Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UNDIRRITAÐUR varð fyrir því
fyrir 31. ágúst 1996, eða fyrir um
fimm árum, að slasast illa þegar
spreddari gaf sig og hann féll 12 til 15
metra ofan í steypt bryggjugólf í
Færeyjum ofan af gámi sem honum
hafði verið gert að fara upp á. Fimm
árum síðar eru bótamálin ófrágengin.
Fimm ára strit
Eftir legu á spítala tók við löng
sjúkdómslega heima, aðgerðir, þjálf-
un, og endurhæfing. Það tók rúmt ár
að komast í sæmilegt ástand og var
batinn hægur. Mér hefur þó verið
bent á að afleiðingar slyssins eru al-
varlegar, líkamstjónið verulegt og
best væri fyrir mig að hætta til sjós.
Ég hef kosið að halda áfram þrátt fyr-
ir óþægindin og bent á að þessi óþæg-
indi væru smámunir í samanburði við
óþægindin sem eru því samfara að
glíma við þá sem þiggja laun fyrir að
þjónusta tryggingafélög. Hér á ég við
lækna og lögfræðinga.
Fimm árum eftir slysið sér ekki
fyrir endann á málaskakinu. Fyrir
hönd skipa- eða tryggingafélagsins
fer lögmaður á hinni virtu lögmanns-
stofu LOGOS með málið og tveir
læknar tóku að sér að endurskoða
matsgerð sem áður hafði verið gerð,
Atli Þór Ólason og Stefán Carlsson.
Annar kunnugur starfsemi lækna-
deild Tryggingastofnunar. Lögfræði-
stofan fína og læknarnir virðast vera
það vígi sem hörfað er í eftir að læknir
Tryggingastofnunar ríkisins skilaði
sínu mati.
Fimmtán metra fall og viðbrögð
Samkvæmt marga daga ítarlegri
skoðun þess læknis sem tók allt upp á
segulband svo að sannreyna mætti
lýsingar mínar mat hann
afleiðingar slyssins á
þessa leið:
„1. Höfuðáverki með
viðvarandi höfuðverk.
2. Stirðleiki í öxl sem
kom fram vegna með-
höndlunar á framhand-
leggsbroti og afleiðingar
áverka þar.
3. Opið framhandleggs-
brot á hægri handlim sem
fljótlega orsakaði það að
úlnliður varð ónýtur…
4. Brot á mjaðmagrind
hægra megin sem haft
hefur í för með sér skerta
hreyfingu…
5. Álagsbundnir verkir
í pung.
6. Brot á vinstri framhandlegg
…sem telja verður að tengist áverk-
anum, eða afleiðingum þess vegna
jafnvægisskorts eftir höfuðhögg.
7. Skert hreyfing í hægri olnboga
vegna afleiðingar hægra framhand-
leggsbrots.“
Þetta eru líkamlegar afleiðingar
þess að falla fimmtán metra niður í
bryggjugólf í Færeyjum og niður-
staða óháðs læknis, sem lá fyrir fyrir
tveimur árum, var: Tímabundið 100%
atvinnutjón í ár og þriggja mánaða
100% atvinnutjón. Þjáningabætur
metnar á 15 mánuði, varanlegur miski
50% og varanleg örorka 50%. Niður-
staðan lá fyrir fyrir tveimur árum.
23. desember 1999 barst Eimskipa-
félagi Íslands bréf frá fyrirtæki sem
kallaði sig þá Counsel Office, Esta-
blished 1907, þá til húsa á Suður-
landsbraut 4A. Í því bréfi er Eim-
skipafélaginu ráðlagt, á ensku, að
taka ekki mark á mati sérfræðings
Tryggingastofnunar
eingöngu heldur fá
annað mat og leggur
hæstaréttarlögmaður
hjá Counsel Office,
Established 1907, líka
til að átta tíundu hlut-
um af bótakröfu minni
sé hafnað. Þetta var
jólaglaðningur Coun-
sel Office til Eimskips
1999.
Pakkað í vörnina
Þegar niðurstaða
þessi lá fyrir virðist
eins og tryggingafélag
skipafélagsins, eða
skipafélagið sjálft, hafi
ákveðið að beita sömu taktík og ítalska
knattspyrnulandsliðið beitti á niður-
lægingarskeiði ítalska boltans, að stilla
11 mönnum upp í vítateiginn til að
reyna að ná að jafntefli í hverjum leik.
