Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 55

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 55 EIN af áhrifameiri rokksveit- um síðustu ára, og allra tíma ef út í það er farið, er hiklaust bandaríska hljómsveitin Nirvana. Árið 1991 gaf hún út tímamótaverkið Nevermind, plötu sem átti eftir að breyta hugmyndum fólks um rokk- tónlist, valda straumhvörfum í útvarpsvænu rokki ásamt því að senda tugþúsundir óðra og uppvægra ungmenna í bíl- skúrana, vopnuð gíturum og gruggstrigaskóm. Vegna tíu ára afmælis þessa merkisgrips hafa nokkrar hljómsveitir tekið sig til og ákveðið að votta henni og sveitinni virðingu sína um leið og þær hyggjast vekja fólk til umhugsunar um einelti en Kurt Cobain, fyrrum leiðtogi Nirv- ana, var einn af fjölmörgum sem urðu fyrir barðinu á því ömurlega fyrirbæri. Um er að ræða sveitirnar Botnleðju, Quarashi, Ensími, Mínus, Úlpu, Klink, Graveslime og Noise og munu þær allar rúlla í gegnum nokk- ur Nirvanalög með sínu lagi. Frosti Logason, einn skipuleggj- anda og meðlimur í Mínus, segir áhrif Nirvana á sig og sína kynslóð ótvíræð. „Þessi hljómsveit breytti lífi mínu, svo einfalt er það,“ segir Frosti hreinskilnislega. „Klæðaburður, fas, allt heila klabbið breyttist þegar Nevermind kom út. Enda var ég á þeim aldri þegar svona hlutir reynast afar áhrifamiklir. Í heilt ár var ég í bandi sem spilaði eingöngu Nirvana- ábreiður!“ Og áhrif Nirvana eru lang- vinn. „Hljómsveitin Nirvana er enduruppgötvuð á hverju ein- asta ári og nýjar og nýjar kynslóðir Nirvana-aðdáenda verða stöðugt til. Þetta er svona hrá rokktónlist, beint af trénu sem höfðar til allra og áhrifin liggja víða í rokktón- list dagsins í dag,“ segir Frosti að lokum. Þessu til stuðnings má nefna ung- sveitina Noise sem fram kom á Mús- íktilraunum í ár. Sveitin er undir sterkum áhrifum frá Nirvana og verður hún á meðal þeirra sveita sem leika í kvöld. Útvarpsstöðin Radíó-X 103,7 stendur að kvöldinu sem hefst upp úr kl. 21:00. Aðgangseyrir er 700 kr. en innifalin eru drykkjarföng. Nevermind og slagarinn Smells Like Teen Spirit nálgast nú óðfluga táningsaldurinn. Með Nirvana að vopni Linoleum gólfdúkar Ármúla 23, sími 533 5060 www.sambioin.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit 251 Sýnd kl. 8.  strik.is  Kvikmyndir.is Stærsta grínmynd allra tíma! Sýnd kl. 8 og 10.30.  X-ið Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10. B.i. 16. Vit 251  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245 Sýnd kl. 8. Vit 268 www.sambioin.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Vit 270  X-ið betra en nýtt Sýnd kl. 5.50. Síðasta sýning. Sýnd kl. 8 og 10.20. Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python, ásamt fleiri frábærum leikurum. Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Kvikmyndir.com Nýr og glæsilegur salur MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Romy & Michelle´s High School Reunion kemur frábær gamanmynd með frábærum leikurum. Sýnd. 5.30 og 10.30. aknightstale.com Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! kynning verður í Gallerý förðun, Keflavík, fimmtudag og föstudag Glæsilegur kaupauki þegar verslað er fyrir kr. 5000 eða meira Sendum í póstkröfu. Sími 421 1442 Falleg svört hliðar- taska. Scarf Edt. 5 ml. Profutura dag- og næturkrem 5 ml. Profutura augn- krem 3 ml. Energy Face and Eye Mask 5 ml.      w w w .f o rv al .is RAFTÓNLISTARMAÐURINN Ingólfur Þór Arnarson, eða Ingó, gaf út hljómdisk í sumar upp á sitt eindæmi undir heitinu Escapism. Innihaldið er ljúf en áleitin raftónlist og hyggst Ingó nú minna almenning á tilvist disksins með nettri tónleikahrinu. Í kvöld ætlar hann að leika á Bar101 en á morgun mun hann troða upp í plötuversluninni 12 Tónum á Skóla- vörðustíg en verslunin sú er eini staðurinn, alla vega til þessa, þar sem hægt hef- ur verið að nálgast sköpunarverk Ingós. Diskurinn verður á tilboðsverði á með- an atið stendur yfir jafnframt því sem hægt verður að nálgast allsendis ókeypis veitingar að hætti hússins. Á 12 Tóna tónleikunum verður Ingó dyggilega studd- ur af sjónlistadúettnum Blank og listamanninum Earth Vomit. Raunveruleg af- skipti Ingólfs hófust árið ’94 og það í London „Þar var ég að spila til ’96 ásamt strák sem er nú farin að spila með Lamb [hæfilega þekkt rafpoppband]. Ég kom svo heim seint ’96 og hef síðan haldið myndlistarsýningu, gefið út ljóðabók ásamt því að grúska í tónlist,“ segir Ingó. „Tónlistin sem ég spila er svona róleg blanda af raf- og gítartónlist. Sumir vilja kalla þetta sveim en ég kann ekki að skilgreina þetta.“ Hvað áhrifavalda varðar segir Ingó að rafheimurinn spili ekkert svo stórt hlutverk. „Þetta eru áhrif allt frá Harvest [með Neil Young] upp í Sigur Rós. Það eru auðvitað einhver áhrif frá Aphex og félögum en þau eru alls ekki í forgrunni, myndi ég segja. Ástæðan fyrir því að ég nota tölvu er að mér finnst það skemmtilegra, þetta yrði líka fullflatt ef ég væri að gaufa sjálfur við öll hljóðfærin. Það er auðveldara að vinna með tölvuna þó hún sé kannski ekki alveg minn tebolli.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 23 en á morgun hefst stuðið um 17. Og þetta er tónleikahrina eins og áður segir því að á fimmtudeginum eftir hálfan mánuð mun Ingó leika aftur á Bar101 og svo enn aftur viku síðar. Ingó með tónleikahrinu Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! "Cool Movie of the Summer!!" Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python, ásamt fleiri frábærum leikurum.  Kvikmyndir.com RadioX Frjáls á flótta Ingó heldur tón- leika í kvöld á Bar101 og í 12 Tónum á morgun. M or gu nb la ði ð/ Ji m S m ar t Tónleikar gegn einelti á Gauknum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.