Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 43 Rafvörur:  Tenglar  Rofar  Kaplar  Snúrur  Spennur  Rafmagnsarnar  Handklæðaofnar  ISDN símar  ISDN símstöðvar  Símar  Borvélar  Ljós  Öryggiskerfi Vinnustaðabúnaður:  Hillukerfi - FAMI  Fataskápar  Vinnuborð  Bílainnréttingar  Loftkefli  Rafmagnskefli  Plastkistur - RAACO  Rafmagnsbrautir  Loftbrautir  Skrúfur og tappar  Verkfæri Hamarshöfða 1 - Sími 511 1122 verslun Í MORGUNBLAÐINU 21. sept. 2001 er birt fyrsta erindi „Þing- vallasöngs“ og nafn Steingríms Thorsteinssonar skálds er þar prentað undir því. (sbr. bls. 49). Undirritaður les yfirleitt Ljóðabrot sér til ánægju, en svo var ekki nú. Ástæðan er einföld: Viðkvæðið, – þ.e. fimm síðustu línurnar, Fram, fram o.s.frv., – er ekki eftir Stein- grím, heldur Helga Helgason, kaup- mann og tónskáld. Á þetta hefur bent Hannes Pétursson, skáld og fræðimaður, í bók sinni, Steingrím- ur Thorsteinsson, Bókaútg. Menn- ingarsj., Rvík 1964, bls. 236–237. Steingrímur skrifaði sjálfur eft- irfarandi við eiginhandarrit sitt af ljóðinu: „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum [þ.e. Þingvallafundi 27. júní 1885 – innskot Ó.O.] ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni [feitletranir settar til áherslu af Ó.O.], en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Hannes Pétursson hefur og bent á, að viðkvæðið sé „hávaðasamari kveðskapur“ en dæmi séu um í verkum Steingríms, og það er vissulega með allt öðrum blæ. Af því, sem hér hefur verið rakið, má ljóst vera, að ekki er við hæfi að setja nafn Steingríms Thorsteins- sonar undir viðkvæðið eins og gert er í Morgunblaðinu í dag. Hafi menn áhuga á ljóðinu eins og Stein- grímur sjálfur gekk frá því geta menn flett upp í fyrrnefndri bók Hannesar Péturssonar (sama tilv.), en hún er um margt býsna fróðleg. ÓLAFUR ODDSSON, kennari, Hjallalandi 1, Reykjavík. Athugasemd við Ljóðabrot Frá Ólafi Oddssyni: VIÐ LIFUM á skrýtnum tímum. Einu sinni voru áróðursvélar nasista fordæmdar en núna hefur CNN tekið að sér þetta hlutverk fyrir Banda- ríkjastjórn og enginn segir neitt. Bush Bandaríkjaforseti ætlar í stríð gegn öllum þeim sem falla ekki í duft- ið fyrir honum og refsivendi Banda- ríkjanna. Enginn segir neitt. Lífa saklausra fórnarlamba skal hefnt og það með lífum fleiri saklausra borg- ara. Á dögunum spurði ég varafor- mann utanríkisnefndar hvort hann myndi beita sér fyrir því að fordæma Bandaríkjamenn ef þeir myndi drepa saklausa borgara í hefndaraðgerðum, hann svaraði því neitandi. Allstaðar fær maður fregnir af því að Osama bin Laden sé sökudólgur sem skal koma í járn og það strax. En gleym- um ekki að samkvæmt okkar skil- greiningu er Laden saklaus maður, og hann verður saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, ef hann er þá sá seki. Klerkaveldið í Afganistan, sem ég mun aldrei verja á nokkurn hátt, hefur sagt að það vilji sannanir fyrir því að bin Laden hafi staðið fyrir tilræðinu áður en þeir láta til skarar skríða. Er þetta ósanngjarnt? Er þetta eitthvað sem við ættum að refsa fyrir með hernaðaraðgerðum? Hver er að vernda réttlætið og hverjir eru vondu kallarnir? Línurnar eru óskýr- ar. Fyrir mér eru öll líf saklausra fórnarlamba jafn mikils virði hvernig sem staðan á bankareikningum þeirra er. Hafa allir gleymt napalm árásinni sem Bandaríkjamenn stóðu fyrir í Kambódíu og drap hálfa milljón manna? Bandaríkjamenn hallast helst að því að öfund sé drifkraftur þessara kóna sem stóðu að WTC/Pentagon- hryðjuverkunum. Sjaldan hefur mað- ur heyrt jafn yfirborðskennda ástæðu fyrir hryðjuverkum. Að fólk sé tilbúið að deyja til þess að refsa þjóð, bara vegna þess að hún er ríkari er farsa- kenndur og lélegur brandari. Bush ætlar sér að drepa einhvern og það virðist vera nokk sama hver það er, svo lengi sem hausar fá að fjúka. Hefndarþorstinn og hatrið hefur, því miður, tekið völdin. Ef ég hata ein- hvern vegna þess að hann hatar mig, er ég þar með orðinn jafn slæmur og sá sem mig hatar. Enginn hélt heimssöfnun fyrir sak- laus fórnarlömb Bandaríkjamanna í Kambódíu. Saklaus börn dóu í eldhafi við hlið foreldra sinna og foreldra þeirra. Hundrað líf á hvert fórnar- lamb í WTC. Ég bið fyrir fórnarlömb- um 11. sept. en gleymum ekki að þetta er dropi í haf þess mannfalls sem Bandaríkjamenn hafa sjálfir átt sök á. Gleymum því ekki þegar sprengjunum byrjar að rigna á sak- lausa borgara, og vonum að einhver segi eitthvað áður en það er um sein- an. GÚSTAF HANNIBAL ÓLAFSSON, blaðamaður og nemi. Endanlegt óréttlæti Frá Gústafi Hannibal Ólafssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.