Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 37
Tískudagar
27.—30. september
Komið og sjáið alla
fallegu haustlitina frá
Gardeur, Marcona,
Monari, Echo
og Baronia.
iðunn
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Kringlunni,
sími 588 1680.
Opið í Kringlunni
til kl. 21
NÚ VIRÐIST niður-
staða endurskoðunar-
nefndarinnar um
stjórn fiskveiða vera að
líta dagsins ljós. Klofn-
ingur er í nefndinni, um
afgreiðslu málsins, sem
við mátti búast. Þó að
niðurstaðan eða álit
minni hlutans hafi ekki
verið birt opinberlega
virðist það liggja fyrir.
Þar koma fram tveir
kostir, annars vegar er
það auðlinda- eða veiði-
leyfisgjald, en hins veg-
ar fyrningarleið. Út-
gerðarmenn eru
fylgjandi fyrri kostin-
um en sjómenn þeim síðari.
Ég vil leggja fram sáttatillögu í
málinu. Nú er það svo að kvótaút-
hlutunin miðast við ákveðna pró-
sentu (%) af hverri fisktegund, og út
frá því reiknast magn fisks af hverri
tegund, sem sérhver kvótahafi má
veiða, leiga, selja, veðsetja eða hvað
það heitir allt saman.
Tillaga mín er sú að fiskveiðiheim-
ildirnar séu miðaðar við ákveðið
magn en ekki ákveðna prósentu. Þá
myndi öll aukning á
fiskveiðiheimildum
hverrar fisktegundar
koma til frjálsra skipta,
þá í formi leigugjalda,
veiðigjalda eða annars
konar skipta.
Nú eru margir fiski-
stofnar í lágmarki að
sögn Hafrannsókna-
stofnunar, þrátt fyrir
allmikla „friðun“ á síð-
ustu 20 árum. Það gæti
hugsast að þeir færu að
taka við sér. Með þess-
ari tillögu gæfist tæki-
færi fyrir unga menn
að nálgast veiðiheim-
ildir á komandi árum.
Hver yrðu rökin gegn þessari til-
lögu?
1. Útgerðarmenn segðu: ,,Við er-
um búnir að sitja að skorti á veiði-
heimildum og ættum að njóta þeirr-
ar aukningar ef af yrði.“ Því er til að
svara. ,,Þeim var í fyrstu úthlutað
ákveðnu magni og hafa sniðið sinn
stakk eftir því, en ekki eftir hugs-
anlegri aukningu.“
2. Hvað skal gera ef veiðiheimildir
minnka enn á milli ára? Hér er ým-
islegt athugandi, t.d. 1. Núll-puntur
yrði gerður, ef og þegar reglugerð að
tillögunni tæki gildi. Þeir, sem fengu
skerðingu veiðiheimilda af einhverri
tegund, fengju aukningu að núll-
punktinum aftur, þegar veiðiheim-
ildin ykist aftur. Á meðan mætti
bæta þeim upp hugsanlegan skaða,
með hugsanlegri aukningu annarra
stofna.
Þetta mætti hugsa á marga vegu.
Eins og ég sagði í upphafi er þetta
einungis tillaga sem vert að huga að.
Öll þjóðin vill sátt í þessu máli og
ekki síst útgerðarmenn, að þeirra
sögn. Niðurstaða nefndarinnar virð-
ist ekki falla í þann jarðveg eða vera
sú sátt sem vonast var eftir.
Þess skal getið að tillaga þessi er
eigið hugarfóstur og án íhlutunar
annarra.
Sáttatillaga
Ingvi R.
Einarsson
Fiskveiðistjórnun
Fiskveiðiheimildirnar
verði miðaðar við ákveð-
ið magn, segir Ingvi R.
Einarsson, en ekki
ákveðna prósentu.
Höfundur er skipstjóri.