Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 17
KARLAKÓR Akureyrar-Geysir
heldur tónleika í Grafarvogskirkju í
Reykjavík á laugardag, 29. septem-
ber, kl. 16.30.
Á efnisskránni eru fjölmörg ís-
lensk og erlend verk sem jafnt geta
flokkast undir hefðbundna karla-
kóratónlist, óperutónlist, „rakara-
stofutónlist“ og negrasálma. Ein-
söng með kórnum syngja
kórfélagarnir Björn Jósef Arnviðar-
son og Guðmundur Stefánsson.
Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfs-
dóttir en undirleikari verður Rich-
ard Simm.
Tónleikar í Graf-
arvogskirkju
STEYPUSTÖÐ Dalvíkur hefur fest
kaup á steypustöð Trévers í Ólafs-
firði og voru samningar þess efnis
undirritaðir fyrir skömmu. Jafn-
framt kaupir Steypustöð Dalvíkur
steypubíl og malarhörpu af Tré-
veri.
Að sögn Óskars Árnasonar,
framkvæmdastjóra Steypustöðvar
Dalvíkur, er stöðin í Ólafsfirði full-
komnari á ýmsan hátt og getur m.a.
haldið þíðu efni yfir
vetrarmánuðina. Ætlunin er að
hún verði flutt til Dalvíkur en af því
verður þó sennilega ekki fyrr en
næsta sumar.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Steypustöð skipt-
ir um eigendur
BÍTLALÖG og bassasöngur er á
meðal þess sem verður á dagskrá
sérstaks Akureyrarkvölds á Broad-
way í Reykjavík á föstudagskvöld.
Akureyrarkvöldið er sérstök
skemmtidagskrá sem borin er uppi
af Akureyringum eða fólki sem
orðið hefur þekkt á Akureyri. Með-
al þeirra sem fram koma eru Þor-
valdur Halldórsson, Helena Eyj-
ólfsdóttir, félagar úr Karlakór
Akureyrar Geysi ásamt einsöngv-
aranum Kjartani Smára Höskulds-
syni flytjasyrpu af bítlalögum
ásamt hljómsveitinni „Einn og sjö-
tíu“. Þá verða flutt lög úr revíunni
„Allra meina bót“ eftir Jónas og
Jón Múla.
Kynnir kvöldsins verður Gestur
Einar Jónasson. Stjórnandi dag-
skrárinnar er Erla Þórólfsdóttir.
Akureyrarkvöld
á Broadway
VETRARSTARF Skákfélags Akur-
eyrar er hafið en það hófst með hrað-
skákmóti, þar sem Rúnar Sigurpáls-
son sigraði og hlaut 9,5 vinninga af
11 mögulegum.
Skákfélagið verður með 10 mín-
útna mót í kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20.00. Haustmót félagsins hefst
svo nk. sunnudag kl. 14.00. Teflt
verður í einum flokki, sjö umferðir
eftir monrad-kerfi og verður teflt
tvisvar í viku, á sunnudögum og
fimmtudögum. Starfsemi Skákfélags
Akureyrar fer fram í syðstu stofu í
Íþróttahöllinni og er gengið inn að
sunnan.
Vetrarstarf skák-
félagsins hafið
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
STJÓRN Fasteigna Akureyrar-
bæjar ræddi um stærð á fyrir-
hugaðri íþróttahússbyggingu við
Síðuskóla á síðasta fundi sínum.
Stjórnin samþykkti að miða bæri
stærð byggingarinnar við þarfir
skólans.
Oddur Helgi Halldórsson, bæj-
arfulltrúi og fulltrúi í stjórn Fast-
eigna Akureyrarbæjar, lagði
fram sérstaka bókun, þar sem
m.a. kemur fram það álit hans að
íþróttahús við Síðuskóla eigi að
vera það stórt að það rúmi lög-
legan handboltavöll.
Í bókun Odds Helga kemur
einnig fram að bæði þurfi að
huga að þörfum skólans og
íþróttanna þegar byggt verður
íþróttahús. Þörfin fyrir hús sem
rúma löglegan handboltavöll sé
mikil og ekkert svo stórt hús sé
utan Glerár.
Oddur Helgi sagði það algjört
skilyrði af sinni hálfu að húsið
nýttist bæði skóla og íþrótta-
félögum eins vel og kostur væri.
Í samþykkt stjórnar er lagt til
að byggt verði rúmgott leikfimi-
hús sem jafnframt verði nýtt sem
samkomusalur skólans. Skoðað
verði sérstaklega hvort mögulegt
sé að byggja húsið þannig að
stækka megi það síðar. Þá verði í
tengslum við framkvæmdina hug-
að að mötuneyti fyrir skólann.
Íþróttahús Síðuskóla
miðist við þarfir skólans