Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 9
15% afsláttur
Dragtir, dress,
kápur, frakkar og úlpur
Frábært úrval
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
á horni Laugavegs og
Klapparstígs, sími 552 2515
Fyrstir koma, fyrstir fá
Tilboð á einungis 5 borðstofusettum
úr gegnheilum
kirsuberjaviði
frá Portúgal
Verð 850.000
Afsl. 170.000
Tilboð 680.000
Laugavegi 56, sími 552 2201
ÓÐINSGATA 7 562-8448
DREMEL
HANDFRÆSARAR
FYRIR:
Tré Stein Gler Plast
Málm Flísar Neglur
ofl. ofl.
YFIR 200
FYLGIHLUTIR
FÁANLEGIR
Hálfsíð tweedpils
VILTU: Ask, Álm, Beyki, Hengiblóðbeyki, Svartelri,
Ryðelri, Kjarrelri, Kjarrfuru, Stikilsberjasortir hlaðnar
berjum, Bersarunna, Hvítgreni, Broddgreni, Gulan
Bambus, Gullklukkurunna frá Hokkaidó, Marþöll,
Fjallaþöll, Gultopp, Bjarmasóley, Bergsóley, Bergreyni,
Dárakirsi, Eik, Gráreyni, Silfurreyni, Demantsvíði,
Linditré, Næfurhegg, Kóreuþin, Síberíuþin, Svartgreni,
Bergfléttu, Kóreubergsóley, Gljáhlyn,
Kóreuklukkurunna, Bleika Runnamuru, Stjörnutopp,
Sveighyrni, Vætustikil og margt, margt fleira.
L Í T T U V I Ð!
Meira á heimasíðunni www.natthagi.is og 483 4840.
Er allt í lagi að gróðursetja núna? Já, fram í október!
Áttu í vandræðum með klaka í jörðu fram á sumar?
Notaðu haustið til plöntunar! NÓGUR ER RAKINN!
Opið‚ virka daga OG HELGAR frá 10.00 - 19.00
JOBIS
JAEGER
BRAX
CASSINI
BLUE EAGLE
Haustið
heillar
Kringlunni - sími 581 2300
HAUSTFATNAÐUR
NÝJAR VÖRUR
Þýsku kápurnar eru komnar
KIRKJUMÁLARÁÐHERRA Dan-
merkur, Niels Johannes Lebech, átti
fund með Sólveigu Pétursdóttur,
starfsystur sinni, í dómsmálaráðu-
neytinu í gærmorgun. Lebech er
staddur hér á landi vegna heimsókn-
ar Joachims Danaprins og Alex-
öndru prinsessu og sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið að fundurinn
hefði verið gott tækifæri fyrir ráð-
herrana til að skiptast á skoðunum,
en þetta er í fyrsta skipti sem þeir
hittast til að bera saman bækur sín-
ar.
„Við töluðum fyrst og fremst um
muninn á skipulagi íslensku og
dönsku kirkjunnar,“ sagði Lebech. Í
Danmörku tekur þingið ákvarðanir
um málefni þjóðkirkjunnar, án þess
að leggja þær fyrir stofnanir hennar.
Á Íslandi eru ákvarðanir sem varða
kirkjuna teknar á kirkjuþingi.
„Íslenska kirkjan hefur veitt mér
innblástur, mér virðist margt vera
spennandi hér á Íslandi og það mun
ég taka með mér heim,“ sagði
Lebech.
Sólveig segir að danski ráð-
herrann hafi einkum verið hrifinn af
skipulagi íslensku kirkjunnar og að
hann hafi sagt að rétt væri að sjálf-
ræði dönsku kirkjunnar yrði aukið,
þó hendinni yrði ekki algörlega
sleppt af henni.
Fermingarundirbúningur
við 9–10 ára aldur
85% Dana eru í dönsku þjóðkirkj-
unni og eru sóknargjöld einungis
innheimt af fólki innan hennar. Þeir
sem standa utan trúfélaga eða eru
skráðir í önnur trúfélög, sem eru 84
talsins, greiða ekkert sóknargjald.
Sólveig segir að ekki sé á dagskrá að
breyta fyrirkomulagi sóknargjalda
hér á landi, þó athugasemdir hafi
komið fram um hvernig því er háttað.
Hún segir að á fundinum hafi
Lebech bent á að vel hafi gefist í
Danmörku að börn séu leidd í kirkj-
una til undirbúnings fermingar á
aldrinum 9–10 ára, til að venja þau
við kirkjustarf fram að sjálfri ferm-
ingunni. Sólveig segir að fundurinn
hafi verið ánægjulegur og margar
gagnlegar ábendingar hafi komið
fram.
Kirkjumálaráðherrar
bera saman bækur sínar
Morgunblaðið/Ásdís
Kirkjumálaráðherrar Danmerkur og Íslands, Niels Johannes Lebech og
Sólveig Pétursdóttir, við upphaf fundarins í gær.