Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 17 Á FUNDI norrænna uppfinninga- kvenna, Quin, í Gerðubergi voru mættir fulltrúar frá Finnlandi, Sví- þjóð, Danmörku, Litháen auk Ís- lands en grunnur var lagður að þessu tengslaneti fyrir áratug síð- an en markmiðið er að koma upp- finningum og hugviti kvenna betur á framfæri og gera vinnu þeirra sýnilegri. Á fundinum voru kynnt- ar vörur sem norrænar konur hafa þróað og látið framleiða. Í erindi Elinóru Ingu Sigurð- ardóttur, formanns Lands- sambands hugvitsmanna, kom fram að Íslendingar hafi komið fyrst að þessu samstarfi árið 1994. Elinóra segir tilganginn vera þann að gera hugvitskonur sýnilegri í samfélaginu og gera þeim kleift að þróa hugmyndir sínar og koma þeim í framleiðslu. Samstarf af þessu tagi væri mikilvægt enda geti uppfinningakonur mikið lært hver af annarri. Með sameiginlegri ásýnd geti þær betur sýnt fram á að konur geti líka, oft sé það þann- ig að þær skorti trú á eigin upp- finningar séu jafnmerkilegar og uppfinningar karla. „Það sem er einkennandi fyrir kvennahugmyndir er að þær eru minna tæknilegar en meira hag- nýtar, oft tengdar lausnum fyrir heimilið og þess vegna er mark- aðurinn fyrir þær oft mjög stór. Þesar hugmyndir verða hins vegar oftast útundan og njóta ekki stuðn- ings fjárfesta því tækniuppfinning þykir merkilegri. Það þyrfti að endurskilgreina hvað uppfinning er, því gráa svæðið sem skarast milli uppfinningar og hönnunar verður sífellt stærra. Staðreyndin er sú að konur skortir oft sjálfs- traust og trú á að þær séu með góða hugmynd. Það vantar fyr- irmyndir í samfélaginu og því þarf að gera þær konur sýnilegri sem hafa náð því að koma nýjungum sínum á markað.“ Maila Hakala frá Finnlandi, sem lengi hefur starfað í forystu nor- rænna uppfinningakvenna, segir að konur tali sama tungumál og því eigi uppfinningakonur auðveld- ara með að tjá sig og skiptast á skoðunum í eigin hópi en í blönd- uðum hópi karla og kvenna. Sam- starf norrænna uppfinningakvenna sé því mikilvægur vettvangur til þess að ryðja nýjar brautir; ekki hafi enn skapast hefð fyrir því að konur starfi við uppfinningar eða markaðssetningu á nýjum afurð- um. Reynslan sýni hins vegar að uppfinningar og vöruþróun kvenna séu ekki síðri en karla. Það auðveldi einnig öll samskipti að norrænar konur búi í mjög svip- uðum samfélögum og hafi svipaðan bakgrunn. Markaðurinn í hverju Norðurlandanna sé líka tiltölulega smár og nauðsynlegt sé að ná til Norðurlandanna allra þegar kem- ur að því að selja nýjar vörur og hugmyndir. Fundur norrænna uppfinningakvenna Hafa gott auga fyrir einföldum og hagnýtum vörum Morgunblaðið/Golli EKKI verður gengið hart eftir greiðslum frá þeim sem ekki greiddu staðfestingargjald í fyrri hluta hlutafjárútboðs Landssímans, sem lauk síðastliðinn föstudag, að sögn Guðmundar Ólasonar, starfs- manns framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hann segir að ekki verði greitt til baka til þeirra sem hafa greitt inn á hlutabréfin. Engar forsendur útboðsins séu brostnar og því sé ekki ástæða til að bjóða upp á að fólk geti hætt við kaupin. Hins vegar verði ekki gengið á eftir greiðslum frá þeim sem ekki hafa greitt inn á bréfin með staðfesting- argjaldi. Áskrift var bindandi Áskriftir í hlutafjárútboði Lands- símans eru bindandi tilboð. Þeir áskrifendur sem skiluðu inn áskrift- arblöðum skiluðu þeim inn með undirskrift sinni. Þeir sem skráðu sig hins vegar á Netinu greiddu staðfestingargjald til að staðfesta áskriftina. Þeir sem óskuðu eftir greiðsludreifingu skiluðu annað- hvort undirritaðri umsókn eða skráðu sig á Netinu. Ekki geng- ið hart eftir greiðslum STÁLTAK hf. lagði í gær fram beiðni um heimild til greiðslustöðv- unar. