Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 11 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Bún- aðarbanka Ísland vegna ummæla samgönguráðherra um þátt bank- ans í útboði Símans: „Ummæli samgönguráðherra um að Búnað- arbanki Íslands hafi ekki valdið hlutverki sínu við útboð Símans byggjast á misskilningi á hlutverki bankans í útboðinu og eru ómak- leg. Verkaskipting við útboð Símans var skýr. Hlutverk Búnaðarbank- ans var að gera útboðslýsingu, kynna Símann fyrir fjárfestum og annast sölu til almennings og fjár- festa. Bankinn sinnti þessu hlutverki sínu af krafti og í samræmi við þær leikreglur sem Verðbréfaþing Ís- lands setur um útboð af þessu tagi. Í þeirri miklu umræðu sem varð í kringum útboðið voru menn al- mennt sammála um að Síminn er traust fyrirtæki og áhugaverður fjárfestingarkostur. Það staðfestir að vel tókst að vekja áhuga fjár- festa á fyrirtækinu. Á fundum með fjárfestum kom þó fram að þeim þætti verðlagning fyrirtækisins of há. Óvissan um kjölfestufjárfesti og þar með framtíðarstefnu fyrirtæk- isins átti þátt í þessari skoðun. Ákvörðun um alla þá þætti sem fjárfestar gagnrýndu: verð, tíma- setningu, og sölufyrirkomulag, var í höndum ráðherra. Með ummælum sínum er ráðherra því að víkja sér undan ábyrgð.“ Athugasemd frá Búnaðarbanka Íslands MEÐAL þeirra sem sóttu norrænu ráðstefnuna Sprogpolitisk strategikonference um stefnumörk- un í norrænni málvernd voru þeir Niels Davidsen- Nielsen, prófessor í ensku við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og varaforseti dönsku málnefnd- arinnar, og Pehr Löv, formaður Norðurlandaráðs og þingmaður frá Finnlandi. Ráðstefnunni lauk á laugardag. Inntir eftir því hvort innrás enskunnar á norræn tungumál væri mikil sögðu þeir svo vera og bættu við að mikilvægt væri að finna leiðir til að sporna gegn henni. Einn megintilgang ráðstefnunnar sögðu þeir einmitt vera hvernig Norðurlöndin gætu stillt betur saman strengi sína í þessu sam- hengi. „Mál málanna í dag er alþjóðavæðingin þar sem enska er að sönnu alheimstungumálið,“ segir Dav- idsen- Nielsen og bætir við að þetta sé viss áskorun til alls heimsins, sérstaklega Norðurlandanna. „Á Íslandi er landsmönnum umhugað um að tryggja tilvist íslenskunnar. Í Danmörku hefur viðhorfið, þangað til nýlega, verið að raunverulega væri eng- inn vandi á ferðum. Danskan væri ekki í neinni sér- stakri hættu,“ segir Davidsen-Nielsen og bætir við að staða dönskunnar gagnvart enskunni hafi verið að breytast mikið. Hann segir Dani ekki geta tjáð sig á dönsku á ákveðnum sviðum danska þjóðlífs- ins, enskan sé búin að ná yfirhöndinni. Þetta á t.d. við um olíuiðnaðinn. Þá bendir hann þessu til stað- festingar á nýlega danska könnun þar sem fram kemur að eftir tíu ár muni einn þriðji allra fyr- irtækja þar í landi hafa ensku sem samskiptamál. Hann segir mikilvægt að sporna gegn þessu. „Innrás enskunnar er áhyggjuefni í Danmörku. Þetta er hitamál og mikið fjallað um þetta í fjöl- miðlum,“ segir hann og bætir við að í fyrra hafi danski menningarmálaráðherrann haldið sérstaka ráðstefnu þar sem ljóst var að stjórnvöld yrðu að bregðast við. Nú sé því verið að reyna að móta póli- tíska stefnu til verndar dönskunni. Hvernig sú vinna er á vegi stödd kveðst hann ekki vita en beðið sé með mikilli eftirvæntingu eftir niðurstöðu henn- ar sem von er á fljótlega. „Mín skoðun er sú að það sé ósanngjarnt að sporna gegn alþjóðavæðingunni, við verðum að vera