Það gerðist ekkert í málinu fyrr en
ég sá mig knúinn til að leggja mál mitt
á borðið í Morgunblaðsgrein 22. nóv-
ember 2000. Tölvurnar lifnuðu við og
tölvupóstskeyti fóru milli manna og
var vörnin sú að fá nýtt mat, eins og
Counsel Office, Established 1907,
hafði lagt til.
Sama læknisfræði –
önnur niðurstaða
Eftir að hafa látið sérfræðing
Tryggingastofnunar ríkisins þurr-
ausa mig og skoða dögum saman fór
lögmaður skipafélagsins fram á að ég
mætti í nýtt læknisfræðilegt mat og
nú til þeirra heiðursmanna dr. Atla
Þórs Ólasonar og Stefáns Carlssonar
læknis. 6. febrúar 2001 mætti ég til
fundar við tvímenningana. Þeir fé-
lagar tóku mér afskaplega vel, töldu
óþarft að taka mig upp á segulband,
skoðuðu mig og ég var sáttur þegar
ég keyrði heim á þriðjudagssíðdegi.
Þremur dögum síðar lá matið fyrir.
Læknisfræðileg niðurstaða er sú sama
og hjá lækni Tryggingastofnunar.
Tímabundið atvinnutjón var metið það
sama, þjáningabætur svipaðar, varan-
legur miski sá sami, en varanleg
örorka var hins vegar ekki lengur 50%
heldur 25%. Ég ítreka: Varanleg
örorka var ekki lengur 50% heldur
25%.
Allar læknisfræðilegar lýsingar, mat
á líkamstjóninu og afleiðingar eru eins,
en hvers vegna þessi niðurstaða varð-
andi varanlegu örorkuna? Jú, þeir
brugðu sér í gervi félagsvísindamanna,
læknarnir tveir. Þetta segi ég vegna
þess að niðurstaða þeirra byggist á mati
á menntun minni, tekjumöguleikum,
áhugamálum eða viljastyrk. Það sem
þeir gera að mínum dómi er að klæða
almenna niðurstöðu í búning læknis-
fræðilegrar sérfræði og það er ég afar
ósáttur við. Í áliti læknanna segir til
dæmis: „Jóhann er rétthentur. Þá hefur
hann kvartað um minnis- og einbeiting-
arskort. Hann hefur … unnið sömu
vinnu og áður með miklum óþægindum
… Þannig hefur hann ekki orðið fyrir
tekjutapi. Í landi hefur hann sleppt
ýmsum störfum … Jóhann hefur hug-
leitt að fara í land … Matsmenn telja
það ekki óeðlilegt … óvíst hvenær Jó-
hann lætur verða af þessu … hugsan-
legt að ýmisskonar lagerstörf hentuðu
honum og önnur létt störf … vinnu-
framboð fyrir hann væri minna …
vinnugeta skert … vegna minni álags-
getu svo og minna vinnuframboðs.“
Varanleg örorka er metin 25%.“
LOGOS og orð Guðs
Á Vesturlöndum hafa ýmsir hópar,
aðrir en beinir umboðsmenn almætt-
isins hér á jörðu, þóst standa nærri
Guði. Sauðsvartur almúginn segir
stundum að læknar séu hálfguðir og
ekki er óþekkt að við viljum taka þá í
guðatölu sem láta gott af sér leiða.
Þessi staða hefur hugsanlega orðið til
þess að sumir þeirra blandi saman
læknisfræði og hagsmunum þess sem
þeir þjóna. Ég fullyrði ekkert en velti
fyrir mér möguleikanum til að skýra
fyrir mér og reyna að skilja hvernig
læknar geta verið læknisfræðilega
sammála en orðið svo gjörsamlega
ósammála þegar kemur að forsendum
sem þarf að leggja til grundvallar fé-
bótum mínum.
LOGOS er lögfræðistofan sem
pantaði nýja matið og kennir sig með
nafninu við orð Guðs og visku í góðu
samræmi við kenningar Fílóns gamla
og þeirra sem síðar færðu rök fyrir
því að LOGOS hefði lifnað við með
fæðingu frelsarans sjálfs.
Það er til umhugsunar fyrir sjó-
menn sem slasast hve miklu má kosta
til til að koma í veg fyrir að sjómenn
og almenningur nái rétti sínum eftir
alvarleg slys. Það er líka til umhugs-
unar hve langt þeir virðast seilast sem
vinna fyrir valdið. Það er líka til um-
hugsunar fyrir hluthafa skipafélags-
ins hvort félagið græðir á framferði
sínu af því að milljónirnar sem það
reynir að hafa af mér þarf félagið
örugglega að greiða inn á reikning
þeirra sem vinna við lögmennsku
undir merkjum orðs Guðs.
