Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FYRR í þessum mánuðimátti lesa um það lærðarfréttaskýringar í banda-rískum dagblöðum og
tímaritum að Colin Powell utanrík-
isráðherra stæði mjög höllum fæti
innan ríkisstjórnar George W. Bush
forseta. Powell hefði í raun verið ýtt
til hliðar; heimsmynd herskárra
íhaldsmanna væri ráðandi innan
ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Vísast
er engin ástæða til að efast um rétt-
mæti þessarar greiningar á þeim
tíma, sem hún var fram sett, en at-
burðir síðustu vikna hafa í senn
gjörbreytt stöðu Powells og haft
mikil áhrif á þá sýn til umheimsins,
er mótar afstöðu og framgöngu
bandarískra stjórnvalda heima sem
erlendis.
Árás hryðjuverkamanna á Wash-
ington og New York 11. þessa mán-
aðar hefur kallað fram þessi miklu
umskipti. Fram að henni var ráð-
andi stefna – heimssýn – sú, sem
nefnd hefur verið „Ameríka fyrst“
og kveður á um réttmæti þess að
Bandaríkjamenn grípi til einhliða
aðgerða og ákvarðana á alþjóðavett-
vangi í krafti stærðar og styrks ríkis
þeirra. Þessi heimssýn hefur átt sér
margvísleg birtingarform en skýr-
ust voru þau í fráhvarfi frá ýmsum
alþjóðasáttmálum og samþykktum
og skorti á samráði við bandamenn
á Vesturlöndum. Má þar
nefna ákvörðun um að
hverfa frá ABM-sátt-
málanum við Sovétríkin
(nú Rússa) frá árinu
1972 um takmarkanir
gagneldflaugakerfa, ákvörðun um
að hundsa samningaviðræður, sem
staðið hafa árum saman um gerð al-
þjóðlegs sáttmála um bann við efna-
og sýklavopnum og ef til vill Kyoto-
bókunina þótt um hana kunni raun-
ar að gilda aðrar útskýringar.
Stefna Bush-stjórnarinnar hefur í
verulega einfölduðu máli verið sú að
réttlætanlegt sé af hálfu Banda-
ríkjamanna að taka lítið sem ekkert
tillit til sjónarmiða annarra ríkja og
eru þá bandamenn þeirra meðtald-
ir. Þetta hefur verið nefnt „unilater-
alism“ á enskri tungu.Það hugtak er
að sönnu illþýðanlegt („rudda-
skapur“ yrði trúlega fyrir valinu í
diplómatísku tilliti) en það er prýði-
lega gegnsætt á ensku og vísar til
einhliða ákvarðana og aðgerða.
Colin Powell utanríkisráðherra
hefur verið helsti andstæðingur
þessarar stefnu innan ríkisstjórnar
Bush forseta. Má það teljast eðlilegt
í ljósi þess embættis, sem hann
gegnir. Margir íhaldsmenn í Banda-
ríkjunum telja Powell hins vegar
nánast til óvina sinna, væna hann
um friðarkaup, linkind og tregðu til
að beita heraflanum.
En Powell býr yfir mikilvægri
reynslu, reynslu, sem óvænt nýtist
honum nú að fullu: hann veit hvern-
ig Bandaríkjamönnum ber að haga
framgöngu sinni þegar þeir þurfa á
bandamönnum að halda. Og það
þurfa þeir nú þegar Bush forseti
hefur boðað myndun
„hnattræns bandalags“
gegn hryðjuverkaógn-
inni.
Fyrstu dagana eftir
fjöldamorðin í New
York og Washington var ákaft tek-
ist á um hvort stefna einhliða að-
gerða, „Ameríka fyrst“, eða sú
„samvinnustefna“, sem Powell vill
fylgja, skyldi móta viðbrögð Banda-
ríkjamanna við þessum viðurstyggi-
legu grimmdarverkum. Áköfustu
andstæðingar Powells hafa verið
þeir Donald Rumsfeld varnarmála-
ráðherra og nánasti undirsáti hans í
stjórnkerfinu, Paul D. Wolfowitz.
Þessir menn hafa verið málsvarar
þess að árásinni verði svarað með
stórfelldum árásum á Afganistan og
jafnvel önnur þau ríki, sem Banda-
ríkjamenn hafa vænt um stuðning
við hryðjuverkamenn. Má þar nefna
Túnis og Sýrland auk Írak
Rumsfeld og Wolfowitz h
þeirrar hyggju að Saddam
Íraksforseti verðskuldi sér
að refsivöndur herafla B
anna skelli á honum á ný
þunga.
