Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMichael Jordan með á ný?/C4 Fylkir fékk á sig ódýr mörk í Hollandi/C1, C2 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag Árásin á Bandaríkin                                           !"                 !                           "   "    #       %&    "  '( (     )*         %&       " "  '     !  inga- og líftryggingafélög voru einnig í hópi þeirra sem lækkuðu mest. Hlutabréfamarkaðir í Banda- ríkjunum áfram lokaðir í dag Í Suður-Ameríku lækkuðu hluta- bréfamarkaðir mikið í gær. Sem dæmi lækkaði brasilíski markaðurinn um 9,18%, sá argentínski um 5,17% og sá mexíkóski um 5,55%. Í Bandaríkjunum voru hlutabréfa- markaðir lokaðir en verð framvirkra samninga á bandarísku hlutabréfa- vísitöluna Dow Jones lækkaði tölu- vert og sveiflaðist. Stærstu hlutabréfamarkaðirnir þrír í Bandaríkjunum, The American Stock Exchange, Nasdaq og New York Stock Exchange (NYSE), til- kynntu, eftir að hafa haft samráð við bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC), að þeir yrðu áfram lokaðir í dag. BANDARÍKJADALUR féll eftir árás hryðjuverkamanna á World Trade Center og bandaríska varnar- málaráðuneytið í gær. Dollarinn féll gagnvart öllum helstu Evrópumyntum og evrunni. Gull snarhækkaði í verði og kostaði únsan 287 dollara í London en kostaði 271,4 dollara á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá Við- skiptastofu Landsbanka Íslands fór dollarinn niður fyrir 100 krónur og var síðdegis í gær 99,7 krónur. Gengi dollarans gagnvart evru var 0,9046. Verðhækkun og miklar sveiflur á olíumarkaði Brent-olía í London hækkaði ná- lægt fjórum dollurum, í 31,05 dollara á tunnu, fljótlega eftir árásina. Vegna þessarar miklu hækkunar í kjölfar árásarinnar var lokað fyrir viðskipti með olíu í eina klukkustund um miðjan dag í gær, en þegar viðskipti hófust á ný lækkaði verðið aftur og var komið niður í 29,40 dollara klukkan fjögur í gærdag, sem er tæplega tveggja doll- ara hækkun frá fyrra degi. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, gáfu út yfirlýsingu í gær, þar sem fram kemur að þau hyggist tryggja stöðugleika á olíumarkaði í heiminum. Hlutabréf falla í verði í Evrópu Þegar hryðjuverkaárásin á Banda- ríkin hófst í gær hafði hlutabréfa- mörkuðum í Tókýó og Hong Kong þegar verið lokað og höfðu báðir hækkað. Markaðurinn í Tókýó hækk- aði um 0,95% og í Hong Kong um 0,49%. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu voru opnir í nokkrar klukkustundir eftir árásina og lækkuðu þeir nánast und- antekningarlaust og margir umtals- vert, en fram að árásinni höfðu þeir farið hækkandi. Í Frankfurt lækkuðu hlutabréf um 8,6%, í París um 7,4% og í London var lækkunin 5,7%, sem er mesta lækkun á einum degi frá 1987. Evrópska vísitalan FTSE Eurotop 300 lækkaði um 6,4%. Tryggingageir- inn lækkaði um nærri 13%, en flutn- Dollari og hlutabréf lækka AP Boeing 767-breiðþota frá bandaríska flugfélaginu United Airlines, með 65 manns um borð, flýgur á syðri turn World Trade Center. HÉR á eftir fara helstu tímasetn- ingar í þeirri atburðarás sem hófst klukkan 8:45 að bandarískum tíma, 12:45 að íslenskum tíma, þegar far- þegaflugvél var flogið á nyrðri turn World Trade Center í New York. Óttast er að þúsundir manna kunni að hafa látið lífið, bæði í byggingunni og í nágrenni hennar sem og í Pentagon, skrifstofubygg- ingu bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Loks er vitað að 266 manns voru í fjórum flugvélum sem rænt var í innanlandsflugi og not- aðar til hryðjuverkanna. Tímasetningar að bandarískum austurstrandartíma (íslenskur tími fjórum klukkustundum á undan):  8:45 Flugvél lendir á norðurturni World Trade Center. Talið er að um hafi verið að ræða Boeing 767 breiðþotu frá American Air- lines með 92 innanborðs.  