Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjördís Wathnefæddist á Seyðis- firði 6. maí 1925. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- borg Lára Wathne Friðriksdóttir hús- freyja, f. í Reykjavík 6.1. 1900, d. 10.6. 1981, ættuð úr Breiðafirði, og Jó- hann Anton Wathne bókari, f. á Búðar- eyri við Reyðarfjörð 30.1. 1895, d. 29.8. 1969, ættaður úr Breiðdal og Mandal í Noregi. Hjördís var elst fjögurra systkina, en bræður hennar eru: 1) Friðrik F. Wathne, f. 3.6. 1927, d. 16.3. 2001, kvæntur Ástu Eiríksdóttur, f. 22.6. 1923. Börn þeirra eru Guð- björg Lára, Jóhann Albert og Ei- ríkur Jón. 2) Jón Atli Wathne, f. 19.3. 1929, d. 17.1. 1993, ókvæntur og barnlaus. 3) Albert Wathne, f. 21.2. 1931, kvæntur Maju Veigu son, f. 5.10. 1991. c) Lára Margrét Traustadóttir veitingamaður, f. 23.12. 1974, maki Sigurjón Ólafs- son matreiðslumaður, f. 9.7. 1973. 2) Sigurður Örn læknir, f. 12.11. 1954, kvæntur Björgu Rúnarsdótt- ur lögmanni, f. 15.4. 1962. Börn þeirra eru: a) Árný Björk nemi, f. 5.12. 1982, unnusti Roger Kwame Kwakye nemi, f. 1.5. 1971. b) María Kolbrún leikskólaleiðbein- andi, f. 26.7. 1983, unnusti Reynir Guðjónsson verkstjóri, f. 2.4. 1980. 3) Jóhann Már tæknifræðingur, f. 18.4. 1957, kvæntur Hafdísi Sverr- isdóttur tækniteiknara, f. 26.2. 1960. Börn þeirra eru: a) Þórdís nemi, f. 7.9. 1983, unnusti Gestur Örn Sævarsson nemi, f. 20.11. 1981. b) Hektor Már nemi, f. 5.1. 1988. Hjördís stundaði húsmæðranám við Holte Husholdningsskole í Danmörku árið 1947. Fyrir hjú- skap vann hún við verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík, m.a. í Reykjavíkurapóteki. Árið 1966 hóf hún störf hjá Pósti og síma í Kópa- vogi. Hún stundaði nám við Póst- og símaskólann, þar sem hún lauk prófi yfirpóstafgreiðslumanns ár- ið 1980. Því starfi gegndi hún til ársins 1993. Að ósk Hjördísar fór útför henn- ar fram í kyrrþey. Halldórsdóttur, f. 20.5. 1938. Sonur þeirra er Jóhann Ottó. Hjördís giftist 3.7. 1953 Hektori Sigurðs- syni, fv. skipstjóra og síðar verksmiðju- stjóra, f. 13.9. 1921 á Akureyri. Foreldrar hans voru Sigríður Nikólína Kristjáns- dóttir, kaupkona þar, f. 26.8. 1897, d. 19.3. 1961, og Sigurður Valdimar Flóventsson lyfjafræðingur, f. 2.11. 1890, d. 21.5. 1975. Börn Hjördísar og Hektors eru: 1) Hrefna, kjördóttir Hjördís- ar, f. 13.5. 1946, gift Ólafi Sigur- vinssyni, f. 5.7. 1935. Börn Hrefnu eru: a) Trausti Grétar Traustason bílstjóri, f. 20.1. 1966; maki Elísa- bet Guðjónsdóttir, f. 15.12. 1966. Börn þeirra eru Anton Freyr, f. 27.3. 1992 og Sara Lind, f. 5.7. 1998. b) Hjördís Erna Traustadótt- ir matráðskona, f. 24.5. 1968. Son- ur hennar er Lárus Hrafn Halls- Með nokkrum orðum vil ég minn- ast tengdamóður minnar, Hjördísar Wathne, og þakka henni ljúfa sam- fylgd. Lífshlaup Hjördísar var heillaríkt og gefandi en erfitt á stundum. Eftir að hafa alist upp á Seyðisfirði til níu ára aldurs, þar sem mikil velsæld hafði ríkt þar til kreppan skall á, flutt- ist hún ásamt foreldrum sínum á þeim erfiðu árum til Reykjavíkur. Þar tóku við kröpp kjör og í raun fátækt, er faðir hennar vann hörðum höndum við að koma fótunum undir fjölskyld- una á ný. Þurfti Hjördís því á unga- aldri að byrja að vinna fyrir sér og tók fermingarkverið sitt með sér í vinn- una. Starfa sinna í hannyrðabúðinni Vestu og síðan í Reykjavíkurapóteki