Nú verður ekki betur s
búið sé að setja deilur þes
innan ríkisstjórnarinnar og
armið Colins Powell hafi o
á.
Stríð næstu ára
Það eru einkum orð
Rumsfeld sjálfs frá því
dagskvöld, sem styðja þess
og túlkun á rás atburða. R
sagði á fundi með blaðam
varnarmálaráðuneytinu að
gegn hryðjuverkamö
myndi standa yfir árum s
lagði áherslu á að sigur
tryggður í þeim átökum m
herjarárás eða innrás“.
Orðaval ráðherrans ve
staka athygli sem og þær
tilvísanir, er hann kaus
„Sérstakur D-dagur m
renna upp og ég er viss um
samningar verða undirri
hátíðlega athöfn um borð
ouri.“ Með þessum orðu
Rumsfeld til innrásar band
Evrópu í júní 1944, þessa
atburðar, sem blásið var
skyni að frelsa álfuna un
ismanum og uppgjafars
Japana en þeir voru un
1945 um borð í herskipinu
á Tókýó-flóa.
Orð ráðherrans verða va
á annan veg en þann að Ba
„Ameríka fy
á undanha
Svo virðist sem stefna Colins Powe
utanríkisráðherra hafi orðið ofan á í þ
deilum, sem fram hafa farið innan rí
stjórnar Bandaríkjanna um viðbrö
við hryðjuverkunum vestra. Ásgei
Sverrisson segir frá baksviði átakan
og telur þessi umskipti söguleg.
Colin Powells bíður það erfiða verkefni að fara fyrir alþjóðlegu bandalagi gegn hryðjuve
„Stríðið“ mun
standa árum
saman
UNGMENNI Á VILLIGÖTUM
VEIKJUM EKKI
STARFIÐ Á KELDUM
Yfirvöld Háskóla Íslands hafa veltupp hugmyndum um að flytjanúverandi starfsemi Tilrauna-
stöðvar Háskóla Íslands í meinafræði
að Keldum burt af svæðinu og selja
Keldnaland. Rætt er um að verja hagn-
aði af sölu landsins til rannsókna- og
vísindastarfs.
Rætt er um að sá hluti rannsókn-
anna á Keldum, sem hægt er að stunda
á tilraunastofum, flytjist á athafna-
svæði Háskólans í Vatnsmýri og njóti
þar nálægðar við aðrar rannsóknastof-
ur skólans. Sá hluti starfseminnar, sem
snýr að rannsóknum á búfé og þarf að-
stöðu til að halda skepnur, gæti hins
vegar ekki flutzt í Vatnsmýri og yrði að
fara annað, til dæmis til Hvanneyrar.
Starfsmenn Tilraunastöðvarinnar
og yfirdýralæknisembættisins á Keld-
um hafa sent frá sér ályktun, þar sem
lagzt er eindregið gegn öllum hug-
myndum um að kljúfa starfsemi stofn-
unarinnar. Starfsfólkið bendir á að
stofnunin fáist einkum við þjónustu- og
grunnrannsóknir á dýrasjúkdómum og
aðskilnaður á þessum þáttum feli í sér
endalok Tilraunastöðvarinnar og var-
anlegt tjón fyrir rannsóknir á dýra-
sjúkdómum í landinu.
Starfsfólk á Keldum hlýtur að hafa
talsvert til síns máls. Mikill árangur
hefur náðst í rannsóknum á Keldum og
hróður tilraunastöðvarinnar borizt
víða um heim. Nægir að nefna merkar
rannsóknir frumkvöðla á borð við
Björn Sigurðsson og Margréti Guðna-
dóttur, en niðurstöður þeirra úr rann-
sóknum á visnu og mæðiveiki í búfén-
aði hafa m.a. hjálpað vísindamönnum
að öðlast skilning á hegðun alnæmis-
veirunnar.
Ein mikilvægasta ástæða þess að
orðstír Keldna hefur farið svo víða er
að þar er um að ræða eitt af fáum rann-
sóknarteymum hérlendis, sem eru
nægilega stór til að standast alþjóðleg-
an samanburð, einkum hvað varðar
grunnrannsóknirnar. Það eru því sterk
rök, sem Bjarnheiður Guðmundsdótt-
ir, fulltrúi starfsmanna í stjórn Til-
raunastöðvarinnar, færir fram í Morg-
unblaðinu á þriðjudag, að koma þurfi í
veg fyrir að stofnunin dreifist á marga
staði; nær sé að þétta vísindasamfélag-
ið, vegna þess að þeir, sem fáist við
dýrarannsóknir þurfi hver á öðrum að
halda.
