Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 15 NÁMSKRÁ símenntunarsviðs Há- skólans á Akureyri er kominn út og verður henni dreift á Akureyri og ná- grenni. Námskráin er aðgengileg á Netinu á slóðinni www.unak.is/Rha/ Simenntun/index.htm Í námskránni er að finna upplýsingar um milli 50 og 60 námskeið og eru þrír meginflokkar námskeiða í boði sem eru á sviðum stjórnunar, reksturs og fjármála; heilbrigðis- og félagsmála og uppeld- is- og kennslumála. Þá er nokkur fjöldi ýmissa námskeiða eins og á sviðum tónlistar og tungumála svo dæmi sé tekið. Í fyrsta sinn er boðið upp á þriggja anna nám við símennt- unarsviðið. Stjórnun og rekstur í heil- brigðisþjónustu í umsjón Endur- menntunarstofnunar Háskóla Íslands er nýhafið og stjórnunar- og rekstr- arnám ætlað sveitarstjórnendum er að hefjast og hafa um 30 manns skráð sig til náms. Einnig verða haldnir opnir fyrirlestrar í vetur sem auglýst- ir verða sérstaklega. Opnað hefur verið vefkennslusetrið Námstorg.is, en þar standa til boða valdar námsbrautir á sviði tölvu- kennslu. Á síðasta starfsári voru haldin 44 námskeið við símenntunarsviðið og var fjöldi þeirra sem sóttu námskeið um 600 sem er veruleg aukning frá því sem áður hefur verið. Boðið er upp á fjarkennslu og voru námskeið send um fjarfundabúnað bæði til Húsavíkur og Sauðárkróks. Fyrsta námskeið vetrarins hefst 18. september þar sem kynnt verður hvernig nýta má listir og skapandi hugsun sem virkan þátt í umönnunar- og endurhæfingarstörfum. Það eru listamennirnir Arna Valsdóttir, Ro- bert Faulkner og Anna Richardsdótt- ir sem hafa umsjón með námskeiðinu. Upplýsingar um námskeið og skráning er á skrifstofu Rannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri. Námskrá símennt- unarsviðs Háskólans Á milli 50 og 60 nám- skeið í boði SÝNINGU danska listamannsins Per Kirkeby og Heklu Daggar Jóns- dóttur í Listasafninu á Akureyri lýk- ur næsta sunnudag, 16. september. Kirkeby (f. 1938) er án efa þekkt- asti núlifandi myndlistarmaður Norðurlanda og er þetta hans fyrsta einkasýning á Íslandi, en sýningin samanstendur af málverkum, ein- þrykkjum, teikningum og skúlptúr- um frá árunum 1983–1999. Á sama tíma er til sýnis í vestursal safnsins innsetning eftir Heklu Dögg Jóns- dóttur sem nýverið hlaut verðlaun úr Listasjóði Pennans. Listasafnið á Akureyri Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.