Morgunblaðið - 12.09.2001, Side 24

Morgunblaðið - 12.09.2001, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AFDRIFARÍKT GRIMMDARVERK Hugur fólks um allan heim er hjáBandaríkjamönnum vegnahinna skelfilegu hryðjuverka sem framin voru í Bandaríkjunum í gær. Rán flugvélanna fjögurra og árás- in á byggingar World Trade Center í New York og bandaríska varnarmála- ráðuneytið, Pentagon, í Washington er eitt umfangsmesta og mannskæðasta hryðjuverk sögunnar. Enginn málstað- ur getur réttlætt slíkt ódæði, sama hversu heilagan fylgjendur hans kunna að telja hann. Farþegaflugvélar, fullar af saklausu fólki, voru notaðar sem sprengjur til að bana hundruðum eða þúsundum óbreyttra borgara. Flest bendir til að tilræðið hafi verið þaul- skipulagt með það í huga að bana sem flestum, jafnframt því sem ráðizt var gegn einhverjum þekktustu og sýnileg- ustu táknum yfirburða Bandaríkja- manna í hernaði og viðskiptalífi heims- ins. Árásinni hefur verið líkt við árás Japana á Pearl Harbour árið 1941, sem breytti gangi seinni heimsstyrjaldar- innar og raunar mannkynssögunnar. Þar týndu 2.300 Bandaríkjamenn lífi, en líkast til var árásin í gær miklu mannskæðari. Hún er sömuleiðis líkleg til að hafa víðtækar og alvarlegar af- leiðingar fyrir heimsbyggðina. Munurinn er þó sá, að 1941 var ljóst hver óvinurinn var og hver væru rök- rétt viðbrögð Bandaríkjanna við árás- inni. Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á árásinni í gær. Enginn veit með vissu hver óvinurinn er og það ýtir enn frekar undir þá óvissu og ör- yggisleysi, sem óhjákvæmilega hlýtur að grípa um sig, ekki aðeins í Banda- ríkjunum heldur einnig í öðrum opnum og lýðræðislegum þjóðfélögum, sem standa með sama hætti berskjölduð gagnvart árásum af svipuðu tagi. Ógn sú, sem lýðræðisríkjum stafar af hryðjuverkum, er nú nálægari og áþreifanlegri en nokkru sinni fyrr. Til- tölulega fámennur, en þrautskipulagð- ur hópur hefur valdið gífurlegu mann- falli og tjóni og hér um bil lamað daglegt líf í öflugasta ríki heims. Fólk trúir því varla að þrátt fyrir stranga ör- yggisgæzlu á flugvöllum hafi verið hægt að ræna fjórum stórum flugvélum nánast samstundis. Til þessa hafa flug- ræningjar yfirleitt tekið farþegana í gíslingu til að fá kröfum sínum fram- gengt, en í þetta sinn voru flugvélarnar notaðar sem fljúgandi sprengjur og hvergi skeytt um líf farþeganna. Hern- aðarmáttur Bandaríkjanna stoðaði ekkert; engum vörnum varð við komið. Landamæraeftirlit og tollgæzla kom að engu gagni; hryðjuverkamennirnir þurftu ekki einu sinni að smygla sprengiefnum inn í Bandaríkin. George W. Bush forseti Bandaríkj- anna hefur lýst því yfir að þeir, sem stóðu að baki ódæðinu, verði eltir uppi og þeim refsað. Vissulega er mikilvægt að koma höndum yfir þá, sem skipu- lögðu þessi myrkraverk, en réttlæti er mikilvægara en hefnd og brýnna að gripið verði til aðgerða gegn hryðju- verkamönnum almennt á grundvelli greinargóðra upplýsinga og horft til lengri tíma en að Bandaríkin svari strax í sömu mynt. Atburðirnir í Bandaríkjunum munu hafa mikil áhrif á það hvernig vestræn lýðræðisríki skilgreina og verja öryggi sitt. Öryggishugtakið hefur tekið breytingum