Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Björn Elith Tru-elsen fæddist í
Kaupmannahöfn
4.12. 1911. Hann lést
á Grindsted-sjúkra-
húsinu í Vejen á Jót-
landi 9. júní sl. og var
jarðsettur við hlið
konu sinnar í Gade-
vangs-kirkjugarðin-
um á Sjálandi.
Foreldrar hans
voru Steinunn
Björnsdóttir, f. í
Stóru-Tungu á Fells-
strönd 1885, d. í
Kaupmannahöfn
1970, og Sofus William Truelsen
málarameistari, f. 1849 í Kaup-
mannahöfn, d. 1933. Steinunn,
móðir Björns, var dóttir Agnesar
Guðfinnsdóttur, ljósmóður frá
Ytrafelli á Fellsströnd, f. 1850, d.
1932, og fyrri manns hennar,
Björns Ólafssonar, f. 1845, sem
drukknaði við Hvítabjarnarey ut-
an við Stykkishólm 1890. Agnes
var ættuð úr Húnavatnssýslu, af
Bergmannsætt, en móðurafi henn-
ar var Steinn Sigfússon Berg-
mann (Barna-Steinn) frá Ægissíðu
á Vatnsnesi. Björn Ólafsson, afi
Björns Elith, var bróðir Matthías-
ar Ólafssonar, bónda á Orrahóli á
Fellsströnd og sergeantmajors í
Hjálpræðishernum.
Systkini Björns voru: l) Agnes,
f. 1910, dó ung; 2) Jens Emil Gunn-
ar verslunarmaður f. 1913, hann
er látinn. Kona hans var Ena Tru-
elsen, áður Olsen. Þau áttu tvær
dætur; 3) Magnús
Gestur Richardt
verkamaður, f. 1921,
hann er einnig lát-
inn. Kona hans var
Elsa, þau voru barn-
laus.
25. júlí 1936 giftist
Björn Gerdu Louise
Angelika Mikkelsen,
f. í Álaborg 1909.
Gerda lést 1975. For-
eldrar Gerdu voru
Hans Peter Sofus
Mikkelsen og Inge-
borg Marie Amalie
Larsen. Dætur
þeirra Björns og Gerdu eru tví-
burasysturnar Alice og Grete, f.
23.1. 1937 í Hilleröd. Alice, meina-
tæknir, er gift Mogens Hansen og
eiga þau fjóra syni; Torben, f.
1962, Lasse, f. 1965, Christian, f.
1966 og Thomas, f. 1971. Grete,
meinatæknir, er gift Peder Bent
Jensen. Þeirra börn eru Karen, f.
1961, Peder, f. 1963 og Jens Krist-
ian, f. 1968. Allir afkomendur
Björns eru búsettir í Danmörku.
Björn Elith var lærður bókhald-
ari og tæknifræðingur en starfaði
lengst af sem blaðamaður við
danska tímaritið Motor og sem
sérstakur ráðunautur hjá For-
enede Danske Motorejere. Hann
tók virkan þátt í andspyrnuhreyf-
ingunni í stríðinu, var yfirmaður
andspyrnuhreyfingarinnar á
Norður-Sjálandi, þar sem hann
bar dulnefnið Tom, og var sæmd-
ur majórsnafnbót í stríðslok.
Látinn er í hárri elli í Danmörku
frændi minn og vinur Björn Elith, en
þau móðir mín og hann voru systk-
inabörn. Það má með sanni segja um
okkar kynni að þar voru það gæði
stundanna en ekki fjöldi sem skipti
máli. Leiðir okkar lágu ekki saman
fyrr en hann á miðjum aldri heimsótti
Ísland, land móður sinnar og for-
feðra. Þá var móðir hans, eini tengi-
liðurinn við Ísland, látin og enginn
lengur til að spyrja eða fræðast af.
