Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Háseti Vanur háseti óskast á beitingavélabát. Upplýsingar í símum 862 5767 og 899 3944. Bakarí í Hafnarfirði óskar eftir starfsfólki í afgreiðslu eftir hádegi. Einnig óskast starfsmaður í þrif. Nánari upplýsingar í síma 698 0905 Fasteignasölu vantar sölumenn strax Ört vaxandi fasteignasala á frábærum stað, leitar eftir sölumönnum. Fullum trúnaði heitið. Umsóknir sendist auglýsingadeild Morgun- blaðsins merkt: „Fasteignasala — 11614“. Suðurbæjarlaug Hafnarfirði Bað- og laugarvarsla Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu við bað- og laugarvörslu karla, 100% starf, og við bað- og laugarvörslu kvenna, 40% starf, í Suðurbæj- arlaug. Umsækjandi þarf að standast hæfnis- próf samkvæmt öryggisreglugerð fyrir sund- staði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Suð- urbæjarlaugar, Daníel Pétursson, í síma 565 3080 (699 3953) eða á staðnum. Umsóknir, á þar til gerðum umsóknareyðu- blöðum, berist eigi síðar en 19. september 2001 til Suðurbæjarlaugar, Hringbraut 77, Hafnar- firði, merktar forstöðumanni. Íþróttafulltrúinn í Hafnarfirði. Hjúkrunarfræðingar Hafið þið áhuga á staðlaðri hjúkrunar- skráningu? Ef svo er þá er Sjúkrahús Akraness rétti staðurinn til að vinna á í vetur. Áhugasömum hjúkrunarfræðingum stendur til boða að taka þátt í viðamiklu þróunarstarfi á lyflækningadeild SHA. Unnið er með NANDA hjúkrunargreiningar og NIC hjúkrunarmeðferð- ir. Verið er að undirbúa prófun árangursmæl- inga í hjúkrun sem byggir á flokkunarkerfinu NOC. Lögð er áhersla á að gæði hjúkrunar og þarfir sjúklinga séu hafðar að leiðarljósi. Hér er gullið tækifæri til að læra nýjar áherslur í skráningu sem hjúkrun framtíðarinnar mun byggja á. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reynd- um hjúkrunarfræðingum ásamt kennslu í notk- un flokkunarkerfa. Getum einnig boðið nokkrum 3ja og 4 árs nem- um vinnu um helgar í vetur. Frekari upplýsingar gefur Steinunn Sigurðar- dóttir hjúkrunarforstjóri og Jóhanna F. Jóhannesdóttir verkefnisstjóri í síma 430 6000. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkra- svið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkra- hús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkra- húsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi al- menna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar mennta- stofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. Utanríkisráðuneytið Íslenska friðargæslan Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsóknum frá einstaklingum sem gefa kost á sér til friðar- gæslustarfa á vegum Íslensku friðargæslunnar. Friðargæsla er samheiti yfir fjölþættar aðgerðir alþjóðastofnana til að koma á varanlegum friði á átakasvæðum, ekki eingöngu með hernaðar- íhlutun heldur ekki síður með eflingu lýðræðis- legra stofnana, uppbyggingu efnahagslífs ásamt mannúðar- og neyðaraðstoð. Á liðnum árum hafa íslenskir friðargæsluliðar m.a. komið úr röðum lögreglumanna, lækna, hjúkrunar- fólks, lögfræðinga, verkfræðinga, stjórnmála- fræðinga og fjölmiðlamanna, auk fleiri stétta. Að undangengnum umsóknum verður settur saman viðbragðslisti yfir allt að 100 einstak- linga sem gefa kost á sér til friðargæslustarfa með skömmum fyrirvara. Lágmarkskröfur til umsækjenda: ■ Ekki yngri en 25 ára. ■ Háskólapróf, önnur sérmenntun og/eða víðtæk þekking og reynsla. ■ Mjög góð enskukunnátta. ■ Hæfni í mannlegum samskiptum og þolgæði undir álagi. ■ Öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Íslenskir friðargæsluliðar eru ráðnir til starfa í 6—12 mánuði. Launakjör eru skv. launakerfi Íslensku friðargæslunnar. Einstaklingar sem hafa áhuga á friðar- gæslu og uppfylla ofannefnd skilyrði eru hvattir til að sækja um að vera á við- bragðslista Íslensku friðargæslunnar. Umsóknarfrestur er til 1. október 2001. Umsóknareyðublöð fást í utanríkisráðuneytinu