undanfarinn áratug. Með- an á kalda stríðinu stóð var ógn sú, sem Vesturlönd bjuggust til varnar gegn, tiltölulega skýrt skilgreind – hernaðar- máttur Sovétríkjanna. Í heimi ógnar- jafnvægisins var afstaða andstæðings- ins þrátt fyrir allt tiltölulega vel þekkt, viðbrögð hans fyrirsjáanleg og hægt að fylgjast með vísbendingum um að hætta væri á ferðum. Á síðustu árum hafa umræður farið vaxandi, ekki sízt innan Atlantshafsbandalagsins, um að Vesturlönd verði að endurskipuleggja öryggisviðbúnað sinn til að geta brugð- izt við ýmsum verr skilgreindum og ófyrirsjáanlegri hættum, m.a. af hryðjuverkum. Hins vegar hefur í raun ekki verið gripið til raunverulegs, alþjóðlegs átaks gegn hryðjuverkastarfsemi. Slíkt er líka langt frá því að vera auð- velt. Hryðjuverkamenn eiga létt með að dyljast á meðal almennra borgara. Vaxandi tíðni sjálfsmorðsárása gerir enn erfiðara að verjast þeim. Það getur verið torvelt að hindra starfsemi þeirra án þess að takmarka um leið persónu- og ferðafrelsi borgara í lýðræðisríki eða grípa til mismununar að ósekju gagnvart fólki frá ríkjum, sem grunuð eru um að hýsa hryðjuverkamenn. Engu að síður verða Vesturlönd að leita allra leiða til að verja borgara sína fyrir þessari nýju ógn. Árásin á Banda- ríkin verður án efa til þess að NATO- ríkin setji nýjan kraft í varnir gegn hryðjuverkum. Stjórnvöld og skatt- greiðendur geta þurft að horfast í augu við að slíkt þýði að útgjöld til varnar- og öryggismála verði aukin á nýjan leik. Nýrra aðferða er hins vegar þörf; atburðir gærdagsins sýna að hefð- bundnar varnir duga ekki til. Eld- flaugavarnir þær, sem Bandaríkja- menn hafa áætlanir um, gætu heldur ekki hindrað hryðjuverk á borð við þau, sem nú hafa verið framin. Líklegt er að vestræn ríki þurfi að efla mjög leyni- þjónustu sína og upplýsingaöflun, enda spyrja margir nú hvers vegna leyni- þjónusta og alríkislögregla Bandaríkj- anna hafi ekki komizt á snoðir um hið þaulskipulagða samsæri. Jafnframt hlýtur stórefld öryggisgæzla í flugi um allan heim að verða þáttur í viðbrögð- um við árásinni. Ekki er ósennilegt að hörmungar gærdagsins verði ennfremur til þess að kröfur verði háværari í Bandaríkjun- um um að ríkisstjórn Bush endurskoði stefnu sína í málefnum Mið-Austur- landa. Margir leiða líkur að því að árás- armennirnir tengist hryðjuverkahreyf- ingum í Mið-Austurlöndum og að óbilgjarn stuðningur núverandi Banda- ríkjastjórnar við Ísrael hafi orðið til- efni árásarinnar í gær. Sumir munu krefjast þess að Bandaríkin dragi sig inn í skel einangrunarinnar og hætti að styggja erlend öfl með íhlutun í málefni annarra heimshluta. Aðrir munu heimta enn meiri hörku í samskiptum við íslömsk Arabalönd. Hvorugt er skynsamlegur kostur. Hryðjuverka- mennirnir, hverjir sem þeir eru, eru ekki fulltrúar neinnar þjóðar, neinna trúarbragða eða neins réttmæts mál- staðar. Bandaríkin eru í krafti efna- hagslegs og hernaðarlegs styrks síns áfram í lykilstöðu til að stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs og hörmung- ar gærdagsins mega ekki verða til þess að þau hætti að nota þá stöðu; þvert á móti verða allir nú að leggja enn meira á sig til að koma á friði. ALLT flug til