Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hús skáldsins
Sigurhæðir - Davíðshús
Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri,
sími 462 6648 og 860 4966. Net: skald@nett.is
Gott næði orðlistamönnum:
1. Tvær skrifstofur í Sigurhæðum:
til boða þeim sem sinna vilja hvers konar orðlist
í hvetjandi umhverfi. Leigjast gegn vægu gjaldi
nokkrar vikur eða mánuði í senn. Umsóknarfrestur
vegna afnota á fyrra helmingi ársins 2002 er til
26. október 2001.
2. Listamannsíbúð í Davíðshúsi:
- Einkum ætluð þeim er fást við skapandi skrif-
er til tímabundinnar dvalar á árinu 2002 gegn
greiðslu þjónustu- og tryggingargjalds sem er
endurkræft að hluta.
Umsóknir þar sem m.a. komi fram:
a) stutt kynning á umsækjanda og verkum hans,
b) að hverju umsækjandi hyggst vinna,
c) æskilegt tímabil og tímaskeið dvalar,
sendist forstöðumanni, Erlingi Sigurðarsyni eða
menningarfulltrúa, Ingólfi Ármannssyni, fyrir 26.
október 2001.
Nánari upplýsingar má fá hjá þeim
eða í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar,
sími 460 1000
þess að sækja þessa þjónustu á stof-
ur í Reykjavík. Í janúar sl. var bætt
við 2 milljónum eininga í pottinn, ein-
ungis til sérfræðilækna út í bæ, en
sjúkrahúsin fengu ekki sinn hluta af
þeim kvóta,“ segir Þorvaldur.
„Við höfum velt fyrir okkur að at-
huga hvað samkeppnisráð hefur um
þetta að segja. Það er alveg gilt sjón-
armið og ég veit að fleiri stofnanir
eru að velta því fyrir sér. Við hljótum
að eiga að sitja við sama borð,“ segir
hann.
Ekki tekið tillit til
breyttra aðstæðna
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar í
sumar kom fram að nokkur stóru
sjúkrahúsanna hefðu unnið ferliverk
umfram úthlutaðan einingafjölda og
fjárveitingar á undanförnum árum.
Þorvaldur segir að þegar FSA var
gert að taka yfir ferliverk sem TR
hafði fjármagnað hafi því fylgt góð
orð um að tekið yrði tillit til breyttra
aðstæðna s.s. fjölgunar verka og
ÞORVALDUR Ingvarsson, lækn-
ingaforstjóri Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri, segir sjúkrahúsið
ekki njóta sama rekstrarumhverfis
til að geta sinnt ferliverkum og sjálf-
stætt starfandi læknar. Sjúkrahúsin
búi við veika samkeppnisstöðu gagn-
vart Tryggingastofnun vegna þessa.
Fjárveitingar til sjúkrahúsanna
vegna ferliverka miðast við tiltekið
magn verkeininga á ári en sérfræð-
ingar sem hefja einkarekstur fá út-
hlutaða einingakvóta frá Trygginga-
stofnun.
Geta ekki boðið
sambærileg laun
Þorvaldur bendir á að illa gangi að
fá lækna til starfa nema FSA geti
boðið upp á sambærileg laun og
standi til boða í Reykjavík þar sem
viðkomandi læknir á þess kost að
opna stofu út í bær. ,,Ef einingakvót-
inn klárast og við þurfum að hætta
að sinna þessum verkum þá er um
440 km. veg að fara fyrir sjúklinga til
mannfjöldaþróunar. „Þetta hefur
ekki orðið raunin. Frá því að FSA
tók samningin yfir þá hefur orðið
aukning í ferliverkum hér á FSA
sem og annars staðar. Á því eru
mjög einfaldar skýringar. Starfsemi
sjúkrahúsins hefur aukist vegna
fjölgunar lækna og breyttrar þjón-
ustu,“ segir hann.
„Við höfum ekki her sérfræðinga
hér út í bæ sem tekur við ef ferliverk
á sjúkrahúsinu stöðvast. Við höfum
gert áætlanir fram í tímann sem hafa
staðist. Ef þeir læknar sem hingað
vilja ráðast til starfa nytu sömu
kjara og læknar sem vilja vinna fyrir
Tryggingastofnun en ekki bara fyrir
sjúkrahúsið þá værum við algerlega
innan heimilda fjárlaga hvað það
varðar,“ segir hann.
Þorvaldur bendir á máli sínu til
stuðnings að á síðasta ári hófu fjórir
nýir sérfræðingar störf hjá FSA.
„Þeim fylgdi aukin starfsemi. Tveir
nýir sérfræðingar komu í stað lækn-
is sem hætti og tók með sér ferli-
verkakvóta til Reykjavíkur. Sam-
kvæmt samningi Tryggingastofn-
unar og sérgreinalækna fengi hver
þessara lækna 25.000 einingar ef
þeir rækju stofu út í bæ. Einn lyf-
læknir og sérfræðingur í smitsjúk-
dómum hóf einnig störf hjá okkur og
samkvæmt sama samningi þá hefði
hann fengið 25.000 einingar frá TR.
