Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 33 ur, sem naut trausts og virðingar samferðamanna sinna, mannasætt- ir, sem ekki eignaðist óvini á lífs- göngunni. Störf hans í þágu Vest- firðinga og vestfirskra byggða verða seint fullþökkuð. Við stofnun Menntaskólans á Ísa- firði fyrir rúmum þrjátíu árum, varð draumur margra framsýnna Vest- firðinga að veruleika. Ötul barátta heimamanna hafði skilað árangri. Þar munaði ekki hvað minnst um „postulanefndina,“ sem saman stóð af 12 manna hópi eldhuga. Í þeim hópi var Jóhann T. Bjarnason. Þau Sigrún voru á meðal þeirra fjöl- mörgu Ísfirðinga sem opnuðu heim- ili sitt fyrir utanbæjarnemendur. Ekki síst vegna vináttu föður míns og Jóhanns varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að fá að búa á heimili þeirra Sigrúnar í þrjá vetur á mennta- skólaárunum. Það var góður tími. Ég hafði eignast nýja og trausta vini. Velvild þeirra hjóna í minn garð og fjölskyldu minnar, hefur verið okkur mikils virði alla tíð síð- an. Þegar ég kom fyrst á heimilið, var Jóhann kaupfélagsstjóri. Mér varð það strax ljóst, að Jóhann var eng- inn 9–5 maður. Áhuginn á starfinu, samviskusemin og starfsorkan var með þeim hætti, að ljósin á kaup- félagsstjóraskrifstofunni slokknuðu yfirleitt seint á kvöldin og oft loguðu þau um helgar. Enda dafnaði Kaup- félag Ísfirðinga vel undir hans stjórn, þrátt fyrir þær erfiðu að- stæður sem landsbyggðarverslunin hefur jafnan búið við. Þótt Jóhann væri upptekinn af störfum sínum, fylgdist hann af áhuga með námsframvindunni og þróun skólastarfsins í samræðum við okkur Bjarna son sinn, en við urðum góðir vinir og vorum sam- ferða í náminu. Jóhann var alvöru- gefinn og með eindæmum kurteis maður, hógvær og réttsýnn. En eft- ir því sem kynnin urðu nánari, áttaði maður sig á, að jafnframt var stutt í hárfínt skopskynið. Hann fylgdist vel með öllum fréttum, og hafði gaman af að ræða um málefni líð- andi stundar. Í þeim viðræðum var hann góður hlustandi. Hann lagði sig eftir því að heyra viðhorf okkar unga fólksins. Jóhann var ekki flokkspólitískur, en hafði þó mikinn áhuga á þjóðmálum. Það þurfti ekki að ræða lengi við Jóhann til að finna einlægan áhuga hans á málefnum landsbyggðarinn- ar, og þá sérstaklega hvað Vestfirði og Vestfirðinga varðaði. Það kom mér því ekki á óvart, að hann skyldi valinn til þess að verða fyrsti fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga árið 1972. Frá fyrsta degi í þessu nýja starfi átti það hug hans allan. Enda kom hann miklu í verk. Það var ánægjulegt fyrir mig að hitta minn gamla húsbónda á vett- vangi sveitarstjórnarmálanna. Á fjórðungsþingum kom glögglega í ljós yfirburðaþekking hans á mál- efnum Vestfjarða. Allur undirbún- ingur var unninn af kostgæfni og öll gögn sem lögð voru fyrir báru ná- kvæmni hans og elju glöggt vitni. Jóhann naut fyllsta trausts sveitar- stjórnarmanna á Vestfjörðum. Á sama hátt naut hann virðingar hjá ráðamönnum og embættismönnum er sækja þurfti til vegna hinna ýmsu hagsmunamála. Á sínum langa ferli í forystustörfum fyrir byggðirnar hér á Vestfjörðum er ljóst að störf hans eru ómetanleg, þótt þau hafi kannski ekki verið öllum kunn. Jó- hann var ekki maður neinna