Morgunblaðið - 27.09.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 27.09.2001, Síða 25
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 25 FJÖLLOKKUR FRAMLEIÐUM: GATAPLÖTUR BYGGINGAVINKLA HANDRIÐ KLÆÐNINGAR OFL.OFL ÚR ÁLI, RYÐFRÍU OG JÁRNI HVAÐ ER ÞAÐ? Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 MOHAMED Atta lét sér vaxa skegg árið 1995. Þá var hann við nám í Þýskalandi og til- efnið var, að hann ætlaði að fara til þriggja mán- aða dvalar í ættlandinu, Egyptalandi. Meðal múslimskra karla þykir það bera vott um trú- rækni að vera með skegg en hjá Atta var það líka pólitísk yfirlýs- ing um hatur hans á hin- um veraldlegu yfirvöld- um í heimalandinu. Á þessum tíma átti egypska stjórnin í mik- illi baráttu við ofsatrúarmenn í land- inu en Atta sagði tveimur þýskum skólabræðrum sínum, að hann myndi ekki láta „spillta yfirstéttina“ kúga sig, þá sem útmáluðu trúað fólk sem glæpamenn en skriðu á sama tíma fyrir vestrænum ríkjum. Vegna rannsóknarinnar á hryðju- verkunum í Bandaríkjunum hefur myndin af Atta smám saman verið að skýrast en talið er, að hann hafi verið við stjórnvölinn í fyrri flugvél- inni, sem flogið var á World Trade Center. Myndin er af ofsatrúuðum manni, vel gefnum og ötulum náms- manni, sem féll ágætlega inn í vest- rænt samfélag, sem hann þó hataði af öllu hjarta. Kunningjar Atta segja, að hatur hans og reiði hafi beinst að yfirvöld- um í Egyptalandi og að Bandaríkj- unum og völdum þeirra og áhrifum um allan heim. Hann var heldur ekki einn um það. Hópur ungra skoðana- bræðra hans var tilbúinn til að skipuleggja sinn eigin dauða með nokkurra ára fyrirvara, menn, sem út á við virtust þó vera nokkurn veg- inn eðlilegir og vöktu engar sérstak- ar grunsemdir. Enginn veit hve margir þeir eru en þeir koma víða að, frá Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Líbanon, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og síðan en kannski ekki síst úr arabíska sam- félaginu í Hamborg í Þýskalandi. Í þeirri baráttu, sem nú er hafin um allan heim gegn hryðjuverkamönnum, verður það eitt af meginverkefnunum að bera kennsl á þá og átta sig á þeirri til- finningalegu og sál- rænu þróun, sem ger- ir þá jafn hættulega og raun ber vitni. Kominn af mið- stéttarfólki Mohamed Atta fæddist fyrir 33 árum í þorpinu Kafr el Sheikh í Egyptalandi. Var hann sonur mið- stéttarmanns, lögfræðings, sem fluttist síðar með fjölskylduna, Atta og systur hans þrjár, til Kaíró. Var hann það vel efnum búinn, að hann hafði ráð á öðru húsi á Miðjarðar- hafsströndinni. Atta innritaðist í verkfræðideild Kaíró-háskóla 1985 og þar kynntist hann hugmyndafræði Múslimska bræðralagsins, ofsatrúarsamtaka, sem eru að vísu bönnuð en teygja samt anga sína víða. Síðar, er hann hafði lokið eða hætt námi í arkitekt- úr, gekk hann til liðs við deild innan Bræðralagsins þar sem mikil áhersla er lögð á að ala með mönnum hatur á Bandaríkjunum. Faðir Atta sagði í viðtali við egypska blaðið Al Hayat, að sonur sinn hefði ekki verið mjög pólitískur og í raun „blíður sem barn“. Í viðtali við The Washington Post var fað- irinn hins vegar sjálfur mjög stór- orður og pólitískur. „Stjórnvöld í Egyptalandi og Bandaríkjunum eru hræsnarar. Við erum engir hræsn- arar. Olíufélögin ráða Bandaríkjun- um og drepa fólk,“ sagði hann en skýrði ekki nánar út hvað hann meinti með „við“. Atta starfaði í tvö ár fyrir þýskt fyrirtæki í Kaíró en 1992 hóf hann nám við Tækniháskólann í Hamborg þar sem hann lagði stund á borg- arskipulag. Á þeim tíma harðnaði mjög baráttan milli ofsatrúarmanna og stjórnvalda í Egyptaland en skólabræður Atta minnast þess ekki, að hann hafi rætt um þau mál af meiri tilfinningahita en aðrir. Í náminu lagði Atta sig sérstak- lega eftir varðveislu íslamskra hverfa í gömlum borgum og var hon- um borgin Aleppo í Sýrlandi mjög hugleikin. Ásamt náminu var hann í næstum hálfu starfi hjá verkfræði- stofunni Plankontor í Hamborg. „Hann var mjög, mjög trúaður,“ segir Jörg Lewin, einn af eigendum stofunnar. Segir hann, að Atta hafi iðulega beðist fyrir á skrifstofugólf- inu. „Ég hafði það á tilfinningunni, að trúarhitinn færi stöðugt vaxandi.