Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 54

Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blink 182/Take Off Your Pants And Jacket Blink 182 standa þó nokkuð ofan við flest allt það drasl sem einatt heyrist í þessum geira, þó þeir spili ekki bein- línis tónlist sem „bjargar lífi þínu“ ... Helsti gallinn er endurtekningar og sviplík lög en hei! – það er bara rokk og ról og mér líkar það ágætlega.  Echo and the Bunnymen/Flowers Svei mér þá ef það er ekki bara hægt að slengja því fram að þessi nýjasta sé það besta sem piltarnir hafa sent frá sér síðan þeir voru í essinu sínu fyrir hálfum öðrum áratug. Mc- Cullock og Sergeant finnst þeir ekk- ert þurfa að sanna lengur, ekki mæta öðrum væntingum en sínum eigin, sem er vel.  Prefab Sprout/The Gunman and Other Stories Það sem mestu máli skiptir er að TGAOS bætir fyrir mistökin sem for- verinn var í nær einu og öllu. Lögin eru sterkari, yfirbragðið lágstemmd- ara og vemmilegheitin að mestu horf- in. En þó ekki alveg. Faithless/Outrospective Nýja efnið sker sig svo sem lítið frá því sem Faithless hefur verið að bar- dúsa fyrir og inniheldur æði litla framþróun. Þær breytingar sem merkja má benda til þess að liðsmenn séu orðnir óvenjurosknir af dans- boltum að vera. Tom McRae/Tom McRae Lágstemmd með eindæmum og krefst þolinmæði. Virðist við fyrstu hlustun fremur óspennandi en við nánari kynni rennur upp fyrir manni hvers vegna breska pressan hefur hælt drengnum á hvert reipi. Unn- endur David Gray ættu að kynna sér þennan.  Tricky/Blowback Enn meistari í að koma hlustendum í opna skjöldu með sífelldum stefnu- breytingum. Sú nýjasta er að vera auðmeltur og grípandi. Orð sem mað- ur hélt að ættu aldrei eftir að verða notuð til að lýsa tónlist hans. Travis/The Invisible Band The Invisible Band er alveg einstak- lega góð plata og fagmannlega úr garði gerð en skortir samt einhvern neista, einhverja ævintýramennsku, til að ganga fullkomlega upp. Beta Band/Hot Shots II Á tímabili leit út fyrir að hér væri plata ársins komin. En svo er nú ekki, því miður. Nei, Hot Shots II hljómar afar tilkomumikil við fyrstu 2-3 hlust- anir en stendur svo í stað og nær ekki upp í „snilldina“ sem maður var að vonast eftir. Kannski koma þeir þá á óvart næst og skila loks inn meist- araverkinu?  Zero 7/Simple Things Þetta er einkar notaleg djasspopp- skífa. Rosalega vönduð, vel sungin af vel völdu liði. Gallinn er þó sá að hér er alltof mikið sótt í smiðju frönsku Air og á köflum engan veginn unnt að greina á milli hvor sveitin á í hlut. Tool/Lateralus Efalaust líta margir Tool hornauga fyrir það hversu alvarlega þeir taka sig. Þetta er allt voðalega „þungt, listrænt og torrætt“ og sveitin gerir lítið til að fara í felur með það. En platan getur bara ekki verið tilgerð- arleg vegna þess að hún er einfald- lega svo ári góð. Hér gengur allt upp frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu ... Ein besta þungarokksplata síðustu ára hefur litið dagsins ljós.  Muse/Origin of Simmetry Nýja platan er u.þ.b. þúsundfalt betri en forverinn Showbiz. Og dirfskan! Að ráðast í gerð slíkrar geimsinfóníu í kjölfar allrar gagnrýninnar sem dunið hafði á honum. Þetta lýsir óbil- andi sjálfstrausti sem Matt Bellamy hefur og honum er skítsama um hvort hann þykir lummó fyrir vikið. Tvímælalaust einn af hátindum rokk- ársins 2001.  