Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Árbæjarþrek Jógakennari Óskum eftir jógakennara til starfa sem fyrst. Einnig vantar okkur leikfimiskennara fyrir eldri konur. Upplýsingar í símum 567 6471 og 861 5718. Trésmiðir Óskum eftir að ráða trésmiði í ýmis verkefni. Upplýsingar í síma 896 2330, Þorvaldur, eða 899 5631, Sigurður. Sláturhús Kirkjubæjarklaustri og Laxá Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða aðila til starfa í sláturhúsum félagsins á Kirkjubæj- arklaustri og Laxá í Leirársveit, í sauðfjárslátur- tíð í haust, sem er hafin. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug Jónsdóttir, sláturhússtjóri á Kirkjubæjarklaustri, í síma 487 4703 og 487 4613 og Brynjólfur Ottesen, sláturhússtjóri á Laxá, í síma 433 8893. ⓦ í Selbrekku í Kópavogi Flugmálastjórn Íslands óskar að ráða yfirverkstjóra/ deildarstjóra á vélaverkstæði Reykjavíkurflugvallar. Starfssvið: ● Starfsmannahald, verkstjórn, kostnað- areftirlit og áætlanagerð. ● Skipulagning viðhalds sjúkraflugvalla í umdæmi I. ● Tæknileg ráðgjöf. Menntunar- og hæfniskröfur. ● Meistarapróf af járniðnaðarsviði iðnaðarmanna. ● Reynsla af stjórnun, skipulagningu og áætlanagerð nauðsynleg. ● Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. ● Reynsla af viðhaldi gróðursvæða og byggingaframkvæmdum æskileg. Krafist er réttinda meiraprófs bifreiða- stjóra og réttinda í stjórnun þunga- vinnuvéla. Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamn- ingum starfsmanna ríkisins. Umsóknir ● Upplýsingar um starfið gefur Stefanía Harðardóttir, starfsmannahaldi, í síma 569 4100. ● Umsóknir með ítarlegum upplýsing- um um nám og fyrri störf skulu berast starfsmannahaldi fyrir 12. október. ● Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. ● Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmálastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan, að sjá um upp- byggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið, sem samtals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.