Morgunblaðið - 12.09.2001, Page 39

Morgunblaðið - 12.09.2001, Page 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 39 VETRARSTARF KFUM og KFUK er í þann veginn að hefjast og af því tilefni var efnt til hausthátíðar fé- laganna í aðalstöðvum þeirra við Holtaveg í Reykjavík. Velunnarar og áhugafólk um starf félaganna lét sig ekki vanta á samkomuna enda var dagskráin fjölbreytt. Félagar í Sportfélaginu Hvata, sem er nýstofnað félagslið KFUM og KFUK, stóðu fyrir knattspyrnu- og blakmóti og foringjar úr sum- arbúðum félaganna sáu um ýmsa leiki og uppákomur. Komið hafði verið fyrir hoppukastala og ýmsum leiktækjum og innandyra fór fram kynning á vetrarstarfinu sem verð- ur að vanda fjölbreytt, bæði fyrir börn og fullorðna. Á hátíðinni tók Kristín Pálsdóttir, sem setið hefur í leikskólanefnd KFUK frá upphafi, fyrstu skóflu- stunguna að nýjum leikskóla félag- anna. Að þeirri athöfn lokinni var gengið til fjölskyldusamkomu í fé- lagsheimili KFUM og KFUK. Leik- skólabörn sungu og haldin var hug- leiðing með aðstoð sjónhverfinga. Hátíðinni lauk með sameiginlegum kvöldverði í umsjá Hlíðarmeyja Vindáshlíðar en fyrsta skóflu- stungan að nýjum íbúðarskála sum- arbúðunum í Vindáshlíð var tekin fyrir skömmu. Kaffihús og færanleg starfsstöð KFUM og KFUK hafa í yfir hundrað ár starfrækt fjölþætt barna- og æskulýðsstarf á kristnum grunni hér á landi. Tugir þúsunda barna og ungmenna hafa tekið þátt í starfinu í fjölmörgum deildum víðs vegar um landið í áranna rás. Þá eiga margir dýrmætar minningar frá dvöl í sumarbúðum félaganna í Vindáshlíð, Vatnaskógi, Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni. Að vanda verða ýmsar nýjungar í boði í vetrarstarfinu og má þar helst nefna að tekinn verður í notk- un tveggja hæða strætisvagn sem verður nokkurs konar færanleg starfsstöð. Þá verður nýtt kaffihús opnað í miðbæ Reykjavíkur, að Austurstræti 20, síðar í mánuð- inum. Börnin skemmtu sér konunglega í hoppukastalanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín Pálsdóttir tók fyrstu skóflustungu að leikskóla KFUM og KFUK. Hausthátíð KFUM og KFUK Vetrarstarfið kynnt Á HAUSTÖNN verður boðið upp á nám í verðbréfaviðskipt- um hjá Endurmenntun HÍ. Vaxandi þörf er fyrir þetta nám en ný lög um verðbréfaviðskipti gera nýjar kröfur til menntun- ar þeirra sem stunda fjármála- viðskipti, segir í frétt frá End- urmenntunarstofnun. Áður þurftu einungis fram- kvæmdastjórar verðbréfastofa að hafa lokið prófi í verðbréfa- viðskiptum en nú þurfa einnig millistjórnendur í fjármálafyr- irtækjum að hafa lokið slíku prófi. Mörg hundruð manns hafa lokið námi í verðbréfavið- skiptum frá Endurmenntun HÍ á undanförnum árum og á liðn- um vetri luku 118 manns prófi. Margir vilja læra verð- bréfavið- skipti NÝLEGA fór fram önnur úthlutun úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Sýruparti á Akra- nesi. Hann stofnaði í fyrra sjóð með 35 milljón króna framlagi, til að verðlauna efnilega útskriftarnem- endur í eðlis- og efnafræði við Há- skóla Íslands. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut tveggja stúlkna. Verðlaunin í eðlisfræði hlaut Árdís Elíasdóttir sem útskrifaðist sl. vor með ágæt- iseinkunn í eðlisfræði og verðlaunin í efnafræði hlaut Soffía Sveinsdóttir sem einnig var brautskráð sl. vor með ágætiseinkunn í efnafræði. Stúlkurnar hlutu 400.000 kr. hvor. Guðmundur G. Haraldsson prófess- or veitti styrkina fyrir hönd stjórn- ar sjóðsins. „Ljóst er að vegleg gjöf Guð- mundar P. Bjarnasonar er afar óvenjuleg en um leið ánægjuleg hvatning bæði fyrir Háskóla Ís- lands, nemendur og samfélagið allt. Gamall maður sem unnið hefur hörðum höndum alla ævi ákveður að ráðstafa stórum hluta ævitekna sinna til að efla iðkun raunvísinda á Íslandi og við Háskólann. Háskóli Íslands og raunvísindadeild eru stolt af að eiga slíka velunnara með- al hins almenna borgara á Íslandi. Þetta er í senn hvatning fyrir nem- endur til að sækja í auknum mæli í nám í efnafræði og eðlisfræði við Háskóla Íslands og að leggja sig fram í náminu,“ segir í fréttatil- kynningu frá Háskólanum. Fulltrúar stjórnar sjóðsins og verðlaunahafarnir: F.v. Hafliði P. Gísla- son, prófessor í eðlisfræði, Árdís Elíasdóttir, Guðmundur G. Haralds- son, prófessor í efnafræði, Soffía Sveinsdóttir og Hanna María Pálma- dóttir, staðgengill fulltrúa Kaupþings. Hlutu styrki til náms í raunvísindum EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt einróma á sameiginlegum fundi þingflokks, framkvæmda- stjórnar og formanna kjördæmaráða Samfylkingarinnar um síðustu helgi: „Stefna Samfylkingarinnar er að allar stórframkvæmdir eigi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Eftir þeim leikreglum, sem Alþingi samþykkti, á taka ákvörðun um framkvæmdir. Þeirri stefnu fylgdi flokkurinn varð- andi Eyjabakkavirkjun á sínum tíma og sú stefna er áréttuð varðandi Kárahnjúkavirkjun og tilheyrandi mannvirki. Í því matsferli sem nú stendur yfir varðandi mannvirkin hefur Skipu- lagsstofnun nýlega lagt fram faglegt, jákvætt mat á fyrirhugaðri verk- smiðju við Reyðarfjörð. Sömuleiðis hefur fengist jákvæð niðurstaða í umhverfismati vegna orkuflutnings- lína frá Kárahnjúkavirkjun og vegna hafnarframkvæmda. En jafnframt hefur komið fram neikvæður úr- skurður Skipulagsstofnunar um þann virkjunarkost sem Landsvirkj- un hefur sett fram. Eigi að verða af þessum fyrirætlunum er brýnt að ná sátt og samstöðu um virkjunarkosti til að afla þess rafmagns sem verk- smiðjan þarf til framleiðslu sinnar. Álit Skipulagsstofnunar er hluti af matsferli. Því matsferli er ekki lokið. Lögum samkvæmt þarf umhverfis- ráðherra, áður en rökstuddur úr- skurður er felldur, að leita álits margra aðila, þar á meðal frekara álits Skipulagsstofnunar á nýjum gögnum í tengslum við stjórnsýslu- kærur vegna málsins. Mikilvægar upplýsingar hafa þegar komið fram í nýjum gögnum Landsvirkjunar, bæði varðandi mótvægisáhrif og þjóðhagsleg áhrif, og upplýst er að frekari gögn verða lögð fram áður en matsferlinu lýkur. Til þessara nýju gagna þarf ráð- herra að taka efnislega, faglega af- stöðu áður en rökstuddur úrskurður er kveðinn upp. Samfylkingin áréttar að fyrr en matsferlinu er lokið er ekki hægt að taka endanlega afstöðu til málsins.“ Fyrst verði matsferli lokið Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA www.ef.is Láttu eftir þér að fá þér þessa frábæru pönnu Verð: 24 sm 4.480 26 sm 5.390 28 sm 5.780 Glerlok frá kr. 1.110 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýsk um neytenda samtöku m Besta steikarapannan í Evrópu....

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.