Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 1
Samið um áætlun að vopnahléi nýju nálgunar í gær að slakað yrði á lokunum samgönguæða milli sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna og Ísraels. „Enginn kom til þessa fund- ar með léttum huga og allir hafa ástæðu til að hafa áhyggjur ef þetta samkomulag kemst til framkvæmda; en þetta var mikilvægur fundur,“ sagði Peres. Yfirlýst óformleg vopnahlé hafa þráfaldlega verið brotin á liðnu ári, og fulltrúar Palest- ínumanna settu líka fyrirvara við út- komu fundar gærdagsins. ÍSRAELSSTJÓRN og palestínska heimastjórnin sömdu í gær um að vinna að varanlegu vopnahléi, nærri réttu ári eftir að nýjasta bylgja intifada-uppreisnar Palestínumanna hófst. Þó einkenndist fundur Shim- onar Peres, utanríkisráðherra Ísr- aels, og Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, sem loks varð af á flugvellinum á Gaza- svæðinu í gær, af tortryggni á báða bóga. Um sama leyti og fundurinn fór fram kom til vopnaðra átaka í fá- einna kílómetra fjarlægð frá fund- arstaðnum, sem enduðu með því að palestínskur unglingur lá í valnum. Átökin hófust er bílsprengja sprakk við ísraelska gæzlustöð nærri flótta- mannabúðum Palestínumanna í Raf- ah á Gaza. Þrír hermenn særðust. Hamas-samtök róttækra Palestínu- manna gengust við tilræðinu. Ísr- aelsk jarðýta var í gærkvöldi sögð hafa stefnt inn í Rafah-búðirnar og byssur gelt á báða bóga. 23 ára gam- all Palestínumaður féll og 11 særð- ust, að sögn lækna. Bandaríkjastjórn hafði þrýst mjög á um að af fundinum yrði, en á hon- um féllust báðir aðilar á að taka aftur upp formlegt öryggismálasamstarf, sem lengi hafði legið niðri. Ísr- aelsstjórn tilkynnti í nafni þessarar Gaza-flugvelli. AP, AFP. Reuters Shimon Peres (t.h.) og Yasser Arafat tókust sem snöggvast í hendur á fundi þeirra á Gaza í gær. „Enginn kom til þessa fundar með léttum huga,“ sagði Peres, og fulltrúar Palestínumanna tóku í sama streng. Áfram átök í Mið-Austurlöndum þrátt fyrir að loks hafi orðið af leiðtogafundi 220. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. SEPTEMBER 2001 BANDARÍKJASTJÓRN upplýsti í gær bandamenn sína í Atlantshafs- bandalaginu um þær aðgerðir sem hún vill grípa til í því skyni að hafa hendur í hári meintra bakhjarla hryðjuverkaárásarinnar á New York og Washington 11. september sl. en fór ekki formlega fram á beina að- stoð bandalagsins þrátt fyrir að það hefði áður lýst yfir vilja til þess að láta slíka aðstoð í té. Sergei Ivanov, varnarmálaráð- herra Rússlands sem NATO-ráð- herrarnir áttu einnig fund með í höf- uðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær, sagði Rússa tilbúna að styðja herferðina gegn hryðjuverkastarf- semi með ráðum og dáð. Hann lét þess þó ekki nánar getið í hverju hjálp Rússa myndi felast, en tók fram að ekki væri hægt að há þessa baráttu með hernaði eingöngu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar luku í gær tveggja daga viðræðulotu með pakistönsku herforingjastjórn- inni í Islamabad. Að sögn eins hers- höfðingjans voru menn „fullkomlega sammála“ um leiðir þær sem fara skyldi til að vinna gegn hryðjuverka- starfsemi og uppræta „uppeldis- stöðvar“ hryðjuverkasamtaka Os- ama bin Ladens í Afganistan. Ekki var nánar greint frá því hvað fælist í samkomulagi Bandaríkja- manna við Pakistanstjórn, en Rashid Qureshi hershöfðingi, talsmaður Pervez Musharraf forseta, sagði að „enginn ágreiningur hefði verið milli Pakistans og Bandaríkjanna um hvernig barizt“ skyldi gegn hryðju- verkum. Í þeirri trú að á hverri stundu sé von á árás af hálfu Bandaríkjahers gerði nokkur þúsund manna múgur í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær áhlaup á yfirgefið sendiráð Banda- ríkjanna í borginni og eyðilagði þar það sem hann gat, kveikti í banda- rískum fánum og hrópaði vígorð gegn Bandaríkjunum og slagorð til stuðnings Osama bin Laden. Pútín segir NATO-aðild Rússa íhugunarverða Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, gekk svo langt í gær að lýsa því yfir að „vestræn siðmenning hefði yfirburði yfir hinn íslamska heim“. Voru aðrir stjórnmálaleiðtog- ar á Ítalíu fljótir til að gera lítið úr þessum orðum forsætisráðherrans; sögðu að þau hefðu verið bæði móðg- andi og ekki til þess fallin að leggja baráttunni gegn hryðjuverkum lið. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, tjáði fréttamönnum í gær að Bush forseti væri mjög ánægður með þann stuðning sem Pútín Rúss- landsforseti hefur boðað að Rússar muni veita í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum. Rússar hafa lagt blessun sína yfir að Bandaríkjaher fái að notast við herflugvelli í fyrr- verandi sovétlýðveldunum í Mið-As- íu sem næst liggja Afganistan. Athygli vakti í gær svar sem Pútín gaf við spurningu blaðamanns í Berl- ín þar sem hann sagði koma til greina að Rússar íhuguðu aðild að NATO. „Allt fer eftir því hvað okkur er boðið,“ sagði Pútín. „Vesturlönd hafa enga ástæðu til að taka þennan möguleika ekki til umræðu.“ Allt flug á vegum flugfélaga í Eist- landi lagðist af í bili í gær þar sem þarlend stjórnvöld sáu sér ekki fært að gangast í ábyrgðir fyrir hryðju- verkatryggingar flugfélaga. Í hinum Eystrasaltslöndunum, Lettlandi og Litháen, stóðu samningaviðræður enn yfir um slíkar ríkisábyrgðir, en óvíst var um lyktir. Delta Airlines, eitt stærsta flugfélag Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær áform um að fækka starfsfólki um 13.000 manns. Ráðherrar OPEC-olíuframleiðslu- ríkjanna voru í gærkvöld sagðir hafa ákveðið að halda framleiðslunni óbreyttri fram í nóvember. Pakistan og Bandaríkin sammála um aðgerðir Washington, Brussel, Islamabad. AP, AFP. Reuters Tveir talibanahermenn reyna að rífa niður skjaldarmerki Banda- ríkjanna á yfirgefnu húsi sendi- ráðsins í Kabúl í gær. Æstur múgur kveikti í húsinu.  Árásin/24, 25, 30  Einhugur/baksíða NÝ 10 og 20 króna mynt var sett í umferð í Danmörku í gær og kom strax á útgáfudeginum fram hörð gagnrýni á nýja vangamynd Dana- drottningar sem á myntinni er. Listamaðurinn Thomas Kluge, sem sjálfur hefur málað portrett- mynd af Mar- gréti Þórhildi drottningu, er þeirrar skoðunar að vangamyndin á myntinni líkist þjóðhöfðingjanum alls ekkert – myndin líkist öllu frekar bandarísk- um karlleikara. „Ég tel ekki að þetta líkist henni. Ég á yfirleitt bágt með að sjá nokk- ur andlitseinkenni drottningar á þessu portretti. Í mínum augum lít- ur neðri hluti andlitsins út eins og á Mickey Rourke, bandaríska leik- aranum úr kvikmyndinni 9½ vika. Ég er ekki myndhöggvari, en ég held að mér hefði tekizt betur upp,“ hefur Berlingske Tidende eftir Kluge. Talsmenn danska seðla- bankans vísa gagnrýninni á bug. Óánægja með mynd drottningar SAS-flugfélagið hefur tilkynnt 12% samdrátt í framboði á flugleið- um. Félagið mun segja upp 800– 1.100 starfsmönnum og hækka far- gjöld um 5% strax 1. október vegna aukins tryggingakostnaðar. Hinn 18. september sl. tilkynnti SAS að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að bæta rekstur fé- lagsins. „Eftirspurnin hefur dreg- izt verulega saman í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum og hefur þetta veruleg áhrif á afkomu- horfur,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tveimur dögum eftir hryðju- verkaárásina á New York og Washington sendi SAS frá sér af- komuviðvörun þess efnis að búizt væri við minni hagnaði en áður, en það var að frátöldum áhrifunum af árásunum. Eftir því sem fram kemur á fréttavef norska blaðsins Dagens Næringsliv er ljóst að þau áhrif verði einnig umtalsverð þar sem 5-10% af tekjum SAS koma frá flugleiðum yfir N-Atlantshaf. Samdráttur hjá SAS Stokkhólmi. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.