Í þjónustu valdsins
Jóhann Páll
Símonarson
Höfundur er sjómaður í Reykjavík.
Slysfarir
Fimm árum eftir slysið,
segir Jóhann Páll Sím-
onarson, sér ekki fyrir
endann á málaskakinu.
AF HVERJU brugð-
ust ráðamenn svo
harkalega við úrskurði
Skipulagsstofnunar um
mat á umhverfisáhrif-
um Kárahnjúkavirkj-
unar? Ég skildi ekki
hvernig Landsvirkjun
gat talið matið sér í hag.
Þeir sem glöddust yfir
niðurstöðu Skipulags-
stofnunar eiga ekki
skilið skæting, enn síð-
ur starfsmenn þeirrar
stofnunar. Sérfræðing-
ar á vegum Landsvirkj-
unar mátu umhverfis-
áhrifin. Víða er gefið í
skyn að röskun á náttúrunni sé
óæskileg og vitnað t.d. í lög um nátt-
úruvernd, en alls eru 16 svæði á nátt-
úruminjaskrá á virkjunarsvæðinu, en
þeir gátu ekki sagt hingað og ekki
lengra. Sumir telja matið frekar lýs-
ingu. Hefðu ekki vísindamenn óháðir
Landsvirkjun átt að
vinna matið?
Um Jökulsá í Fljóts-
dal segir: „ … frá Norð-
urdal að Eyjabakka-
fossi er mikið fossaval
og geta aðrar ár á land-
inu vart státað af öðru
eins enda fellur áin 600
m á 30 km kafla … frá
Eyjabökkum niður að
Kleif í Fljótsdal eru um
15 fossar allt að 30 m
háir.“ Fórnar þú því
sem þú státar af?
Jökulsá í Dal (Jökla)
er búin að sverfa niður
öll fossstæði í farvegi
sínum. Lítið er unnið með raunhæfar
hugmyndir um að virkja Jöklu í eigin
farvegi. Þeim möguleika er stillt upp
ásamt Fljótsdalsvirkjun með Eyja-
bakkalóni, en Eyjabakkar teljast nú
mikilvægir á alþjóðavísu og hug-
myndinni er hafnað.
Kringilsá og Sauðá falla að vestan í
Jöklu í fossum og mögnuðum flúðum.
Um Kringilsárfoss segir „ … mun
hann hverfa endanlega á um hundrað
árum þegar aurkeila fyllir gljúfrið
smámsaman. Verndargildi fossins,
sem er talið nokkuð mikið vegna
stærðar hans og fegurðar, mun því
rýrna til muna. Það sama á við um
Sauðárfoss.“
Um Lagarfljót segir í kaflanum um
fuglalíf: „Votlendið á Finnsstaðarnesi
er einstakt á héraðsvísu … Finns-
staðarnes er á náttúruminjaskrá
ásamt Egilsstaðanesi … Úthérað er á
skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fugla-
svæði í Evrópu vegna mikilvægis fyr-
ir stofna lóms, flórgoða, grágæsar og
kjóa.“ Á þessum svæðum mundi
grunnvatnsstaða breytast við fyrir-
hugaða virkjun og „tún blotna á
nokkrum stöðum“.
Dragárnar á svæðinu skila af sér
60–80% af ársrennslinu á tímabilinu
maí–ágúst. Ofmetum við ekki
vatnsbúskap landsins? Munurinn á
rennsli Jöklu sumar og vetur er
geysimikill. Hjá Brú á Jökuldal er
rennsli Jöklu langtímum saman á
vetrum 6 m3 á sek. en um hásumarið
600 m3 á sek. (Sigurjón Rist: 1990,
Vatns er þörf, bls.168).
Viljum við fórna gróðurvinjum í
lægðum á hálendinu undir lón? Eigum
við að trúa því að ekkert land í veröld-
inni sé eins heppilegt til raforkufram-
leiðslu og að við séum því hæfust til að
bjarga heiminum? Væri ekki nær að
íslensk stjórnvöld uppfylltu skuldbind-
ingar sínar gagnvart Sameinuðu þjóð-
unum um þróunarhjálp?
