Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 22
Stórsigur arftaka kommúnista LÝÐRÆÐISLEGA vinstribandalag- inu, flokki endurhæfðra kommúnista í Póllandi, tókst ekki að ná hreinum meirihluta á þingi, ef marka má bráðabirgðatölur, sem birtar voru í gær. Flokkurinn vann hins vegar yf- irburðasigur í kosningunum til þings- ins, Sejm, sem fram fóru á sunnudag. Fyrstu tölur, sem bárust á sunnu- dagskvöld, bentu til þess að Lýðræð- islega vinstribandalagið myndi ná eins sætis meirihluta á þingi en þar sitja 460 fulltrúar. Braust út mikill fögnuður meðal flokksmanna en síðar kom á daginn að hann hafði verið ótímabær þegar nýjar tölur voru birt- ar, sem sýndu að bandalagið hlyti 219 þingsæti og 41% atkvæða. Lokatölur munu ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag en sýnt þótti í gær að Lýðræðislega vinstribanda- lagið myndi velja sér flokk til sam- vinnu. Voru ýmsir kostir taldir í þeirri stöðu auk þess sem nefnt var að flokkurinn kynni að kjósa að fara fyr- ir minnihlutastjórn en njóta siðferð- islegs stuðnings Alexanders Kwas- niewski forseta. Kwasniewski er einnig endur- hæfður kommún- isti; var félagi í pólska kommún- istaflokknum og sat raunar í ríkis- stjórn þegar endi var bundinn á ein- ræðið í Póllandi 1989. Ríkisstjórnarflokkarnir, sem Samstaða fór fyrir, urðu fyrir sögu- legu afhroði í kosningunum og var út- lit fyrir að enginn þeirra kæmi manni á þing. Tveir nýir flokkar hafa hins vegar risið á rústum mið- og hægri- flokkanna, sem mynduðu fráfarandi ríkisstjórn. Fullvíst er talið að Leszek Miller, leiðtogi Lýðræðislega vinstribanda- lagsins, verði næsti forsætisráðherra en fréttaskýrendur bentu í gær á að úrslitin hefðu engu að síður mátt vera skýrari. Pólskir vinstrimenn hafa löngum stefnt að því að komast hjá samsteypustjórnum. Þingkosningar í Póllandi Varsjá. AP. Leszek Miller ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420 Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840 Tvö frábær fyrirtæki 1. Raftækjaversl. Suðurveri er til sölu vegna veikinda eiganda. Verslunin hefur verið starfrækt í húsinu frá því það var byggt. Vaxandi velta enda staðsetning frábær og verður alltaf betri og betri. Sérhæfir sig í skermum og fylgihlutum. Besti tími ársins framundan. Laus strax. Einnig hentugur staður fyrir aðra starf- semi. Mikil bílaumferð er framhjá allan sólarhringinn. Frábært fyrir hjón. 2. Sælgætis- og skyndibitastaður á frábærum stað. Skyndibitasalan er helmingur af sölunni. Mjög góð framlegð og mikil velta. Glæsi- legur tækjakostur og innréttingar, það besta sem gerist. Skipti á fasteign möguleg. Tvær bílalúgur og upphitað plan. Er einnig með góða myndbandaleigu, mjög tæknivædda. Eigið húsnæði sem gæti einnig verið til sölu. Höfum kaupanda að stórri matvöruheildverslun. Höfum kaupanda að smærri plastverksmiðjum. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         FRIÐARVIÐRÆÐUM Ísraela og Palestínumanna var enn frestað í gær, jafnvel þar til í næstu viku, eftir að palestínskir byssumenn drápu ísraelska konu í fyrirsát á Vestur- bakkanum. Ísraelar settu í gær upp stórt hlutlaust svæði á Vesturbakk- anum og meina öllum Palestínu- mönnum aðgang að því, nema þeim sem eru búsettir þar. Sögðu Ísraelar að tilgangurinn með svæðinu væri að koma í veg fyrir árásir herskárra Palestínumanna. Fulltrúar Palestínumanna sögðu að Ísraelar hefðu með þessu brotið áður gerða friðarsamninga og sagði Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, að hlutlausa svæðið væri „mjög hættuleg þróun“. Bandaríkjamenn vilja að Arafat og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, hittist sem fyrst til að semja um formlegt vopnahlé. Brjótist á ný út átök milli Ísraela og Palestínu- manna gæti það torveldað tilraunir Bandaríkjamanna til að fá arabísk og íslömsk ríki til að ganga í alþjóðlegt bandalag gegn íslömskum hryðju- verkamönnum. En fundinum sem Arafat og Peres hafa verið að reyna að koma á und- anfarinn mánuð hefur hvað eftir ann- að verið frestað. Síðastliðinn sunnu- dag afboðaði Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, skyndilega við- ræður sem halda átti síðar um daginn. Sagði Sharon að Arafat hefði ekki orðið við þeirri kröfu Ísraela að allt væri með friði og spekt í a.m.k. tvo sólarhringa áður en viðræður hæfust. Skotárásin á Vesturbakkanum í gær gerði að verkum að krafan um tveggja sólarhringa frið gilti aftur frá og með gærdeginum, sagði Raan- an Gissin, ráðgjafi Sharons. