Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 1
218. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. SEPTEMBER 2001 NORSKA stjórnin ætlar að leggja til á þingi, að komið verði á fót sérstakri stjórnardeild, sem fái það hlutverk fyrst og fremst að berjast gegn hryðju- verkum í landinu. Kom það fram í Aftenposten í gær. Boðað er, að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á þingi á þessu hausti og vísað er til nefndar, sem hefur komist að því, að Noregur sé mjög ber- skjaldaður fyrir hvers konar skemmdar- og hryðjuverkum. Á þetta einkum við um olíu- og gasiðnaðinn, orkuver og fjarskipti. Helen Bøsterud, yf- irmaður almannavarna í Nor- egi, segir, að hryðjuverkin í Bandaríkjunum sýni vel hve lít- ið megi út af bera til að nútíma- samfélag fari meira eða minna úr skorðum. „Orku- og fjarskiptamál eru meðal meginstoða samfélagsins og hryðjuverk í þessum grein- um geta haft skelfilegar afleið- ingar,“ segir Bøsterud. Noregur Stjórnar- deild gegn hryðju- verkum RONALD Barnabas Schill, rúmlega fertugur dómari sem fór í framboð undir merkjum óbil- gjarnrar „laga- og reglustefnu“, stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari í borgarstjórnarkosning- um í Hamborg sem fram fóru á sunnudag. Sigur Schills, sem í kosningabaráttunni var gjarnan uppnefndur „miskunnarlausi dómar- inn“, var vinstrimönnum í Hamborg mikið áfall en við blasir að hann verður til þess að jafn- aðarmenn, sem hafa farið með völd í borg- arstjórninni samfleytt í 44 ár, missi þau í hend- ur samsteypustjórnar á hægri vængnum. Úrslitin munu þar með einnig veikja stöðu sambandsríkisstjórnar Gerhards Schröders í Sambandsráðinu. Meðal baráttumála Schills dómara, sem hvað mesta athygli hafa vakið, var að dæmdum kynferðisaf- brotamönnum yrði boðinn sá refsingarkostur að vera van- aðir, að dauðarefsingar yrðu teknar upp á ný og rétturinn til pólitísks hælis yrði tekinn út úr þýzku stjórnarskránni. Urðu margir til að hneyksl- ast á málflutningi dómarans, en augljóslega snerti hann viðkvæman streng í hjarta kjósenda, þar sem nær fimmti hver þeirra greiddi honum atkvæði sitt, 19,4%. Jafnaðarmannaflokki Ortwins Runde borg- arstjóra tókst þó að halda stöðu sinni sem stærsti flokkur Hamborgar með 36,5% at- kvæða. Samstarfsflokkurinn græningjar missti hins vegar mikið fylgi; hrapaði í 8,5% úr 13,9 prósentustigum sem hann fékk í síðustu kosn- ingum, 1997. Frjálsir demókratar (FDP), sem í síðustu kosningum féllu út úr borgarstjórninni þar sem þeir náðu ekki „5%-þröskuldinum“, fengu nú 5,2% og eru í oddaaðstöðu. Þeir lýstu því yfir fyrir kosningar að þeir yrðu frekar til viðræðu um myndun hægristjórnar með kristilegum demókrötum (CDU) og flokki Schills en vinstri- stjórnar með jafnaðarmönnum og græningjum. CDU, sem fékk 26,2% atkvæða, leggur til borg- arstjóraefni hinnar hugsanlegu hægristjórnar, Ole von Beust. Hægrisveifla í Hamborg Berlín. AFP. Ronald Schill HERAFLI Bandaríkjamanna virð- ist vera tilbúinn til aðgerða en margt bendir til, að ekki verði látið til skarar skríða fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi. Verða áætlanir hans um árásir á hryðjuverkamenn í Afg- anistan kynntar varnarmálaráð- herrum Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Brussel á miðvikudag og í næstu viku mun háttsett, bandarísk sendinefnd fara til viðræðna við stjórnvöld í Moskvu um það sama. Talibanar segjast hafa kallað 300.000 manns til vopna og Osama bin Laden skoraði í gær á Pakistana að „hrinda