raunsæ. Alheimsmálið er enska og þess vegna þurfum við að vera góð í ensku, betri en í dag. En um leið, ef við viljum ekki glata móðurmáli okkar, þarf að að sýna meiri viðleitni. Það þarf að vera hægt að sameina þetta tvennt,“ segir hann. Markmið að finna fleiri lausnir til verndar norrænum tungumálum Pehr Löv talaði aðallega um pólitísk markmið Norðurlandaráðs í málfarsefnum í ræðu sinni enda voru aðgerðir og samræming til verndar norræn- um tungumálum á pólitískum grundvelli aðalum- ræðuefni ráðstefnunnar. Löv segir það markmið ráðsins að norrænu tungumálin verði ennþá lifandi tungumál eftir hundruð ára. Hann segir tungumál í heiminum í dag vera í kringum 6.000 talsins og töluverð hætta sé á að þeim muni fækka gríðarlega. Hann segir litlar þjóðir vera í ákveðinni hættu og reyna verði með öllum mögulegum leiðum að finna lausn til að hægt verði að hafa samskipti á norrænum tungu- málum. Inntur eftir dæmi um slíkar lausnir nefnir hann skólabörn sem dæmi. Þau fái í dag tækifæri til að heimsækja nemendur á öðrum Norðurlöndum. Þannig skapist viss tengsl. Þá segir hann að á um- ræddri norrænni ráðstefnu sé enskan bönnuð. Þetta sé mikilvæg regla sem hafi reynst vel. „Svona verður að halda áfram,“ segir hann, þ.e. að finna lausnir til verndar norrænum málum, því ljóst sé að enskan sæki á. „Þegar Finnar fengu aðild að Evrópusamband- inu varð enskan miklu vinsælli í skólum,“ segir Löv og bætir við að mikilvægt sé að geta tjáð sig á ensku líka. „En við megum bara ekki nota ensku á meðal okkar Norðurlandaþjóðanna, það er eigin- lega mikilvægast.“ Spurður um framtíðina í þessum efnum lítur hann hana björtum augum en segir að mikilvægt sé að sofna ekki á verðinum. Hann segir finnsk stjórnvöld taka virkan þátt í baráttunni og henni verði haldið áfram. Ráðstefna um norræna málvernd haldin í Borgarnesi um helgina Innrás enskunnar hitamál LOKATÖLUR í Langá urðu 1.407 laxar sem skipar henni í efsta sæti sjálfbærra laxveiðiáa landsins. Hærri í tölum eru Rangárnar báðar, en þar er um sleppingar gönguseiða í hafbeit að ræða og því rétt að skilja á milli. Langá var með rétt yfir 1.000 laxa í fyrra og er því um umtalsverða aukningu að ræða. Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki ár- innar, sagðist „afar montinn“ með sína á og taldi upp nokkur lykilatriði að góðri vertíð í sumar. „Fyrir utan að það var mikill lax í ánni, þá nýttist okkur vatnsmiðlunin sem aldrei fyrr. Á meðan aðrar ár í Borgarfirði sitr- uðu vatnslitlar vikum saman vegna þurrka var gullvatn í Langá. Nýtt landnám laxins fyrir ofan Ármótin var einnig að skila inn laxi í fyrsta sinn. Þá hafa byltingarkenndar seiðasleppingar sem byrjuðu fyrir tveimur árum skilað fjórða til fimmta hverjum laxi í sumar og auk þessa var á fimmta hundrað veiddum löx- um sleppt aftur. Fluguhollin mín voru að fá þetta 110 til 150 laxa hvert og maðkahollin voru ekki að svíða neina jörð. Þær reglur gilda hjá okk- ur í maðkahollunum að menn mega veiða 30 laxa á þremur dögum, en aldrei nema fimm á hverri vakt. Fyr- ir vikið voru tvö fyrstu maðkahollin að taka tæplega 200 laxa á sex dögum í staðin fyrir upp undir 500 stykki eins og gerst hefur,“ sagði Ingvi Hrafn. Lokaspretturinn var mjög góður, tómabær rigning lyfti ánni og glæddi veiðiskapinn, þannig að tíu síðustu dagarnir gáfu hundrað laxa og þar með efsta sætið. Hörkukippur í Tungufljóti Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti á hádegi í gær