9:03 Flugvél flýgur á syðri turn World Trade Center. Árekst- urinn sést á sjónvarpsmyndum. Talið er að um hafi verið að ræða Boeing 767 frá United Airlines með 64 innanborðs.  9:17 Flugvöllum í New York lok- að.  9:21 Öllum brúm og jarðgöngum í New York lokað.  9:30 George W. Bush flytur ávarp þar sem hann segir að lík- lega sé um að ræða hryðjuverk gegn Bandaríkjunum.  9:40 Allt innanlandsflug stöðvað í Bandaríkjunum.  9:43 Boeing 757 frá American Airlines, með 64 innanborðs, flogið á þyrlupall við Pentagon, stærstu skrifstofubyggingu heims.  10:00 Syðri turn World Trade Center hrynur.  10:05 Hvíta húsið rýmt.  10:10 Hluti af Pentagon hrynur.  10:10 Boeing 757 þota frá United Airlines brotlendir við Somerset í Pennsylvaníu með 45 manns.  10:18 Hús Sameinuðu þjóðanna í New York rýmt.  10:25 Millilandaflugi til Banda- ríkjanna beint til Kanada.  10:29 Nyrðri turn World Trade Center hrynur.  10-11:30 Opinberar byggingar í Bandaríkjunum rýmdar. Skrif- stofum SÞ lokað. Borgarstjóri New York fyrirskipar að suður- hluti Manhattan skuli rýmdur.  17:25 Háhýsi sem stóð rétt við turnana hrynur. Dauði og tortíming sem bærust og þar væri safnað sam- an upplýsingum sem til væru um viðkomandi. „Það hefur gengið afskaplega vel að svara fyrirspurnum og það eru ekki margir sem stendur sem við vitum ekki um,“ sagði Hannes. Hann sagði að það hefði sýnt sig að neyðarvaktin hefði verið mjög gagn- leg og komið hefði fram að fólk væri mjög ánægt með þessa þjónustu. Hannes Heimisson, skrifstofu- stjóri upplýsinga- og menningar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, sagði að mikið hefði verið hringt í ráðuneytið og hefði gengið vel að svara fyrirspurnum. Ráðuneytið starfrækti gagnvirkan upplýsinga- grunn sem væri tengdur ráðuneyt- inu, sendiráðinu í Washington og að- alræðisskrifstofunni í New York. Þar væru skráðar þær fyrirspurnir Á ANNAÐ hundrað símtöl og fyr- irspurnir höfðu borist til utanríkis- ráðuneytisins seint í gærkveldi vegna Íslendinga í Bandaríkjunum og hafði tekist að leysa úr langflest- um erindunum. Samkvæmt upplýsingum utanrík- isráðuneytisins var þá ekki vitað til þess að Íslendingur hefði verið í World Trade Center þegar hryðju- verkin voru framin, en ráðuneytið setti á laggirnar sérstaka neyðar- vakt vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum í gærdag og var hún einn- ig starfrækt í nótt. Sambærileg vakt í nótt yrði einnig starfrækt í sendiskrifstofum Íslands í New York og Washington. Aukinn viðbúnaður Aukinn eftirlitsviðbúnaður er í varnarstöð Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli vegna hryðjuverka- árása í Bandaríkjunum í gær. Frið- þór Eydal, upplýsingafulltrúi varn- arliðsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að búið væri að auka eftirlit með ferðum inn í varnarstöðina. „Eftirlit með umferð inn á völlinn hefur verið aukið og einnig er eftirlit á svæðinu aukið. Bifreiðar sem eiga leið um eru skoðaðar o.s.frv.,“ sagði Friðþór. Ómar Ingvarsson hjá flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli sagði að búið væri að auka gæslu á þjón- ustusvæði Keflavíkurflugvallar. Sendiráði Bandaríkjanna við Lauf- ásveg í Reykjavík var lokað í gær eftir að fréttir höfðu borist af árás- inni. Vel gengur að leysa úr fyrirspurnum hjá neyðarþjónustu utanríkisráðuneytisins Á annað hundrað erindi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.