Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ um á svæðinu og sölu á einni jörð í Fljótshlíð tveimur árum áður verið haft til hliðsjónar. Matið hafi með öðrum orðum verið eðlilegt á sínum tíma, en hafa beri í huga að hlutur ríkisins sé mismunandi frá einni jörð til annarrar. Eins geti verðbreyting orðið mjög snögglega eins og gerst hafi í Borgarfirði eftir að Hvalfjarð- argöngin hafi komist í gagnið og í Fljótshlíðinni í sumar. Mat á um- ræddu svæði, sem færi fram núna, yrði því að taka mið af breyttum að- stæðum. Ríkið hefur ekkert gefið Guðni Ágústsson segir að sam- kvæmt 38. grein jarðalaga eigi ábú- endur jarðar kauprétt hafi þeir búið þar í áratug eða lengur og mæli sveit- arstjórn og jarðanefnd með kaupum ábúandans, sem gerst hafi í þessu til- felli og alltaf verði að vera til staðar. Þennan forkaupsrétt hafi umræddir bræður nýtt sér rétt eins og fjöldi annarra bænda. Ríkiskaup hafi metið jörðina og sett upp verð fyrir hluta ríkisins, þ.e. landið, en allar eignir, hús o.fl., hafi verið í eigu bræðranna. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að rétt hafi verið staðið að málum varðandi sölu á ríkisjörðinni Uppsölum í Hvolhreppi til þriggja aldraðra bræðra og þeir hafi átt full- an rétt á að selja síðan Ísólfi Gylfa Pálmasyni alþingismanni jörðina. Tildrög málsins eru þau að ábú- endur á jörðinni Uppsölum í Hvol- hreppi ákváðu að kaupa jörðina eftir áratuga búsetu á henni og í kjölfarið sá Ríkiskaup um mat á jörðinni í júlí í fyrra. Hluti ríkisins, þ.e. land undir túnum, grasgefið beitiland og úthagi, eins og fram kemur í matskýrslu, var metinn á 2.087.500 krónur og greiddu bræðurnir þá upphæð. Skömmu síð- ar seldu þeir Ísólfi Gylfa Pálmasyni þessa rúmlega 100 hektara jörð með öllum húsum á fjórar milljónir króna, en sambærilegar jarðir í t.d. Fljóts- hlíð, sem er í næsta nágrenni, hafa verið seldar á 20 til 24 milljónir á al- mennum markaði undanfarin miss- eri. Hins vegar bendir Jón H. Ás- björnsson, deildarstjóri útboðs- deildar Ríkiskaupa, á að matið á hlut ríkisins á Uppsölum hafi farið fram fyrir rúmlega ári og hafi mat á jörð- Eftir kaupin hafi þeim síðan verið í sjálfsvald sett hvort þeir héldu jörð- inni eða seldu og þá hverjum og á hvaða kjörum. Landbúnaðarráðherra segir að markaðsverð jarðar geti verið annað en matsverð Ríkiskaupa enda aðeins verið að meta eignarhlut ríkisins í viðkomandi jörð, en áréttar að Ísólf- ur Gylfi Pámason hafi ekki fengið neitt gefins hjá ríkinu. „Ef einhverjir eru að gefa Ísólfi Gylfa eitthvað eru það þessir gömlu bræður en ekki rík- ið,“ segir hann og bætir við að það hafi verið ákvörðun þeirra að ráð- stafa jörðinni til umrædds fjölskyldu- vinar á tilteknu verði. Þeir hefðu vissulega getað fengið meira fyrir jörðina en þetta hafi verið þeirra val og ákvörðun. „Þessir bræður ákváðu sjálfir að ráðstafa jörðinni með þess- um hætti og hafa til þess fullan rétt eins og allir aðrir sem hafa keypt samkvæmt 38. grein jarðalaga,“ seg- ir Guðni Ágústsson. Ísólfur Gylfi Pálmason segir að bræðurnir séu miklir vinir foreldra hans og um sé að ræða tilfinningalegt mál frekar en viðskiptamál. Bræð- urnir hafi viljað að hann fengi jörðina og heiðarlega hafi verið staðið að