þetta endurspeglist í fjöl-
miðlafræði, sem er kornung
fræðigrein, gengur núna undir
nafninu fjölmiðla- og boðskipta-
fræði, vegna þess að skilin á milli
fjölmiðla og annarra tegunda boð-
skipta verða æ óljósari.“
– Hvað er að þínum dómi for-
vitnilegast af því sem er á dagskrá
hinnar norrænu ráðstefnu sem
hefst n.k. laugardag?
„Það verður þar, í upphafi nýrr-
ar aldar, reynt að spá í framhald
fjölmiðlarannsókna í þessum
breytta heimi, þetta endurspegl-
ast í nafni ráðstefnunnar; nýir
miðlar, ný tækifæri, ný samfélög?
Forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson mun setja ráðstefnuna
með ávarpi. Þar fáum
við svo fólk úr fremstu
röð, bæði frá Norður-
löndum og Bandaríkj-
unum, til þess að ræða
fyrrnefnt efni. Nefna
má Kirsten Drotner,
prófessor í Óðinsvéum,
og flytur hún upphafserindi ráð-
stefnunnar, Ellen Wartella, pró-
fessor frá Texas, mun einkum
fjalla um notkun barna á nýjum
miðlum og Ib Bonebjerg frá
Kaupmannahöfn mun fjalla um
sögu ljósvakamiðla. Töluvert á
fjórða hundrað manns eru skráðir
á þessa ráðstefnu. Framlag ís-
lenskra fjölmiðlafræðinga er
óvenjulega myndarlegt, við leggj-
um fram sjö af þeim tæplega 200
erindum sem eru kynnt í vinnu-
hópum ráðstefnunnar.“
– Hafa svona ráðstefnur verið
haldnar áður?
„Þetta er fimmtánda ráðstefn-
an og er nú haldin hér á landi í
þriðja sinn. Hún er haldin hér í
Háskóla Íslands á vegum félags-
vísindadeildar. Fyrirlestrarnir
fara fram í sal 2 í Háskólabíói en
aðalstörf ráðstefnunnar fara fram
í tuttugu vinnuhópum sem eru í
hinum ýmsu húsum Háskóla Ís-
lands.“
– Eru svona ráðstefnur þýðing-
armiklar?
„Já vegna þess hve fjölmiðlar
og hlutverk þeirra er mikilvægt í
samfélaginu. Við verjum upp und-
ir það jafnmiklum tíma í fjölmiðla-
notkun eins og í starf okkar þegar
litið er á þetta út frá ævi manna í
heild – miklu meiri tíma en t.d. í
skólanám.“
– Hver virðist þér vera staða ís-
lenskra fjölmiðla í dag?
„Staða íslenskra fjölmiðla er
fyrst og fremst feikilega spenn-
andi. Dagblaðaheimurinn er bók-
staflega óþekkjanlegur frá því
sem var fyrir um áratug. Þau blöð
sem eftir standa hafa tekið um-
talsverðum breytingum frá því
sem áður var, eru miklu sjálfstæð-
ari og öflugri þátttakendur í þjóð-
félagsumræðunni en áður – en
maður finnur hins vegar illilega
fyrir fækkuninni, það er mikil eft-
irsjá í þeim blöðum
sem eru horfin. Sjón-
varpið er í mjög sterkri
stöðu þótt blikur séu á
lofti þegar litið er á ein-
stakar stöðvar. Þær út-
varpsstöðvar sem eru
eitthvað annað en
marklaust glamur gegna mjög
þýðingarmiklu hlutverki í þessum
fjölbreytta kór – en þessar út-
varpsstöðvar eru ekki nema
kannski tvær. Með gagnvirkum
miðlum er nýr heimur að opnast
sem enginn getur ráðið í hvernig
verður. Það er driffjöðrin í þessari
ráðstefnu á laugardag.
Þorbjörn Broddason
Þorbjörn Broddason fæddist í
Reykjavík 1943. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1963 og BS-prófi í
félagsfræði frá Edinborgarhá-
skóla 1967. MSS-prófi í sömu
grein frá háskólanum í Lundi.
Hann lauk doktorsprófi frá
Lundi 1996. Þorbjörn hefur
starfað sem háskólakennari frá
1970, hann hefur verið prófessor
frá 1992. Hann er kvæntur Guð-
rúnu Hannesdóttur, bókasafns-
fræðingi og bókahöfundi og eiga
þau eina dóttur.
Staða
íslenskra
fjölmiðla
feikilega
spennandi
Svona, svona, kúturinn minn, víst erum við í ráðinu sérðu ekki hvað stendur á húsinu???
HESTAR íslenska landsliðsins sem keppa
munu á heimsmeistaramótinu í Aust-
urríki kvöddu landið í hinsta sinn á
mánudag. Það var tilfinningaþrungin
stund fyrir knapana að horfa á eftir þeim
í flugið á leið til síðustu sameiginlegra
átaka. Hugrún Jóhannsdóttir sem mun
keppa á Súlu frá Bjarnastöðum og Er-
lingur Erlingsson sem verður með Hlín
frá Feti huga hér að hestum sínum áður
en þeim var lyft upp í vélina. Auk Erlings
fylgdu þeir Atli Guðmundsson og Vignir
Jónasson utan hrossunum með vélinni en
hinir knaparnir fara utan á morgun.
Flugið gekk vel að sögn Atla Guð-
mundssonar, hrossin komin á áfangastað
tveimur tímum eftir lendingu. Atli, sem
farið hefur nokkrar slíkar ferðir, sagði
aldrei áður hafa gengið svona vel.
Honum leist vel á aðstöðuna, að vísu
væri svæðið svolítið þröngt en sérlega
fallegt. Vel var tekið á móti þeim og virð-
ast allir boðnir og búnir að þjóna þeim á
alla lund en þetta eru fyrstu keppn-
ishrossin sem koma á svæðið. Svæðið
verður opnað fyrir aðrar þátttökuþjóðir
á föstudag.
Íslensku hest-
arnir komnir
á mótsstað