Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ
20 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR að hafa búið og starf-
að í Danmörku varð Ísafjörð-
ur fyrir valinu. Þar hefur Pét-
ur Tryggvi Hjálmarsson sett
upp gullsmíðavinnustofu sína,
sem allt eins gæti heitið silf-
ursmíðavinnustofa, því hann
hefur ekki síður lagt stund á
silfursmíði. Pétur er með-
limur í danska silfur-
smíðahópnum, eini gullsmið-
urinn.
En af hverju Ísafjörður?
„Mér fannst kominn tími til
að flytja frá Danmörku þar
sem mér fannst ég staðnaður.
Ég þekki vel til hér á Ísafirði,
kom oft til afa og ömmu, og
kann vel við mig hér,“ segir
Pétur Tryggvi og bendir á að
hann geti í raun setið hvar
sem er við iðn- og listgrein
sína. „Ég þarf bara að vera
nálægt pósthúsi og tolli til að
fá hráefni til að vinna úr og
senda frá mér hluti og geta
verið í fax- og tölvusambandi
við umheiminn og þá get ég
unnið hvar sem er.“
Vinnustofan á gamla
leikvellinum
Vinnustofa og húsnæði Pét-
urs er á gamalkunnum slóð-
um, í gamla skólahúsinu sem
kallað er, við Brautarholt sem
er inni í firði. „Þetta er leik-
völlurinn minn,“ segir hann
og kveðst mjög ánægður með
aðstöðuna, birtan sé „góð í
vinnustofunni og eftir aðeins
fáar vikur segist hann kunna
vel við sig á þessum gömlu
slóðum.
Pétur lærði gullsmíði hjá
föður sínum, Hjálmari Torfa-
syni, var árin 1981 til 1983 við
nám í gullsmíðaháskólanum í
Danmörku, skoðaði sig um í
Þýskalandi til að bera sig
saman við það sem þar var að
gerast eins og hann orðaði
það og setti síðan upp verk-
stæði í Reykjavík árið 1985 og
í Kaupmannahöfn 1988. Upp-
úr því náði silfursmíðin tökum
á honum sem hann segir að sé
allt annað fag en gullsmíðin.
„Þar eru aðferðirnar allt
aðrar, verkfærin önnur og svo
náttúrlega efnið. Aðalverkfæri
silfursmiðsins er hamarinn. Með
honum einum smíða ég skálar,
kertastjaka og hvaðeina úr silf-
urplötu og þannig mótar maður
hlutinn með hamrinum einum út
frá upphaflegri hugmynd sem ég
hef rissað upp áður.“
Pétur segir að hugsa þurfi mjög
vandlega fyrstu höggin, um
leið og þau lendi á plötunni sé
stefnan tekin og hluturinn
mótist uppfrá því. Ýmist teyg-
ir hann á efninu eða lætur það
skreppa saman og að baki
liggur það sem hann kallar
kerfisbundna nákvæmni. „Ég
vinn yfirleitt með tónlist yfir
mér því það getur fallið mjög
að rytmanum í vinnunni að
hafa góða tónlist með, klass-
íska eða hvað annað sem hæf-
ir viðkomandi verkefni,“ seg-
ir Pétur. Fer það síðan eftir
því hversu stór eða flókinn
hluturinn er hversu mikil
vinna liggur að baki, en þó er
talið í vikum og mánuðum.
Þrjár sýningar framundan
Meðal þess sem Pétur hefur
smíðað úr silfri eru kross,
kertastjakar, kaleikur og pat-
ína fyrir Vídalínskirkju í
Garðabæ og nú er hann að
hefja smíði á hlut sem hann
hyggst senda á sýningu í Dan-
mörku í nóvember. Í lok þessa
mánaðar verða gripir frá
honum sýndir í Berlín en þar
tekur hann þátt í sýningu með
danska silfursmiðahópnum og
með honum sýnir hann einnig
í nóvember. Þar er skilyrði að
sýna nýja hluti og kveðst Pét-
ur vera um það bil tilbúinn
með hugmynd sem hann
hyggst útfæra. Síðan er sýn-
ing í bígerð eftir áramótin og
verður hún einnig í Þýska-
landi.