málum. Verðið sýni að ekki hafi verið um hörð viðskipti að ræða en bræð- urnir fái að vera á jörðinni eins og þeir vilja og hafi fullan aðgang að henni. Mikill áhugamaður um skógrækt Að sögn Ísólfs Gylfa er hann mikill áhugamaður um skógrækt og hyggst hann rækta skóg á jörðinni. Hann var til skamms tíma formaður Suður- landsskóga sem er með ákveðið skóg- ræktarverkefni á sinni könnu og dreifir plöntum frítt til þeirra sem uppfylla ákveðin skilyrði. Ísólfur Gylfi fékk sjálfur plöntur frá Suður- landsskógum en segist hafa sagt af sér formennsku í sumar vegna kaup- anna á jörðinni og verkefna þar varð- andi skógrækt. Hann hafi ekki viljað sitja beggja vegna borðsins. Ísólfur Gylfi býr með fjölskyldu sinni á Hvolsvelli en hann segir að í fyllingu tímans stefni hann að því að byggja hús á jörðinni og búa þar en hún er rétt við Hvolsvöll. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ríkið hafi ekki gefið neitt Ekkert athugavert við söluna á Uppsölum RÚSSNESK stjórnvöld til- kynntu í gær að rússneski flug- herinn væri hættur við æfingar sem fyrirhugað var að hæfust í dag á Norður-Atlantshafi. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmála- stjórnar, kemur ekkert fram í tilkynningunni hver ástæða fyrir þessu er en hann kvaðst telja að ástæðan væri hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin í gær. Hann sagði ekkert hafa komið fram í tilkynningunni um að Rússar áformuðu að standa fyrir æfingunum síðar. Heimir Már sagði að umferð um íslenska flugumferðar- svæðið yrði með eðlilegum hætti ef frá væri talin sú röskun sem orðið hefði á flugumferð vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum. Rússar hætta við æfingar HLUTABRÉF á Verðbréfaþingi Ís- lands hf. (VÞÍ) lækkuðu í gær, líkt og hlutabréf á öðrum mörkuðum sem opnir voru eftir hryðjuverkaárás gærdagsins á Bandaríkin. Lækkun Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings var 2,6% og var lokagildi hennar 1.025,96 stig. Viðskipti með hlutabréf á Verð- bréfaþingi námu rúmum sex hund- ruð milljónum króna, og voru þau tí- undi hluti allra viðskipta á þinginu. Nær öll hlutabréf sem viðskipti voru með lækkuðu í verði. Mest lækkun var á verði bréfa í Flugleið- um hf., eða 10,9%, og var lokagengi þeirra 2,05. Markaðsvirði Flugleiða var því rúmir 4,7 milljarðar króna við lokun markaða í gær. Verð hlutabréfa Marels hf. lækk- aði um 9,4% og var lokagengið 24, hlutabréf Hf. Eimskipafélagsins lækkuðu um 5% og fóru í 4,75, hluta- bréf Össurar hf. lækkuðu um 4,8% og enduðu í genginu 40 og hlutabréf Landsbanka Íslands hf. lækkuðu um 4,3% og var lokagengi þeirra 2,70. Úrvalsvísitala VÞÍ lækkar um 2,6% Verð Flug- leiða lækkar um 10,9% SIGURBJÖRG Benediktsdóttir ljómaði af gleði þegar hún hélt upp á hundrað ára afmælið sitt umvafin skyldfólki og vinum á heimili sínu í Norðurbrún í gær. Hún sagðist mik- ið hafa hlakkað til dagsins enda allt- af verið afmælisbarn hið mesta og skipti litlu þótt afmælisdagarnir væru orðnir svona fjölmargir, hún væri alltaf jafnkát og hamingjusöm á daginn sinn. Sigurbjörg er enn vel ern en er orðin sjóndöpur og heyrir illa. Að- spurð segist hún þó fylgjast vel með þjóðmálunum og hafa afskaplega gaman af því að hlusta á útvarpið. „Ég