Morgunblaðið - 12.09.2001, Page 16

Morgunblaðið - 12.09.2001, Page 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIGENDUR Hofgerðis 3 í Vogum fengu nýlega afhenta viðurkenn- ingu fyrir að eiga fallegasta garð- inn í Vatnsleysustrandarhreppi. Eigendur Hofgerðis 3 eru hjón- in Susan Anna Björnsdóttir og Guðlaugur J. Gunnlaugsson. Í um- sögn Fegrunarnefndar Vatns- leysustrandarhrepps kemur fram að garðurinn er glæsilegur og öllu smekklega fyrir komið. Sum- arblómin voru öll heimaræktuð og um það bil 1500 plöntur gróð- ursettar þar í vor. Greinilega mjög áhugasamt garðyrkjufólk að verki, segir Fegrunarnefnd. Grjóthrúga verður garður Einnig var veitt viðurkenning fyrir besta framtakið í lóð- arbreytingum. Þar bar að mati nefndarinnar hæst lóðina að Heið- argerði 25 í Vogum. Eigendur hennar eru Bonnie Laufey Dupuis og Guðmundur Baldursson. Þau hafa breytt lóðinni úr grjóthrúgu í garð með þrotlausri vinnu, segir í upplýsingum frá Ólafi Ara Jóns- syni umhverfisstjóra Vatnsleysu- strandarhrepps. Bonnie Laufey Dupuis og Guðmundur Baldursson voru verðlaunuð fyr- ir breytingar á lóðinni við hús þeirra í Heiðargerði 25 í Vogum. Susan Anna Björnsdóttir og Guðlaugur J. Gunnlaugsson fengu fyrstu verðlaun fegrunarnefndarinnar í Vogum fyrir garðinn í Hofgerði 3. „Greinilega áhugasamt garðyrkjufólk“ Vogar HVERS virði er fyrirtækið þitt? er yfirskrift fyrsta hádeg- isverðarfundar vetrarins hjá MOA. Fundurinn verður hald- inn í dag á efri hæð Glóðarinnar og hefst klukkan 12. Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar mun í samvinnu við Price- WaterhouseCoopers standa fyrir fundum fyrir stjórnendur fyrirtækja. Fundirnir verða haldnir í hádeginu, á mánaðar- fresti í vetur. Sérfræðingar PWC halda stutt erindi og svara fyrirspurnum. Á fyrsta fundinum sem hald- inn verður í dag munu Þröstur Sigurðsson fjármálaráðgjafi og Þórir Ólafsson endurskoðandi, báðir hjá PWC, fjalla um virði fyrirtækja. Hvers virði er fyrir- tækið? Reykjanesbær „VIÐ höfðum áhuga á því að kynn- ast betur væntanlegum félögum okkar í nýju kjördæmi,“ segir Kristján Pálsson, formaður Ferða- málasamtaka Suðurnesja, um til- drög samráðsfundar ferðamálasam- takanna á Suðurnesjum og Suðurlandi sem fram fór í Reykja- nesbæ í fyrrakvöld. Suðurnes og Suðurland eru tvö af fjölsóttustu ferðamannasvæðum landsins og telur Kristján að þeir sem starfa að ferðamálum eigi margt sameiginlegt, auk þess sem þeirlenda í sama kjördæmi eftir næstu kosningar. Var ákveðið á fundinum að stefna að samráðs- fundum tvisvar á ári og hittast næst á Suðurlandi í vor. Að sögn Kristjáns geta samtökin og þeir sem í þeim vinna miðlað upplýsingum sín í milli. Sunnlend- ingar hafi byggt upp margar upp- lýsingamiðstöðvar og hafi Reyknes- ingar áhuga á að fræðast um það hvernig staðið hefur verið að því. Tvær upplýsingamiðstöðvar eru á Suðurnesjum, í Leifsstöð og Bláa lóninu, en áhugi er á því að fjölga þeim. Á fundi ferðamálasamtak- anna voru rekstraraðilar