Morgunblaðið - 12.09.2001, Side 1

Morgunblaðið - 12.09.2001, Side 1
207. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. SEPTEMBER 2001 AP Slökkviliðsmenn að störfum í rústum World Trade Center-turnanna. Turnarnir hrundu til grunna eftir að tveim farþegaþotum var flogið á þá í gærmorgun. Hvor turn var 110 hæðir og um 400 metrar. Í turnunum störfuðu alls um 50 þúsund manns og daglega komu þangað um 90 þúsund aðrir, ferðamenn og viðskiptavinir þeirra 1.200 fyrirtækja er höfðu þar skrifstofur. Klukkan 8.45 að staðartíma í gær, 12.45 að íslenskum tíma, var farþega- þotu flogið á nyrðri turn World Trade Center, rúmlega 400 metra hárrar skrifstofubyggingar í New York. Tæpum 20 mínútum síðar var annarri þotu flogið á syðri turn byggingarinn- ar. Að jafnaði vinna um 50.000 manns í World Trade Center-byggingunni. Tæpri klukkustund síðar, kl. 9.43 að staðartíma, var þriðju þotunni flogið á Pentagon, skrifstofubygg- ingu varnarmálaráðuneytisins. Hluti hennar gjöreyðilagðist og mikill eldur gaus upp, sem logaði enn í nótt. Fjórða farþegaflugvélin, þota af gerðinni Boeing-757, hrapaði til jarð- ar í Pennsylvaníu. Hugsanlegt er tal- ið að flugmaðurinn hafi steypt flug- vélinni til jarðar fremur en að fara að fyrirskipun hryðjuverkamannanna. Með þeirri flugvél fórust 45 manns. Talið er að alls hafi 267 manns ver- ið um borð í flugvélunum fjórum. Bandarískir embættismenn sögðu að svo virtist sem tveimur flugvélum á leið frá Boston til Los Angeles, sem fóru á loft með 15 mínútna millibili, hefði verið rænt og þeim flogið hvorri á sinn turn World Trade Center. Alls hefðu 157 manns verið um borð í þot- um þessum, 92 í þeirri fyrri en 65 í hinni seinni. Þotan sem lenti á bygg- ingu varnarmálaráðuneytisins var á leið frá Washington til Los Angeles og voru 64 um borð í henni eftir því sem næst varð komist í nótt. Óstað- festar fréttir hermdu að meira en 100 manns hefðu fallið og særst í árásinni á varnarmálaráðuneytið og að vitað væri um rúmlega 2.000 særða í New York. Turnar World Trade Center breyttust í logandi víti þegar farþega- þoturnar skullu á þeim. Fólk sást hanga út um glugga byggingarinnar, sem er 110 hæðir, áður en turnarnir tveir hrundu. Óttast er að mikill fjöldi fólks á jörðu niðri hafi farist er bygg- ingin hrundi. Rudolph Giuliani, borg- arstjóri New York, sagði að „gífur- legur fjöldi fólks“ hefði farist í árásinni. Talið er að vikur kunni að líða áður en endanleg tala fallinna liggur fyrir. Í nótt, meira en 12 klukkustundum eftir árásina, lá þykkur reykjarmökk- ur enn yfir New York. Brak sem féll úr World Trade Center-byggingunni gerði björgunarsveitum erfitt fyrir að hefja björgunarstörf. George Bush Bandaríkjaforseti hét því að hinir seku fengju ekki flúið refsivönd Bandaríkjanna. „Ráðist var á sjálft frelsið í morgun og ég fullvissa ykkur um að frelsið verður varið. Enginn ætti að velkjast í vafa um að Bandaríkjamenn munu hafa uppi á og refsa þeim sem bera ábyrgð á þessum heigulsverknaði,“ sagði forsetinn. Forsetinn ávarpaði bandarísku þjóð- ina klukkan hálfeitt að íslenskum tíma í nótt og sagði þá að ráðist hefði verið á Bandaríkin vegna þess að þau væru ljósviti frelsisins. „Þúsundum mannslífa hefur verið tortímt með viðurstyggilegum hætti,“ sagði for- setinn. Hann sagði leit hafna að þeim sem ábyrgð bæru á árásinni og tók fram að „enginn greinarmunur [yrði] gerður á hryðjuverkamönnunum og þeim sem [héldu] yfir þeim hlífi- skildi“. Tveir háttsettir bandarískir emb- ættismenn sögðu að Bandaríkja- stjórn grunaði að sádi-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden stæði að baki árásinni á Bandaríkin. „Við höfum ekki beinar sannanir en mjög sterkar grunsemd- ir um að Bin Laden standi á bak við hryðjuverkin,“ hafði AP-fréttastofan eftir embættismanni sem sat fund sem Bush Bandaríkjaforseti átti með þjóðaröryggisráðgjöfum sínum og fulltrúum leyniþjónustu og lögreglu. „Við höfum vísbendingar um að menn tengdir Bin Laden og al Qadea-sam- tökunum kunni að hafa staðið á bak við árásina. Enn er þó of snemmt að slá því föstu,“ sagði annar embætt- ismaður. „Ástæða er til að ætla að menn tengdir honum séu ábyrgir,“ bætti hann við. Bin Laden, sem held- ur til í Afganistan, hefur lýst yfir „heilögu stríði“ gegn Bandaríkjun- um. Hryðjuverkamenn ráðast á Bandaríkin ÓTTAST er að gífurlegur fjöldi fólks, jafnvel þúsundir manna, hafi týnt lífi er óþekktir hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin í gær. Árásin fór þannig fram að farþegaþotum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum var rænt og þeim flogið á World Trade Center-bygginguna í New York og Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Wash- ington. Hvorki samtök né tiltekið ríki höfðu lýst yfir ábyrgð á verknaðinum þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Banda- ríkjastjórn grunar hins vegar að sádi-arabíski hryðjuverka- maðurinn Osama Bin Laden hafi staðið fyrir árásinni. Tólf síðna blaðauki um árásina á Bandaríkin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.