Bandaríkjanna var bannað í gær um óákveðinn tíma vegna hryðjuverkanna. Um 40 flug- vélar voru í íslenska flugstjórnar- svæðinu á vesturleið þegar tilkynn- ingin barst. Vélar sem komnar voru vestur fyrir íslenska flugstjórnar- svæðið og voru á vegum bandarískra og kanadískra flugfélaga lentu í Kan- ada en um 20 vélum var snúið til Evr- ópu á ný. Gripið var til hertra öryggisráðstaf- ana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á varnarsvæðinu strax eftir hádegi í gær í kjölfar atburðanna í Bandaríkj- unum. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, tjáði Morgunblaðinu að Bandaríkjamenn hefðu lýst ákveðnu viðbúnaðarstigi á öllum herstöðvum í Bandaríkjunum og stöðvum sínum erlendis. Sýslumað- ur sagði þennan viðbúnað þýða að um- ferð inn og út af vallarsvæðinu færi aðeins um eitt hlið, leitað væri í flest- um farartækjum og bæði herlögreglu- menn og íslenskir lögreglumenn vopnuðust. Gripið væri til ákveðinna varúðarráðstafana við mannvirki á svæðinu sem hefðu hernaðarlega þýðingu. Öryggiseftirlit var einnig hert í Flugstöðinni með vopnuðum vörðum, vopnaleit var hert bæði hjá farþegum á leið inn og út úr landinu. Jóhann sagði ekki hafa hlotist tafir af þessum aðgerðum þar sem starfs- mönnum hefði verið fjölgað. Fjórar þotur lentu í Keflavík síð- degis til að taka eldsneyti á leið sinni til baka. Tvær voru frá SAS og tvær frá Lufthansa. Mikið álag var á ís- lensku flugstjórnarmiðstöðinni og fjölgað á vaktinni. Á venjulegum degi eru 6 til 9 manns við störf en í gær voru þeir 16. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, sagði röskun hafa verið mikla á flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og ekki væri ljóst hvænær flug yrði með eðlilegu móti á ný. Þá sagði hann að búast mætti við töfum á flugi í Evr- ópu vegna aukins álags. Á vegum Flugleiða átti að fljúga til fjögurra borga í gær, New York, Baltimore, Boston og Minneapolis og voru þær ferðir felldar Arngrímsson, blaðafull sagði um 420–430 farþe frá Evrópu síðdegis í g áttu áfram til Banda þeim útveguð gisting ekki var ljóst í gærkvö þegar kæmust áfram Guðjón að einhverjir við Ameríkuferð og snú ný. Boeing 757 fraktvél JFK-flugvellinum í New ur þess að fá leyfi ti Keflavíkur. Tvær áha eru í New York og am þeim eða áhöfnum féla borgum. Atlanta flytur frá Alsír til E Flugfélagið Atlanta á flytja Boeing 747 þotu starfsfólk frá Alsír til óstaðfestra fregna um verkasamtaka frá Nor eða Mið-Austurlöndum Aukið álag varð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í Flug til Bandarí bannað um óákveð EFTIR að ljóst var orðið í gær að flugumferð yfir Bandaríkjunum yrði bönnuð, í það minnsta í einn sólar- hring, í kjölfar hryðjuverkaárásanna, fóru blaðamenn Morgunblaðsins í Leifsstöð og tóku tali nokkra farþega sem voru á leið til Bandaríkjanna, annaðhvort eftir dvöl á Íslandi eða með millilendingu í Keflavík á leið frá Evrópu. Fæstir höfðu nokkra hug- mynd um það sem gerst hafði. Aldrei þessu vant voru blaðamenn aðallega í því hlutverki að upplýsa viðmælend- ur sína. Vantrú, hryllingur og ótti einkenndi viðbrögð fólks við fréttun- um, enda ótrúlegar og óhugnanlegar. Margir vinir starfa í