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki bú- ið að taka ákvörðun um hvort orðið verði við beiðninni. Stáltak var stofnað árið 1999 við samruna Slippstöðvarinnar á Akur- eyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík og varð við það stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði. Samkvæmt tilkynningu Stáltaks til Verðbréfaþings Íslands hefur rekstur félagsins ekki gengið sem skyldi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 180 manns en þegar flest var störf- uðu um 260 manns hjá félaginu. „Á undanförnum mánuðum hefur verið leitað leiða til þess að rétta við rekstur félagsins og virðast þær að- gerðir vera að skila árangri en greiðslustaða Stáltaks er með þeim hætti að fyrirtækinu er nauðsynlegt að fá svigrúm til þess að endurskipu- leggja fjárhag þess og því tók stjórn félagsins þá ákvörðun að óska eftir heimild til greiðslustöðvunar,“ að því er fram kemur í tilkynningu til VÞÍ. Tap Stáltaks fyrstu sex mánuði ársins nam rúmum 167 milljónum króna. Lítil viðskipti hafa verið með bréf félagsins á vaxtarlista Verð- bréfaþings Íslands og er félagið skráð á athugunarlista. Síðustu við- skipti voru á genginu 0,18 og er markaðsvirði Stáltaks tæpar 60 milljónir króna en heildarhlutafé þess tæpar 330 milljónir króna. Stáltak óskar eftir greiðslustöðvun INGIMAR Jónsson, fram- kvæmdastjóri Pennans, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupáss hf. Hann mun taka við af Þorsteini Pálssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, um miðjan næsta mánuð, en tilkynnt var í júní síðastliðnum að Þorsteinn hefði sagt starfi sínu lausu. Ásmundur Stefánsson, stjórnarformaður Kaupáss, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að einhugur hafi verið í stjórn Kaupáss um ráðningu Ingimars. Stjórnin hafi ekki flýtt sér að því að ráða nýjan framkvæmdastjóra, mikilvæg- ara hefði verið að finna réttan mann til að sinna starfinu. Ingimar Jónsson hefur verið framkvæmdastjóri Pennans í rúmt ár en var áður forstöðu- maður smásölusviðs Pennans í um fjögur ár. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um ráðninguna til Kaupáss á þessu stigi að öðru leyti en því að hann hlakkaði til að takast á við þetta verkefni. Þorsteinn Pálsson mun að- stoða Ingimar við að taka við starfi framkvæmdastjóra Kaupáss en hann sagðist gera ráð fyrir að hætta hjá félaginu um svipað leyti og Ingimar kæmi til starfa. Þorsteinn sagði óráðið á þessu stigi hvað hann muni taka sér fyrir hendur. Nýr fram- kvæmda- stjóri Kaupáss hf. SAMTALS höfðu 14 aðilar skilað inn yfirlýsingu um að þeir hefðu áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Lands- símanum um klukkan ellefu í gærkvöldi, en frestur til þátt- töku rann út á miðnætti. Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þetta væri glæsileg út- koma. „Þá vekur þetta enn frekari spurningar um það hvað lífeyrissjóð- irnir voru að gera. Þegar stærstu og öflugustu símafyrirtækin í heiminum sjá tækifæri í Landssímanum en ekki lífeyrissjóðirnir á Íslandi, þá vekur það upp spurningar,“ sagði Hreinn. Tveir óskuðu nafnleyndar Samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni B. Steinarssyni, starfs- manni framkvæmdanefndar um einkavæðingu, óskuðu tveir af þeim 14 aðilum sem höfðu skilað inn yfir- lýsingu í gærkvöldi eftir nafnleynd. Hann sagði að afstaða til óska þeirra- verði tekin á fundi fram- kvæmdanefndarinnar í dag. Þeir 12 aðilar sem lýst hafa yfir áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Lands- símanum, og óskuðu ekki nafnleyndar, eru: Telenor í Noregi, Detecon, sem er hluti af Deutsche Telecom í Þýskalandi, Malta Telecom á Möltu, JP Morgan Partners, Providence Equity og Spectrum Equity Partners, sem eru í Bretlandi og Bandaríkjunum, Schroders Ventures, Bretlandi, Alacre, Bandaríkjunum, Fay Ritch- white/Berkshire Partners, Sviss og Bandaríkjunum, Telesonique Tele- com and Technology Group, Sviss, Opin Kerfi, Íslandi og Guðmundur Franklín Jónsson, New York. Samningum lokið fyrir áramót Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu mun koma saman í dag og til- kynna í framhaldi af því um fjölda þátttakenda í þessum öðrum áfanga í einkavæðingu Landssímans, sem snýr að sölu á 25% af hlutafé félagsins til kjölfestufjárfestis. Fram kemur í útboðs- og skráning- arlýsingu Landssímans að þeim þátt- takendum, sem uppfylla skilyrði selj- anda til að gerast kjölfestufjárfestir, gefist kostur á að fá að viku liðinni senda upplýsingaskýrslu sem Price- waterhouseCoopers útbjó í samvinnu við Landssímann og framkvæmda- nefnd um einkavæðingu. Á grundvelli skýrslunnar skulu áhugasamir síðan skila inn óbindandi verðtilboði eigi síðar en 22. október næstkomandi. Á grundvelli þess gefst svo takmörkuðum fjölda áhugasamra aðila kostur á að fá frekari upplýs- ingar um Símann og starfsemi hans, sem gerir þessum aðilum kleift að setja fram bindandi lokatilboð. Ráðgert er að skilafrestur fyrir bindandi lokatilboð verði í lok nóvem- ber 2001. Að lokinni ítarlegri skoðun hvers tilboðs er áætlað að ganga til samningaviðræðna við einn aðila og stefnt að því að búið verði að ganga frá samningum fyrir lok ársins 2001. Kjölfestufjárfestir Landssíma Íslands hf. 14 aðilar skiluðu yf- irlýsingu um áhuga VIÐSKIPTASÉRLEYFI („franch- ise“) eru framtíðin í verslunarrekstri, að minnsta kosti þegar um tískuvar- nig er að ræða, að sögn Hákonar Há- konarsonar, framkvæmdastjóra Há- ess ehf. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnu um viðskiptasérleyfi sem félag um viðskiptasérleyfi og Price- waterhouseCoopers gengust fyrir í gær. Hákon sagðist ráðleggja þeim sem væru í verslunarrekstri að kanna vel styrkleika þeirra vara sem ætlun- in væri að velja til sölu í viðkomandi verslunum. Erfitt væri að koma með nýjar og óþekktar vörur á markað. Háess ehf. rekur meðal annars verslanirnar Boss, Herragarðinn og Steinar Waage. Þá mun fyrirtækið opna svonefnda Mango verslun í verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Árni Vilhjálmsson, hæstaréttarlög- maður hjá Logos lögmannsþjónustu, greindi á fundinum frá þeim þáttum sem helst þyrfti að huga að við gerð samninga um viðskiptasérleyfi. Hann sagði að yfirleitt væri lítið hægt að hreyfa við slíkum samningum við er- lend stórfyrirtæki. Þeir sem stæðu í samningagerð af þessu tagi þyrftu því að vanda það verk vel. Viðskiptasérleyfi eru framtíðin Morgunblaðið/Ásdís Nokkrir þátttakenda á ráðstefnu um viðskiptasérleyfi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.