Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 27 sími 555 7080 R Ú N A www.dalecarnegie.is Kynningarfundur í sal ÍSÍ, (v/Laugardalshöllina), í kvöld kl. 20:30. Kaffi og örlítill glaðningur fyrir femin-konur. Hlökkum til að sjá þig. Leiðtoga- og samskiptaþjálfun fyrir konur er námskeið sem hefst 2. október. Þar lærir þú meðal annars að: Trúa á sjálfa þig og hæfileika þína Setja þér raunhæf markmið og ná þeim Þora að standa fyrir framan hóp og tala Selja hugmyndir þínar Þora að taka erfiðar ákvarðanir Minnka streitu, kvíða og áhyggjur Skapa jafnvægi milli starfs og einkalífs Ná betri árangri á fundum ...fyllast sjálfstrausti? öðlast hugsun sigurvegarans? eflast við hverja raun? að draumar þínir rætist? ... ... ... 20% AFGREIÐSLUTÍMI: Mán-föstud.10-18. - Laugardag. 29.sept.11-18 - Sunnudag 30.sept. 13-18. Dux verslunin á Íslandi var opnuð 1981 fyrir 20 árum síðan og Dux verksmiðjurnar í Svíþjóð eiga 75 ára afmæli á þessu ári. Af þessu tilefni býður DUXIANA á Íslandi 20% afslátt af DUX-dýnum,yfirdýnum og margskonar fylgihlutum. Notaðu þetta einstaka tækifæri og pantaðu þér draumarúmið frá Dux. Á r m ú l a 1 0 1 0 8 R e y k j a v í k S í m i 5 6 8 9 9 5 0 H Á Þ R Ó A Ð U R S V E F N B Ú N A Ð U R UNDIR stiganum í i8 er rými sem er hugsað til þess að gefa ungu listafólki tækifæri til að sýna í galleríinu. Um þessar mundir stendur yfir innsetning Rósu Sig- rúnar Jónsdóttur en hún útskrif- aðist úr skúlptúrdeild Listaháskól- ans í vor. Í framtíðinni munu bæði ungir og reyndir listamenn nota plássið undir stiganum til skiptis, og gefa á þann hátt yfirsýn yfir íslenskt myndlistarlíf nú til dags. Sýningin stendur til 27. októ- ber. Verk eftir Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Innsetning í i8 ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands býður upp á mörg tungumálanámskeið á haustönn – hvort heldur eru starfstengd nám- skeið eða námskeið sem miðast að því að opna nýja menningarheima. Námskeið í arabísku hefst 3. októ- ber, kennari er Þórir Jónsson Hraun- dal, BA í almennum málvísindum. Gestafyrirlesari er Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaður. Spænska fyrir eldri kynslóðina hefst 9. október og kennari er Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ. Námskeið í ítölsku með yfirskriftinni Mál og mannlíf á Ítalíu hefst 29. október. Kennari er Mauro Barindi, stundakennari við HÍ. Heimasíða Endurmenntunarstofn- unar er á slóðinni www.endurmennt- un.is, en þar er jafnframt hægt að skrá sig á námskeiðin. Tungumála- nám hjá End- urmenntun- arstofnunSTUTT námskeið í stjórnun leik- félaga verður haldið í Félagsheimili Kópavogs annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Námskeiðið er haldið í tengslum við haustfund Bandalags íslenskra leikara sem hefst á laug- ardag, kl. 9. Kl. 14 setur Einar Rafn Haraldsson formaður bandalagsins, málþing um leikstjórn í áhugaleik- húsi. Frummælendur eru Rúnar Guðbrandsson leikstjóri, Guðjón Sigvaldason leikstjóri, Þorgeir Tryggvason áhugaleikhúsmaður og Pétur Einarsson, tilnefndur af Fé- lagi leikstjóra á Íslandi. Fyrirspurnir og umræður á eftir. Námskeið í stjórnun leikfélaga ÓMAR Einarsson og Jakob Hage- dorn-Olsen gítarleikarar halda tón- leika í Höllinni í Vestmannaeyjum annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Þeir leika bossanova-djass á tvo klassíska gítara. Efnisskráin verður á suðrænum nótum með „swing“ í bland, verk eftir t.d. A.C. Jobim, Villa-lobos og einnig verða nokkur frumsamin verk. Gítartónleikar í Vestmanna- eyjum GUÐNÝ Magnúsdóttir flytur vinnu- stofu sína, Studio UMBRA, á Lind- argötu 14, og opnar við það tækifæri vinnustofusýningu í dag, fimmtudag, kl. 18-20. Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags kl. 14-18, eða eftir sam- komulagi, og stendur til 14. október. Vinnustofu- sýning á Lindargötu DJASSKVINTETTINN Búgalú leikur á Vídalín í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 22.30. Á efnisskránni eru nýir og gamlir djassstandardar í bland við frumsamda tónlist. Kvin- tettinn skipa: Snorri Sigurðarson, trompet, Steinar Sigurðarson, saxó- fónn, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Þor- grímur Jónsson, bassi og Eric Qvick á trommur. Aðgangur ókeypis. Djass á Vídalín MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í Menntaskól- anum á Egilsstöðum í dag, fimmtu- dag, kl. 13. Þá verður sýning 4. októ- ber kl. 10 í Leikskálum á Vík, á Kirkjubækjarklaustri kl. 14 og kl. 10 og kl. 11.35 á Höfn. Leikferð með Völuspá EYVINDUR P. Eiríksson les upp úr væntanlegri bók sinni Óreiðum aug- um, heiðin ljóð í kaffistofu Gerðar- safns í dag, fimmtudag, kl. 17. Dag- skráin er á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Aðgangur ókeypis. Ljóðalestur í Gerðarsafni ÞRJÁR aukasýningar sjónhverf- ingamannsins Iiro verða í Loftkast- alanum föstudags- og laugardags- kvöld, kl. 20 og barnasýning á laugardag kl. 15. Aukasýningar á Iiro ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.