Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 19
DAGINN eftir að Norð-menn gengu að kjör-borðinu og ljóst varð aðnorski Verkamanna-
flokkurinn hefði beðið sögulegan
kosningaósigur – jafnvel þótt hann
hefði haldið stöðu sinni sem stærsti
flokkur landsins – settust Jens
Stoltenberg forsætisráðherra,
Thorbjørn Jagland formaður og
aðrir í forystu flokksins að fund-
arborði til að sleikja sárin og leggja
niður fyrir sér hvað nú tæki við.
Kjell Magne Bondevik úr Kristi-
lega þjóðarflokknum og forsætis-
ráðherraefni miðflokkanna, sem
bæði Stoltenberg og Jan Petersen,
formaður Hægriflokksins, biðluðu
til um stjórnarsamstarf strax á
kosninganótt, gaf í gær í fyrsta sinn
greinilega til kynna að hann vildi
sjá stjórnarskipti og hallaðist að því
að láta reyna á stjórnarmyndunar-
viðræður við Hægriflokkinn, hugs-
anlega að viðbættum Venstre, en
hann kom að þessu sinni aðeins
tveimur mönnum á þing.
Veðjað á Bondevik
Eftir að ljóst varð að Hægriflokk-
urinn einn fengi fleiri þingmenn en
miðflokkarnir þrír til samans –
Kristilegi þjóðarflokkurinn, Mið-
flokkurinn og frálslyndi flokkurinn
Venstre – viðurkenndi Bondevik að
út úr myndinni væri að miðflokk-
arnir mynduðu minnihlutastjórn
eins og þá sem hann fór fyrir 1997–
2000, en Verkamannaflokkurinn
felldi hana í marz í fyrra.
Jan Petersen útilokaði ekkert í
samtölum við fjölmiðla í gær. „Við
skulum ekki gleyma, að nú, þegar
forsendur hafa skapazt fyrir stjórn-
arskiptum, ber að þakka það kosn-
ingasigri Hægriflokksins. Það er
eðlilegt að Hægriflokkurinn fái for-
sætisráðherrastólinn,“ hefur Aften-
posten eftir honum. „En þetta eru
stjórnmál, svo það þarf að ræða um
þetta. Það mun koma í ljós á næstu
dögum hvort ég verð forsætisráð-
herra.“ Fyrr á þessu ári hafði Pet-
ersen lýst sérstökum áhuga á utan-
ríkismálum og að sér væri per-
sónulega ekkert sáluhjálparatriði að
komast í forsætisráðherrastólinn.
Þannig þykir við blasa að Bondevik
bjóðist sá stóll.
En flokkur/flokkar Bondeviks
munu koma til með að vilja selja sig
dýrt í hugsanlegum stjórnarmynd-
unarviðræðum við Hægriflokkinn. Í
herbúðum Bondeviks eru margir
sagðir óttast að Hægriflokkurinn –
og þó einkum og sér í lagi Fram-
faraflokkurinn – muni að þeirra
mati hafa of mikið um stjórnar-
stefnuna að segja.
Á kosninganótt stakk Jan Pet-
ersen strax upp á því, að Hægri-
flokkurinn, Kristilegi þjóðarflokk-
urinn, Framfaraflokkurinn og
hugsanlega Venstre hæfu stjórnar-
myndunarþreifingar. Þótt Bondevik
hafi í fyrstu litlu svarað stóð ekki á
Carl I. Hagen, leiðtoga Framfara-
flokksins, að bregðast jákvætt við.
„Nú höfum við forsendur fyrir
stjórnarskiptum sem mun gefa
Framfaraflokknum tækifæri til
áhrifa,“ sagði hann og kom með
þessum orðum mjög til móts við
Petersen, þar sem þau mátti skilja
þannig að Framfaraflokkurinn
gerði ekki kröfu til beinnar rík-
isstjórnarþátttöku. Bondevik hefur
ítrekað lýst yfir andstöðu við að
deila völdum með Framfaraflokkn-
um, sem byggt hefur fylgi sitt
meðal annars á áróðri gegn innflytj-
endum. En allt frá því skoðana-
kannanir bentu til þess að þessir
þrír flokkar næðu þingmeirihluta
hafa verið á lofti vangaveltur um
samstarf þeirra, sem gæti falið í sér
samkomulag um að Hagen yrði
kjörinn þingforseti.
Bastesen áfram einn á báti
Þegar búið var að telja um 99,3%
atkvæða lá fyrir að Hægriflokkur-
inn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og
Framfaraflokkurinn myndu ráða yf-
ir hreinum meirihluta á Stór-
þinginu, samtals 86 af 165 þingsæt-
um. Hægriflokkurinn bætir við sig
6,9% atkvæða frá því í kosning-
unum 1997 og rís í 21,3%, sem skil-
ar honum 38 manna þingflokki, 15
fulltrúum fjölmennari en áður.
Kristilegi þjóðarflokkurinn fær
12,5% sem er 1,2% minna en síðast.
Flokkurinn missir þrjá þingmenn
og fær nú 22. Framfaraflokkurinn
fær 14,7%, sem er 0,6% minna en
síðast, en þrátt fyrir það kemur
hann einum manni í viðbót á þing
að þessu sinni, alls 26. Miðflokk-
urinn tapar einum þingmanni og 2,4
prósentustigum og endar í 5,6%
fylgi. Venstre skorti 2.500 atkvæði
upp á 4%-markið og kemur aðeins
tveimur kjördæmakjörnum mönn-
um að.