minntist Hjördís oft með ánægju. Árið 1952, er Hjördís var 27 ára gömul, dvaldist hún í New York þar sem hún hafði umsjón með heimili vinkonu sinnar, en slíkur starfskraft- ur er nú á síðari tímum nefndur „au pair“ upp á franska vísu. Þar í heims- borginni hitti hún þann mann sem átti eftir að verða eiginmaður hennar og lífsförunautur – Hektor Sigurðsson. Hughrifum sínum er hún sá í fyrsta sinn þennan fríða og föngulega fyrsta stýrimann, þar sem hann stóð í fullum skrúða við hlið skips síns, lýsti hún síðar fyrir mér með þessum orðum: „ … og þá drukknaði ég í augunum á honum … “ Sú ást og aðdáun sem þarna kviknaði í hugum beggja átti eftir að endast þeim ævilangt. Fyrstu hjúskaparár þeirra Hjör- dísar og Hektors bjuggu þau í Faxa- skjóli 4 í Reykjavík, í kjallaranum hjá foreldrum hennar og bræðrum, þeim Friðriki, Jóni Atla og Alberti. Þeir bræður voru systur sinni mjög hjálp- legir, dáðu hana og kölluðu Distu. Þar fæddust þeim hjónum báðir synirnir og þar eyddu þeir fyrstu æviárum sín- um við gott atlæti hjá afa, ömmu og móðurbræðrum. Hrefnu, dóttur Hektors frá fyrra hjónabandi, gekk Hjördís í móður stað og elskaði hana sem sitt eigið barn. Árið 1959 flutti fjölskyldan í Álfheimana, þar sem þau bjuggu í tvö ár þar til þau fluttu að Vallargerði 24 í Kópavogi – og bjuggu þau hjónin síðan í Kópavoginum. Hjördís var ákaflega mikil móðir og sköruleg húsmóðir, sem helgaði fjöl- skyldunni alla sína krafta og gætti þess ávallt fyrst og síðast að sinna þörfum barnanna og annarra fjöl- skyldumeðlima – að allir hefðu nóg og liði vel. Allt heimilishald Hjördísar var myndarlegt og til fyrirmyndar. Hún var sérstaklega nýtin húsmóðir, gætti sparsemi og útsjónarsemi í hví- vetna til að gera sem mest úr þeim efnum sem fjölskyldan hafði, og bjó þar að húsmæðraskólanámi sínu í Danmörku. Fyrstu níu hjúskaparár þeirra Hjördísar og Hektors sá hann fjölskyldunni farborða sem skipstjóri og farmaður um heimsins höf og því rak Hjördís heimilið að mestu ein og var börnunum bæði móðir og faðir á löngum sjóferðum hans. Mikil var gleðin hjá fjölskyldumeðlimum er pabbi kom í land, og löngum með alls kyns góðgæti og fínerí frá útlöndum. Fjölskyldan sameinaðist síðan árið 1962 er pabbi kom endanlega í land og hóf störf hjá Hampiðjunni, fyrst sem verkstjóri og síðar sem verksmiðju- stjóri. Hóf fjölskyldan þá ferðalög um land allt á sumrin, og hafa þessar úti- legur æ síðan verið uppspretta hlát- urs og skemmtilegra minninga um góðar stundir. Í þessum ferðum þurftu fjölskyldumeðlimir ekki að sæta því að þurfa að leggja sér til munns neitt sjoppufæði, heldur var allt matarkyns eldað, bakað og smurt af húsmóðurinni. Vegna lítilla efna í æsku hafði Hjör- dís ekki haft tækifæri til skólagöngu nema að litlu leyti og var það henni ávallt mikið kappsmál að börnin hennar gengju menntaveginn. Í þeim efnum sem öðrum hvatti hún þau og studdi á alla lund, las með þeim og hlýddi yfir námsefnið. Með eigin- manni mínum, Sigurði, las hún t.d. bæði dönsku og ensku í menntaskóla – svo vel var hún að sér, þrátt fyrir sína takmörkuðu skólagöngu. Árið 1966 hóf Hjördís störf utan heimilis við að bera út póst á stóru svæði í Kópavoginum. Í því starfi eru jólin mesti annatíminn, sem og í starfi húsmóðurinnar. Til marks um dugnað Hjördísar og kraft lagði hún nótt við dag á þessum