Morgunblaðið - 12.09.2001, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 25
,,ÉG VERÐ harmi sleginn
og lamaður þegar svona
skelfilegir atburðir eiga sér
stað. Þótt það sé af öðrum
toga, þá getum við Íslend-
ingar reynt að rifja upp
hvernig okkur hefur liðið á
stundum mikilla náttúru-
hamfara og stórslysa sem
hafa gengið yfir. Ég geri
ráð fyrir að bandarísku
þjóðinni sé svipað farið og
að fólk sé þar lamað og harmi slegið,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
,,Auðvitað veltir maður líka fyrir sér hverjar
geti orðið afleiðingar þessara voðalegu atburða
í alþjóðastjórnmálum og hver áhrif þeirra
verða á viðhorf til öryggis borgaranna. Það er
auðvitað ekki hægt að útiloka að þetta eigi eftir
að hafa víðtæk áhrif á samskipti í alþjóðamál-
um og viðhorf til margra hluta. Ég held að
þetta sýni betur en margt annað hversu mikils
virði það er að reyna að tryggja forsendur frið-
ar og stöðugleika í heimssamfélaginu, vegna
þess að ekkert hervald er svo máttugt að það
geti varið sig fyrir svona löguðu eins og þessir
atburðir sýna,“ segir Steingrímur.
,,Það er augljóst mál að ekkert ranglæti
heimsins getur réttlætt svona aðgerðir. Allur
heimurinn hlýtur að fordæma þær,“ sagði
Steingrímur að lokum.
Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG
Allur heimur-
inn hlýtur
að fordæma
aðgerðirnar
Steingrímur J.
Sigfússon
,,ÉG er sleginn bæði harmi
og skelfingu yfir þessum at-
burðum. Ég skal hins vegar
játa að það tók mig nokkra
klukkutíma að átta mig á því
hvað var að gerast,“ segir
Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra um hryðju-
verkin í Bandaríkjunum.
,,Nú blasir þetta við og þá
er manni ljóst að heimurinn
verður ekki sá sami á morg-
un og var í dag. Það mun margt breytast. Við-
horf fólks til öryggismála og eigin öryggis verð-
ur annað og menn munu átta sig á því að þessi
ógn, sem hryðjuverk og glæpastarfsemi er, er
raunveruleg og það verður að takast á við hana
af öllu afli. Aðalatriðið er að menn geri allt sem
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
Aðalatriðið
að varðveita
heimsfriðinn
Halldór
Ásgrímsson
,,VIÐ fordæmum þennan
viðbjóðslega voðaverknað
sem virðist vera framinn af
óvinum Bandaríkjanna og
lýðræðisins í heiminum,“
segir Davíð Oddsson for-
sætisráðherra um hryðju-
verkin í Bandaríkjunum í
gær.
,,Þúsundum jafnvel tug
þúsundum manna var
stefnt í voða. Við vitum ekki
enn hversu margir hafa látið lífið í þessum
árásum en það er ljóst að þessir menn gátu náð
því fram að það yrðu tugir þúsunda manna
vegna þess að þeir frömdu verknaðinn gagn-
vart þess háttar byggingum. Sem betur fer hef-
ur fjöldi fólks bjargast þannig að sá fjöldi er
sennilega ekki svona mikill, en söm er gjörðin,“
sagði forsætisráðherra í samtali við Morgun-
blaðið.
Mun taka langan tíma að skapa
öryggiskennd með þjóðum
Davíð sagði augljóst að eftirköst þessa at-
burðar yrðu mikill. ,,Það mun taka langan tíma
að skapa öryggiskennd með þjóðum vestrænna
ríkja vegna þess að þegar menn sjá að þetta er
hægt í Bandaríkjunum þá er hætt við því að
annars staðar, til að mynda í Vestur-Evrópu,
gætu menn hugsað sér gott til glóðarinnar.
Þessir atburðir vekja mikinn óhugnað og við-
bjóð,“ segir Davíð.
Forsætisráðherra sagði að um væri að ræða
mestu árás sem nokkru sinni hefði verið gerð á
Bandaríkin. ,,Hugsanlega er manntjónið mun
meira en þegar ráðist var á Pearl Harbor á sín-
um tíma, þar sem létust á þriðja þúsund manns.
Þetta er lúaleg árás og gerð án fyrirvara á
varnarlausan almenning í borgum Bandaríkj-
anna. Menn hljóta því að líta á þetta sem mesta
illvirki,“ sagði hann.