Langt fram eftir kosningakvöld-
inu leit út fyrir að Strandflokkur
norður-norska hvalfangarans Stein-
ars Bastesen gæti fagnað miklum
sigri með því að koma þremur
fulltrúum á Stórþingið, en svo fór
þó ekki. Bastesen verður að una því
að verða einnig næstu fjögur árin í
eins manns þingflokki.
Kjörsókn var um 74% og hefur
hún aldrei verið minni frá lokum
síðari heimsstyrjaldar.
Kreppa Verkamannaflokksins
Verkamannaflokkurinn fékk
24,4% atkvæða, sem er 10,6%
minna en í síðustu kosningum 1997,
og þingflokkurinn minnkar úr 65
þingmönnum í 43. Svo virðist sem
Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV)
undir forystu Kristin Halvorsen
hafi náð til sín töluverðum hluta af
þeim kjósendum sem sneru baki við
Verkamannaflokknum að þessu
sinni, en þó minnu en skoðanakann-
anir bentu til fyrir kosningarnar.
SV endaði með 12,4%, sem er 6,4%
meira fylgi en flokkurinn fékk fyrir
fjórum árum. Þar sem hann sækir
hátt hlutfall fylgis síns til kjördæma
þar sem færri atkvæði eru að baki
hverju þingsæti skilar þessi niður-
staða flokknum meira en tvöföldun
á þingstyrk sínum, úr 9 þingmönn-
um í 23.
Eitt af því sem eftirtektarvert
þykir við útkomu Verkamanna-
flokksins úr kosningunum er að
stuðningur við hann minnkar mest
hjá þeim kjósendahópum og land-
svæðum þar sem flokksforystan
lagði mesta áherzlu á að styrkja
stöðu sína á lokaspretti kosninga-
baráttunnar. Í Ósló kemur flokk-
urinn aðeins þremur mönnum á
þing, Hægriflokkurinn aftur á móti
fimm.
Samkvæmt því sem lesa má út úr
úrslitunum í einstökum kjördæmum
sést að fylgistap Verkamanna-
flokksins er meira í mesta þétt-
býlinu en í dreifbýli. Samkvæmt því
sem Aftenposten hefur upp úr
niðurstöðum kjördagsrannsóknar
kosningarannsóknastofnunarinnar
MMI eru kjósendur flokksins til-
tölulega gamlir – flestir vel yfir fer-
tugu.
Flokksformaðurinn Thorbjørn
Jagland, sem fyrir fjórum árum af-
salaði sér völdum vegna þess að
flokkurinn fékk þá tæplega 2%
minna fylgi en í kosningunum þar á
undan, lýsti í fyrstu viðbrögðum
sínum við kjörtölunum í fyrrakvöld
Jens Stoltenberg óbeint ábyrgan
fyrir hrakförunum nú. Orð hans um
að Verkamannaflokkurinn hefði
tapað trúverðugleika til að vera
málsvari þeirra sem minna mættu
sín í samfélaginu beindist beint að
ríkisstjórninni sem hann, Jagland, á
sjálfur sæti í.
Rune Gerhardsen, sem var sjö-
undi maður á lista Verkamanna-
flokksins í Osló, hafði aðra skýringu
á óförunum. Í Dagens Næringsliv
sagði hann að nauðsynlegt væri að
rjúfa formleg tengsl Alþýðusam-
bandsins og Verkamannaflokksins.
Svo virðist sem margir áhrifamenn
í flokknum séu sammála Gerhard-
sen í þessu.
Hvort sem af því verður eða ekki
má fullyrða að niðurstaðan verði að
nokkru leyti undir því komin hverj-
ir myndi stjórn.
„Um leið og kominn er pólitískur
grundvöllur fyrir annarri ríkis-
stjórn er augljóst að Verkamanna-
flokkurinn dregur sig í hlé,“ sagði
Jagland í gærmorgun. Verði það
hlutskipti flokksins að sitja næstu
fjögur árin í stjórnarandstöðu ætti
hann auðveldara með að „sinna
sinni innri sálusorgun“ eins og Aft-
enposten tekur til orða – og hugs-
anlega snúa sér á ný að baráttunni
um völdin.
Líkur aukast
á hægristjórn
í Noregi
Eftir sögulegan ósigur Verkamannaflokks-
ins í kosningunum í Noregi á mánudag
fjölgaði vísbendingum um að borgaralegu
flokkarnir freisti þess að láta reyna á mynd-
un nýrrar stjórnar, skrifar Auðunn
Arnórsson. Jens Stoltenberg forsætisráð-
herra hyggst ekki fara frá völdum fyrr en
ljóst er hvaða stjórnarmynstur taki við.
AP
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, áhyggjufullur á svip að kvöldi kjördags.
Kjell Magne
Bondevik
Carl I.
Hagen
Jan
Petersen
auar@mbl.is
#$%&'
(# )&%
*+
+,
+
-
. / 0
1
"21
340
1
5672 1
$7
8 8
9
1
: /1 0
1
.
1 / *;*<
=;-<
;+<
;-<
;*<
*;><
+;?<
;<
*;<'2
@
??;+<
942 A12
92
0