tímum til að sinna óað- finnanlega báðum störfum sínum ut- an og innan heimilisins, svo að fjöl- skyldumeðlimir færu í engu á mis við jólaundirbúninginn og allt það sem jólunum tengdist. Með póstinn barð- ist hún æðrulaust í hvernig veðri sem var, enda forkur dugleg og hvetjandi til allrar hreyfingar og útiveru allt til síðari ára. Þegar Hjördís var um sextugt dró ský fyrir sólu lífs hennar, en þá veikt- ist hún af þunglyndi – skæðum vá- gesti sem löngum rændi hana lífsgleð- inni á síðari hluta ævinnar. Þá sem áður stóð Hektor sem klettur við hlið konu sinnar, hlúði að henni og studdi á alla lund í veikindunum. Þrátt fyrir að vágestur þessi hafi á stundum dregið sitt svarta tjald fyrir augu Hjördísar átti hún fjölmargar gleði- og ánægjustundir með okkur fjöl- skyldunni. Þessara stunda minnist ég nú með gleði og söknuði – og er þar margs að minnast. Minningarnar þyrlast um í kollinum og fyrir hug- skotssjónum mínum svífur fallega andlitið hennar með hlýju brosinu. Efst er mér í huga hvernig hún vafði mig örmum í hvert skipti er fundum okkar bar saman og heilsaði mér allt- af með orðum eins og: „Sæl elskan mín“ eða „Ert þetta þú, elsku hjartað mitt?“ Slíkar voru ávallt móttökur Hjördísar og viðmót allt – elskulegt og hlýtt. Þessi staka ljúfmennska var aðal þeirra hjóna beggja og einkenndi allan þeirra heimilisbrag. Þau hjónin stóðu ávallt þétt saman og var sam- hugur þeirra og samstaða einstök, hvort heldur er laut að þeim sjálfum og fjölskyldunni, eða út á við. Helsta áhugamál þeirra beggja var fjölskyld- an og velferð hennar, og saman studdu þau okkur öll í amstri lífsins. Hjördís hafði mikinn áhuga á per- sónulegum málum okkar fjölskyldu- meðlimanna, störfum okkar og öðrum viðfangsefnum. Einnig lét hún sér annt um andlega og tilfinningalega velferð okkar. Hremmingar sálarinn- ar þekkti hún svo vel af eigin raun og var hluttekning hennar og samúð mikil með hverjum þeim sem um sárt átti að binda. Hjördís var fljót til hróss og jákvæðrar uppbyggingar, og nutum við þess öll – ekki síst við tengdadæturnar. Engum mátti hún heyra hallmælt, heldur bar hún alltaf blak af þeim sem mátti sín lítils milli tanna fólks. Vera má að sú mannlýs- ing sem hér er rituð virðist yfirdrifin þeim sem ekki þekkja til. En svo er ekki í raun – því svona var Hjördís, ljúf og gefandi hverjum sem á vegi hennar varð. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni þá ást og um- hyggju sem hún gaf okkur öllum. Samfylgd hennar var svo ljúf og mun ég njóta hennar í minningunni um ókomin ár. Missir tengdaföður míns er mikill og bið ég Guð að styrkja hann í sorginni. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Björg Rúnarsdóttir. Elsku Hjördís mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum saman. Margar góðar minning- ar rifjast upp nú við fráfall þitt. Þegar ég kom inn í fjölskylduna árið 1979 tókst þú á móti mér af mikilli alúð og hlýju og þótti mér strax mjög vænt um þig, annað var ekki hægt. Við hitt- umst aldrei án þess að fagna og faðm- ast innilega og mun sú minning alltaf lifa með mér. Ég gleðst yfir því hve börnin mín voru heppin að eiga þig fyrir ömmu og er söknuður þeirra mikill. Ég man vel eftir því þegar Hektor minn kom til okkar Jóa og sagði: Mamma og pabbi, þið verðið að hringja í ömmu og afa og bjóða þeim að vera hjá okkur