Aðspurður hvort gerðar hefðu verið ein-
hverjar sérstakar ráðstafanir hér á landi vegna
þessara atburða sagði Davíð að gripið hefði
verið til ráðstafana varðandi m.a. umferð og ör-
yggi á Keflavíkurflugvelli, í ratsjárstöðvum og
vegna öryggis sendiráðs Bandaríkjanna. ,,En
við teljum ekki að að okkur stafi nein sérstök
ógn í augnablikinu, en það er auðvitað sjálfsagt
að gera þessar ráðstafanir,“ sagði hann.
Bandaríkin líta á atburðina
sem stríðsyfirlýsingu
Davíð segir ljóst að hryðjuverkaárásirnar í
Bandaríkjunum muni hafa áhrif á alþjóðleg
samskipti, á öryggi og öryggistilfinningu fólks
og á flugumferð. ,,Bandaríkjamenn virðast
a.m.k. í augnablikinu líta á þetta sem stríðs-
yfirlýsingu gagnvart sér. Það er of fljótt að
segja til um hverjir standa þarna að baki. Það
mun koma í ljós en það er ljóst að Bandaríkja-
menn munu láta einskis ófreistað að koma rétti
yfir þessa menn og ef einhverjar þjóðir áskilja
sér rétt að veita slíkum aðilum skjól, þá munu
þær verða taldar samsekar um stríðsárás á
Bandaríkin. Þá held ég að þeir aðilar ættu að
fara að hugsa sinn gang vel og vandlega,“ sagði
Davíð.
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
Fordæmum
þennan
viðbjóðslega
voðaverknað
Davíð
Oddsson
,,MAÐUR á ekkert einasta
orð í eigu sinni yfir þessa
skelfingar atburði og af-
leiðingar þeirra verða al-
veg skelfilegar,“ segir
Sverrir Hermannsson for-
maður Frjálslynda flokks-
ins.
,,Það sér hver maður
hvernig Bandaríkin munu
bregðast við og herða eft-
irlitið og öll Vestur-Evr-
ópa a.m.k. mun gera gríðarlegar gagnráðstaf-
anir sem munu kosta ótrúlega fjármuni og
óþægindi,“ sagði Sverrir.
Aldrei orðið þrumu
lostnari á ævi minni
,,Mér fannst þetta vera eins og stríðsyfirlýs-
ingin og stríðsbyrjunin 1. september [1939]
þegar ég var lítill strákur. Þá skynjaði ég hver
ósköp voru á ferðinni en þó ekkert nálægt því
eins og nú. Hvernig má þetta vera? spyrja
menn. Getur [Osama] bin Laden einn gert
þetta? Hver ósköpin eru þetta í raun og veru?
En það þýðir ekki að vera með ágiskanir. Ég
hef aldrei orðið þrumu lostnari á ævi minni.
Ég var að aka vestur á Snæfellsnes þegar fóst-
urdóttir mín hringdi í mig og sagði mér hvað
hefði gerst. Það var nóg að heyra fyrstu fréttir
til að sjá hver býsn og ódæmi þetta voru,“
sagði Sverrir.
Skelfilegir at-
burðir og gríð-
arleg viðbrögð
Sverrir
Hermannsson
Sverrir Hermannsson,
formaður Frjálslynda
flokksins
draga af þessu. Ég óttast líka að þetta leiði yfir
okkur hið alsjáandi auga Stóra bróður. Það er
auðvitað ljóst að hverskonar eftirlit með
óbreyttum borgurum mun aukast í samfélagi
sem þarf að búa við þessa ógn,“ sagði Össur.
Nauðsynlegt að ræða
varnir gegn hryðjuverkum
,,Ég vek eftirtekt á því að hér á Íslandi hefur
framsýn utanríkisþjónusta okkar vakið eftir-
tekt á því, í skýrslu fyrir tveimur árum, að það
er nauðsynlegt að haga vörnum Íslands með
þeim hætti að hægt sé að verjast atlögum er-
lendra hryðjuverkasveita, sem kynnu að gera
okkur að fórnarlambi í baráttu sinni fyrir ein-
hverskonar markmiðum sínum. Nú þurfa
menn að dusta rykið af þessari skýrslu og sjá
hvort ekki sé rétt að fylgja henni eftir af meiri
þunga en áður,“ sagði Össur að lokum.
hægt er til að varðveita heimsfriðinn og að
þær aðgerðir, sem verður að fara út í, beinist
eingöngu að þeim sem bera þarna ábyrgð og
hafa skipulagt þetta ódæði. Það er öllum ljóst
að það eru engir viðvaningar sem þarna eru
að verki,“ segir utanríkisráðherra.