Stone Temple Pilots/Shangri-La Dee Da Fín plata og um leið líka þokkaleg- asta afrek, ef litið er til þyrnum stráðrar sögu Stone Temple Pilots.  Bob Dylan/Love and Theft Setning sem dugar til að lýsa Love And Theft er t.d: Hrjúf með ljúfum augnablikum ... skemmtileg fyrir áhugasama til að rekja tóna og texta í önnur verk. Niðurstaðan er: Hún batnar við endurhlustun. (G.H.)  New Order/Get Ready [E]ngin fortíðarþrá ... full af orku og eftir hlustunina líður manni eins og eftir svona átta espresso og nýtt skipulag er komið á daginn. (S.H.) Jamiroquai/A Funk Odyssey A Funk Odyssey er á engan hátt flöt eða leiðinleg plata en manni finnst eins og það væri alveg jafngott að leita í hið upprunalega, úr því að það er svona lítið unnið úr þessum greini- legu áhrifum.  David Gray/Lost Songs 1995–98 Gefur mynd af Gray eins og hann er bestur ... blíður Dylan, ástfanginn Cohen, vongóður Nick Drake, djúpur James Taylor og allsgáður Tim Har- din ... Gray er einfaldlega einhver færasti laga- og textahöfundur sam- tímans.  Slipknot/IOWA IOWA á eftir að verða risi. Það er bókað mál. Aðgengileg sturlun, hag- lega matreidd fyrir uppkomandi kyn- slóð, alin upp á níhílískum og merk- ingarlausum tímum. Er hægt að biðja um það betra? The Strokes/Is This It? Áhrifin eru sótt til árdaga pönksins og í sjálfa vögguna, New York-borg. The Stooges, New York Dolls og kannski allra helst Velvet Under- ground á örvandi. Við erum samt ekkert að tala um neinar stælingar heldur hreint ferlega skemmtilega einfaldar lagasmíðar, hressilega ung- æðislegar og það sem meira er þá „fatta“ þeir alveg hvað Pop og Reed voru að fara. Slipknot er aðalmálið í þungu rokki í dag, hjá því verður ekki komist. Arnar Eggert Thoroddsen Skarphéðinn Guðmundsson GÓÐAR HLJÓMPLÖTUR                                                                    !"#$  %" "&' """"(")" "*"+ )  %", "+- #$ "" " "./01) 2))& " "3%4"1$%&' %+")"5) 4++"*" % +" " 6"7$ "8 9"7$ 9":  &9";&* "< 9";&* "= 9"5> * ")"5 8   ?9"5> * ")"5"5$9"3 * "< 9"3 * "= "                             @ @   9:* A+  3 %"@ "8")0 3& ) !"5$"3$ 7' "  % 3 = ". 7)4" A%  B)C " ) 3)  = 8/"< D%%  @ "7)1 3 5/"B D1")0"E  # 8"  "@  2)& FC #1"3/  "  % A%  ; "=)&C A%  5 "21) FC #)G/ 3& )HI)0 !53 J & 7";) K " 7 "1"// :4"#1) 7)4"H=)"8"#1  .)LM" B)C F1)"N 3)  HI "#1 "I J 3) "I"8 5  F "D1"7/ B)"1 " " #1"I 8)%/"< #1"I 4"7 ;%)O  ./1  . )   4 @"7)1"F1"8"#1) P Q" %6"R' ;"=) 3)"" %+" .)G%"R ) FC"EB"84 %S                  3) D)  3&) 3%   T  F F 3) .)LM R5I T  75B T  75B T  R5I T  3) R5I 3) 3) R5I T  75B T  3 *  3) 3&) R5I T     ÞRÁTT fyrir tugg- una um að tón- listin sé ekki keppni þá stenst maður ekki mát- inn þegar leikar verða eins æsi- legir og við topp tónlistann þessa vikuna. Fyrir viku hrifsuðu óarga- dýrin í Slipknot toppsætið af System of a Down með kjafti og klóm og sleiktu jafnvel út um. Hins vegar gera hinir aumu frá því í síðustu viku sér lítið fyrir og endurheimta sætið sitt. Óvæntur og frækilegur sigur það því Slipknot er sveit hreint skuggalega vinsæl. Svakalegri samkeppni um hylli rokk- hunda í villtari kantinum