Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að þarf ekki mikinn spámann til þess að sjá að einhver grund- vallarbreyting hefur orðið með atburð- unum í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Af fyrstu viðbrögðum valda- manna í Bandaríkjunum að dæma virðast þeir ekki hafa gert sér grein fyrir því að heimsmynd og stjórnmál tuttugustu aldarinnar hafa liðið undir lok. Ógnarjafn- vægi milli stórvelda kjarnorkuald- arinnar og díalektísk átök þekktra hugmyndakerfa heyra nú sögunni til. Síðasta áratug ald- arinnar nutu menn leifa þessa heims, annar fóturinn var undan sem olli ójafnvægi, í stað samræðu ólíkra skoðana ríkti ein rödd, og hömlulaust frjálslyndi tók við af íhaldssemi – hinn vestræni heimur tók þátt í sannkallaðri orgíu. Í New York og Washington standa nú táknrænar rústir þessa heims. Eitthvað gleymdist í algleymi orgíunnar. Það er nafnlaust. Það er raddlaust. Það hefur engan boðskap. En það býr yfir vilja og valdi til þess að fremja eitt mesta hryðjuverk sögunnar. Bandaríkjaforseti hefur sagt þessu nafnlausa valdi stríð á hend- ur. Hann hefur sent hermenn með tól sín að leita þess. Guð má vita hvað þeir finna og hvar, en hern- aði hefur verið lofað með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Banvæn áætlun hryðjuverka- mannanna virðist hafa tekist full- komlega, að draga mesta hern- aðarveldi heims á tálar, að tæla það út úr vel skilgreindu hlutverki sínu, að tæla það út í aðgerðir sem það hefur sjálft enga stjórn á því það veit ekki gegn hverjum þær beinast. Með hryðjuverkunum voru Bandaríkjamenn lokkaðir út úr stöðu sinni, þeir urðu aðrir en þeir voru, þeir urðu að viðfangi í þess- um dauðaleik. Hin banvæna áætl- un hryðjuverkamannanna virðist felast í því að Bandaríkjamenn svari í sömu mynt. Með því yrði hrundið af stað at- burðarás sem ekki sæi fyrir end- ann á. Margir hafa bent á að hernaðar- aðgerðir séu ekki líklegar til ár- angurs í baráttunni gegn hryðju- verkum. Þeir sem frömdu ógnarverkin 11. september höfðu haft aðsetur í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og lært þar að fljúga flugvélunum sem þeir not- uðu til ódæðanna. Engin virtist vita um tilvist þessara manna. Hið opna og frjálsa vestræna samfélag var auðvelt skotmark. Ekkert bendir til þess að hernaðar- aðgerðir geti komið í veg fyrir að þetta gerist aftur. Þvert á móti hefur verið bent á að stríðsrekstur geti verið undirrót frekari hryðju- verka. En fátt virðist geta komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn láti verða af því að beita vopnavaldi gegn meintum skipuleggjanda hryðjuverkanna. Ráðamenn hafa til dæmis ekki varað sig á því að hryðjuverk þrífast á fjölmiðlun, eins og bent hefur verið á. Í þeim eru ógnaráhrifin mögnuð. Al- menningur upplifir atburðina í beinni útsendingu og krefst þess að ráðamenn bregðist við þeim þegar í stað í beinni útsendingu. Bush Bandaríkjaforseti virtist í fyrstu ætla að stilla orðum sínum í hóf. Hann birtist aðeins fáar sek- úndur á skjánum og talaði með gát. Hann var hins vegar gagn- rýndur fyrir að koma ekki fram sem hinn eini og sanni leiðtogi sem tekur strax af skarið. Hann breytti enda fljótlega um áherslu og hóf að gefa óvarlegar yfirlýs- ingar um stríð og krossferðir gegn ætluðum óvinum. Með þessu móti hefur hann fylkt þjóð sinni á bak við sig, en um leið hefur hann ásamt fjölmörgum herskáum og fjölmiðlaglöðum þingmönnum sennilega