Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta tímamörkum á lokaákvörðun vegna byggingar álvers í Reyðarfirði og virkjunar við Kárahnjúka því tengdri um sjö mánuði, frá 1. febrúar í vetur til 1. september næsta haust. Þessi frestun á þó ekki að verða til þess að seinka afhendingu orku nema um örfáa mánuði. Þetta var ákveðið á fundi samráðsnefndar stjórnvalda, Landsvirkjunar og fjár- festa í Kaupmannahöfn í gær. Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, sagði að á fundinum hefði orðið samstaða um nýja tímaáætlun sem fæli í sér að lokaákvörðun um framkvæmdir yrði tekin 1. september næsta haust. Hins vegar yrði í júnímánuði tekin ákvörðun um það í samráðsnefndinni að mæla með því við viðkomandi stjórnir að fara í verkefnið og það ætti að duga til þess að Landsvirkj- un gæti hafið takmarkaðar fram- kvæmdir næsta sumar. Fyrri tímaáætlun gerði ráð fyrir að lokaákvörðun yrði tekin 1. febr- úar í vetur. Valgerður sagði að þessi frestun lokaákvörðunar ætti ekki að verða til þess að fresta afhendingu orkunnar nema um örfáa mánuði. Ennþá væri að því stefnt að það yrði á árinu 2006 en aftur á móti síðar á því ári en áður var áætlað. Frestað vegna umhverfismálanna Valgerður sagði að þessi frestun væri ákveðin vegna umhverfismál- anna. Það þyrfti að gefa þeim meiri tíma. Hins vegar hefðu allar athug- anir sem fram hafa farið í þessum efnum á undanförnum mánuðum orðið til þess að styrkja verkefnið. Aðilar hefðu því áfram fulla trú á þessu verkefni en tímamörkin hefðu verið of þröng. Hún bætti því við að allt aðrar ástæður hefðu legið til frestunar Fljótsdalsvirkjunar á sínum tíma. Sú frestun hefði verið ákveðin vegna þess að menn hefðu ekki haft trú á verkefninu. „Núna eru aðstæður allt aðrar. Menn hafa fulla trú á þessu en tímaramminn gengur ekki upp,“ sagði Valgerður ennfremur. Virkjun við Kárahnjúka og bygging álvers í Reyðarfirði Lokaákvörðun frestað til 1. september að ári MÆGÐIN eru látin eftir bílslys á mótum Skeiðavegar og Suður- landsvegar í Árnessýslu síðastliðið laugardagskvöld. Drengur á þriðja ári lést í slysinu og móðir hans, sem var með honum í bifreiðinni, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á mánudag. Drengurinn hét Gabríel Elí Brynjarsson, fædd- ur 3. október 1998. Hann var sonur Brynjars Sigurðssonar og Selmu Jóhannsdóttur, til heimilis á Arn- arheiði 27, Hveragerði. Móðir hans, Selma Jóhannsdóttir, var fædd 4. júlí 1973. Selma lætur eftir sig sambýlismann, sem hlaut minniháttar meiðsli í bílslysinu, og uppeldisdóttur. Létust í bílslysi HÓTUN um sprengju í Flugstöð Leifs Eiríkssonar barst síðdegis í gær og var stöðin rýmd í skyndingu. Flugvélar voru einnig færðar frá landgöngurananum. Engin sprengja fannst og var hættan liðin hjá kl. 21. Vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum hafði öryggisgæsla og vopnaleit verið hert í flugstöðinni og á varnarsvæðinu. Voru sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar staddir á vellinum og hófu strax að- gerðir ásamt lögreglu. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, sagði að hótun um sprengju hefði borist síð- degis en hún hefði ekki borist beint til embættis lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli. Vildi hann ekki greina nánar frá tilkomu hótunarinnar. Stöðin var rýmd og taldi sýslu- maður að um 100 manns hefðu verið í byggingunni, aðallega starfsmenn en fáir farþegar þar sem síðdegisvél- arnar voru farnar. Sagði hann óþæg- indi fyrir flugrekendur því hafa verið í lágmarki. Farþegar þotu frá Lufthansa voru rétt að stíga aftur um borð í vélina þegar hótunin barst. Hafði henni verið snúið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Varð hún að lenda hér vegna eldsneytistöku og var henni komið frá byggingunni. Jóhann sagði leit að sprengju hafa hafist fljótlega og vélar sem voru við landganginn voru færðar frá. Sprengjusveitarmenn Landhelgis- gæslunnar og lögreglumenn leituðu sprengju en engin fannst. Kl. 21, þegar tilskilinn tími var liðinn frá því að hótunin barst, að viðbættum ör- yggistíma, var talið óhætt að hefja störf í flugstöðinni á ný. Rannsókn á sprengjuhótuninni hófst strax en auk lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli sinna henni fleiri embætti. Morgunblaðið/Þorkell Öryggis- gæsla og vopnaleit hert ÞESSI sænska kona var á leið til New York í gær ásamt syni sínum, til að heimsækja ættingja, sem búa á Manhattan í grennd við World Trade Center-bygg- inguna. Sonur hennar reynir að hugga óttaslegna móður sína eftir að hafa fengið fregnir af hryðju- verkaárásunum í New York og Washington. Ótti í Leifsstöð FRIÐRIK Þór Friðriksson kvik- myndagerðar- maður átti að vera meðal far- þega í annarri American Air- lines-vélinni sem rænt var og flog- ið á World Trade Center-skýja- kljúfana í New York í gær, þ.e. flugi 11 frá Boston til Los Angeles. Hann breytti hins vegar fluginu yfir í beint flug frá Toronto til Los Angeles. „Ég var á leið til Hollywood til að tala við leikara út af bíómynd og var búinn að bóka mig í þetta flug. En ég þurfti ekkert að koma við í Bost- on, nennti því eiginlega ekki, svo ég breytti bókuninni fyrir tveimur dög- um og ætlaði að fljúga beint frá Toronto til Los Angeles. Það voru engir draumar eða neitt sem vöruðu mig við svo ég held að það hafi nú ekki verið neinir fyrirboðar. Nú eru auðvitað allir flugvellir lokaðir og farþegaflug liggur niðri svo ég verð eitthvað áfram hér í Toronto,“ sagði Friðrik Þór. Friðrik Þór kvaðst engu geta svarað um hvernig honum liði að hafa sloppið svo naumlega frá þessu feigðarflugi. „Maður hugsar bara sem minnst um hvernig gæti hafa farið – ég var t.d. ekki búinn að segja stráknum mínum að ég hefði breytt fluginu og hann var því ansi skelkaður en ég er nú búinn að tala við hann núna,“ sagði Friðrik Þór í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Öllum sýningum á Toronto Inter- national-kvikmyndahátíðinni hefur verið aflýst vegna atburðanna í Bandaríkjunum og hefur verið kom- ið upp áfallahjálparstöð þar sem margir þátttakenda eru frá New York. Friðrik Þór Friðriksson átti bókað með flugi 11 frá Boston Breytti bókun sinni fyrir tveimur dögum Friðrik Þór Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.