Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 35
Fram. Á þeim tíma var Hálogaland íþróttamiðstöð unga fólksins og margar minningar tengjast þeim stað. Á þessum árum kynntist hún Erni Hallsteinssyni sem einnig var mikill íþróttamaður og giftust þau nokkrum árum síðar. Þau byrjuðu búskap sinn í Hafnarfirði en fljótlega keyptu þau íbúð í Dalseli í Breiðholti, þar eignuðust þau syni sína tvo, Hall- stein og Val. Þangað var gott að koma, alltaf tekið vel á móti öllum. Þau áttu mjög fallegt heimili prýtt mörgum fallegum listaverkum eftir föður hennar, sem Vala hugsaði um af mikilli alúð. Við stöllurnar vorum búnar að vera í saumaklúbb saman í 36 ár og var oft glatt á hjalla. Þá þótti ekki mikið að hittast einu sinni í viku, ekkert var gefið eftir, farið af stað hvernig sem viðraði. Ein utanlands- ferð er okkur öllum minnisstæð, en þá fórum við ásamt mökum okkar til Lúxemborgar og Þýskalands. Sú ferð er okkur ógleymanleg, svo frábær var hún og endalaust rifjuð upp. Það er mikill harmur þegar kona í blóma lífsins fellur frá, en Vala er sú þriðja úr okkar litla hópi sem fellur frá löngu fyrir aldur fram. Systir hennar Jenný féll frá 1990 og besta vinkona hennar Kristín fimm árum síðar, þetta voru mikil áföll fyrir Völu og okkur hinar. Eftir standa þó minn- ingar um einstaklega ljúfa og trausta vinkonu sem aldrei bar skugga á. Mestur er þó harmur eiginmanns og sona, umhyggja þeirra og ástúð var einstök á þessum erfiðu tímum í lífi þeirra. Við sendum þeim og öllum ástvinum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að góður Guð veiti þeim styrk á erfiðum tímum. Minningar um góða vinkonu geymum við í hjarta okkar. Blessuð sé minning hennar. Æskuvinkonur úr Vogunum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæra Vala, það er erfitt að setja þetta niður á blað. Það er sárt að kveðja æskuvinkonu sína. Við gerð- um margt saman í gegnum árin, bæði í gleði og sorg. Við kynntumst eig- inmönnum okkar á sama tíma. Barn- eignir tóku við, þú eignaðist þína drengi og ég gaf þér dóttur mína í af- mælisgjöf sem þú varst mjög montin af. Heimilið og fjölskyldan voru þér allt, það er sárt að litli sólargeislinn þinn hann Sævar Örn skuli ekki fá að njóta þín. Elsku Öddi, Halli, Valur, tengdadætur, barnabörn og systkini, við Óli vottum ykkur dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Jakobína (Bibba). Við bræður viljum með nokkrum orðum kveðja hana Völu. Við bjuggum við hlið Völu og fjöl- skyldu í rúm tuttugu ár. Íbúðin í Dal- seli 29 var okkur bræðrum alltaf opin og Vala reyndist okkur alltaf stór- kostleg og bar hag okkar drengjanna alltaf fyrir brjósti í einu og öllu. Þess er minnisstætt í æsku okkar að þegar eitthvað var á boðstólum hjá Völu sem okkur drengjunum þótti góm- sætt þá var oftast hringt og okkur boðið yfir í kræsingarnar eða hrein- lega komið með yfir í húsið til okkar. Þó svo að á seinni árum hafi heim- sóknum okkar fækkað í Dalsel 29 höf- um við alltaf farið til fjölskyldunnar á gamlárskvöldi, setið með þeim inni í stofu og rifjað upp gömlu góðu dag- ana, slegið á létta strengi og hlegið mikið enda Vala, Öddi, Halli og Valur dásamlegt fólk heim að sækja. Okkur er það ómetanlegt að Vala hafi þrátt fyrir mikil veikindi í sumar séð sér fært um að mæta með fjöl- skyldu sinni í brúðkaupið hjá Ingi- mundi og Elínu og sýnir það þá miklu hlýju sem Vala bar í brjósti sér til fjölskyldu okkar. Við sendum Ödda, Halla, Kristínu, Val, Hrafnhildi og Sævari Erni inni- legar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar Völu okkar. Ingimundur og Þröstur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 35                                          !"#$% &               '())' *   + , - .!               / 0  !   " ! 0 )1   )   / 0! * "#     / 0  !  #&                    )23/2'2*3  40 .#  15 1 6 7$ %    8 8    )  ! 1     !  # ! &                )279,255 , 7  "        !    "            ) 0   ##$ )  ! /       $: #   7#$  # ! ;< #$  4$! ! ,! 0, 1       4$! !& LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 LEGSTEINAR Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Bæði sorg og gleði varð við fréttir af andláti afa míns, hans Guðmundar í Bæ. Sorg við að missa svo stór- brotinn afa og félaga. Gleði yfir því að loks fékk hann ósk sína uppfyllta að yfirgefa þessa tilveru og hefja nýtt líf með Jensínu ömmu á æðra tilverustigi. Á þessum tímamótum, streyma minningarnar um góða og ljúfa af- ann. Afann sem kenndi mér allar fallegu bænirnar á kvöldin, gaf mér Gjöf og hana Sokku. Afann sem kenndi mér svo margt, svo margt þó mér hafi ekki orðið það ljóst fyrr en löngu seinna. Minn- ingin um hana ömmu sem var allt- af svo kát og skemmtileg, ljúfasta og besta amma í heimi eins og börnin myndu orða það. Aldrei mun líða mér úr mynni ferðalögin er farið var langan veg til að hitta afa og ömmu. Tilhlökkunin var mikil í hvert sinn. Að koma úr stórborginni í sveitina var eins og að koma í allt aðra veröld. Þar sýslaði amma við hússtörfin á gamla mátann og afi sló þúfurnar með orfi og ljá. Er árin líðu var myndin í hug- anum alltaf sú sama. Það sem breyttist var afi, hann var ekki GUÐMUNDUR P. VALGEIRSSON ✝ Guðmundur Pét-ur Valgeirsson, bóndi í Bæ í Árnes- hreppi á Ströndum, fæddist í Norðurfirði í Árneshreppi 11. maí 1905. Hann lést á sjúkrahúsi Hólma- víkur 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árneskirkju á Ströndum 22. sept- ember. lengur bara afi heldur félagi. Eftir að amma dó styrktust okkar tengsl og oft ræddum við heimsmálin fram og til baka í símanum. Afi hafði það oftar en einu sinni að orði að það sætti furðu hvað við værum allt í einu orðin sammála um margt. Ég held að eft- ir því sem árin liðu skildi ég miklu betur lífsgildi hans en áður. Margar fróðleikssög- ur sagði hann mér og talaði mikið um ömmu og hennar fólk. Á því mátti merkja hvað hann saknaði hennar ömmu. Afa var sveitin hans mjög hug- leikin og oft hafði hann stórar áhyggjur hvað yrði um ævistarf hans. Starfið að byggja sveitina, yrkja jörðina og halda búsetu. Oft var hann búinn að finna mér mannsefni í sveitinni, það væri bara að flytja og hefja búskap, en ekkert gekk. Ekkert hefur því glatt hann eins mikið síðasta ár eins og vitneskjan um að loks væri kominn ábúandi á jörðina. Mikið blessaði hann og dásamaði hana Pálínu og hennar mann mikið. Allt var svo gott og hann gat kvatt þennan heim áhyggjuminni en ella. Að lokum vil ég þakka þér afi fyrir samfyldina og kveðja þig með þessum orðum. Ævistarf þitt og sveitina kæru, skal ég úr æsku minni una. Trúna þína, afi minn og æru, þig og ömmu mína muna. (F. P.) Þín sonardóttir Fríða Pálmadóttir. Kveðja frá Svifflugfélaginu Það var ungur mað- ur, rétt 22 ára, sem mætti á stofnfund Svif- flugfélags Íslands árið 1936. Sigurður H. Ólafsson var mátt- arstólpi í hópi 35 stofnfélaga sem höfðu hugsjónir, dug og getu til að stofna fyrsta alvöru flugfélagið hér á landi. Með stofnun Svifflugfélagsins byggðist upp sú grasrót sem dugði til að koma farþegafluginu á lagg- irnar. Sigurður setti mikið mark á svif- flugið alveg frá upphafi og fram yfir það er hann flaug einn á áttræðisaf- mælinu sínu árið 1994. Hann var fljótur að læra að fljúga og var forsprakki að stofnun ólymp- íudeildarinnar. Það var tíu manna hópur svifflugsfélaga sem keyptu svifflugur til að geta flogið hærra og meira. Sigurður var sívinnandi fyrir Svif- flugfélagið. Við sem yngri erum, munum eftir honum við að dytta að spilinu, svifflugunum, bílunum, skýl- unum og öðrum hlutum sem þurftu viðhald. Þá hafði hann alltaf jafn gaman af að fljúga og oft átti hann SIGURÐUR HILMAR ÓLAFSSON ✝ Sigurður HilmarÓlafsson fæddist í Kaupmannahöfn 9. ágúst 1914. Hann lést 20. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 31. ágúst. lengsta flugið þann daginn. Sigurður var mikill spekúlant og átti sér fleiri áhugamál en svif- flugið. Hann hafði mikla þekkingu á vélum. Eitt sinn setti hann öflugan bílmótor í bát sem hét Spaðaásinn. Þar með var kominn fyrsti spítt- bátur Íslandssögunnar. Þessum bát sigldi hann um Faxaflóann. Sigurð- ur tilheyrði kynslóðinni sem í raun má segja að lifað hafi þúsund ár, ef litið er til þeirrar byltingar sem orðin er á lifn- aðarháttum landsmanna. Hann lét ekki sitt eftir liggja í framfaramálun- um, heldur vann af kappi, framsýni og hugvitsemi hvar sem hann lét til sín taka. Sigurður er heiðursfélagi og síð- asti stofnfélagi Svifflugfélags Ís- lands sem nú flýgur inn í eilífðina. Við kveðjum góðan félaga og vin og vottum aðstandendum hans innilega samúð. Kristján Sveinbjörnsson, form. Svifflugfélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.