talað sig út í horn og margfaldað áhrif hryðjuverkanna. Hefnd virðist, að mati almennings, eina viðunandi svarið úr því sem komið er. Hryðjuverk eru eins konar veiruhernaður. Smitleiðir veir- anna, sem eru einkum í gegnum fjölmiðlana, eru of margar til þess að hægt sé að koma í veg fyrir út- breiðslu þeirra og fjölgun. Þær ráðast að undirstöðum hins vest- ræna þjóðarlíkama, lýðræðinu og frelsinu. Engin leið er að uppræta þær, né heldur óttann og reiðina sem þær leiða af sér. Og allar til- raunir til þess að ráðast að und- irrót þeirra eða upptökum skapa aðeins jarðveg fyrir frekari hryðjuverk. Í stað öryggiskenndarinnar sem ógnarjafnvægi kalda stríðsins skapaði er nú komin viðvarandi óvissa hryðjuverkaógnarinnar. Öryggi borgaranna er nú ekki í höndum þekktra stórvelda, heldur óþekkts ör(veiru)veldis sem er svo smátt að yfirgripsmikið og há- tæknilegt varnarkerfi mesta her- veldis heims kemur ekki auga á það og er í raun óvirkt. Ríkjandi hugmyndakerfi hins vestræna heims virðist í rjúkandi rúst eftir árásirnar 11. september. Megintákn hins kapítalíska hag- kerfis eru hrunin til grunna og flæði fjármagns um æðar þess hefur snarminnkað. Pentagon, hjartað í varnarkerfi hins kapítal- íska heims, hefur orðið fyrir árás. Vestræn gildi á borð við lýðræði og frelsi virðast að engu höfð. Svo virðist sem hinn vestræni heimur hafi orðið fyrir óverjandi innrás þeirra sem hann hefur hingað til talið sér nánast óvið- komandi. „Hinn“ heimurinn, sem vestræn siðmenning hefur skil- greint sig út frá og stimplað öðru- vísi og framandi, hefur náð fram einhvers konar hefndum. Það eru ef til vill írónísk örlög hinnar vest- rænu siðmenningar, sem hefur ítrekað þröngvað pestum sínum, trú, hugmyndafræði og gildum upp á framandi og varnarlaus samfélög, að verða fórnarlamb slíkrar meðferðar. Banvæn áætlun Banvæn áætlun hryðjuverkamann- anna virðist hafa tekist fullkomlega, að draga mesta hernaðarveldi heims á tál- ar, að tæla það út úr vel skilgreindu hlutverki sínu, að tæla það út í aðgerðir sem það hefur sjálft enga stjórn á því það veit ekki gegn hverjum þær beinast. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is DAPURLEGT var að horfa upp á Sturlu Böðvarsson samgöngu- ráðherra ráðast að starfsmönnum Búnað- arbankans og reyna þannig að hvítskúra rík- isstjórnina af því klúðri sem salan á Landssím- anum varð í höndum hennar. Það voru hvorki stórmannleg né drengi- leg viðbrögð. Þeir, sem þekkja til á markaðn- um, vita hversu óverð- skulduð þau voru. Fern grundvall- armistök Við söluna voru gerð fern grund- vallarmistök, sem öll áttu sinn þátt í að fyrsta lota sölunnar brotlenti eins- og raun bar vitni. Öll áttu uppruna sinn í einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar. Þau eru því öll á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi var verðlagning fyr- irtækisins með þeim hætti, að öll helstu fjármálafyrirtæki töldu að gengið á þeim 24% hlutafjárins sem í fyrstu lotu voru boðin almenningi og innlendum fjárfestum væri of hátt miðað við stöðu markaðarins. Datt ríkisstjórninni í hug, að Íslendingar tækju pólitíska óskhyggju hennar framyfir samanlögð ráð þeirra sem starfa á markaðnum? Fleira var neglt á þessa fjöl. Samhliða lá fyrir að kjöl- festufjárfestir fengi 25% hlut á sama gengi, og í kaupbæti meirihluta í stjórn Landssímans hf. Í stjórnar- meirihluta felast augljóslega slík verðmæti, að í reynd felur þetta