var nú hér áður fyrr mikil hann- yrðakona og fannst sérstaklega gaman að hekla en eftir að sjónin fór hef ég lítið getað gripið í heklu- nálina,“ sagði Sigríður en hún starf- aði lengst af sem saumakona í Heklu norður á Akureyri þar sem hún bjó til ársins 1967. Hún kannágætlega við sig í Reykjavík en í hjarta sínu verði hún ávallt norðanmanneskja. Sigurbjörg giftist, þegar hún var 25 ára, Sigtryggi Friðrikssyni, smið og bónda, og varð þeim fjögurra barna auðið. Sigtryggur lést í snjó- flóði í Sallandsfjalli í Fnjóskadal vet- urinn 1934 og ól Sigurbjörg börn þeirra, þau Þráin, Hólmfríði, Sig- rúnu og Sigurrós, ein upp auk þess sem hún tók að sér uppeldi dótt- urdóttur sinnar Hafdísar Olgu. Sig- urbjörg segist hún enga tölu hafa á hversu margir afkomendurnir eru, „svoleiðis tölur skipta heldur engu máli þegar maður er umkringdur svona góðri fjölskyldu eins og er komin hér til að samgleðjast mér“. Finnst alltaf gaman á afmælisdaginn Morgunblaðið/Jim Smart Afmælisbarnið umkringt börnum sínum, þeim Sigurrósu, Hafdísi Olgu, Hólmfríði og Þráni. Sigrún, dóttir Sigurbjargar, býr í Ástralíu og komst því ekki í afmælið en bað fyrir kveðju. 100 ára afmæli LÁRA Björnsdóttir félagsmála- stjóri segir að Félagsþjónustan muni fara eftir tilmælum um- boðsmanns Alþingis og taka sérstaklega fram héðan í frá að Tryggingastofnun ríkisins taki endanlega ákvörðun um hvort einstaklingar eigi rétt á sjúkra- tryggingu, þegar einstaklingar spyrjast fyrir um rétt þeirra á sjúkratryggingu. Umboðsmað- ur hefur komist að þeirri niður- stöðu að Félagsþjónustan hafi ekki starfað í samræmi við lög þegar fyrirspurn skjólstæðings stofnunarinnar um rétt hans til læknisaðstoðar var svarað. Lára segir að sér sýnist að umboðsmaður telji að stofnunin hafi leiðbeint of mikið. Lára seg- ir að hún hafi lagt ríka áherslu á við starfsfólk sitt að það sinni leiðbeininga- og upplýsinga- skyldu stofnunarinnar með virkri ráðgjöf, „þannig að við af- greiðum ekki bara okkar part og skiptum okkur svo ekki af neinu öðru. Starfsmaður okkar var að leiðbeina mjög virkt og segja til um réttindi, [umboðs- manni] finnst við hafa farið of langt í þeim efnum, við töldum að við værum að leiðbeina og veita almennar upplýsingar,“ segir Lára. Í áliti umboðsmanns segir að félagsmálanefndum sveitarfélaga sé óheimilt að taka afstöðu til þess hvort einstak- lingar eigi rétt á sjúkratrygg- ingu. „Starfsmaðurinn gerir þetta mjög nákvæmlega, en til- greinir ekki að það sé Trygg- ingastofnun sem tekur endan- lega ákvörðun. Það munum við taka til eftirbreytni.“ Lára segir að hún líti á umboðsmann sem góðan leiðsögumann í góðri málsmeðferð. Fer að til- mælum umboðs- manns FLUGUMFERÐ í íslenskri lofthelgi var komin í eðlilegan farveg seint í gærkvöldi þegar Morgunblaðið hafði samband við Flugmálastjórn á Keflavík- urflugvelli. Öll flug í nótt voru tímasett á áætlun og ástandið á vellinum með kyrrum kjörum eftir annasamt kvöld. Öryggis- gæsla hefur verið hert mikið á flugvellinum í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum og hefur fjöldi öryggisgæslu- manna á Keflavíkurvelli verið margfaldaður. Flugumferð í samt horf Félagsþjónustan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.