upplýs- ingamiðstöðva. Þá segir Kristján að samtökin geti beitt sér sameiginlega í hags- munamálum sem varði báða aðila. Nefnir hann uppbyggingu Suður- strandarvegar í því sambandi. Sú framkvæmd gæti hjálpað ferða- þjónustunni á báðum svæðunum. Loks nefnir hann að hugsanlegt sé að auglýsa svæðin sameiginlega og bæta þannig árangurinn. Miðla upplýsing- um sín í milli Reykjanes Ferðamálasamtökin í nýju suðvesturkjördæmi ræða saman RÉTTARDAGUR í Grindavík er vinsæll hátíðisdagur í bænum. Að þessu sinni verður réttað í Þór- kötlustaðarétt sunnudaginn 16. september klukkan 14. Orðspor þessarar hátíðar hefur farið víða því margt aðkomufólk kemur jafnan til að fylgjast með og upplifa hina sérstöku rétt- arstemmningu. Mestur er áhuginn hjá yngstu kynslóðinni „og andlit barnanna ljóma í kapp við sólina sem jafnan skín á réttardaginn í Grindavík, ef ekki af himninum þá í hjörtum fólksins“, eins og Einar Njálsson bæjarstjóri orðar það í hugleiðingum um daginn. Nú nálgast þessi hátíðisdagur. Áður var búið að ákveða rétt- ardag viku síðar. Því vill bæj- arstjórinn árétta að leitir fara fram á laugardeginum 15. sept- ember og verður rekið til réttar í Þórkötlustaðarétt daginn eftir, sunnudaginn 16. september klukkan 14. Réttað í Þór- kötlustaðarétt Grindavík FRÓN - ÞJÓNUSTA ALLA LEIÐ Einbýlishús KÓPAVOGUR - Digranesheiði Um 160 fm einbýli auk tæplega 40 fm bílskúrs á frábærum stað. Húsið er hæð og ris með stórum og grónum garði. Lóðin um 800 fm. Mikið endurnýjuð eign. Verð 18,3 millj. BERGSTAÐASTRÆTI - NÝTT Nýlega uppgert, glæsilegt einbýlishús sem er um 160 fm að gólffleti. Upprunalegar gólffjalir í eldhúsi og borðstofu. Flísar á flestum gólfum. Mjög skemmtilegur hlaðinn veggur sem skilur að eldhús og borðkrók setur mikinn svip á íbúðina. Mósaíkflísar á baði. Verð 18,9 millj. GRAFARVOGUR - Viðarrimi - NÝTT Stórglæsilegt 129,4 fm einbýlishús ásamt 22,9 fm bílskúr. Beykiparket á öllum gólfum nema baði og þvottahúsi. Baðher- bergi flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og baðkari. Góð eldhúsinnrétting. Mjög vel skipulagður garður. Verð 20,9 millj. Rað- og parhús Á BESTA STAÐ Á NESINU Ný- komið í einkasölu 120 fm endaraðhús við Nesbala. Flísar og parket, arinn, sólpallur með heitum potti. Verð 17,7 millj. Hæðir HLÍÐARNAR 107 fm skemmtileg hæð á þessum eftirsótta stað. Eldhús með flísum og ágætri innréttingu, stofa og herbergi með parketi, baðherbergi með flísum. Suðvestursvalir. Eign sem vert er að skoða. Verð 13,7 millj. HLÍÐARNAR - Skaftahlíð 110 fm sérhæð á draumastað ásamt 23 fm bílskúr. Tvær rúmgóðar stofur með parketi, gengið út á suðursvalir. Rúmgott eldhús, borðkrókur, parket á herbergjum, góðir skápar. Bílskúr með gluggum, hita og raf- magni. Verð 16,8 millj. 5 herb. ÁRBÆR - Laxakvísl - NÝTT Um 142 fm hæð og ris á fínum stað. Parket og flísar á gólfum, rúmgóð stofa. Mjög góð eign í vönduðu húsi. Einkasala. Bílskúrs- réttur. Áhv. 5,1 millj. Verð 18 millj. DOFRABERG - „Penthouse“ Hafn. Stórglæsileg 119 fm íbúð á tveim hæðum með sérsmíðaðri eldhúsinnréttingu úr kirsuberjaviði. Parket er á allri íbúðinni nema baði og anddyri. Þetta er íbúð sem vert er að skoða. Verð 13,9 millj. 