í sér verulegan afslátt af opinberu gengi, sem gerir enn ófýsilegra það verð sem minni fjárfestunum var boðið. Í öðru lagi var tímasetning sölunn- ar fráleit í ljósi kringumstæðnanna sem komu upp í aðdraganda hennar. Hryðjuverkaárásin á Bandaríkin hafði á einu örskoti gríðarleg áhrif á fjármálamarkaði um allan heim; verðbréfa- markaðnum í New York var lokað í þrjá daga, og hlutabréfamarkaðir lentu í frjálsu falli sam- hliða almennri sölu til innlendra fjárfesta. Slit- ur af veruleikaskyni hefði átt að duga einka- væðingarnefnd til að fresta sölunni meðan eftirskjálftarnir gengu gegnum markaðina. Sá dómgreindarbrestur nefndarinnar skrifast alfarið á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar en ekki Búnaðarbankans, hvað sem Sturla ráðherra tautar. Óskynsamleg aðferð Í þriðja lagi var það óskynsamleg aðferð, sem hafði aldrei verið notuð við fyrri sölur ríkisfyrirtækja, að leita að kjölfestufjárfesti með meirihluta í stjórn nær samhliða almennri sölu til innlendra fjárfesta. Af sjálfu leiddi, að við söluna ríkti fullkomin óvissa um hver hreppti stjórnarmeirihluta fyrirtækisins og þarmeð hvaða stefnu yrði fylgt um rekstur þess í framtíðinni. Var við því að búast að gætnir gæslumenn ellilíf- eyris íslenskra launamanna rykju upp til handa og fóta að fjárfesta við svo áhættusamar aðstæður? Vitaskuld ekki. Þetta fyrirkomulag var einsog fundið upp til að bægja fjárfestum á borð við lífeyrissjóðina frá þátttöku í þessari lotu. En það er líktog bless- aður forsætisráðherrann og Sturla séu með sjónhlífar kolakláranna frá fyrri öldum því þeir sáu hér aðeins djúpt samsæri fjárfesta. Í fjórða lagi ákvað einkavæðingar- nefnd, að fresta sölunni í vor án nokk- urra skýringa. Það kom flestum á óvart. Alþingi hafði margsinnis verið kynnt að sala Símans hæfist í vor og Sturla fullvissaði mig sjálfur í um- ræðum á Alþingi um að því væri ekk- ert að vanbúnaði. Flest benti líka til að markaðirnir myndu veikjast áfram þegar liði á árið og einkavæðingar- nefnd átti því að vera ljós áhættan sem fylgdi frestun. Ástæða frestunarinnar kom heldur ekki fram fyrr en í síðustu viku. Þá glopraði Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, því út úr sér í Kastljósi RÚV að sölu Landssímans hefði verið frestað til að trufla ekki sölu á hlutafé Íslandssíma hf! Hverra hagsmuna gætti hann í einkavæðing- arnefndinni – fyrirtækja úti í bæ eða Landssímans hf.? Orðstír og afsökun Þetta olli því að þegar Landssíminn hf. kom loks í sölu voru aðstæður á markaði breyttar til hins verra. Eftir brotlendingu síðustu viku er enn óvíst hvort tekst að fá sama verð fyrir Landssímann og stefnt var að fyrir frestunina. Vonandi fer það svo. En gangi það ekki eftir er Búnaðarbank- anum ekki um að kenna, heldur dóm- greindarbresti einkavæðingarnefnd- ar. Þegar ríkisstjórn sakar fjármálastofnun um mistök rýrir það óhjákvæmilega orðstír hennar. At- laga samgönguráðherra að Búnaðar- bankanum getur því laskað viðskipta- traust bankans og meiðir starfsheiður þeirra manna sem sáu um söluna af bankans hálfu. Ráðherrann virðist ekki geta rökstutt ummæli sín. Hon- um væri því sæmst að draga ummæli sín formlega til baka. Annað væri lít- illa sanda og sæva. Össur Skarphéðinsson Sala Við söluna á Landssím- anum voru gerð grund- vallarmistök, segir Össur Skarphéðinsson, sem öll skrifast á reikn- ing stjórnvalda, en ekki Búnaðarbankans. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Lítilla sanda, lítilla sæva FORSETI lagadeild- ar Háskóla Íslands, Páll Sigurðsson, skrifar grein í Morgunblaðið 20. september sl. Þar fagnar hann þeirri sam- keppni sem lagadeild muni fá frá Háskólan- um í Reykjavík haustið 2002 og hefur að nokkru þegar fengið frá Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Tími er til kominn að lagadeild Háskóla Ís- lands fái samkeppni eft- ir að hafa verið ein um íslenska lagakennslu í 90 ár. Við flestar aðrar námsbrautir eiga nemendur fleiri kosta völ, t.d. nám erlendis, en til þess að læra íslenska lögfræði hefur ekki, hingað til, verið í önnur hús að venda en lagadeild Háskóla Íslands. Forseti lagadeildar telur hins veg- ar að hinar nýju lagadeildir muni leggja megináherslu á svið sem tengj- ast viðskiptalífinu en komi ekki í stað hefðbundins laganáms. ,,Sérhæfðu laganámi fylgja ekki skuldbindingar um lögfræðikennslu... sem veiti brautskráðum nemendum m.a. rétt- indi til að gegna dómara- eða lög- mannsstörfum þar sem embættis- prófs í lögum í hefðbundum skilningi er krafist lögum samkvæmt“. Eitt skilyrða þess að öðlast lög- mannsréttindi er, skv. 6. gr. laga um lögmenn, að hafa lokið embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands. Í 3. mgr. 6.gr. segir þó, að leggja megi að jöfnu við lögfræðipróf frá Háskóla Íslands, sambærilegt próf frá öðrum háskóla ef próf- nefnd telur sýnt að um- sækjandi hafi næga þekkingu á íslenskum lögum. Í 12. gr. laga um dóm- stóla er eitt skilyrða til að geta gegnt embætti héraðsdómara að hafa ... ,,lokið embættisprófi í lögfræði eða háskóla- prófi í þeirri grein sem metið verður jafn gilt“. Þótt lítt hafi enn ver- ið kynnt námsskipan hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík, þá vona ég að metnaður þar á bæ standi til þess að lögfræð- ingar þaðan geti orðið lögmenn og dómarar. Hugsanlega eru ástæður til þess að breyta lögum, og þá verður að gera það. Lög mega ekki hindra víðari þekkingargrunn lögmanna og dóm- ara. Laganám í Háskólanum í Reykja- vík verður greinilega með öðrum áherslum en hjá lagadeild Háskóla Ís- lands og er það vel. Námsskrá laga- deildar Háskóla Íslands er hins vegar ekki lögfest enda tekur hún sífelldum áherslubreytingum og er nú æði ólík námsskránni þegar ég var stud. juris. Lagadeild H.Í. hefur reyndar og verið gagnrýnd fyrir að undirbúa laganema ekki nægilega fyrir þarfir atvinnulífsins og að skilningur lög- fræðinga þaðan sé takmarkaður á klukkuverki viðskipta, skattamála og bókhalds. Háir það bæði lögmönnum og dómurum í störfum þeirra. Ég er sammála forseta lagadeildar um að samkeppni í lögfræðikennslu beri að fagna. Hann segir að sam- keppnisaðilar eigi að sitja við sama borð í upphafi leiks. Við þetta má bæta að til þess að samkeppnin fái notið sín þá er eðlilegt að aðrir en lagadeild Háskóla Íslands hafi rétt til þess að útskrifa lögfræðinga sem geti öðlast réttindi til að verða lögmenn eða dómarar. Tel ég efalaust að samkeppnin verði holl minni ,,alma mater“. Ásgeir Thoroddsen Lögfræðinám Til þess að samkeppnin fái notið sín er eðlilegt að aðrir en lagadeild Háskóla Íslands, segir Ásgeir Thoroddsen, hafi rétt til þess að útskrifa lög- fræðinga sem geti öðl- ast réttindi til að verða lögmenn eða dómarar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. Einkaréttur lagadeild- ar Háskóla Íslands?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.