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur rætt við báða deiluaðila oftar en einu sinni í síma á undanförnum dögum í því augnamiði að hjálpa til við að koma á viðræðum. Ahmed Qureia, forseti palestínska þingsins, sagði í gær að hann teldi að ekki yrði unnt að halda fund fyrr en einhvern tíma í næstu viku. Ísraelar hefðu boðist til að fundur yrði áætl- aður á þriðjudag (í dag), en Arafat hefði hafnað því þar eð hann hygðist halda til Damaskus til viðræðna við Bashar Assad Sýrlandsforseta. Ísr- aelar geti ekki komið til fundar síðar í vikunni því að Yom Kippur-hátíðin hefst við sólarlag á miðvikudag og stendur til sólarlags á fimmtudag. Arafat segist ekki hvika frá vopnahlésyfirlýsingu Deiluaðilar hafa báðir samþykkt að við lok fundar síns muni Peres og Arafat sameiginlega ítreka fyrirheit sitt um að virða skilyrði vopnahlés sem bandaríska leyniþjónustan hafði milligöngu um og ákvæði Mitchell- nefndarinnar um að friðarviðræður hefjist á ný. Arafat sagði í gær að þrátt fyrir þessar tafir myndi hann ekki hvika frá óformlegu vopnahléi sem hann lýsti yfir í síðustu viku. Vopnaði hóp- urinn Heilagt stríð íslams lýsti sig ábyrgan á morðinu á ísraelsku kon- unni í gær. Er þetta í annað sinn sem Ísraeli er felldur í fyrirsát síðan Ara- fat gaf út tilkynningu sína. Ísraelar hafa á sama tíma fellt einn Palest- ínumann. Íslamskir hópar hafa lýst því op- inberlega að þeir muni halda áfram baráttunni við Ísraela. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa þó sagt í einkasamtölum að sprengjuárásum kunni að verða frestað til þess að forða Palestínumönnum frá alþjóð- legri fordæmingu í ljósi hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. septem- ber sl. Ísraelsk kona myrt í fyrirsát palestínskra byssumanna á Vesturbakkanum Friðarviðræðum í Mið- austurlöndum enn frestað Jerúsalem. AP. SPÁNSKI innanríkisráðherr- ann Mariano Roy sagði í gær að fimm meintir meðlimir ETA, samtaka róttækra aðskilnaðar- sinnaðra Baska, hefðu verið handteknir. Hefðu handtök- urnar að öllum líkindum upp- rætt skipulags-„einingu“ sam- takanna. „Þessi hópur var skipaður þaulreyndum hryðju- verkamönnum og hefur sinnt því hlutverki að sjá hryðju- verkahópum samtakanna fyrir vopnum og sprengiefni til hryðjuverka,“ sagði Roy. Hann upplýsti að handtökurnar hefðu verið gerðar í nánu samstarfi spánsku og frönsku lögregl- unnar. Mennirnir fimm voru allir handteknir í Frakklandi. ETA-menn handteknir Madríd. AFP. VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, var fluttur með hraði á sjúkrahús í gær. Var ástæðan sögð hjartveiki og varð forset- inn að aflýsa opinberri heim- sókn til Ítalíu af þessum sökum. Læknar hans sögðu þó í gær að hann væri ekki í lífshættu. Læknirinn Ilja Kotik lét hafa eftir sér, að Havel hefði „ekki verið hætt kominn“ og að veik- indin mætti sennilega rekja til vinnuálags. Havel verður 65 ára í næstu viku. Havel á sjúkrahús ER innan við 100 dagar eru í að evru-seðlar og mynt kemur í umferð í 12 af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins fer ótti meðal hinna 300 milljóna Evr- ópubúa, sem þar með gefa hefð- bundna gjaldmiðla eigin heima- landa upp á bátinn, vaxandi um að svindlað verði á þeim við myntskiptin. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar skoðana- könnunar sem birtar voru í gær. Í september-útgáfu Euro- barometer-könnunarinnar sögðust 73% íbúa evru-land- anna hafa áhyggjur af svindli, er verðlagningu á öllum vörum verður breytt í evrur. Litlu meira en helmingur aðspurðra taldi sig vera vel upplýstan um það hvernig myntskiptin fara fram. Ótti við svikahrappa HINN sanni Írski lýðveldisher (Real IRA), róttækur klofn- ingshópur úr Írska lýðveldis- hernum sem talið er að beri ábyrgð á versta hryðjuverki síðari ára á Norður-Írlandi, kann að vera að búa sig undir að lýsa yfir vopnahléi í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Banda- ríkin. Greindi írska dagblaðið The Irish Times frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum blaðins hjá yfirvöldum og í neð- anjarðarhreyfingu lýðveldis- sinna hefðu liðsmenn „Hins sanna IRA“ setið á fundum undanfarna daga um vopna- hlésyfirlýsingu. Á „afrekaskrá“ samtakanna er m.a. bíl- sprengjutilræðið í Omagh í ágúst 1998, þar sem 29 manns – karlar, konur og börn – létu líf- ið. „Hinn sanni IRA“ hefur ver- ið háður fjárframlögum frá Bandaríkjunum. Von sögð á vopnahlés- yfirlýsingu STUTT JÓHANNES Páll páfi II blessaði börn áður en messa hófst í dóm- kirkjunni í Astana, höfuðborg Kas- akstan, í gær. Í ávarpi sínu minntist páfi þeirra milljóna manna sem sættu niðurlægingu, fangelsun og voru myrtir vegna trúar sinnar á tímum Sovétríkjanna. Páfi er í sex daga heimsókn í fv. sovétlýðveld- unum Kasakstan og Armeníu. Reuters Páfi í Kasakstan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.