og á heimasíðu ráðuneytisins. Hægt er að fylla út umsóknir á tölvutæku formi og senda með tölvupósti í netfang Íslensku friðargæslunnar, sjá slóð og netfang að neðan. Utanríkisráðuneytið, Íslenska friðargæslan www.utanrikisraduneytid.is fridargaesla@utn.stjr.is sími 560 9900. Í Íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar- gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 100 einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista. Umsjón með Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar einingar á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Félagsfundur í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs laugardaginn 15. september kl. 11.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. 1. Kosning landsfundarfulltrúa. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs og alþingismaður. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn Haustferð reykvískra sjálfstæðismanna Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík gangast fyrir haust- ferð að Skógum laugardaginn 15. september. Lagt verður af stað kl. 12.00 frá Valhöll, Háaleitisbraut 1. Meðal annars verður Byggðasafnið að Skógum skoðað í fylgd Þórðar Tómassonar safnvarðar og síðan verða bornar fram veitingar. Áætlað er að koma heim aftur um klukkan 19.00. Er þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að bregða sér bæjarleið og virða fyrir sér fegurð haustsins á Suðurlandi. Þeir sem vilja fara með geta skráð sig í síma 515 1700. Ferðin kostar 1.200 kr. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 6, Siglufirði mánudaginn 17. september 2001 kl. 13.30 á eftir- farandi eignum: Norðurgata 14, þingl. eig. Magnús Ólafsson og Esther Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið. Fossvegur 11, efri hæð, þingl. eig. Sigríður Sigurjónsdóttir og Reynir Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Laugarvegur 5, neðri hæð, þingl. eig. Eyrún Pétursdóttir, gerðarbeið- andi Rydenskaffi hf., Reykjavík. Norðurgata 13, 1. hæð t.h., þingl. eig. Jón Aðalsteinn Hinriksson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnum sveitarfélaga og sýslumaðurinn á Siglufirði. Þormóðsgata 26, þingl. eig. Júlíus Árnason, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 11. september 2001. Guðgeir Eyjólfsson. TILKYNNINGAR Til sveitarstjórnarmanna, frá Fjárlaganefnd Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitar- stjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 20.9.—21.9. og 26.9.—28.9. nk., fyrir hádegi. Upplýsingar og tímapantanir eru í síma 563 0405 frá kl. 9—16 eigi síðar en 20. september nk. Foreldrar og fagfólk athugið Mál barnsins - okkar mál Námskeið um mál- og málörvun á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldið föstu- daginn 14. september í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, frá kl. 8.30—16.30. Skráning og upplýsingar í síma 897 4741. Einnig er unnt að skrá þátttöku á netfang: tal@simnet.is . Tilkynning Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 86. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi er vakin athygli á tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu í Lögbirtingablaðinu 24. ágúst sl., þar sem óskað er eftir skriflegum athugasemdum vátrygg- ingataka og vátryggðra við yfirfærslu vátrygg- ingastofns Samábyrgðarinnar hf. til Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. og samruna félaganna. Frestur til að skila athugasemdum til Fjármála- eftirlitsins er einn mánuður frá birtingu tilkynn- ingarinnar. Reykjavík, 10. september 2001. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ÝMISLEGT Dansherra óskast Óska eftir dansherra, sem er tilbúinn að leggja fyrir sig keppnisdans í frjálsri aðferð í 12—13F. Ég er sjálf 155 cm á hæð. Upplýsingar sendist á hsk32@vísir.is . Fullum trúnaði heitið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.