Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 31 MÁLTÆKIÐ ,,Betra er heilt en gró- ið“ felur í sér kjarna grunnhugmynda um forvarnir, hvort heldur sem fjallað er um slysa- varnir eða lífshætti t.d. hreyfingu, hvíld, mat- aræði, streitustjórnun, neyslu tóbaks, áfengis- og annarra vímuefna, sem geta ráðið líðan og heilsu manna bæði til lengri og skemmri tíma. Á öllum sviðum forvarna er markmiðið hið sama; að koma í veg fyrir ónauðsynlega og ótímabæra heilsuskerðingu af völd- um lífshátta, hegðunar, vanþekking- ar eða athugunarleysis. Aukin áhersla á forvarnir Stjórnvöld hafa á síðustu árum lagt aukna áherslu á forvarnir og endurspeglaðist sú stefna í heil- brigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi sl. vor. Til að vel megi takast til þarf að endurskoða skipulag for- varna í landinu og samræma störf þeirra sem vinna á þessum vett- vangi. Sameiginleg markmið Ýmis ráð og nefndir hafa verið stofnsett til að sinna ólíkum sviðum forvarna. Manneldisráð starfar skv. lögum frá 1978, tannverndarráð hef- ur verið starfrækt í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu frá 1983, áfengis- og vímuefnaráð sem stofn- sett var skv. lögum frá 1998, tóbaks- varnanefnd skv. lögum frá 1984 svo dæmi séu tekin. Þá hafa tímabundin verkefni verið sett á laggirnar s.s. Árvekni, átaksverkefni um slysa- varnir barna og unglinga sem hefur starfað frá 1997, Heilsuefling sem er verkefni á vegum landlæknis og ný- lega var ákveðið að starfrækja ráð sem mun vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Önnur opinber ráð á sviði forvarna eru t.d. umferðarráð. Þessar nefndir og ráð eru skipuð hæfu, metnaðarfullu fólki, með sér- þekkingu á viðkomandi sviði og það hefur skilað góðum árangri, oft með takmörkuðu fjármagni. Ósamhæfð starfsemi Þessar nefndir og ráð reka skrif- stofur fyrir starfsemi sína og hafa framkvæmdastjóra og annars starfs- fólks. Starfsemi þeirra tengist hins vegar ekki með neinum formlegum hætti. Hlutverk þeirra er að sinna fræðsluhlutverki, með kynningum og fræðsluátaki, stuðla að rannsókn- um á viðkomandi sviði, veita ráðgjöf og sinna forvörnum með ýmsum hætti. Þau starfa flestöll undir stjórn heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis. Önnur forvarnastarfsemi fer fram innan heilsugæslunnar s.s. skóla- heilsugæsla, ungbarna- og mæðravernd. Stuðningur félagsþjón- ustu og bætt almenn menntun eru ásamt heilsugæslu hornstein- ar í starfi sem miðar að því að bæta hag og að- stæður almennings. Verkefni á sviði for- varna sem eru í hönd- um annarra aðila eru ekki síður mikilvæg eins og verkefnið Geð- rækt sem er samstarfs- verkefni Geðhjálpar, landlæknisembættisins og Landspítala – há- skólasjúkrahúss, sem starfar að geð- vernd, en einnig má nefna bein- vernd, gigtarvernd, hjartavernd og fleiri forvarnaþætti sem eru í hönd- um frjálsra félagasamtaka. Betri heilsa – árangur forvarna Haft er á orði að árangur forvarna skili sér seint. T.d. líði áratugir frá bættum lífsvenjum þar til mælanleg- ur árangur hefur skilað sér í betri heilsu. Tíminn er þó ekki lengur að líða en svo að markviss áróður fyrir breyttum lífsháttum sem hófst fyrir 2-3 áratugum, ekki síst fyrir tilstilli Hjartaverndar, hefur skilað sér í því að dánartíðni karla vegna kransæða- stíflu hefur lækkað um tæplega 60% á 15 ára tímabili frá 1981-1996. Nýj- um tilfellum sjúkdómsins hefur fækkað um 36% á sama tímabili. Þenna árangur má þakka breyting- um til batnaðar á helstu áhættuþátt- um sjúkdómsins, þ.e. minnkuðum reykingum, lækkun blóðfitu m.a. með breyttu mataræði, bættri með- ferð háþrýstings og aukinni reglu- bundinni líkamsþjálfun. Forvarnar- aðgerðir í þessa veru hafa skilað sér þannig að heildartíðni kransæða- stíflu lækkar meira hér á landi en í flestum öðrum löndum. Hins vegar þarf ekki alltaf að bíða í áratugi eftir árangri. Sértækar að- gerðir á sviði forvarna geta leitt til marktækrar fækkunar á slysum milli ára. Drukknanir á börnum í heimalaugum eru dæmi um þetta. Markvissar forvarnir á vegum Ár- vekni, átaksverkefnis um slysavarn- ir barna og unglinga á þessu sviði hafa bjargað mörgum börnum frá drukknun á undanförnum árum. Ráð í tíma tekið „Ef heilsan er í lagi, þá skiptir flest annað minna máli“ segir móðir mín iðulega, en hún er nýlega komin á eftirlaunaaldur. Þetta eru orð að sönnu, en fólk gerir sér oft ekki grein fyrir gildi þess fyrr en í óefni er kom- ið. Hversu margt eldra fólk sem býr nú við skerta heilsu af völdum s.k. menningarsjúkdóma sem rekja má til lífshátta, s.s. reykinga, streitu, of- fitu, hreyfingarleysis og ofneyslu áfengis, vildu ekki í dag gefa mikið fyrir að hafa hugað fyrr að afleið- ingum lífshátta á heilsu sína. Forvarnamiðstöð Stjórnvöld hafa um nokkurt skeið áformað að samræma forvarnastarf- semi á sviði heilbrigðismála með því að setja á laggirnar Forvarnamið- stöð. Augljóslega skarast verkefni þeirra sem starfa að forvörnum og má með nokkrum rökum segja að hægt sé að nýta enn betur það fjár- magn sem lagt er í þessi verkefni með aukinni samhæfingu. Við sam- einingu forvarna sem hið opinbera rekur í eina miðstöð, verður þó að gæta þess að hlúa að áhuga, frum- kvæði og hugmyndaauðgi þeirra sem hafa starfað að þessum verkefnum. Tryggja þarf starfseminni nægt fjár- magn. Húsnæði á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur er tilvalið undir For- varnamiðstöðina, þar sem mörg framangreindra ráða hafa nú þegar fengið athvarf undir starfsemi sína, en húsnæðið er almennt vannýtt eins og það er í dag. Viljann vantar ekki hjá stjórnvöldum og hjá flestum þeirra sem starfa á sviði forvarna. Það sem vantar er formleg ákvörðun um framtíðarskipan forvarna á sviði heilbrigðismála. Með þessari grein er auglýst eftir slíkri ákvörðun. Auglýst eftir ákvörðun Ásta Möller Forvarnir Viljann vantar ekki hjá stjórnvöldum, segir Ásta Möller, eða hjá flestum þeirra sem starfa á sviði forvarna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og á sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.