En þótt silfursmíðin taki
mikinn tíma hjá Pétri kveðst
hann engu að síður hafa lifi-
brauð sitt af gullsmíðinni.
Pétur hefur umboðsmann í
Japan og selur hann þangað
ýmsa skartgripi, ekki síst
hringa og nælur. Þá kveðst
hann einnig geta selt þeim
sem koma við á vinnustofunni
þar sem alltaf sé eitthvað til
af skartgripum. Pétur hefur
þróað nýja aðferð við að festa
steina við hringa og í Japan er
hún nefnd eftir nafni hans.
Vörumerki Péturs í Japan er
Pétur Iceland sem umboðs-
maður hans þar valdi.
Flutti vinnustofu sína frá Kaupmannahöfn til Ísafjarðar
Kanna eða vasi og koníaksstaup sem Pétur
Tryggvi hefur mótað úr silfurplötu.
Með hamrinum einum mótar Pétur Tryggvi
listgripi úr silfurplötunni.
Morgunblaðið/jt
Kominn á gamlar slóðir
Ísafjörður
HIÐ árlega kennaraþing Kennara-
félags Suðurlands verður haldið nú
27. og 28. september á Flúðum. Að
venju munu grunnskólakennarar af
öllu Suðurlandi sækja þingið enda er
síðari dagur þess að jafnaði starfs-
dagur í skólunum. Milli 250 og 300
kennarar sækja þingið en á síðasta
þingi var metaðsókn á kennaraþingið
því Kennarafélag Vestmannaeyja tók
þá einnig þátt í þinghaldinu.
Boðið verður upp á fjölbreytta dag-
skrá á þinginu. Á fimmtudeginum
verður Guðrún Geirsdóttir, lektor við
Háskóla Íslands, með kynningu á fjöl-
greindarkenningum Gardners en á
föstudeginum verður boðið upp á úr-
val styttri fyrirlestra og kynninga,
m.a. frá Námsgagnastofnun. Einnig
verður þá boðið upp á svokallaða fag-
greinafundi, sem notið hafa mikilla
vinsælda. Aðalfundur Kennarafélags
Suðurlands verður haldinn á föstu-
deginum og verða þar m.a. fluttar til-
lögur að lagabreytingum og einnig
verður stjórnarkjör þar sem nýr for-
maður félagsins verður kjörinn en
Jósefína Friðriksdóttir lætur nú af
formennsku eftir tveggja ára setu á
formannsstól.
Þing Kennarafélags
Suðurlands á Flúðum
Hvolsvöllur
AÐALFUNDUR Krabbameins-
félags Héraðssvæðis var haldinn á
Hallormsstað nýlega. Starfssvæði
KH nær yfir Fljótsdalshérað og
Borgarfjörð eystri.
Samþykkt var á fundinum að efla
samstarf krabbameinsfélaganna á
Austurlandi og vinna að því að koma á
rekstri svæðisskrifstofu KÍ á Austur-
landi.
Stjórn KH skipa: Þuríður Back-
man formaður, Sif Vígþórsdóttir
varaformaður, Ingibjörg Árnadóttir
ritari, Anna Guðný Árnadóttir gjald-
keri, Stefán Þórarinsson meðstjórn-
andi. Varamenn: Pétur Heimisson og
Hjálmar Jóelsson.
Í tengslum við aðalfundinn hélt
Styrkur, félag krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra, fræðslu-og
samráðsfund. Hildur B. Hilmarsdótt-
ir, starfsmaður KÍ, kynnti starf
stuðningsfélaganna innan KÍ. Eftir-
taldir hafa gefið kost kost á sér sem
tengiliðir Styrks á Austurlandi: Sif
Vígþórsdóttir, Hallfríður Bjarnadótt-
ir, Sveinn Ingimarsson, Helga Magn-
úsdóttir og Stefán Þórarinsson.
Á fundi Styrks var Hildi Hall-
grímsdóttur frá Hrafnabjörgum
þökkuð vegleg gjöf til Krabbameins-
félags Hérðassvæðis.
Stjórn Krabbameinsfélags Héraðssvæðis ásamt starfsmanni KÍ og Hildi
Hallgrímsdóttur, sem færði KH veglega peningagjöf.
Samstarf krabba-
meinsfélaga
Hallormsstaður