Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA friðargæslan var á mánudag formlega stofnuð á veg- um utanríkisráðuneytisins, en um er að ræða formfestingu á því frið- argæslustarfi sem unnið hefur ver- ið undanfarin ár, auk þess sem stefnt er að eflingu íslensks frið- argæslustarfs erlendis. Ráðuneytið mun á næstunni auglýsa eftir ein- staklingum til að gefa kost á sér til friðargæslustarfa og er markmiðið að geta sent allt að 25 manns til friðargæslustarfa með hinu fyrir- hugaða 60 þúsund manna hraðliði Evrópusambandsins. Um 60 íslenskir starfsmenn hafa verið sendir síðastliðin 7 ár til frið- argæslu, fyrst til Bosníu, síðar til Kosovo og nú síðast til Makedóníu. Að undangengnum umsóknum verður settur saman viðbragðslisti yfir allt að 100 einstaklinga sem gefa kost á sér til friðargæslu- starfa með skömmum fyrirvara. Markmiðið er að byggja upp getu til að fjölga íslenskum friðargæslu- liðum úr 15, eins og nú er, í allt að 25 árið 2003. Með aukinni þátttöku og reynslu er miðað við að frið- argæsluliðum geti fjölgað í allt að 50 manns í framhaldinu. Meiri möguleikar á þátttöku í kjölfar breytinga Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra minntist í ávarpi sínu á blaðamannafundi á þær breytingar sem orðið hafa á eðli friðargæslu- starfa, sem gert hafa Íslendingum kleift að taka þátt í alþjóðlegum öryggismálum með beinni hætti en hingað til, með því að leggja til borgaralega sérfræðinga. Sagði Halldór að ein meginbreytingin á eðli friðargæslustarfa fælist þann- ig í hinni nánu samvinnu herliðs og borgaralegra sérfræðinga. Halldór sagði ennfremur að friðargæslu- framlag Íslands styrkti stöðu landsins innan alþjóðasamfélagsins s.s. á vettvangi NATO, SÞ og ÖSE. Á liðnum árum hafa íslenskir friðargæsluliðar m.a. komið úr röðum lögreglumanna, lækna og hjúkrunarfólks, lögfræðinga, verk- fræðinga, stjórnmálafræðinga og fjölmiðlamanna, auk fleiri stétta. Leitað verður til fólks úr þessum stéttum til að gefa kost á sér og eru lágmarkskröfur til umsækj- enda þær að viðkomandi sé a.m.k. 25 ára, hafi háskólapróf, aðra sér- menntun og/eða víðtæka þekkingu og reynslu, mjög góða enskukunn- áttu, hafi til að bera hæfni í mann- legum samskiptum og þolgæði undir álagi og geti sýnt öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins mun kostnaður við 25 manna friðargæslulið vera um 220 milljónir króna á ári að meðtöldum stjórnsýslukostnaði. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Halldór Ásgrímsson kynnir stofnun Íslensku friðargæslunnar. 25 Íslendingar í 60 þús- und manna hraðlið ESB KJÖRRÆÐISMENN Íslands er- lendis héldu í ferðalag um Vest- urland á miðvikudag eftir að hafa setið fimmtu ráðstefnu utanrík- isráðuneytisins í vikunni fyrir 140 ræðismenn Íslands víða um heim. Að sögn Hannesar Heimissonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðu- neytinu, tókst ráðstefnan ákaf- lega vel og var mikil ánægja ríkjandi meðal ræðismanna. Í ferðalaginu var fyrst haldið til Stykkishólms þar sem fyrirtæki á staðnum buðu upp á íslenskar sjávarafurðir á bryggjunni, skel- fisk og fleira, og síðan var siglt með Eyjaferðum á tveimur bátum til Búðardals og þar snæddur há- degisverður. Magnús Magnússon hélt þar fyrirlestur um víkingana, menningararfleifð þeirra og sögu- staði í Dölunum. Þar söng jafn- framt kórinn Sólarmegin frá Akranesi fyrir gestina. Að hádegisverði loknum skoð- uðu ræðismennirnir ásamt mök- um sínum tilgátubæinn á Eiríks- stöðum og héldu síðan í Reykholt þar sem Geir Waage hélt fyr- irlestur í Snorrastofu. „Þetta hefur gengið mjög vel og allir afskaplega ánægðir með þetta og telja mikilvægt að gera þetta reglulega. Þetta er fólk sem skiptir miklu máli fyrir hagsmuni okkar erlendis á öllum sviðum,“ segir Hannes. Á myndinni, sem tekin er fyrir framan ráðhúsið í Stykkishólmi, eru ræðismennirnir allir sam- ankomnir ásamt mökum og fulltrúum utanríkisráðuneytisins. Flestir eru nú á heimleið en margir ákváðu að nota tækifærið og ferðast víðar um Ísland. Ljósmynd/Lárus Karl Ræðismenn á ferðalagi um landið HÆGT er að kaupa viðbótar- tryggingar hjá Tryggingamið- stöðinni vegna brunatrygginga húseigna í þeim tilvikum sem fólk telur að brunabótamat húseignar sé ekki nægilega hátt til að bæta tjón að fullu. Brunatryggingar húseigna eru skyldubundnar samkvæmt lögum og miðast þær við brunabótamat fasteigna, sem í mörgum tilvikum hefur lækk- að talsvert eftir að ný lög tóku gildi sem fólu í sér endurmat á brunabótamati fasteigna í landinu. Ingimar Sigurðsson, deild- arstjóri fyrirtækjatrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni, segir að TM hafi boðið upp