Að sögn Halldórs var viðbúnaður á Kefla-
víkurflugvelli aukinn vegna þessara atburða
og er utanríkisráðuneytið einnig í nánu sam-
bandi við yfirstjórn bandaríska hersins á
Keflavíkurflugvelli vegna viðbúnaðar í varn-
arstöðinni.
,,Það er ljóst að bandaríski herinn er kom-
inn á hæsta viðbúnaðarstig og þar eru allir til-
búnir og bíða eftir fyrirskipunum, hverjar
sem þær kunna að verða. Það ríkir því mikið
spennuástand,“ sagði Halldór.
Sérstök vakt var í utanríkisráðuneytinu í
gærkvöld og í nótt vegna atburðanna. ,,Við
höfum verið að fá beiðnir frá fjölda fólks um
að hjálpa til við að hafa upp á aðstandendum
og við reynum að gera okkar besta til að
hjálpa til við það. En það er alveg ljóst að það
mun líða langur tími þangað til ljóst verður
hvað margir fórust í þessum skelfilegum at-
burðum,“ sagði utanríkisráðherra.
Að hans sögn hafa ekki borist upplýsingar
um að Íslendingar hafi slasast eða farist í
hryðjuverkaárásunum. ,,Það búa Íslendingar
á þessu svæði og við getum aldrei verið full-
vissir um hvar fólk er á ferð. En við höfum
engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér
stað en það er engin leið að útiloka það á
þessu stigi,“ sagði Halldór.
Hætti við ferð til Möltu
Utanríkisráðherra var á leið út á flugvöll í
gær í ferðalag til Möltu með hópi Íslendinga
þegar fréttir bárust af hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum og ákvað hann að hætta við
ferðina.
Aðspurður segir Halldór að ekki hafi verið
boðað til fundar á vegum Atlantshafsbanda-
lagsins í gær vegna atburðanna í Bandaríkj-
unum. ,,En það er alveg ljóst að Atlantshafs-
bandalagið sem slíkt mun fjalla um þetta mál
og mun áreiðanlega taka mið af því í framtíð-
inni í enn ríkara mæli en áður hefur verið.
Hryðjuverk og glæpastarfsemi hafa verið of-
arlega á dagskrá hjá Atlantshafsbandalaginu
og ég hef lengi haldið því fram að við Íslend-
ingar þyrftum að endurskoða okkar mál með
tilliti til þessarar hættu. Ég tel að þessir at-
burðir sýni það ljóslega að það er nauðsynlegt
að einhver varnarviðbúnaður sé til staðar hjá
öllum þjóðum. Það er alveg ljóst að þessir at-
burðir hafa mikil áhrif á öryggistilfinningu
fólks og afstöðu til sameiginlegra varna og ör-
yggiskerfis heimsins,“ sagði Halldór að lok-
um.
,,ÉG er sleginn djúpri
hryggð yfir þessum voveif-
legum atburðum og það er
erfitt að finna orð sem tjá
tilfinningar sem bærast
innra með manni and-
spænis þessum úthugsaða
hryllingi, sem einhver
nafnlaus hermdarverka-
samtök koma fram gagn-
vart óbreyttum borgur-
um,“ segir Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinn-
ar.
Össur sendi í gær sendiherra Bandaríkj-
anna samúðarkveðju fyrir hönd Samfylking-
arinnar vegna atburðanna.
,,Ég tel að í reynd sé þetta atlaga að því
samfélagi sem við lifum í, vegna þess að ég
held að það verði ekki óbreytt eftir þetta. Það
er komin fram ný ógnun við líf okkar sem erf-
itt virðist vera að ráða niðurlögum á eins og
sakir standa, hvað sem síðar verður. Menn
eru ekki óhultir og eru fullir kvíða og ótta. Ég
held að ógnunin sem menn hafa áður haft af
skipulögðum hernaði fölni andspænis þessu
vegna þess að þarna eru hermdarverkasam-
tök að koma fram vilja sínum gagnvart sak-
lausu fólki.
