Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KÓPAVOGUR - HAFNARFJÖRÐUR - GARÐABÆR Þingmenn Samfylkingarinnar á ferðinni Þingmenn Samfylkingarinnar í hinu nýja Suðvestur- kjördæmi, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir verða á ferðinni næstu daga. Þeir munu ásamt bæjarfulltrúum og forystufólki í viðkomandi byggðarlögum heimsækja vinnustaði í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði í þessari lotu. KÓPAVOGUR - miðvikudaginn 26. september frá kl. 9 til 16. Opið hús í húsnæði Samfylkingarinnar í Hamraborg, Kópavogi. HAFNARFJÖRÐUR - fimmtudaginn 27. september frá kl. 9-16. Opið hús í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. GARÐABÆR - föstudaginn 28. september frá kl. 9-16. JÖFN TÆKIFÆRI FYRIR ALLA VERTU MEÐ Í FÖR TIL NÝRRAR SÓKNAR Guðmundur Árni Stefánsson Rannveig Guðmundsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyr- inga undanfarna daga og hitastigið verið nálægt því sem best gerðist í sumar, t.d. nú um helgina. Því voru margir á ferli og nutu þess að vera útivið, þar á meðal nokkrir krakkar sem voru að leik við tjaldsvæðið að Hömrum. Þar hefur Skátafélagið Klakkur byggt upp stórskemmti- lega aðstöðu og þá ekki síst fyrir yngra fólkið. Á svæðinu er vatn, sem hefur mikið aðdráttarafl, enda ýmislegt hægt að gera í og við vatn- ið. Krakkarnir voru léttklædd í blíðunni og nutu þess að geta kælt sig niður í frekar köldu vatninu þegar leikar stóðu sem hæst. Morgunblaðið/Kristján Félagarnir Arnar og Örn taka léttan sprett yfir vatnið á vörubrettum. Léttklædd í blíðunni TÆPLEGA þrítugur karlmaður á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmdur til að greiða 140 þúsund króna sekt í rík- issjóð fyrir fíkniefnabrot en 26 daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá voru tæp 26 grömm af hassi og 2,36 grömm af kókaíni sem lögregla lagði hald á og fundust í fór- um mannsins gerð upptæk. Maðurinn var með fíkniefnin í sinni vörslu er hann var handtekinn á Akureyrarflugvelli, en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík í flugi. Maðurinn játaði brot sitt við yf- irheyrslur hjá lögreglu, en mætti ekki fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra. Hann hefur ekki áður sætt refsingu. 140 þúsund króna sekt vegna fíkni- efnabrots Héraðsdómur Norðurlands eystra ♦ ♦ ♦ „ÞETTA slapp fyrir horn en almennt var sumarið ekkert allt of gott,“ sagði Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akureyrar, að- spurður um rútubílareksturinn í sumar. Gunnar sagði að farþegum hefði fjölgað á áætlunarleiðum fyrirtækisins en hins vegar hefði orðið fækkun á milli ára í hefðbundnum hóp- og hringferðum. „Þetta byrjaði nokkuð vel strax í maí í vor en svo kom gat í júní og langferðir og hringferðir fóru ekki af stað fyrr en undir mánaðamótin júní/júlí. Það var mikið að gera í slíkum ferðum í júlí og ágúst en það náði ekkert fram í september og þessi mánuður hef- ur verið frekar lélegur og lélegri en í fyrra.“ Gunnar sagði að menn hefðu átt von á mikilli fjölgun ferðamanna í sumar en að sú fjölgun hefði ekki skilað sér af einhverju ástæðum. Sérleyfisbílar Akureyrar eru með áætlunarferðir á fjölmörgum leiðum, m.a. milli Akureyrar og Reykjavíkur, Akureyrar og Húsavíkur og áfram austur með ströndinni til Þórshafnar og á milli Ak- ureyrar og Mývatnssveitar. Gunnar sagði að farþegum hefði fjölgað nokkuð í áætlunarferðum félagsins á þessum leiðum og það væri vissulega jákvætt. Hann sagði fólk farið að ferðast öðruvísi og að töluverð aukning hefði orðið hjá bílaleigunum en að fyrirtæki hans hefði einnig notið góðs af því á áætlunarleiðunum. Stækkun fyrirtækisins verið til góðs Gunnar sagði ekki