Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 17 ÚTIBÚ Búnaðarbankans í Borg- arnesi hélt afmæliskaffi 6. sept- ember sl. en þá voru liðin tíu ár frá opnun þess. Upphaflega var útibúið stofnað sem afgreiðsla frá Akranesi en um áramótin ’91–’92 var ákveðið að ráða útibússtjóra og gera það sjálfstætt. Kristján Björn Snorra- son útibússtjóri hóf störf í janúar 1992 og hefur verið útibússtjóri síð- an. Þá voru einungis þrír starfs- menn en eru núna tíu. Að sögn Kristjáns hafa umsvifin vaxið gíf- urlega og einna mest hér á lands- vísu. Hann nefnir sem dæmi að frá 1. september í fyrra til 1. sept- ember í ár sé 40% innlánsaukning og rúm 20% útlánaaukning. Sex mánaða uppgjör sýnir í þessu litla útibúi 28 milljónir í hagnað eftir skatta, en til samanburðar er allur hagnaður Búnaðarbankans rúmar 50 milljónir eftir skatta. Lágmarks- kröfur um arðsemi eru 15% en arð- semin hér er 66,7%, sem er með því besta sem gerist á landinu og útibú- ið í 8. sæti af 30 útibúum. Kristján þakkar þetta fyrst og fremst mannauði. ,,Hér er er gott fólk, og þeir sem byrja hér viðskipti halda þeim áfram. Það er alveg undantekning ef einhver hefur hætt hér viðskiptum og farið ann- að. Við leggjum mikið upp úr þjón- ustu og persónulegri ráðgjöf, mað- ur finnur að fólk er ánægt með þetta. Okkar styrkur liggur fyrst og fremst í orðspori, enda byggjum við ekki á einhverri vaxtakeppni, heldur því að fólki líði vel að versla við okkur.“ Viðskiptavinir bankans eru ekki bara íbúar Borgarbyggðar heldur er fjöldi fólks í Reykjavík og á öðrum svæðum í viðskiptum hér. Ennfremur eru nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem sækja hingað við- skipti og telur Kristján að rekja megi 2–3 störf hér beinlínis til við- skipta sem koma annars staðar frá. Útbúið hefur frá upphafi verið styrktaraðili körfubolta- og knatt- spyrnudeilda Skallagríms og á þessu tíu ára tímabili hafa 20–30 milljónir farið í þessi málefni. Krist- ján segist alltaf verða var við þakk- læti frá fólki og á afmælisdaginn bárust hlýjar kveðjur, óvæntar gjafir og blóm. Um 3–400 manns komu í afmæliskaffið og vildi Krist- ján koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina bankans fyrir traust og góðar viðtökur á þessum tíu ár- um. Morgunblaðið/Guðrún Vala Starfsfólk útibúsins, fremri röð frá vinstri: Dóra Axelsdóttir, Gerður K. Guðnadóttir, Helga Theodórsdóttir, Fanney Ólafsdóttir og Rósa Jenna- dóttir. Aftari röð frá vinstri: Skúli Ingvarsson, Kristján B. Snorrason útibússtjóri og Einar G. Pálsson. Á myndina vantar Hrönn Helgadóttur, Maríu Eyþórsdóttur og Ingu S. Baldursdóttur en þær voru í fríi. Búnaðarbankinn í Borgarnesi 10 ára Borgarnes HINN 1. september síðastliðinn af- hentu nemendur Skógaskóla sem luku námi þar vorið1957 tvö málverk sem hópurinn hafði látið gera af tveimur fyrstu kennurum skólans, þeim Jóni Jósep Jóhannessyni frá Hofsstöðum í Skagafirði og Albert Jóhannssyni frá Teigi í Fljótshlíð. Framlag til verksins fékkst einnig frá Búnaðarbanka Íslands á Skógum, Ferðaskrifstofu Íslands, Hótel Eddu og Lionsklúbbnum í Vík. Málverkin voru sett á vegg gagn- fræðastofunnar gömlu í Skógaskóla, en skólinn er ekki starfræktur lengur og óvissa ríkir um framhald skóla- starfsins. Byggðasafnið í Skógum tók við málverkunum en það hefur um- sjón með skólahúsunum og sér um rekstur þeirra. Að sumrinu er Eddu- hótel starfrækt á Skógum en móttaka ferðahópa og ráðstefnuhald er að vetrinum. Tæplega 50 manns voru viðstaddir afhjúpun málverkanna, þar af um 20 úr nemendahópnum. Hólmfríður Jó- hannesdóttir, systir Jóns Jóseps, af- hjúpaði málverkið af bróður sínum