Þetta beinir líka augum okkar að því að þau
ráð sem þetta fremsta herveldi heims hefur
haft forgöngu um að beita gagnvart hryðju-
verkum duga ekki. Þar á ég við að George
Bush forseti hefur haft forgöngu um og reynt
að færa mönnum heim sanninn um að rétt sé
að verja gríðarlegu fjármagni til að setja upp
eldflaugavarnakerfi, einmitt í þeim tilgangi
að verjast hermdarverkamönnum. En í einu
vetfangi hafa þessir sömu óvinir sýnt fram á
að hún er engin hlíf og til einskis nýt. Það er
einn af þeim lærdómum sem við þurfum að
Össur Skarphéðinsson,
formaður
Samfylkingarinnar
Atlaga að því
samfélagi sem
við lifum í
Össur
Skarphéðinsson
r niður. Guðjón
ltrúi Flugleiða,
ega hafa komið
gær sem halda
aríkjanna. Var
á hótelum og
ld hvenær far-
vestur. Sagði
myndu hætta
úa til Evrópu á
Flugleiða er á
w York og bíð-
l að fljúga til
afnir Flugleiða
maði ekkert að
agsins í öðrum
r þotur
vrópu
ákvað í gær að
u félagsins og
Parísar vegna
m aðild hryðju-
ður-Afríku og/
m að hryðju-
verkunum í Bandaríkjunum. Önnur
þota félagsins var einnig flutt frá Als-
ír til London. Hafþór Hafsteinsson,
forstjóri Atlanta, sagði að 25 starfs-
menn hefðu verið fluttir frá Alsír.
Flug félagsins í Sádi-Arabíu og Mið-
Austurlöndum hefur einnig verið
stöðvað og sagði Hafþór að þrjár vél-
ar yrðu því um kyrrt í bili. Tekin
verður ákvörðun með litlum fyrirvara
um að flytja flugvél og starfsfólk frá
Sádi-Arabíu til Evrópu ef ástæða
þykir til. Hann sagði þessar ákvarð-
anir hafa verið teknar í samráði við
þá sem leigðu vélarnar. Hafþór sagði
að vegna tilgátu um að samtök í þess-
um heimshluta gætu verið viðriðin
hryðjuverkin í Bandaríkjunum hefði
þótt rétt að grípa til þessara örygg-
isráðstafana.
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsflugs, segir að
áhafnir hafi verið beðnar að herða
hvers kyns öryggisráðstafanir í öllu
flugi. Félagið hefur sem stendur eng-
in verkefni sem krefjast flugs til
Bandaríkjanna.
í kjölfar hryðjuverkanna
íkjanna
ðinn tíma
n ein flugvél-
ennd við Pitts-
fastur eins og
til Kanada er í
n ég verð feg-
Kanada, því öll
þar. Ég held
upplifað neitt
lífi. Við sjáum
m, t.d. í Arma-
það loftsteinn.
konar árásar-
gsun sem ligg-
gerir einhver
einhver trúar-
ví að einhver
gðist vera feg-
dabúi en ekki
Kanadamenn
ginn vildi gera
fa áhyggjur af
rk?
New York og
býr reyndar í
námi. Ég er
mjög hissa á því að þetta skyldi ger-
ast í Pittsburgh. Það er ekkert þar.“
Trúðu ekki eigin eyrum
Feðgarnir Arne og Klaus Land-
wehr voru á leið frá Frankfurt til
Minneapolis, að heimsækja bróður
Arne, sem þar býr. Blaðamenn
þurftu að upplýsa þá eins og aðra um
það sem gerst hafði. Þeir höfðu ekki
heyrt neitt og áttu erfitt með að trúa
eigin eyrum. Frank Koester frá
Iowa,
sem var að koma frá Amsterdam á
leið til Minneapolis, trúði ekki heldur
því sem honum var sagt. Hann hafði
ekki hugmynd um að nokkuð hefði
gerst og virtist ekki skilja almenni-
lega eða trúa orðum blaðamanna
þegar þeir reyndu að útskýra fyrir
honum ástæðuna fyrir því að allt flug
til Bandaríkjanna lægi niðri.
Eflaust hefur því verið þannig far-
ið með fleiri sem millilentu í Keflavík
í gær á leið til Bandaríkjanna og
fengu óljósar fregnir af atburðum.
eið til Bandaríkjanna í gær
llingur
Morgunblaðið/Þorkell
miðbæ New York og ynnu í World Trade Center.