“ Yfir markalínuna 1995 fékk Atta misserisfrí hjá Plankontor. Kvaðst hann ætla að nota helming tímans í pílagrímsför til Mekka en hinir þrír mánuðirnir voru námsferð til Kaíró, sem þýska þróunaraðstoðin styrkti. Með Atta í Egyptalandsferðinni voru tveir þýskir skólabræður hans, Volker Haut og Ralph Bodenstein. Haut segir, að hann hafi farið með þá á matsölustað, sem Múslimska bræðralagið rekur, og tal hans þar um kúgun yfirvalda olli því, að þeir félagarnir fengu það á tilfinninguna, að hann vildi koma fram hefndum. Haut segist telja, að Atta hafi þarna verið kominn að ákveðnum mörkum. Handan við þau taki við manndráp og hryðjuverk. Hvarf í 15 mánuði Lögreglan í Hamborg segir, að 1996 hafi þeir, sem mynduðu hryðju- verkahópinn í borginni, byrjað að tínast þangað og til annarra þýskra borga. Atta hætti hjá Plankontor sumarið 1997 og hvarf þá úr skóla í 15 mánuði. Ekki er vitað hvar hann var í þennan tíma en þegar hann birtist aftur í október 1998 var hann enn skeggprúðari en fyrr. Í janúar 1999 stofnaði hann íslamskan bæna- og námshóp við skólann. Eru tölvur, sem hópurinn notaði, nú í fórum lög- reglunnar. Þeir, sem þekktu hann, segja, að hann hafi verið orðinn miklu alvöru- gefnari en áður og mjög fáskiptinn. Við rannsóknina nú hefur ýmis- legt komið fram, sem bendir til, að eitthvað mikið hafi verið í undirbún- ingi á þessum tíma. Þýsku blöðin segja, að með tveggja mánaða milli- bili 1999 hafi Atta og tveir félagar hans tilkynnt, að vegabréfum þeirra hafi verið stolið. Er nú talið, að þeir hafi viljað fá ný vegabréf, sem ekki væru með áritanir frá löndum eins og Írak og Afganistan, áður en þeir sæktu um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna árið eftir. Atta lauk lokaritgerð sinni við skólann 1999 og á titilblað hennar setti hann þessa setningu: „Bæn mín og fórn, líf mitt og dauði tilheyra All- ah, drottnara allra heima.“ Ritgerð- in þótti góð og prófdómararnir, karl og kona, óskuðu honum til hamingju. Svipbrigðalaus tók hann í hönd karl- inum en virti konuna ekki viðlits. Haut, þýski skólafélaginn hans, segir, að hann hafi aðeins einu sinni séð Atta sýna konu áhuga. Það var þegar þeir voru í Aleppo og hittu þar bráðfallega og mjög sjálfsörugga, palestínska stúlku. Þegar þeir komu heim á hótelið sagði Atta næstum hryggur í bragði, að þessi stúlka gæti ekki gengið, hún væri allt of frjálsleg í fasi. Skegglaus og með fullar hendur fjár Í maí 2000 fékk Atta nýtt, egypskt vegabréf með áritun til Bandaríkj- anna og þá rakaði hann af sér skegg- ið, sjálft trúartáknið. Allt í einu var hann kominn með fullar hendur fjár. Atta fór til Prag snemma í júní og sólarhring síðar til Bandaríkjanna. Í heilt ár var hann síðan við flugæfing- ar á Flórída en gerði sér samt tvisv- ar sinnum ferð til Evrópu. Í janúar í fyrra fór hann til Madridar á Spáni og þegar hann kom aftur, var hann kominn með nýja áritun þótt hann hefði þá verið búinn að vera mánuðinum lengur í Bandaríkjunum en fyrri áritunin leyfði. Síðari ferðina fór hann 7. júlí og var þá 12 daga á Spáni. Þar leigði hann sér bíl og fór til katalónska sumarleyfisbæjarins Salou. Spænsku blöðin segja, að hann hafi farið af hótelinu, sem hann kom fyrst á, og skráð sig inn á annað minna eftir að hafa skoðað herbergið í krók og kring. Föstudagskvöldið 7. september voru Atta og annar félagi hans og flugræningi, Marwan al-Shehhi, á krá í Hollywood á Flórída. Í rúmar þrjár klukkustundir var Atta upp- tekinn í tölvuleikjum, sem hefur tæplega farið saman við trúarskoð- anir hans, en barþjónninn minnist þess ekki, að hann hafi neytt áfengis. (Heimild: The Washington Post.) Trúarofstæki, hatur og hermdarverk AP Mohamed Atta (hægramegin) og hryðjuverkafélagi hans, Abdulaziz Alomari, að fara í gegnum öryggishlið á flugvellinum í Portland 11. september sl. Þaðan fóru þeir til Boston þar sem þeir rændu farþega- þotunni, sem fyrr var flogið á World Trade Center. Mohamed Atta komst í kynni við bókstafs- trúarmenn í Kaíró-háskóla en í samtökum þeirra er mönnum kennt að hata tvennt, hin veraldlegu yfirvöld í Egyptalandi og Banda- ríkin. Hann varð æ alvörugefnari, trúarof- stækið jókst stig af stigi og margt bendir til, að fjöldamorðin í Bandaríkjunum hafi verið í undirbúningi í tvö eða þrjú ár. Mohamed Atta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.