En með honum blundaði djúp og ein-
læg ósk um að kynnast þessu fjar-
læga landi og fólkinu sínu, sem hann
þó vissi afar lítið um. Og hér rakti
sagan sig, hér fann hann ræturnar
hríslast um fjöll og dali, heiðar og
hvamma. Hann stóð á hlaðinu í Stóru-
Tungu á Fellsströnd þar sem móðir
hans hafði leikið sér lítil hnáta. Hann
gekk að gamla Ytrafellsbænum undir
múlanum þar sem klettarnir slúta
fram og örninn flýgur um forsali
vinda, þar sem afi hans og amma
bjuggu með sinn stóra barnahóp. Og
hann stóð á bryggjunni í Stykkis-
hólmi þaðan sem afi hans og nafni
hafði lagt í sína hinstu för og horfði á
báruna brotna við Hvítabjarnarey
þar sem feigðarförinni lauk. Þá gekk
hún amma hans með fimmtánda
barnið þeirra. Í kirkjugarðinum á
Staðarfelli strauk hann veðraða leg-
steina afa síns Björns og langafa
Guðfinns og hlustaði á gamla sveit-
unga rifja upp ættartengsl, fornar
sögur og fróðleik. Hann var óum-
ræðilega stoltur af að bera nafn afa
síns og hélt því æ meir á lofti eftir því
sem árin liðu.
Á Íslandi mætti honum saga móð-
ur hans, saga sem allan hennar aldur
hafði verið honum hulin. Sagan um
unga og fallega stúlku sem kynntist
dönskum stýrimanni sem gaf henni
gullbaug með snúru að dönskum sið,
ást og lítið líf sem hún bar undir belti.
Þegar fundirnir strjáluðust kvaddi
hún fólkið sitt á Fellsströndinni, lagði
ein af stað yfir hafið og bankaði á dyr
í ókunnu húsi í framandi danskri
borg. Veikluleg kona lauk upp dyrum
og Steinunn spurði um vininn sinn
eina. Hann er ekki heima, var svarið,
en ég er konan hans. Komdu sæl, ég
er unnusta hans frá Íslandi, svaraði
Steinunn, og ástand hennar leyndi
sér ekki. Konurnar áttu saman stutta
stund í dyragættinni þar sem hús-
móðirin trúði Steinunni fyrir því að
hún væri langt leidd af berklum og
bað hana að taka við heimilinu og níu
ára dóttur þeirra hjóna eftir sinn dag.
En Steinunn vildi ekki feta þá braut,
vinurinn hennar eini var ekki trausts-
ins verður, og hún var of stolt til að
halda aftur heim til Íslands með ein-
bauginn sinn fína sem hafði skinið svo
skært við frænkum hennar á Fells-
ströndinni.
Alein hóf hún lífsbaráttuna allslaus
á erlendri grund. Í örvæntingu sinni
giftist hún sér langtum eldri manni
svo litla telpan hennar yrði ekki föð-
urlaus. Hún gaf henni móðurnafnið
sitt, Agnes. En Agnes litla náði að-
eins að verða fárra ára gömul, þá var
hennar saga öll. Það var eins og
Björn frændi minn hyrfi inn í fortíð-
ina þegar ég sagði honum þessa sögu
eftir Ósk móðursystur minni, sem
hafði hana eftir Agnesi ömmu sinni,
móður Steinunnar. Daufar myndir og
minningar úr fjarlægri æsku kvikn-
uðu í huga Björns. Gönguferðir að
litlu leiði í kirkjugarðinum, móðir
hans grátandi. Síðan hafði tíminn og
þögnin umlukt þessa mynd, þessa
minningu. Hann hafði ekki hugmynd
um að hann hafði einu sinni fyrir
langa löngu átt systur, litla Agnesi.
Og Ósk frænka hans gerði betur, hún
dró fram mynd af lítilli stúlku í lítilli
kistu. Þá felldi hann frændi minn tár
líkt og móðir hans forðum. En ef til
vill grét hann ekki bara systurina
sína litlu heldur einnig örlög móður
sinnar sem var honum svo kær.
