Morgunblaðið - 12.09.2001, Page 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið Talþjálfunar Reykjavíkur
Mál barnsins –
okkar mál
Á FÖSTUDAGINN14. september nk.verður haldið
námskeið á vegum Tal-
þjálfunar Reykjavíkur.
Námskeiðið stendur í Rúg-
brauðsgerðinni og hefst kl.
8.30 árdegis og lýkur kl.
16.30. Heilbrigðisráðherra
Jón Kristjánsson setur
námskeiðið með ávarpi.
Jóhanna Einarsdóttir er
formaður Talþjálfunar
Reykjavíkur, hún var
spurð hvað fjalla ætti um á
námskeiðinu?
„Námskeiðið; Mál
barnsins – okkar mál, er
ætlað fagfólki og foreldr-
um og á að fjalla um mál-
og talraskanir frá mismun-
andi sjónarhornum. Fyrir
hádegi eru fræðilegir fyr-
irlestrar en eftir hádegi eru máls-
miðjur þar sem þátttakendur
velja sér hver tvær smiðjur. Í
þessum smiðjum verður farið nán-
ar í hagnýtar aðferðir sem nýtast
má fagfólki og foreldrum.“
– Eru margir fyrirlesarar?
„Fyrirlesarar eru allir tal-
meinafræðingar sem starfa hjá
Talþjálfun Reykjavíkur og hafa
verið að sérhæfa sig í margs kon-
ar mál- og talröskun. Fyrst talar
Ásthildur Snorradóttir um mál,
tal og boðskipti. Þá talar Bryndís
Guðmundsdóttir um framburðar-
röskun, síðan talar Eyrún Ísfold
Gísladóttir um „málhamlaða barn-
ið“, hvernig næst hámarksárang-
ur“. Jóhanna Einarsdóttir talar
um stam og Ásthildur Snorradótt-
ir flytur annað erindi, nú um
hljóðkerfisvitund og tengsl við
lestur. Að lokum talar Þóra Más-
dóttir um tvítyngi og málþroska.“
– Hvernig verður háttað starfi
málsmiðjanna?
„Þátttakendur velja sem fyrr
sagði tvær málsmiðjur, aðra frá kl
13 til 14.30 og hina frá 15. til 16.30.
Í málsmiðju 1 er fjallað um fram-
burð og raddbeitingu. Bryndís
Guðmundsdóttir er með þá
smiðju. Í málsmiðju 2 er fjallað
um málörvun fyrir mikið mál-
hömluð börn með áherslu á tákn
með tali. Eyrún Gísladóttir hefur
umsjón. Í smiðju 3 er undir um-
sjón Þóru Másdóttur og Jóhönnu
Einarsdóttur rætt um almenna
málörvun og málörvun og tví-
tyngi. Í smiðju 4 er fjallað um
hljóð og hljóðkerfisvitund og
tengsl við lestur. Umsjón með því
hefur Ásthildur Snorradóttir og í
smiðju 5 er fjallað um stam – hvað
er til ráða. Um þá smiðju sér Jó-
hanna Einarsdóttir.“
– Hvaða mál og talgallar eru
það helst sem þið eruð að vinna
með í daglegu starfi?
„Það eru annars vegar fullorðn-
ir einstaklingar og þeir fá meðferð
vegna málstols – þ.e. ef fólk hefur
misst málið, þvoglumælis vegna
taugasjúkdóma, tjáningarerfið-
leika vegna höfuðáverka, radd-
vandamála, nefmælis, stams,
óskýrmælis og kyngingartregðu
auk annarra talmeina.
Hins vegar eru það
börn. Þau koma til
greiningar og þjálfunar
vegna seinkunar í mál-
þroska, framburðar-
erfiðleika, opins nefmælis, hæsi,
stams, kyngingarerfiðleika, radd-
vandamála og til þjálfunar vegna
erfiðleika við að tjá sig og þurfa þá
læra óhefðbunda tjáskiptaleið, t.d.
tákn með tali, að nota tölvur til að
tjá sig og fleira..“
– Hvað er tákn með tali?
„Tákn með tali er aðferð sem
kemur hingað til lands frá Dan-
mörku. Þar eru lykilorð í hverri
setningu táknuð með táknum sem
eru flest úr táknmáli heyrnar-
lausra. Þessi aðferð hefur nýst
mjög vel til að vinna með börnum
sem eru mikið á eftir í máli.“
– Eru mál- og talraskanir al-
gengar hér á landi?
„Það fer svolítið eftir því hvern-
ig skilgreiningarnar eru. En það
má segja að um 10% einstaklinga
eigi slíkt að stríða einhvern tíma á
lífsleiðinni. Þetta er langalgeng-
ast hjá börnum á máltökuskeiði.“
– Hvert er algengasta vanda-
málið?