veiddi tuttugu sjóbirt- inga, alla á seinni deginum, en áin var illveiðanlega vegna vatnavaxta fyrri daginn. Þetta var fyrsta alvöru skotið í ánni í haust og vekur vonir um að veiði geti verið góð út vertíðina. Búið er að veita leyfi fyrir framlenginu til 20. október. Tveir birtingar voru 12 punda, tveir 11 punda og tveir 10 punda. Meðalvigtin var yfir 7 pund þannig að hér var ekki um neina smá- smíði að ræða. Hópurinn sem var á undan fékk aðeins sex fiska, en þar af var einn 15 punda. Flestir fiskanna í síðasta holli veiddust á flugu í Vatna- mótunum, en síðasta morguninn var þó augsýnilega kominn fiskur víðar. Enn lokatölur Gljúfurá í Borgarfirði gaf alls 99 laxa og hefur ekki verið jafn slök í mörg ár. Síðustu dagarnir voru samt sem áður nokkuð gjöfulir, átta fiskar voru þá dregnir á stuttum tíma, en stafaði líklega af því að áin var lítið stunduð seinni hluta september. Þá veiddust 430 laxar í Leirvogsá sem er afar gott, en aðeins er veitt á tvær stangir á dag í ánni. Risi slapp í Stóru Laxá Stórlax sem fjögur vitni töldu ekki vera undir 110 sentímetrum, slapp eftir harðan leik í Gunnbjarnarhyl í Stóru Laxá um helgina. Viðmiðunin var 102 sentímetra lax sem einn veiðimannanna, Halldór Þórðarson- ,hafði nýlega landað og lá dauður á bakkanum. Sá var líklega eitthvað þunnur, því hann var „aðeins“ 18 pund þrátt fyrir lengdina sem hæfir rúmlega 20 punda laxi. 110 sentí- metra lax í góðum holdum er varla undir 26 pundum. Langá aflahæsta sjálfbæra laxveiðiáin Ljósmynd/Páll Ketilsson Veiðimaður rennir í Strengjun- um í Langá og hefur náð einum 9 punda laxi sem liggur í for- grunninum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? KENNSLA í skólum landsins er nú komin á fullt skrið. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessa ungu námsmenn á göngu nýverið. Ekki fylgir sögunni hvort þeir eru á leið í eða úr skóla en ljóst að annar þeirra er djúpt hugsi en hinn fullur tilhlökkunar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ungir náms- menn á göngu SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað að blokk við Öldu- granda seinni hluta dags í gær vegna elds sem kviknaði í glugga- tjöldum íbúðar. Íbúðin var mann- laus þegar eldurinn kviknaði en ná- grannar sem komu að sáu hvers kyns var. Skemmdir af völdum elds urðu litlar. Eldur í gluggatjöldum EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur ákært 67 ára gamla konu fyrir fjársvik gagnvart manni á áttæðisaldri og fyrir fjár- svik og misneytingu gagnvart öðr- um manni á níræðisaldri. Aðalmeð- ferð í málinu hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- dag og verður rekið samhliða öðru ákærumáli svipuðu eðlis á hendur ákærðu. Ákærðu er gefið að sök að hafa fengið annan mannanna tveggja, 76 ára að aldri, til að lána sér 1,5 millj- ónir króna með blekkingum um að hún hygðist endurgreiða honum af söluverði íbúðar sinnar í Reykjavík þrátt fyrir að henni hafi m.a. verið ljóst að á íbúðinni hvíldi kyrrsetn- ing ríkislögreglustjóra vegna refsi- máls sem höfðað hafði verið á hend- ur henni. Þá er ákærðu og meðákærðum manni gefið að sök að hafa nýtt sér bágindi, einfeldni og fákunnáttu 88 ára gamals manns, þegar ákærða fékk gamla manninn til að sam- þykkja veðsetningu á íbúðarher- bergi hans til tryggingar skulda- bréfaláni meðákærða að fjárhæð rúmar 1,2 milljónir króna. Ákærð fyrir fjársvik og misneytingu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.