miðbænum Usha Shanmugan var búin að vera á ferð um Ísland og hugðist fljúga til New York með síðdegisvélinni í gær. Hún er frá New York og á auk þess fjölskyldu í Pittsburgh. Hún hafði ekkert heyrt um atburðina í Banda- ríkjunum þegar blaðamenn tóku hana tali og brast í grát þegar henni var sagt frá. Hún reyndi strax að hringja til New York að fá fréttir af fjölskyldu sinni eins og fleiri samlandar hennar sem staddir voru í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar en útilokað var að ná sam- bandi við New York. Hún sagðist þekkja marga sem unnu í World Trade Center. „Ég á marga vini sem starfa í miðborginni,“ sagði hún. „Og ég á fjölskyldu í Pittsburgh og í New York.“ Shanmugan átti erfitt með að trúa því, að þetta hefði gerst. „Svo að The World Trade Center er bara horfið? Hrunið? Svo allir þar inni …? Óttast um fjölskylduna David Sumner frá Tennessee í Bandaríkjunum ætlaði einnig að fljúga til Bandaríkjanna í gær. Hann á fjölskyldu í Washington og var að vonum mikið niðri fyrir. „Mér líður auðvitað hræðilega. Á þessum tíma- punkti er þetta mjög mikið áfall. Það er litlar fréttir að fá og erfitt að skilja hvað er að gerast. Auðvitað er ég í miklu uppnámi; líklega hafa fjöl- margir slasast og dáið. Auðvitað er maður áhyggjufullur, því maður ótt- ast um fjölskyldu sína.“ Hvað gerir Bush? „Ef ég hefði verið fyrr á ferð hefði ég verið í hættu,“ sagði Ronny Sun- shine frá New York, sem millilenti á leið frá Amsterdam. Hann sagðist hafa beðist fyrir, meðal annars um frið í heiminum, áður en hann fór í loftið og svo hefði þetta gerst. Hann var nýbúinn að hringja í vin sinn og biðja hann um að reyna að ná sam- bandi við mömmu sína, sem býr í New York. Hann hafði ekki mikla tiltrú á skynsamlegum viðbrögðum Bush Bandaríkjaforseta. „Það er ekki gott að vita hvað Bush mun gera. Það hefði þrátt fyrir allt verið miklu betra að hafa Clinton við þess- ar aðstæður, miklu betra.“ Það er til marks um það uppnám og þær sögur sem fara á kreik við aðstæður sem þessar að Sunshine sagði blaðamönn- um að hann hefði frétt í gegnum síma að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd einhvers staðar neðanjarðar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Besti vinurinn í Pittsburgh Mike Gabon, Kanadabúi sem býr í Toronto, ætlaði einnig að fljúga vest- ur um haf síðdegis í gær. Hann átti eitt sinn heima í New York og sagð- ist eiga marga vini þar í borg og einnig í Pittsburgh, e anna féll til jarðar í gre burgh. „En nú er ég f aðrir því að eina leiðin t gegnum Bandaríkin. E inn þegar ég kemst til K fjölskylda mín er þó ekki að við höfum u þessu líkt í okkar eigin þetta í kvikmyndunum geddon. En þar er þ Hér er það einhvers k gjörn, vel skipulögð hug ur að baki. Af hverju svona lagað? Er það e vitleysa? Hvað olli þv gerði þetta?“ Hann sag inn því að vera Kanad Bandaríkjamaður. væru friðsamir og eng þeim slíkt. En þú hlýtur að haf vinum þínum í New Yor „Vinum mínum í N besta vini mínum, sem Pittsburgh. Er þar í Viðbrögð erlendra farþega í Leifsstöð sem voru á le Vantrú og hryl Usha Shanmugan sagðist eiga marga vini sem störfuðu í m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.