Hennar sem lifði í óhamingjusömu
hjónabandi með drengina sína þrjá
og sem svo árum saman vann ein fyr-
ir þeim dag og nótt með því að sauma
hanska með sínum högu höndum.
Þessi danski frændi minn, sem við
fyrstu sýn virtist svo stífur og fram-
andi með majórstign og merka sögu
að baki, varð fyrr en varði svo mikill
Íslendingur. Hann fór að minna mig á
frændur sína hér heima í tali og tökt-
um og áhugi hans og forvitni jókst
með hverri heimsókn. Ég leiddi hann
á vit skyldmenna sinna vítt og breitt
um landið og rakti fyrir hann ættir
hans langt aftur í aldir. Ísland varð
honum í senn ástríða og yndi. Í einni
ferðinni kom hann með dóttursyni
sínum, ljósmyndara að mennt, sem
festi á filmu alla þá staði sem voru
honum svo kærir. Í síðustu heim-
sókninni kom hann með Grete dóttur
sína og Bent mann hennar. Það var
eins og hann væri að treysta ræturn-
ar, skila af sér. Nú var komið að henni
að taka við. „Hvernig gat hún amma
mín farið frá þessum yndislega stað?“
sagði hún dóttir hans þegar hún stóð
á rústum Ytrafellsbæjarins og horfði
út á glitrandi Breiðafjörðinn. Þá
brosti hann frændi minn, hann fann
að ætlunarverki hans var lokið.
Einhverju sinni sátum við saman
hér heima og skoðuðum úrklippu-
bækur með minningargreinum og
öðrum fróðleik um ættmenni hans á
Íslandi. Honum fannst þessi siður
okkar að skrifa minningargreinar
mjög áhugaverður. Svo sagði hann
eins og með hálfum huga: Heldurðu
að þú mundir skrifa nokkrar línur um
mig þegar sá dagur kemur? Sjálfsagt
hef ég jánkað því en bætt við að eng-
inn veit hver annan grefur. En nú er
minn kæri frændi og vinur genginn á
vit feðra sinna. Og ég fylgi honum úr
hlaði með þessum fátæklegu orðum.
Ég þakka honum tryggð hans og
frændrækni, elsku hans og áhuga á
landi sinnar kæru móður. Dætrum
hans, tengdasonum og ættingjum öll-
um sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Björns Elith.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
BJÖRN ELITH
TRUELSEN
! "#$%#%#
&
' (
! " ##$ !% & "' ()'
#*$ !% $ +,$,-$
.
'
% % )#*+#
,- #% +# ./ 0 1#$$/%
) 2% $/%
&3%1$ % $/%
, #,- #+, #, #,- #
44560'
4
4
7 #,* 8
58## 8
#,$ !%
' ' / )'
#*$ !% $ ++ $$
9/ ###%8 #$ $/%
9/# ## $/% 8 #$ ./ %:*+#
%:* ## 8 #$+# &$%# ##
/8$/%
./ % 8 #$+#
8 #$ +#./ %+#
8 #$
/8%:*+#
#$ %%:*+#
. %
04)';6
4
)- #
' 0 %' 1 #2$ !
% $ +3$--$
% *1$/%
1:
$$+#
+ % #$#$
4'
5
5
5040660
0660
4 % %<: " %#
9=+#7%3
4>?+
##)#*$/% 011
+:-11$
4'
)40
4
: ,#*%,*/ %
: .*:#-11 8
%138%1%6%#$
%
#,$ !%
' 6)' +$ % $ +,$,-$
3%1$ #3 $/%
0% 8 #$+# 0819/3##$/%
+:,- #%#0$$+1%
&
446
7+ #, %@
1::% %
4%
+*$ !% 7 ' '
#2$ !% $ +,$--$
") 0%11%1$+#
## %1$+# !%##$/%
*# %1$+# 13% 9/3##$/%
, #,- #+, #, #,- #
" &;
6!
4
71 1 #$%
%
"' '55 6)
'
#8$ !% 9 - #3%#1 #