krossferð Bandaríkja- manna“ gegn íslam. Talibanastjórnin í Afganistan skoraði í gær á Sameinuðu þjóðirn- ar, íslömsk ríki og almenning í Bandaríkjunum að koma í veg fyrir, að ráðist yrði á Afganistan en kvaðst um leið hafa kallað 300.000 manns til vopna. Talibanaherinn hefur þó látið undan síga fyrir Norðurbandalag- inu, andstæðingum talibana, en það hefur lagt undir sig nokkur héruð í mikilli sókn síðustu daga. Fjáreignir frystar George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fyrirskipaði í gær, að fjár- eignir 27 samtaka og einstaklinga, sem bendlaðir væru við hryðjuverk, skyldu frystar og sagði, að þær er- lendar fjármálastofnanir, sem ekki gerðu slíkt hið sama, yrðu beittar refsiaðgerðum. Flug bandarískra eiturúðunarflugvéla hefur verið tak- markað eftir að í ljós kom, að hryðjuverkamennirnir hefðu sýnt þeim mikinn áhuga og leiðbeiningar um stjórnun þeirra fundust í fórum manns, sem nú er í haldi. Tvö bandarísk flugmóðurskip eru nú á Persaflóa og Indlandshafi og tvö önnur á leið austur ásamt fleiri herskipum. Hundruð orrustuþotna eru á skipunum og bandarískum herstöðvum í heimshlutanum og embættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu sagði í gær, að B-52- og B-1-sprengjuflugvélar væru tilbúnar til aðgerða. Átján bresk herskip hafa farið um Súez-skurð með 23.000 hermenn um borð en talið er, að breskar sér- sveitir muni taka mikinn þátt í væntanlegum aðgerðum. Þá eru fréttir um, að beitt verði frönskum sérsveitum, frönsku útlendingaher- deildinni og þýsku KVK-sérsveit- inni. Rússar auka stuðning við Norðurbandalag Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að loknum fundi með þingleiðtogum, að Rússar ætluðu að stórauka stuðning sinn við stjórn- arandstöðuna í Afganistan, leyfa „hjálparflug“ um rússneska lofthelgi og væru reiðubúnir að taka þátt í „alþjóðlegum leitar- og björgunað- gerðum“ án þess að skýra það nán- ar. Kvaðst hann ekki útiloka, að Rússland og Mið-Asíuríkin leyfðu afnot af herstöðvum í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Úkraína og Kasakstan hafa heimilað Banda- ríkjamönnum afnot af lofthelgi sinni og flugvöllum. Olíuverð lækkaði verulega í gær og fór niður fyrir 22 dollara fatið. Hefur það ekki verið lægra í 17 mánuði. Er ástæðan ótti við efnahagslegar afleiðingar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og minni eftirspurn. Gengi hluta- bréfa hækkaði aftur á móti verulega vestanhafs og austan eftir mikla lækkun í síðustu viku. Talibanar segjast hafa kvatt 300.000 menn til vopna en fara halloka fyrir Norðurbandalaginu Áætlanir um hern- að ræddar við NATO og Rússa Reuters Bush Bandaríkjaforseti ásamt Colin Powell utanríkisráðherra er hann tilkynnti, að fjármunir hryðjuverkasamtaka hefðu verið frystir. Washington, Moskvu, Kabúl. AP, AFP.  Árásin/20 og 21 „GLÆPAVETTVANGUR. Aðgang- ur bannaður“ segir á borðanum en allar eiturúðunarflugvélar í Banda- ríkjunum voru kyrrsettar í gær. Er ástæðan sú, að komið hefur í ljós, að Mohamed Atta, einn flugræn- ingjanna, sem gerðu árásina á World Trade Center, sýndi mikinn áhuga á notkun þeirra. Gro Harlem Brundtland, yfirmaður WHO, Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði í gær, að heimsbyggðin yrði að búa sig undir hugsanlega árás með efna- eða sýklavopnum. Talin er hætta á, að bólusóttar-, milt- isbrands- og svartadauðasýklar verði notaðir í þessu skyni. Reuters Eiturúðun- arflugvélar kyrrsettar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.