Enn eru hugmyndir um flutning
rannsóknastarfs frá Keldum óljósar og
lítt mótaðar. Páll Skúlason, rektor Há-
skóla Íslands, segir í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins að bráðlega verði
settur á fót starfshópur á vegum
menntamálaráðherra til að skoða
hugsanlegan flutning starfseminnar á
Keldum, í samráði við starfsfólk Til-
raunastöðvarinnar. Mikilvægt er að
fullt tillit verði tekið til sjónarmiða vís-
indamannanna sjálfra og mats þeirra á
því hvaða áhrif flutningar geti haft á
rannsóknastarfið. Ef niðurstaðan er sú
að slíkt geti grafið undan stórmerku
starfi, sem byggt hefur verið upp í
meira en hálfa öld, er verr af stað farið
en heima setið.
Það voru ekki góðar fréttir semkomu fram á baksíðu Morgun-
blaðsins síðastliðinn sunnudag um
hinn „týpíska götumann“. Þar kom
fram að sá hópur fólks sem hefst við á
götum Reykjavíkur sé að jafnaði yngri
og í harðari vímu- og fíkniefnaneyslu
en venjan var fyrir nokkrum árum.
Þetta eru alvarlegar fréttir sem
gefa okkur vísbendingu um að fleira
ungt fólk en áður villist af leið og ráfi
allslaust um borgina undir áhrifum
vímugjafa.
Í Morgunblaðinu í gær kom hins
vegar fram í tilefni fimm ára starfs-
afmælis meðferðarstöðvarinnar
Stuðla, að á því tímabili hefðu 179 ung-
lingar á aldrinum tólf til átján ára lok-
ið meðferð hjá stofnuninni, þ.á m.
margir sem átt hafa við vímuefna-
vandamál að stríða.
Það er gleðiefni að slík stofnun skuli
starfa hérlendis og greinilegt að hún
vinnur þarft verk. Biðtími eftir með-
ferð á Stuðlum er allt frá nokkrum vik-
um upp í hálft ár og sagði Halldór
Hauksson yfirsálfræðingur á Stuðlum
í viðtali við Morgunblaðið að þörf væri
á auknum umsvifum stofnunarinnar
sem ekki væri unnt að ráðast í vegna
skorts á fjárframlögum frá hinu op-
inbera.
Þess er að vænta, að stofnun eins og
Stuðlum og aðstandendum unglinga
sem eiga við slík vandamál að etja,
takist að koma í veg fyrir að fleira
ungt fólk bætist í hóp þeirra sem lifa á
götunni og eru djúpt sokknir í neyslu
vímu- og fíkniefna. Til þess að varna
því að slíkt gerist þarf að grípa
snemma í taumana og veita ungum
einstaklingum hæfilegt aðhald. Það er
mikilvægt að koma ungmennum sem
út í þetta leiðast strax úr þessum
hættulega heimi.
Reynslan sýnir að erfitt getur
reynst að snúa við blaðinu þegar fólk
hefur lifað í þessum heimi í töluverðan
tíma, brennt allar brýr að baki sér og á
hvergi athvarf, nema á götunni. Dæmi
um slíkt mátti lesa á síðum Morgun-
blaðsins um helgina og sjá í heimild-
armynd um Lalla Johns sem sýnd var í
ríkissjónvarpinu um helgina. Þar
mátti sjá togstreitu hins heimilislausa
Dóra og síafbrotamannsins Lalla sem
hvað eftir annað sýndu áhuga á að
koma lífi sínu á réttan kjöl en enduðu
ávallt í sama gamla farinu. Hugsan-
lega vegna þess að þar eru þeir á
heimavelli, þar er samfélagið sem þeir
þekkja og reglurnar sem þeir skilja.
Þetta má ekki gerast með unga fólk-
ið sem er í þessari stöðu í dag. Gatan
má ekki verða þeirra heimavöllur. Að-
allega vegna þess að það er þeim lífs-
hættulegt en einnig vegna þess hve
þungur baggi slíkir einstaklingar eru
á aðstandendum sínum og samfélag-
inu, bæði félagslega og fjárhagslega.
Af þessum sökum er mikilvægt að
kenna unga fólkinu „hluti sem eiga eft-
ir að nýtast þeim í lífinu. Hluti eins og
að leita í símaskrá, hvernig maður
sækir um vinnu og hvernig maður seg-
ir skoðun sína,“ eins og Halldór
Hauksson benti réttilega á. Fái þetta
viðhorf að ráða í umgengni við ung-
mennin má vel vera að slæmum frétt-
um af þessu tagi fækki á næstu árum.