flug- eldasýninga, heldur vann hann störf sín í kyrrþey. Það var ekki hans háttur að hreykja sér þótt hann hafi oft átt mikinn þátt í að áfangasigrar unnust. Í mínum huga er til að mynda enginn vafi á, að þáttur Jó- hanns er stór í því að jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar urðu að veruleika. Ekki verður lokið við minningar- grein um Jóhann T. Bjarnason, án þess að minnast á giftudrjúgt og fórnfúst starf hans fyrir frímúrara- stúkuna Njálu á Ísafirði. Um árabil var hann ekki aðeins farsæll for- ystumaður stúkustarfsins, heldur var hann stúkubræðrunum alla tíð góð fyrirmynd í því mannræktar- starfi sem þar er unnið. Þótt Jóhann hafi ekki gengið heill til skógar síðustu æviárin, var and- lát hans skyndilegt og óvænt. Í veik- indunum naut hann einstakrar ástúðar og umhyggju Sigrúnar og fjölskyldunnar allrar. Að leiðarlok- um vottum við Guðrún þeim öllum okkar dýpstu samúð, um leið og við minnumst Jóhanns með virðingu og þökk. Guð blessi minningu Jóhanns T. Bjarnasonar. Einar Jónatansson. Í litlu sveitarfélagi úti á landi mæðir oft mikið á þeim sem veljast til forustu eða gegna lykilembætt- um. Þannig var með Jóhann T. Bjarnason, fyrrverandi kaupfélags- stjóra á Ísafirði og síðar fram- kvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Það er ljóst, þegar Jó- hann hóf sín störf á Ísafirði, að hann hafði einsett sér að vinna byggðar- laginu allt það gagn sem hann mætti. Hann var mjög vinnusamur, samviskusamur með afbrigðum og áhugamaður um allt sem til fram- fara horfði. Þó var hann hæglátur og prúður maður, sem miklaðist ekki af verkum sínum. En fastur var hann fyrir og ákvarðanir hans sem framkvæmdastjóra byggðust nær ætíð á vandlegri skoðun og skil- greiningu viðfangsefnanna. Í kaup- félagsstjóratíð Jóhanns var við margvíslega erfiðleika að etja og oft var nauðsynlegt að taka sársauka- fullar ákvarðanir. Þær byggðust þó, eftirá að hyggja, á raunsæi og ábyrgðartilfinningu. Til kaupfélags- ins voru oftast gerðar miklar kröfur, stundum meiri en hægt var að ætl- ast til. Þegar Fjórðungssambandi Vest- firðinga var breytt úr málfunda- félagi í samtök, sem ætlað var að hafa forustu um margvísleg hags- munamál Vestfirðinga, var leitað til Jóhanns T. Bjarnasonar. Hann tók áskoruninni og gerðist fram- kvæmdastjóri. Og með samstilltu átaki hans og þeirra mörgu heiðurs- manna, sem þá voru í eldlínu vest- firskra stjórnmála, unnust mörg stórvirki. Engum manni hef ég kynnst á lífsleiðinni sem vandaði málatilbúnað sinn eins vel og Jó- hann. Hann kannaði allar hliðar mála, reiknaði út hina ýmsu mögu- leika og leitaði álits fjölmargra aðila til að tryggja hlutlausa og réttláta umfjöllun. Síðar, þegar mál komu til afgreiðslu á fjórðungsþingum hlýddi hann hljóður á umræður og virti skoðanir þeirra, sem kynnu að vera á annarri skoðun en hann sjálfur. Ef litið er til baka, til þess tíma er Fjórðungssambandið var eitt beitt- asta vopnið í baráttu Vestfirðinga fyrir öflugra mannlífi, kemur margt upp í hugann. Barátta fyrir jöfnun orkuverðs og stofnun Orkubús Vest- fjarða í framhaldi af þeirri umræðu, barátta fyrir eflingu landbúnaðar og Inn-Djúpsáætlun, sem reyndar þró- aðist á annan veg en Jóhann von- aðist til, stuðningur