er vart minnisstæð. Stór- sigur! ÞÁ ER búið að skýra út þennan langsótta og fjarska frumlega titil á nýjustu breiðskífu bandarísku rokk- sveitarinnar Live. Hún er sem sagt sú fimmta í röðinni – en vafalaust mun Ed Kowalczyk, söngvari og forsprakki sveitarinnar, eiga einhverjar dýpri útskýringar í pokahorninu. Það kann að koma á óvart en sveitin hefur ver- ið starfandi síðan á níunda áratugnum. Fyrsta útgáfan hét First Aid en eftir að Kowalczyk kom um borð var nafninu breytt í Public Affection. Undir því nafni gaf sveitin út plötu árið 1989. Tveimur árum síðar var nýja nafnið, sem allir eiga í svo miklu basli með að bera fram, komið til sögunnar og fyrsta eiginlega plata Live Mental Jewelry leit ljós dagsins. Fimmta platan! ÞAÐ LIGGUR NÆRRI að þessi nýjasta breið- skífa drengjanna í Á móti sól, þeirra þriðja, hefði getað kallast Svona er haustið. Ekki sök- um þess að hún inniheldur dökka og kuldalega tóna heldur vegna þess að hún er smekkfull af stórsmellum, bæði sem þegar eru að góðu kunnir og öðrum sem landsmenn eiga eftir að fá á heilann fram að jólum og jafnvel enn leng- ur. Þannig inniheldur platan nýja t.a.m. einn af sumarsmellunum í ár, „Spenntur“, sem samið var af athafnaskáldinu og markaðsséníinu Ein- ari Bárðarsyni og hið hugljúfa „Ég er til“. Svona er haustið! EIN AF upp- götvunum síðasta árs var án nokk- urs vafa söngkonan svarta Macy Gray. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á því að þessi fráskilda þrítuga, búttaða tveggja barna, ein- stæða móðir myndi slá eins rosalega í gegn og raunin varð. En hún hafði einfaldlega allt til brunns að bera. Einstæða rödd, magnaða út- geislun, rétta hugarfarið og umfram allt skot- held sálarskotin dægurlög. Lagið „I Try“ varð eitt vinsælasta lagið í fyrra og stefnir „Sweet Baby“, fyrsta smáskífan af annarri skífunni The Id, einnig í að verða stórsmellur. Móð og másandi! „KÖNGULLÓ er áttfætlingur. Svo mikið er víst.“ Fyrstu línur þessa ótrúlega trausta og sjálfs- örugga frumburðar geta ekki annað en setið í hugskotinu. Augljós stað- reynd vissulega, en samt gott að vera minntur á hana. Og til öryggis endurtekur Harcourt hana í lok þessa fyrsta lags sem, vel á minnst, heitir „Something In My Eye“ og gef- ur tóninn um það sem kom skal. Það leikur enginn vafi á því að með þessari fyrstu plötu er drengurinn að stimpla sig firnafast inn og má undirritaður hundur heita ef nafn hans verður ekki orðið al- þekkt innan nokkurra ára. Here Be Monsters er einkar heil- steypt, frjó og um fram allt nosturs- lega samin, útsett og flutt plata. Ólíkt mörgum samferðamönnum úr hópi söngvaskálda virðist hann líka eiga alveg jafn auðvelt með kröftugt og vel hressilegt poppið og ljúfar og angurværar kertaljósavísur. Enn- fremur sker hann sig nokkuð frá „þögnin er nýi hávaðinn“-bylgjunni að því leyti að lögin eru píanódrifin fremur en gítardrifin og þar kemur kannski til samlíkingin við Costello. Já, köngullóin er áttfætlingur. Svo mikið er víst.  Tónlist Köngulló er áttfætlingur Ed Harcourt Here Be Monsters Heavenly/Skífan Fyrsta breiðskífa breska söngvaskálds- ins Eds Harcourts sem breska pressan hefur kallað nýja Elvis Costello. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.