en Erla Þorbergsdóttir, ekkja Alberts, afhjúpaði málverkið af honum. Nafni og sonarsonur Alberts tendraði kertaljós við málverkin fyrir afhjúp- un. Listamaðurinn, Benedikt Gunn- arsson, sagði frá málverkunum og fjallaði um þýðingu málverka og ann- arra lista fyrir þroska manna. Flutt voru minningarorð um Jón Jósep eft- ir samkennara hans og síðar ritstjóra Freys, Júlíus J. Daníelsson, og Þórð- ur Tómasson safnstjóri flutti minn- ingarorð um Albert. Sungin voru á milli atriða, við undirleik Þórðar Tóm- assonar, þjóðlög og hvatningarljóð í anda Jóns Jóseps og Alberts og þess minnst að þeir hefðu verið brautryðj- endur í mannrækt og skógrækt í Skógaskóla. Þetta var falleg sam- koma, en loft var blandið trega, m.a. vegna þess að Skógaskóli er ekki starfræktur lengur. Fram kom í máli manna, að full þörf væri ennþá fyrir skóla af þessari gerð og stærð fyrir uppeldi þjóðarinn- ar. Margir tóku til máls, m.a. Jón R. Hjálmarsson og Sverrir Magnússon, fyrrum skólastjórar, Friðjón Guðröð- arson sýslumaður og Drífa Hjartar- dóttir alþingismaður sem var síðasti formaður skólanefndar. Um sali skól- ans lék sem forðum andi vináttu og lífsgleði og skólinn var lífgaður við eitt andartak með dansæfingu eins og þeim sem forðum voru haldnar í Skógaskóla. Gestir þáðu veitingar í boði byggðasafnsins og nemenda- hópsins og heimsókninni lauk með samverustund í Skógakirkju. Málverk gefin til minn- ingar um frumherja Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Listamaðurinn Benedikt Gunn- arsson og Albert Þórir Sigurð- arson, sonarsonur Alberts, tendra kertaljós. UMHVERFISVERÐLAUN Hvol- hrepps fyrir árið 2001 hafa verið af- hent. Að þessu sinni hlutu þau hjónin Rannveig Baldvinsdóttir og Ólafur Ólafsson, Öldugerði 18 á Hvolsvelli, viðurkenningu fyrir fallegan heimil- isgarð og ræktunarstörf. Þau hjónin hafa komið upp þremur fögrum og gróskumiklum heimilis- görðum á Hvolsvelli og auk þess hafa þau stundað umfangsmikla trjárækt við sumarbústað sinn á Stóru-Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi. Dalíu- og blómarækt þeirra hjóna hefur vakið verðskuldaða athygli. Hjónin Markús Runólfsson og Jó- hanna Jóhannsdóttir, Dalsbakka 6 á Hvolsvelli, hlutu umhverfis- og nátt- úruverndarverðlaun fyrir ræktunar- störf og einnig hlaut Markús verð- launin fyrir uppgötvanir og hönnun á tækjum til gróðursetningar og áburðargjafa. Markús hefur verið formaður Skógræktarfélags Rangæinga mörg undanfarin ár og hefur verið ötull tals- og athafnamaður á sviði skóg- ræktar. Hann hefur hannað og látið smíða svokallaðan Markúsarplóg, tæki þar sem allt er gert í senn, bún- ar til gróðurrásir og plöntur settar niður með áburðargjöf. Plógurinn af- kastar margfalt á við handgróður- setningu en við hann vinna tveir menn, annar á dráttarvél sem dregur plóginn og hinn á tækinu sjálfu. Markús hefur einnig hannað tæki til áburðargjafa í skógrækt. Að því er mikið hagræði fyrir þann sem ber á því tækið skammtar áburðinn og við- komandi þarf ekki að beygja sig nið- ur við hverja plöntu. Umhverfisverðlaun Hvolhrepps eru veitt á hverju ári og geta þau fall- ið í skaut hverjum þeim sem þykir skara fram úr í umhverfismálum. T.d. geta íbúar við tiltekna götu feng- ið þau, sumarbústaðareigendur, fyr- irtæki, stofnanir eða einstaklingar. Umhverfisverðlaun afhent í Hvolhreppi Hvolsvöllur Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeins. Umhverfisverðlaunahafar í Hvolhreppi: Rannveig Baldvinsdóttir, Ólaf- ur Ólafsson, Jóhanna Jóhannsdóttir og Markús Runólfsson. Sími 594 6000 JARÐVEGS- ÞJÖPPUR HOPPARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.