við Menntaskól- ann og starfið þar, bygging Bræðratungu, þjálfunar- og þjón- ustumiðstöðvar fyrir fatlaða og ómetanlegur stuðningur Jóhanns við það málefni, nýbygging sjúkra- húss og heilsugæslustöðvar á Ísa- firði, þar sem Jóhann fylgdi eftir ákvörðun Matthíasar Bjarnasonar þáverandi heilbrigðisráðherra, bygging stjórnsýsluhússins á Ísa- firði og ótal önnur framfaramál. Þó verður ekki rætt um verk Jóhanns T. Bjarnasonar án þess að geta þeirra framkvæmda sem hæst ber og Jóhann var hreyknastur af, jarð- ganganna sem tengja Ísafjarðar- djúp og vesturfirðina. Ég fullyrði það hér og nú, að ef ekki hefði verið fyrir atorku og frábæran málflutn- ing Jóhanns í því máli, væru engin Vestfjarðagöng. Þar mátti engu muna að andstæðingar framfara og bætts mannlífs á landsbyggðinni hefðu betur. Þökk sé þér, Jóhann. Ég átti því láni að fagna að starfa með Jóhanni T. Bjarnasyni um lang- an tíma. Samskipti okkar voru margvísleg og afar gagnlegt fyrir yngri mann í ábyrgðarstarfi að njóta tilsagnar Jóhanns. Síðar störf- uðum við undir sama þaki í Stjórn- sýsluhúsinu og gafst þar enn betra færi til að fylgjast með starfi Jó- hanns fyrir vestfirskar byggðir. Það var sorglegt að Jóhann skyldi missa heilsuna eins snemma á æv- inni og raun varð á. Það höfðu ekki allir draumar hans ræst og ömur- legt þótti honum að fylgjast með hnignun atvinnulífsins hér. Við Vestfirðingar hefðum átt hauk í horni að koma á framfæri, með sterkum rökum og beittum mál- flutningi, réttlætiskröfum okkar um að fá að lifa í friði, á auðlindum okk- ar til lands og sjávar, ef Jóhanns T. Bjarnasonar hefði notið við. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina hans allra. Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrv. bæjarritari á Ísafirði. Fyrir margt löngu sá ég auglýsta úrsmíðaverslun og -verkstæði til sölu á Ísafirði. Ég og heitmær mín ræddum þann möguleika að flytja þangað. Tengdafaðir minn verðandi hafði samband vestur og talaði við systur sína, Sigrúnu Stefánsdóttur. Þá kom í ljós að eiginmaður hennar, Jóhann T. Bjarnason, sá um að selja verslunina fyrir ekkjuna. Það var ákveðið að við Jóhann hittumst þeg- ar hann kæmi til Reykjavíkur sem við og gerðum kl. 8 meðan hann drakk morgunkaffið sitt á Hótel Sögu. Hann fór yfir sögu fyrirtæk- isins, hvernig það hafði verið rekið og framtíðarhorfur sem hann taldi reyndar nokkuð góðar ef rétt væri á haldið. Ég veðraðist allur upp og sagðist hafa mikinn áhuga. Þá fór hann með mér yfir fjárhagslega stöðu mína sem var ef til vill ekki svo slæm en hins vegar ekki nógu góð til að kaupa fyrirtæki án hjálp- ar. Hann ráðlagði mér hvernig ég skyldi standa að kaupunum. Þá var hann búinn með kaffið og varð að geysast af stað á fund varðandi Inndjúpsáætlun eða hvað það nú var sem hann var með á prjónunum þá stundina. Allt fór eins og Jóhann hafði lagt fyrir. Tíu dögum síðar var ég staddur á Ísafirði og búinn að skrifa fyrstu ávísunina mína fyrir heilli úraverslun og ráða afgreiðslu- dömu. Jóhann hjálpaði mér með bók- haldið fyrstu árin sem gat verið snú- ið þar sem ég fyrrum „blómabarn“ hafði ímugust á öllu sem hét kerfi eða reglur. Jóhanni tókst með lagni og festu að leiða mig frá villu míns vegar þannig