á að- fangadagskvöld áður en einhver ann- ar býður þeim. Þið skipuðuð alltaf svo stóran sess hjá okkur á þessu hátíð- arkvöldi. Einnig þakka ég þér fyrir allar góðu stundirnar sem þú áttir með Þórdísi minni, þegar þú varst upp á þitt besta, og fórst með hana á öll helstu söfnin okkar hér í Reykja- vík og ósjaldan fóruð þið með kókó- mjólk og snúð í Hellisgerði í Hafn- arfirði. Þú gafst þér líka alltaf tíma með börnunum þegar þú gættir þeirra og tókst þá virkan þátt í leikj- um barnanna. Við minnumst þessa með kæru þakklæti. Þú og Hektor afi voruð mjög sam- rýnd hjón, fóruð og gerðuð allt sam- an. Við munum öll hjálpa honum við að takast á við þann mikla missi sem hann hefur orðið fyrir og munum reyna að gæta hans vel fyrir þig, Hjördís mín. Megir þú hvíla í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín tengdadóttir, Hafdís. Elsku amma mín. Þegar ég var lítil var ég litla ömm- ustelpan þín. Ég er ennþá ömmu- stelpan þín. Síðast þegar ég heimsótti þig sagðirðu við mig að þú hefðir allt- af átt svo mikið í mér þegar ég var lít- il. Ég svaraði þér og sagði að þú ættir ennþá svo mikið í mér. Nú, þegar þú ert farin finnst mér þú eiga svo miklu meira í mér. Þú varst sannarlega ekki amma „upp á punt“. Þú varst í senn; leikfélagi, vinur og uppalandi. Það allt sameinaðist í hlýrri og yndislegri ömmu og það eru ekki allir sem fá að njóta þess að kynnast slíkri konu. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarn- ar sem ég á með þér og afa. Að vera í nánum samskiptum við ömmu sína og afa er ómetanlegur fjársjóður, sem svo fáir kunna að meta. Það eru ein- mitt minningar sem þessar, sem sveipa barnæskuna ævintýraljóma. Þú varst svo yndisleg, amma, og allt létuð þú og afi eftir mér. Það var svo sannarlega dekrað við mig í heim- sóknunum til ömmu og afa, ég fékk nánast allt sem ég bað um. Hvort sem það var leikfangamyndavél með apa sem skaust út eða hjálp við að lita í litabókina mína. Þá settist amma nið- ur með mér og litaði með litlu ömmu- stelpunni sinni. Amma gerði alltaf svo skemmtilega hluti með barnabörnun- um sínum, alltaf reyndi hún að setja sig inn í tíðarandann sem við litlu krakkarnir lifðum í og tókst það ávallt vel. Eftir að þú féllst frá hef ég verið að skoða myndir af þér, myndir sem hafa einnig sýnt mér þig í öðru ljósi. Þú varst ekki aðeins gamla góða amma, heldur einnig yndisleg móðir og ein- staklega falleg og glæsileg kona. Elsku amma mín, það er langt síðan ég sagði þér hversu góð amma þú værir. Ég hef aldrei þakkað þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Því lang- ar mig að lokum að þakka þér fyrir allar yndislegu minningarnar sem ég á um þig. Þú áttir stóran þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og það mun ég hafa að leiðarljósi í framtíðinni. Það er heiður að hafa fengið að kynnast þér, ég mun aldrei gleyma þér og ég mun hafa það að markmiði, þegar ég eignast barna- börn, að reyna að vera þeim eins góð amma og þú varst mér. Ég kveð þig með sárum söknuði, en í hjarta mínu er einnig gleði, því ég veit að þú ert á góðum stað núna. Stað þar sem hjartagæska og innri fegurð er verðlaunuð og öllum líður vel. Þar átt þú svo sannarlega skilið að vera. Þín sonardóttir, Árný Björk. Elsku yndislega amma mín. Ég vil kveðja þig með því að þakka þér fyrir allt það yndislega sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Þú varst sannkallaður demantur og sá söknuður sem ég ber til þín er mjög mikill. Þú varst ekki bara yndisleg amma heldur mín besta vinkona og leikfélagi. Þegar ég hugsa um þig koma margar minningar uppí hugann frá því ég var lítil, þær minningar sem við rifjuðum oft upp saman. Stund- irnar sem við áttum saman uppí Ei- lífsdal í fallega sumarbústaðnum ykk- ar afa voru yndislegar. Þar sem við spiluðum ludo og mikado við kertaljós og það var nú oftar en ekki þín hug- mynd að við færum nú að spila saman. Einnig þegar við frænkurnar vorum hjá ykkur afa þar og fengum að vera í mömmuleik og elduðum fyrir ykkur á dúkkueldavélinni. Mér fannst líka yndislegt að fá að hjálpa þér í garð- inum í bústaðnum. Þú tókst þátt í öllu með mér þegar við hittumst. Aldrei heyrði ég að þú nenntir ekki að leika þér við mig. Þú geislaðir af hlýju og fegurð og öllum leið vel í kringum þig. Einnig kenndir þú mér að prjóna og þá var það ekki bráðlætið, allt var gert í ró og næði. Við fórum líka oft í Hafnarfjarðarlaugina og komum við í bakarí og enduðum í Hellisgerði; ynd- islegar stundir fullar af innstu hlýju frá þér og ástúð. Þegar við komum svo í heimsókn til þín og afa um helg- ar og þar var ekki verið að spara fal- legu orðin til mín. Ég geymi þig í huga mér og veit hvað ég er heppin að hafa fengið að kynnast þér og heppin eiga svona yndislega ömmu. Ég gleymi þér aldr- ei og mun sakna þín og það er oft tóm- legt að hafa þig ekki en minningarnar fallegu munu hjálpa mér því ég veit að þér líður vel. Vísan sem þú fórst með fyrir mig var alltaf svo falleg: Ó, Jesús bróðir bezti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Hafðu það nú gott hjá öllum engl- unum. Þú veist að við pössum afa vel. Nú langar mig að enda þessi orð til þín, elsku hjartans amma, eins og þú endaðir bréf til mín þegar ég var í sveitinni á Stóru-Tjörnum: Vertu svo guði falin, elsku góða amma mín. Þín einlæg, Þórdís. Ég kynntist fjölskyldunni í Vallar- gerði 24 þegar ég flutti í Kópavoginn árið 1966, þá níu ára. Jói, yngsta barn Hjördísar og Hektors, varð fljótt besti vinur minn og hefur sú vinátta haldist síðan. Við lékum okkur mikið inni á heimilum hvors annars og þótt foreldrarnir væru ekki í í forgrunni þá kynntist ég Hjördísi vel á þessum árum. Fjölskyldan og heimilið höfðu algjöran forgang í hennar lífi. Hjördís var myndarleg húsmóðir og bar heim- ilishaldið allt þess merki. Til hliðar komu önnur áhugamál og hjá Hjör- dísi var garðræktin í stóru hlutverki. Garðurinn í Vallargerðinu var mikill skrúðgarður og þegar þau fluttu það- an tók við ræktun við sumarbústaðinn í Eilífsdal. Við strákarnir stigum allt- af varlega til jarðar í kringum garðinn hennar Hjördísar og vel man ég eftir Hjördísi á fjórum fótum í beðinu í öll- um veðrum. Það sem mér fannst einkenna Hjördísi fyrst og síðast var mann- gæska. Hjördís var einfaldlega sér- lega vönduð og góð manneskja og maður fann alltaf vel fyrir hlýju og væntumþykju í návist hennar. Hjördís og Hektor stóðu ávallt þétt saman í lífinu í gegnum súrt og sætt. Missir barna og barnabarna er mikill en missir Hektors er mestur. Ég vil þakka fyrir vináttu Hjördísar og votta Hektori og fjölskyldu mína inni- legu samúð. Hjörleifur. HJÖRDÍS WATHNE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.