Mikil ógnun er fólgin í því að flytja
fljót og ár úr farvegum sínum. Ekki
það eitt að veita Jöklu um 40 km löng
göng í Jökulsá í Fljótsdal og marg-
falda vatn hennar, heldur líka að
ræna margar ár rennsli sínu: Grjótá
og Hölkná á að veita í skurðum í
Laugará. Þrjú lítil lón myndast vest-
an og norðan Nálhúshnjúka. Þessar
ár og fossar í Laugará hafa hátt
verndargildi. „Gróður á lónstæðum,
skurðstæðum, nýjum farvegum neð-
an skurða og á námusvæðum mun
eyðast eða raskast. Þá liggur Hafurs-
árskurður þvert yfir gróskumikið
votlendi og spillir því.“ Hafursárveita
minnkar verndargildi landsins, en
Hafursá er smálækur við rætur Snæ-
fells. Laugará á að renna í skurði, þ.e.
uppistöðulóni, með fram vegi til
Kárahnjúka. Þessi vatnssöfnun gæfi
aðeins 2% af orkunni, þar af Hafursá
aðeins 0,2%. Hvernig er hægt að
treysta þeim, sem ganga svona til
verks gegn því smáa, fyrir því stóra?
Á Hraununum er ætlunin að veita
6 þverám Kelduár í Ufsarlón, uppi-
stöðulón Jökulsár í Fljótsdal, neðan
við Eyjabakkafoss. Kelduá á að stífla
og mynda 8 km² lón með Folavatn og
gróðurinn umhverfis á botninum.
Folavatn hefur allhátt verndargildi
og er að hluta friðað. Fossar í Kelduá
í Suðurdal í Fljótsdal yrðu ekki svip-
ur hjá sjón. Mynd í skýrslunni af
Stórulækjarfossum í Kelduá (rang-
lega sagðir í Jökulsá í Fljótsdal) sýnir
að þeir eru einstakir. Það er fátæk
þjóð sem hefur ekki efni á að eiga slík
djásn. Sumir meta meira listaverk
náttúrunnar en „list í orkustöðvum“.
Að vega og meta
Ég sé ekki að virkjunaráformin séu
í samræmi við matið eða umhverfis-
stefnu Landsvirkjunar: „Markmið
okkar er að nýta sem best auðlindir
þjóðarinnar á markvissan og varfær-
inn hátt í sátt við umhverfið.“
Hvar sá Landsvirkjun grænt ljós?
Vægi hennar er ekki á því hvort 100
fossar hverfa eða breytast á Mið-
Austurlandi, ár séu færðar úr farveg-
um sínum, tún og varplönd fari undir
vatn eða mistur byrgi sýn. Þeir hugsa
stórt. Þeir selja nú þegar 2⁄3 af orku
sinni til stóriðju. Kárahnjúkavirkjun
á að framleiða jafnmikla orku og Búr-
fell, Hrauneyjarfoss, Sultartangi og
Blanda til samans. Stíflan á aðeins að
vera 31 m lægri en Hoover-stíflan
mikla í Bandaríkjunum, sem er 221 m
á hæð og 373 m á lengd. Lengd stíflna
í fyrsta áfanga yrði um 4,8 km en alls
8,4 km. Í stíflurnar færu um 15 þús-
und m3 af efni, þar af 12 þúsund m3 af
möl og grjóti úr 14 námum, hauga-
svæði yrðu 11, göng 78,8 km, skurðir
15 km. Þetta felur í sér töluverða
áníðslu á landinu, því að ekki er verið
að vinna á eyðisöndum, en ég sé ekki
eftir þeim undir vatn, sem getur jafn-
vel verið til prýði.
Niðurstaða mín er að Landsvirkj-
un réttlæti áform sín á því mati, að á
heimsvísu séu áhrif breytinga á um-
hverfi jökulsánna lítil, aðeins áhrifin á
Hafrahvammagljúfur nokkur. Á ís-
lenskan mælikvarða er verndargildið
hins vegar talið hátt og miðlungs
hátt.
Óskandi væri að fleiri litu landið
sömu augum og Kjarval og tækju of-
an fyrir blómum og fuglum. Hann
vissi að við höfum ekki öll sömu nátt-
úrusýn og sagði: „En ég segi þér satt,
steinar eru spakir í landslagi, steinar
brosa í landslagi. En það er ekki
sama hver gengur framhjá.“
,,Í sátt við umhverfið“
Bergþóra
Sigurðardóttir
Umhverfisáhrif
Óskandi væri að fleiri
litu landið sömu augum
og Kjarval, segir Berg-
þóra Sigurðardóttir, og
tækju ofan fyrir blóm-
um og fuglum.
Höfundur er læknir.