Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 50

Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss kemur og fer í dag. Árni Friðriksson kemur í dag. Helgafell, Baldvin Þorsteinsson og Arn- arborg fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda fór í gær. Hvilvtenni kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Enskunámskeið hefjast þriðjudaginn 3. okt. einn- ig er hæGt að komast að í bókbandi sem er á föstu- dögum kl. 13. Hausthátíð verður föstudaginn 5. október og hefst hún kl. 13.30 með kórsöng, barnakór syngur. Hátíð- arbingó. Ingibjörg Ólafs- dóttir óperusöngkona og Ólafur B. Ólafsson hljóð- færaleikari skemmta. Kaffihlaðborð. Miðar óskast sóttir í síðasta lagi miðvikudaginn 3. októ- ber. Skráning í af- greiðslu, sími 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handa- vinnustofan, bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13– 16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllur op- inn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlað- hömrum er á þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 14.30–15.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Garðabæ. Félagsvist í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.30 í Kirkjuhvoli. Rúta fer frá Hleinum kl. 19. Kór aldraðra í Garða- bæ vantar bæði kven- og karlaraddir. Æfingar mánudaga kl. 17. Upp- lýsingar í síma 565 6424. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leshringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt. kl. 10.30. Bútasaumur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Leshringur á Bókasafni Álftaness byrjar 10. okt. kl. 15. Nánari upplýs- ingar á www.fag.is. Sími 565 6622. Félagsstarfið Furugerði 1. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurður, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver. Boccia fellur nið- ur í dag. Á morgun, föstudag, kl. 14 kynnir Ágústa Ágústsdóttir geisladiskinn „Hittumst heil“ með lögum eftir Ágúst Pétursson. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Krukkumálun í dag kl. 13. Á morgun verður myndlist, brids og pútt á vellinum við Hrafnistu. Dansleikur verður á morgun 28. sept. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Námskeið í framsögn og upplestri hefst í dag kl. 16.15. Kennari Bjarni Ingvarsson. Fræðslu- nefnd FEB efnir til heimsóknar og fræðslu- kynningar hjá Íslenskri erfðagreiningu föstu- daginn 28. september. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14. Ath. takmarkaður fjöldi þátt- takenda. Farið verður í Háskólabíó á laugardag- inn kl. 13.30 að sjá myndina Braggabúar. Þriðjudaginn 2. október kl. 12 koma eldri borg- arar frá Svíþjóð í heim- sókn í Ásgarð, Glæsibæ. Félagar eru hvattir til að koma og taka á móti þeim og skemmta sér undir fjöldasöng og harmónikkuleik. Léttur hádegisverður. Brids- námskeið byrjar mið- vikudag 3. október kl. 19.30 í Ásgarði, Glæsibæ, kennari Ólafur Lárusson. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði, Glæsibæ. Þátt- taka, upplýsingar og skráning í ferðir og nám- skeið á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurðarnámskeið, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leik- fimi, kl. 15.15 dans. Eft- rimiðdagsskemmtun kl. 14. kynning á vetr- arstarfi. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9.30 klippimyndir, taumálun, kl. 9–15, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, bútasaum- ur, kortagerð og perlu- saumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10– 11 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Miðvikudaginn 3. októ- ber verður Félags- og þjónustumiðstöðin 12 ára, af því tilefni bjóðum við gestum og velunn- urum í morgunverð frá kl. 9–10. Haustfagnaður fimmtudaginn 11. okt. Húsið opnað kl. 17.30, veislustjóri séra Hjálmar Jónsson. Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir við flygilinn, kvöldverður. Haustkabarett, berja- terta með kaffi í eftirrétt. Anna Sigríður Helga- dóttir söngkona syngur gömul íslensk dægurlög og fleira. Píanóleikari Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Skemmtiatriði Ómar Ragnarsson, pí- anóleikari Heiðar Ing- ólfsson. Aðgöngumiði gildir sem happdrætt- ismiði, hljómsveit Hjör- dísar Geirs leikur fyrir dansi. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Allir velkomnir. Föstudaginn 28. sept. kl. 14.30–16 dansað við laga- val Halldóru, pönnukök- ur með rjóma í kaffitím- anum. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leikfimi. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl í Rauða sal. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Í dag kl. 13–16 er prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomn- ir. Skíðadeild Víkings. Kynningarfundur verður haldinn í Víkinni í kvöld 27. sept. kl. 20. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur í umsjá Benedikts Arnkelssonar. Fundurinn hefst kl. 17. Allar konur velkomnar Í dag er fimmtudagur 27. sept- ember, 270. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna í gegn oss, því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér. (Jes. 59, 12.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI frétti nýlega af konusem hefur verið að velta fyrir sér húsnæðiskaupum. Fyrsta skref konunnar var að fara í bráðabirgða- greiðslumat. Konan hafði velt fyrir sér þeim möguleika að kaupa íbúð og leigja hana til að byrja með og nota leigutekjurnar til að borga afborg- anir af húsnæðislánunum. Hún leit- aði sér því upplýsinga hjá Íbúðalána- sjóði um hvernig hún ætti að telja fram leigutekjurnar í greiðslumat- inu. Svörin sem hún fékk hjá sjóðn- um fengu hana til að staldra við og klóra sér í höfðinu. „Þú verður að byrja á því að útvega þér leigjanda og gera við hann leigusamning áður en þú gengur frá greiðslumati!“ x x x KONAN er ekki búin að finna séríbúð. Hún veit ekki hvenær hún verður búin að finna sér íbúð sem henni líkar. Hún veit ekki fyrir víst hvar íbúðin verður, jafnvel þó að hún hafi myndað sér skoðun á því hvar hún vilji helst búa. Hún veit ekki hvenær hún fær íbúðina af- henta. Hún veit ekki hvernig íbúðin mun líta út. Hún veit ekki hvað hún verður stór þótt vissulega hafi hún hugmynd um hvaða stærð hentaði henni best. Samt á konan að finna sér leigjanda sem er tilbúinn til að gera við hana leigusamning þrátt fyrir alla þessa óvissuþætti! Fróð- legt væri að vita hvernig Íbúðalána- sjóður sér fyrir sér að samningavið- ræður um leiguverð eigi að fara fram. Víkverji getur ekki annað en bros- að að því að til skuli vera embætt- ismenn sem gefa svona sérkennileg svör. Það má einnig velta því fyrir sér hvort ekki er ástæða fyrir Íbúða- lánasjóð til að reyna að grennslast fyrir um hvort einhverjar líkur eru á að leigjandi geti staðið í skilum með leiguna því augljóst er að vanskil á leigu geta sett strik í reikninginn hjá húskaupandanum. Það má því velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að láta leigjandann fara í sérstakt greiðslumat. Eðlilegast er auðvitað að Íbúðalánasjóður sé ekkert að skipta sér af þessu og treysti hús- kaupandanum til að útvega leigjend- ur. x x x TALSVERÐ umræða hefur áttsér stað á Bretlandseyjum um hvort breyta eigi fíkniefnalöggjöf- inni og leyfa neyslu á hassi. Víkverji hefur reynt að fylgjast með þessari umræðu og lagði því við hlustir þeg- ar morgunútvarp Rásar tvö boðaði umræðu um málið sl. þriðjudags- morgun. Þar mætti maður sem búið hefur í Bretlandi í nokkur ár. Hann var í upphafi spurður hvort mikið væri um fíkniefnaneytendur í Bret- landi. Hann gaf þau svör að það væri allt vaðandi í fíkniefnaneyslu þar. Bankastjórar, aðallinn og allur al- menningur neytti hass, kókaíns og heróíns í miklu magni! Blaðamenn væru líka flestir „þrælskakkir“. Um- ræðan fór síðan meira og minna út og suður, en minnst var rætt um þá málefnalegu umræðu sem nú fer fram í landinu um kosti og galla nú- verandi löggjafar. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnenda Rásar tvö að þeir velji viðmælendur sem eitthvert vit hafa á málum og geta lagt eitthvað málefnalegt fram í umræðunni. Á það skorti verulega í þessu tilviki. Þótt viðurkennt sé að mikið sé um fíkniefnaneyslu í Bret- landi er ástandið örugglega ekkert líkt því eins slæmt og lýst var í þessu einkennilega útvarpsviðtali. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fantur, 8 gufa, 9 hús- gögn, 10 ætt, 11 muldra, 13 tjóns, 15 fótaburðar, 18 ásjóna, 21 ástfólgin, 22 daufa, 23 súrefnið, 24 fljótráður maður. LÓÐRÉTT: 2 stækju, 3 barefla, 4 í vafa, 5 endast til, 6 ferm- ing, 7 höfuðfat, 12 drátt- ur, 14 glöð, 15 handtaka, 16 brúkið, 17 hávaði, 18 önug, 19 bleyðu, 20 nöldra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þruma, 4 fólks, 7 urgur, 8 náðar, 9 agn, 11 lært, 13 ógeð, 14 óðals, 15 þröm, 17 afls, 20 man, 22 gedda, 23 eldur, 24 ræður, 25 teinn. Lóðrétt: 1 þrugl, 2 uggur, 3 akra, 4 fönn, 5 liðug, 6 sárin, 10 glata, 12 tóm, 13 ósa, 15 þægur, 16 önduð, 18 fæddi, 19 súran, 20 maur, 21 nekt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Til íslensku þjóðarinnar ÉG var staddur á Íslandi þegar árásin á New York var gerð. Ég varð vitni að því að fánar voru dregnir að húni og bænastundir haldn- ar í kirkjum landsins. Fyrir Bandaríkjamann staddan erlendis snart þetta mig mjög, ekki síst þegar fólk vottaði manni samúð og sýndi umhyggju vegna at- burðanna. Vil ég þakka þetta og bið landi og þjóð guðs blessunar. Lengi lifi Ameríka, lengi lifi frelsið. Jerry Oldshue, 10 Forest Lake Drive, Tuscaloosa, Al. 35401. U.S.A. Fyrirspurn um Sögustein ER einhver sem veit hvern- ig hægt er að komast í sam- band við forráðamenn Sögusteins, Lynghálsi. Ég þarf að ná sambandi við ein- hvern í fyrirtækinu til að nálgast myndir sem þar eru og mér er mjög annt um. Þeir sem gætu gefið upplýs- ingar vinsamlega hafi sam- band við Elsu í síma 567- 7739. 101 Reykjavík Í ALLRI útvarpsflórunni er ein útvarpsstöð sem kallar sig 101 Reykjavík. Ég hef hlustað á þessa stöð, eða a.m.k. reynt það. Eftir 11. september hefur útsending frá þessari stöð ekki náðst í Hafnarfirði þar sem ég bý. Vil ég spyrja hvort ekki standi til að laga þetta svo hægt sé að hlusta á stöðina í Hafnarfirði. Eins langar mig að fá að vita hvað varð um þá tónlist sem sagt var að stöðin ætlaði að spila, þ.e. klassískt rokk og nýtt rokk? G.R. Ný lífssjón Í SEPTEMBERBLAÐI Nýs lífs var fjallað um sam- tök fólks sem misst hefur útlimi og heitir Ný lífssjón. Gefið var upp símanúmer en það hefur enginn svarað í því. Hef ég mikinn áhuga á að ná sambandi við einhvern úr þessum samtökum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hringi í Hrönn í síma 565-0209 eða 690-2454. Frábær þjónusta ÉG, höfuðborgarbúinn, átti leið til Akureyrar í síðastlið- inni viku og ekki vildi betur til en að bílinn bilaði (brems- ur fóru). Ég hentist á verk- stæði BSA við Laufásgötu 9, Akureyri, og fékk frá- bæra þjónustu þar. Þessu var kippt í lag á staðnum og voru þeir ekki nema 10 mín- útur að skipta um bremsu- klossana. Þetta er sú besta þjónusta sem ég hef fengið á bifreiðaverkstæði og mæli ég eindregið með því. Einnig vil ég nefna að ég fór í SPRON-bankann í Smáranum og fékk þar hræðilega þjónustu. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að hafa öll mín viðskipti við Íslandsbanka. Ein missátt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is SUMARIÐ 1943 vann ég á barnaheimili sem rekið var af Hjálpræðishernum í Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Á barnaheimilinu voru tveir drengir sem báðir voru ættleiddir. Annar fór austur á land en hinn austur í sveitir. Ég hef aldrei getað gleymt þessum drengjum því mér þótti mikið vænt um þá. Oft hef ég farið nið- ur á Hjálpræðisher til að vita hvort ekki væru til bækur frá þessum tíma sem gætu gefið mér ein- hverjar meiri upplýsingar um þá en það hefur ekkert fundist. Svo var það fyrir nokkuð löngu að ég var stödd niðri í Aðalstræti að það var eins og kippt í mig og mér sagt að nú skyldi ég fara á Hjálpræðisherinn að spyrja einu sinni enn um drengina. Ég sneri við og fór á móttöku Hjálpræðishersins og bar fram erindi mitt. Þá sagði stúlkan í móttökunni mér að nokkrum dögum áður hefði komið þar maður sem var að spyrja um þennan tíma því hann hefði verið á barnaheim- ilinu. Eftir lýsingunni að dæma fannst mér eins og um annan drenginn gæti verið að ræða, ekki síst þann sem fór austur á land. Ef þessir menn lesa þetta og kannast við málið þá mættu þeir hafa samband við Sveinbjörgu í síma 567-3989. Á barnaheimili 1943

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.