nóg að mikið væri að gera í júlí og ágúst og að nauðsynlegt væri að lengja það tíma- bil, þannig að hægt væri að nýta betur bæði bíla og starfsfólk. Í sumar voru starfsmenn fyrirtækisins um 70 talsins en Gunnar sagði að þeir yrðu 20–25 yf- ir daufasta tímann í vetur. Það hefur verið mikið að gerast í kringum Sér- leyfisbíla Akureyrar á þessu ári. Rekstur Norður- leiðar sameinaðist rekstri fyrirtækisins sl. vetur og þá bættust 14 hópferðabílar í flotann. Sl. vor keypti fyrirtækið svo rútubílarekstur BSH á Húsavík og sameinaði hann restrinum. Með þeim kaupum eign- uðust Sérleyfisbílar Akureyrar átta hópferðabíla til viðbótar og gerir fyrirtækið nú út 43 hópferðabíla með um 1.700 sætum. Gunnar sagði að sú stækkun sem orðið hafi á fyrirtækinu á árinu sé til góðs og þá ekki síst til lengri tíma litið. „Með öflugra fyrirtæki er hægt að bjóða betri þjónustu og betri bíla og einnig fær maður betri nýtingu á nýju bílana.“ Framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akureyrar sæmilega sáttur eftir sumarið Farþegum fjölgaði í áætlunar- ferðum en fækkaði í hópferðum HÚSFYLLIR var á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju sl. sunnudag en með tónleikunum hófst níunda starfs- ár hljómsveitarinnar. Einsöngvari á tónleikunum var Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og var góð- ur rómur gerður að flutningi hennar og Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Á efnisskrá tónleikanna voru hljómsveitarverk, sönglög í út- setningum fyrir hljómsveit og aríur úr óperum. Hulda Björk Garðarsdóttir, sem er fædd á Ak- ureyri, hefur á undanförnum ár- um komið víða fram bæði hér heima og erlendis og vakið verð- skuldaða athygli. Stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands er sem fyrr Guðmundur Óli Gunn- arsson. Morgunblaðið/Kristján Hulda Björk Garðarsdóttir sópran var einsöngvari á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju. Húsfyllir á fyrstu tónleik- um Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands EIRÍKUR S. Jóhannsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga og formaður stjórnar Norðurmjólk- ur, segir að allra leiða sé nú leitað til að hagræða í rekstri félagsins. „Við skoðum alla möguleika, það er ekk- ert undanskilið,“ sagði Eiríkur. Helgi Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Norðurmjólkur, sagði að fjallað hefði verið um fjölda hagræð- ingaraðgerða sem til greina koma innan stjórnar fyrirtækisins, þar á meðal að fækka starfsstöðvum. Norðurmjólk er með tvær starfs- stöðvar, á Akureyri og Húsavík. Helgi sagði að reksturinn væri þokkalega þungur, en 5–6 milljóna króna tap varð af honum á liðnu ári. „Fjármálamarkaðurinn er um þess- ar mundir að fara frekar illa með at- vinnulífið,“ sagði Helgi. Eiríkur sagði að engar ákvarðanir um hagræðingu hefðu verið teknar. „Það eru allir að skoða möguleika á hagræðingu, sama hvernig fyrirtæk- in standa,“ sagði hann. Vextir væru mörgum fyrirtækjum þungir í skauti og þó svo að til væru fyrirtæki sem skulduðu lítið stæðu þau frammi fyr- ir miklum kostnaðarhækkunum. Allra leiða leitað til að hagræða hjá Norðurmjólk HÁDEGISSAMVERA verður í Glerárkirkju á morgun, miðvikudag- inn 26. september, og stendur hún frá kl. 12 til 13. Þetta er fyrsta há- degissamveran eftir sumarleyfi en slíkar samverustundir í hádeginu á miðvikudögum eru fastur liður í vetrarstarfi Glerárkirkju. Á þessum samverustundum er orgelleikur, helgistund, fyrirbænir og altaris- sakramenti. Þá gefst kirkjugestum kostur á léttum hádegisverði gegn vægu verði í safnaðarsal eftir stund- ina. Hádegissamvera í Glerárkirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.