á viðbótartryggingu við bruna- bótamat í 25 ár að minnsta kosti. Um þessa tryggingu gildi sömu skilmálar og um lög- boðnu trygginguna, auk þess sem ákvæði sé um það að bæt- ur greiðist ekki úr viðbótar- tryggingunni nema tjón sé umfram brunabótamats- fjárhæðina. Frjálst samnings- samband aðila Ingimar sagði að þarna væri um frjálst samningssamband aðila að ræða og þeir legðu mat á það í hverju tilviki fyrir sig hvort vátryggingarfjár- hæðin væri eðlileg miðað við stærð húss, staðsetningu og fleira. Ingimar sagði að á viðbót- artrygginguna væri reiknað viðlagasjóðsgjald og svokallað brunavarnargjald, sem væri eftirlitsgjald sem gengi til Brunamálastofnunar, en ekki væri innheimt ofanflóðasjóðs- gjald og umsýslugjald sem færi til Fasteignamatsins Viðbót- artrygg- ingar fá- anlegar hjá TM Brunabótamat FORSETI Grikklands, Cont- antinos Stephanopoulos, hefur boðið forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í opinbera heimsókn til Grikklands dagana 18.–21. september næstkom- andi, og er það í fyrsta sinn sem forseta Íslands er boðið í slíka heimsókn, heimsóknin hefst með opinberri móttökuathöfn í Aþenu, höfuðborg landsins. Í fylgdarliði verða m.a. Sól- veig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, embættis- menn forsetaembættisins og utanríkisráðuneytis auk full- trúa útflutningsfyrirtækja og menningarlífs. Forsetinn í heimsókn til Grikklands Í NORSKA blaðinu Aftenposten um helgina er haft eftir Espen Barth Eide, ráðuneytisstjóra í norska ut- anríkisráðuneytinu, að Norðmenn tapi frekar en græði á endurskoðun EES-samningsins og því vilji Norð- menn ekki hætta á slíka endurskoð- un. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segir hins vegar að gera þurfi breytingar á samningnum í ljósi breyttra aðstæðna. Espen Barth Eide segir að Norð- menn vilji vissulega fá betri samn- ing en telji sig ekki fá hann heldur geti endurskoðun þýtt flóðbylgju nýrra krafna frá suðurevrópskum þjóðum Evrópusambandsins, sem hafi lengi verið á móti ákveðnum at- riðum samningsins. Fyrir skömmu ræddu Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, og Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu og formaður ráðherraráðs Evrópusambandsins, ESB, m.a. um EES-samninginn, spurninguna um uppfærslu á honum og aðlögun hans að breyttu Evrópusambandi. Halldór Ásgrímsson segir að allar EFTA-þjóðirnar hafi staðið að því að útttekt yrði gerð á stöðu þeirra gagnvart Evrópusambandinu og ákveðið að nota tímann til að kanna hvernig rétt væri að bregðast við. Íslendingar hafi ekki talað um end- urskoðun á samningnum heldur að gera á honum breytingar í ljósi breyttra aðstæðna. Það hafi hann útskýrt fyrir Louis Michel. Ekki verði hjá því komist að taka tillit til stækkunar ESB í þessum samningi því hún varði Ísland líka þar sem verið sé að stækka Evrópska efna- hagssvæðið. Þetta kalli því á tiltekn- ar breytingar. Utanríkisráðherra segir að hann hafi lagt áherslu á að farið verði yfir önnur atriði sem varða Ísland og mikilvægt sé að láta á þau reyna. Það sé hins vegar miður ef Norð- menn séu á öndverðum meiði en þá sé staðan ljós og hún auðveldi að taka afstöðu til annarra mála í fram- tíðinni. Til dæmis þurfi Íslendingar að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þessi stækkun hafi á íslenskt atvinnulíf og fyrir liggi að fáist ekki breytingar á tollum sjávarafurða torveldi það markaðsmöguleika ís- lenskra sjávarútvegsafurða í Mið- og Austur-Evrópu, sem sé mjög al- varlegt mál. Útilokað sé að ganga í gegnum þetta ferli án þess að fá skýrar línur í það. Í þessu sambandi nefnir utanrík- isráðherra t.d. að hlutdeild Íslands í markaðnum í Póllandi sé 1% en hlutdeild Norðmanna 51%. Ljóst sé að vaxandi velmegun sé í Póllandi og þar með vaxandi markaður. Ef markaðshlutdeild Íslendinga eigi aðeins að byggjast á reynslu, þar sem engir möguleikar séu á að selja t.d. nýjar sjávarafurðir eins og síld til manneldis, sé það ekkert gam- anmál fyrir Íslendinga að standa frammi fyrir lokuðum mörkuðum. Halldór Ásgrímsson segist til þessa ekki hafa orðið var við áherslumun milli Íslands og Noregs varðandi það hvernig standa eigi að þessum málum, en eftir eigi að ná samkomulagi um það hvernig standa skuli að málum á næsta fundi EES, sem verður í byrjun október. Lögð verði áherslu á niðurstöðu í því efni en ljóst sé að ný ríkisstjórn Noregs verði að koma að því máli. Hins vegar sé vel skiljanlegt að Norðmenn hafi viljað vera varkárir í málinu vegna kosningabaráttunnar. Uppfærsla á EES-samningnum til umræðu Íslendingar og Norð- menn á öndverðum meiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.