4ra herb. KÓPAVOGUR - Lindir 107 fm stórglæsileg 4ra herb. íbúð ásamt bílskúr. Parket og flísar, svalir með góðu útsýni. Þvottahús innan íbúðar. Verð 15,8 millj. BREIÐHOLT - Seljabraut Falleg 102 fm íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin er mikið uppgerð. Frábært útsýni. Sérbílastæði í lokaðri bílageymslu. Barn- vænt umhverfi. Einkasala. Áhv. 4,5 millj. Verð 12,5 millj. AUSTURBÆR - Heimar - NÝTT Um 103 fm skemmtileg endaíbúð á 5. hæð með sérinngangi af svölum, í ný- lega standsettri lyftublokk. Snyrtileg sam- eign, húsvörður. Tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli, parket á gólfum, svalir í vestur, gott útsýni. Þvottahús innan íbúðar. ÍBÚÐIN ER LAUS 1. okt. Verð 11,7 millj. VESTURBÆR Mjög góð um 95 fm mikið endurnýjuð íbúð á þessum eftir- sótta stað. Stofa/borðstofa með parketi, mjög rúmgóð. Hjónaherbergi með park- eti, skápur, gengt út á austursvalir. Ný- legt gler, nýlegt þak. Verð 11,9 millj. ÁRBÆR - Hraunbær Vorum að fá í einkasölu um 105 fm góða íbúð á fyrstu hæð. Parket og flísar á gólfum. Góðar suðvestursvalir. Aukaherbergi í kjallara með aðgangi að wc er ekki inni í fm. Björt og falleg íbúð. Áhv. 8,4 millj. Verð 12,5 millj. ÁSHOLT - Eldri borgarar 103 fm „lúxus“íbúð á 7. hæð með STÓRKOSTLEGU ÚTSÝNI. Parket og korkur á gólfum, baðherbergi flísalagt, beykiinnréttingar. Ath! Aðeins ein íbúð á hæð. 27 fm stæði í bílageymslu, mjög rólegt hús. Verð 17,9 millj. 3ja herb. SAMTÚN - NÝTT Nýkomin í sölu skemmtileg 90 fm 3-4 herb. íbúð með sól- skála, gróinn garður, rólegt hverfi. Gamal- dags kamína í stórri og bjartri stofu, parket og flísar gólfum. Vinnuherbergi á neðri hæð. Verð 10,5 millj. 2ja herb. HRAUNBÆR Góð 2 herb. íbúð á 1. hæð. Svalir í suður. Snyrtileg sameign. Stutt í alla þjónustu. Laus strax. Verð 7,5 millj. BAKKAR - NÝTT Nýkomin í einka- sölu skemmtileg 2 herb. íbúð á jarðhæð með sérgarði í þessu barnvæna hverfi. Gangur, stofa og eldhús er með parketi, dúkur í hjónaherbergi. Tengt f. þvottavél og þurrkara í íbúð. Verð 8,3 millj. ÞANGBAKKI - NÝTT Nýkomin í sölu góð 68 fm 2 herb. íbúð á 2. hæð á þessum skemmtilega stað. Hiti í stétt úti. Stutt í alla þjónustu, göngugata við hliðina. Verð 9,2 millj. F R Ó N Finnbogi Kristjánsson, lögg. fasteignasali SÍÐUMÚLA 2 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 533 1313 - FAX 533 1314 - fron@fron.is - www.fron.is NÝTT BRUNABÓTAMAT TEKUR GILDI 15. SEPT. Kaupendur athugið: Næstu 15 daga gilda reglur þar sem lánað er annað hvort 65% af kaupverði eða 85% af gamla brunabótamatinu. Nú er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst. Athugið að flestar þessar eignir sem eru nú auglýstar eru með háu brunabótamati. Nánari upplýsingar hjá Fróni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.