Fjórði læknirinn hóf störf seint á
árinu og hafði lítil áhrif á eininga-
fjölda. Ef FSA væri í sama rekstr-
arumhverfi og sjálfstætt starfandi
læknar hefði FSA fengið úthlutað
75.000 eininga kvóta og verið innan
ramma fjárlaga. Á þessu ári hafa
fjórir sérfræðingar hafið störf á
FSA. Um er að ræða öldrunarlækni,
geðlækni, þvagfæraskurðlækni og
kvensjúkdómalækni. Ef FSA hefði
sama rekstrarumhverfi og sjálfstætt
starfandi sérfræðingar þá Hefði
FSA fengið úthlutað 100.000 eining-
um og við værum enn innan ramma
fjárlaga ef rétt væri á málum hald-
ið,“ segir hann.
Lækningaforstjóri FSA segir stöðu spítalans veika gagnvart TR og sérfræðilæknum
Íhuga að leita til samkeppnisráðs
VIÐRÆÐUR eru í gangi um mögu-
leika á að endurreisa rekstur
Skinnaiðnaðar á Akureyri en eins og
fram hefur komið var bú félagsins
tekið til gjaldþrotaskipta á dögun-
um. Í kjölfarið leysti Landsbanki Ís-
lands til sín þær eignir sem bankinn
átti veð í, auk þess sem félag á veg-
um bankans, Skinnaiðnaður –
rekstrarfélag, tók við rekstrinum.
Ormarr Örlygsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, sagði að þreifingar
væru í gangi um hugsanlega endur-
reisn fyrirtækisins í einhverri mynd
en að ekkert væri fast í hendi á þess-
ari stundu. Hann sagði að tíminn
væri knappur og því nauðsynlegt að
fá niðurstöðu sem fyrst.
Örlygur Hnefill Jónsson hdl. var
skipaður skiptastjóri þrotahús
Skinnaiðnaðar. Hann sagði að vissu-
lega horfðu menn til þess að geta
nýtt þessa daga til að endurreisa
þarna hluti, væri sú staða í spilunum.
„Oft er það nú þannig að þegar svona
fyrirtæki rísa upp aftur er það í tölu-
vert breyttri og smærri mynd, að
minnsta kosti til að byrja með en svo
geta þau í framtíðinni stækkað aft-
ur.“
Fjölmargir hafa
hagsmuna að gæta
Örlygur Hnefill sagði erfitt að
segja til um hver niðurstaðan yrði í
þessum þreifingum. Hins vegar væri
ljóst að margir hefðu hagsmuni af
því að svona fyrirtæki gengi, við-
komandi sveitarfélag, starfsfólk,
stéttarfélög, flutningsaðilar, þjón-
ustuaðilar, birgjar, sláturleyfishafar
og fleiri. Örlygur Hnefill sagði það
best fyrir þrotabúið að hægt yrði að
koma rekstrinum í gang á ný. Valur
Knútsson, formaður atvinnumála-
nefndar Akureyrar, sagði að nefndin
hefði lýst yfir vilja til að koma að
málinu og þá einkum varðandi kost-
un á þeirri vinnu sem fram þarf að
fara í þessu ferli.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 30
manns en um síðustu mánaðamót
voru þar um 120 manns að störfum.
Unnið að
endurreisn
fyrirtækisins
Gjaldþrot Skinnaiðn-
aðar á Akureyri
líkur á því að Vitaðsgjafi hefði
verið á þessum slóðum en hann
sagði að nú um alllangt skeið
hefði viðkomandi land verið kall-
að Þrætuhólmi sem gæti bent til
þess að reglan sem sett var á 10.
öld „Að sitt sumar höfðu hvorir“
hefði fallið niður í aldanna rás.
hafði svo skipt verið með landinu
að sitt sumar höfðu hvorir.“
En þar er átt við bændur á
Hripkelsstöðum og Þverá þar sem
nú heitir Rifkelsstaðir og Munka-
þverá. Hörður Garðarsson fyrr-
verandi bóndi og oddviti á Rif-
kelsstöðum taldi mjög miklar
KORNRÆKT fer stöðugt vaxandi
í Eyjafirði og virðist árviss. Upp-
skera á þessu hausti er góð, um
4-5 tonn á hektara af þurrkuðu
byggi.
Atli Hörður Bjarnason bóndi á
Rifkelsstöðum hóf kornrækt á síð-
astliðnu vori sem væri í sjálfu sér
ekki í frásögur færandi nema að
hann sáði korni sínu þar sem áð-
ur er talið að kornakurinn Vitaðs-
gjafi hafi verið. Í Víga-Glúmssögu
segir: „En þau gæði fylgdu mest
Þverárlandi, það var akur, er
kallaður var Vitaðsgjafi, því að
hann var aldrei ófrær, en honum
Korn rækt-
að á ný á
akrinum
Vitaðsgjafa
Eyjafjarðarsveit
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Fyrsta þresking á kornakrinum Vitaðsgjafa í þúsund ár. Viðar Garð-
arsson er á vélinni, en í baksýn má sjá Rifkelsstaði.
Hörður Garðarsson skoðar
kornið af Vitaðsgjafa.