„Algengastir eru framburðar-
erfiðleikar, þ.e. þegar börn eiga
erfitt með að segja ákveðin hljóð
og það er mjög einfalt að fást við
slík vandamál.“
– Hvað eru þá erfið vandamál
að fást við?
„Það er erfitt að laga stam þó
meðferð skili miklum árangri.
Börn sem eru mikið á eftir í mál-
þroska þurfa mikla þjálfun og til
lengri tíma.“
– Eru nægilega margir tal-
meinafræðingar að störfum til að
sinna þessum verkefnum?
„Það eru 40 talmeinafræðingar
í Félagi talkennara og talmeina-
fræðinga. Það er engan veginn
nóg til að sinna öllum þeim verk-
efnum sem aðkallandi eru. Hjá
Talþjálfun Reykjavíkur hefur
undanfarin ár verið allt upp í eins
og hálfs árs biðlisti.“
– Starfa talmeinafræðingar í
skólum?
„Nokkrir talmeina-
fræðingar starfa í
grunnskólum eða hjá
sveitarfélögum víða um
land.“
– Hvert sækja tal-
meinafræðingar menntun sína?
„Langflestir sem eru í félaginu
hafa fengið sína menntun á Norð-
urlöndum. Þó eru tíu manns sem
hafa menntast í Bandaríkjunum.
Þess má geta að á námskeiðinu í
Rúgbrauðsgerðinni á föstudaginn
verður selt meðferðarefni sem er
bandarískt og sérstaklega ætlað
til málörvunar og þjálfunar á
börnum.
Jóhanna Einarsdóttir
Jóhanna Einarsdóttir fæddist í
Reykjavík 8. júní 1958. Hún lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1978 og
prófi frá Kennaraháskóla Íslands
1981. Eftir það tók hún mast-
erspróf frá Kennaraháskólanum
í Kiel 1986. Hún starfaði hjá
Leikskólum Reykjavíkur frá
1987 til 1995 og eftir það hefur
hún starfað hjá Talþjálfun
Reykjavíkur sem formaður
seinni árin. Jóhanna er gift
Gunnari Þór Bjarnasyni fram-
haldsskólakennara og eiga þau
þrjá syni.
Algengastir
eru framburð-
arerfiðleikar
ERFINGJAR dr. Benjamíns Eiríks-
sonar færðu Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands sl. laugardag formlega
að gjöf safn hagfræðibóka Benja-
míns, alls um 500 bindi. Að sögn
Tryggva Herbertssonar, forstöðu-
manns Hagfræðistofnunarinnar,
hafa bækurnar allar verið skrásett-
ar og settar upp í sérstaklega
merktum glerskáp.
„Þarna er að finna ýmsar merki-
legar bækur, t.d eintak af fyrstu ís-
lensku bókinni um hagfræði eftir
Arnljót Ólafsson er út kom 1880,“
segir Tryggvi, „Í safninu er líka að
finna marga af íslenskum bækling-
um um hagfræði sem gefnir voru út
á fyrra hluta 20. aldarinnar, þ. á m.
rit Benjamíns sjálfs, Orsakir erf-
iðleikanna í atvinnu og gjaldeyr-
ismálum, sem hann gaf út á eigin
kostnað 1938. Þá eru þarna bækur
sem hann las við nám sitt í Þýska-
landi, Svíþjóð, Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum, t.d. allar bækur
Josephs Schumpeters, helsta læri-
föður Benjamíns í doktorsnámi hans
við hagfræðideild Harvard-
háskóla.“
Við athöfnina hélt Tryggvi Her-
bertsson, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar, erindi þar sem hann
þakkaði höfðinglega gjöf og Gerður
Bolladóttir söng þrjú lög. Þá hélt
Jónas Haralz, fyrrverandi seðla-
bankastjóri, erindi um kynni sín af
Benjamín Eiríkssyni og hverju heim-
koma hans til Íslands á 6. áratugnum
hefði breytt fyrir íslenska hagfræði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jónas Haralz rifjar upp kynni sín af dr. Benjamín Eiríkssyni.
Erfingjar gáfu hagfræðibækur
dr. Benjamíns Eiríkssonar
RÚMLEGA 220 eigendur Nissan-
jeppa tóku þátt í hópferð sem Niss-
an-umboðið, Ingvar Helgason,
skipulagði sl. laugardag. Ekið var frá
Reykjavík og austur í sveitir, upp
fyrir Búrfell og Þjórsárdal og komið
í byggð við Tungufell.
Tilgangur ferðarinnar var að sögn
skipuleggjenda að fá jeppaeigendur
til að fara um torfarnar slóðir og
sýna hvers bílarnir eru megnugir
umfram það að aka á malbiki í þétt-
býli. Reyndir ökumenn úr klúbbnum
4x4 fylgdu með og voru til leiðbein-
ingar svo og björgunarsveitarmenn.
Yfir 220 jeppar
í Nissan-ferð
Morgunblaðið/jt
Lest yfir 220 jeppa getur orðið nokkuð löng.