að vinna við bókhaldið varð öllu léttari og þægilegri fyrir okkur báða. Aldrei vildi hann taka greiðslu fyrir þessa aðstoð. Ég veit að Jóhann hefur átt bágt með að skilja svona ónákvæmni þar sem hann var sjálfur mjög nákvæmur og agaður maður en aldrei fann ég það hjá honum. Til marks um nákvæmni Jóhanns var þessi saga sögð þegar Jóhann var kaupfélagsstjóri á Ísa- firði þá hefðu peningainnlegg frá honum ekki einungis verið raðað eftir verðgildi heldur sneru seðlarn- ir allir eins og ekki bara það heldur hafði þeim öllum verið raðað í núm- eraröð. Jóhann var hlýr og hjálplegur og hafði hárfínt skopskyn. Ég naut þess að spjalla við Sigrúnu og Jó- hann í þau fjölmörgu skipti sem ég var boðinn í mat til þeirra í Sætúnið. Í þessum umræðum kom fram hve Vestfirðir voru Jóhanni hugleiknir. Þar heyrði ég í fyrsta skipti rætt um jarðgangagerð á Vestfjörðum sem var hans hjartans mál og að mannlíf þar dafnaði og blómstraði sem mest og best. Þegar nú leiðir skilja viljum við Stefanía þakka Jóhanni fyrir vináttu, gestrisni og tryggð. Við sendum Sigrúnu og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Við geymum minningu um ljúfan mann. Axel Eiríksson. Heiðursmann horskan nefni hæverskan, vitran mann, Loforð það ljúft ég efni að letra fá orð um hann. Íhugull öðrum fremri útséður maður sá með frístundir flestum skemmri en fullnustu verk hans ná Viðkynning veitti þeim gildi, sem voru í nálægð við hann Veitandi öðrum hann vildi vera, það sérhver fann. Hann átti í útistöðum eigi við nokkurn mann, þótt stæði í straumsveipi hröðum stefnufast hvergi rann. Með viðmóti ljúfu gat laðað liðsmenn til fylgis við sig. Hiklaust gat verkum þeim hraðað sem hrint höfðu aðrir á svig. Sálfræðikreppu og kveini og krossferðum sinnti ekki hót Hann innvígðist orku í leyni í uppvexti úr vestfirskri rót. Með hugró í heimanfylgju hugrakkur veg sinn gekk. Umhverfisvelgju og ylgju sá athafnamaður fékk. Með stuðningi staðfastra manna var stefna á verkefnið sett, af kunnáttu lét hann svo kanna kjarna og lögbundinn rétt. Stórvirki og stefnumál kynnti, stjórnsýslumiðstöðvar sá, því áformi af atorku sinnti og árangur liðsmenn nú sjá. Og vita svo Vestfirðingar hver vakti upp jarðgangagerð og hafði þar hugmyndir slyngar og handlék þar skjöld og sverð? (Kveðja við starfslok 31. marz 1995.) Hinsta kveðja að leiðarlokum. Orðstír hans eigi við gleymum og iðju hins vandaða manns Við vinir hans vandlega geymum með virðingu minningu hans. Horfinn af hérvistarsviði nú hlýtur hann blessun og frið í hæðum hjá höfuðsmiði þeim hæsta um alheimasvið. Innileg samúð til fjölskyldunnar. Hjörtur Þórarinsson.  Fleiri minningargreinar um Jó- hann T. Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. +  , - 7 19*: ;7' -3 5+++ ! <=     . - !   %    &          / ,   0    "    "##$ !,(0  0 ,  '4 ;+ !. 1         0     2    * ( 2(   * 0               0 301 * *1  #*-31 >4 ? 7 ," @A  ,4 . 3           0        "4%5. - 6    "  5+  . "  , () , ()  (  +  , () !.                               !   "#  $    #    % !     &   ''    !"## !! $!!"## "%#&'  (& )#&!"##  *+ , "% - ./!"## ( "%!"## /,(  "% &( 0# *"%!"## ,  $!  /&( & 0# *+   1*)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.