Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
JÓN Ólafsson, eigandi Arnarnes-
lands í Garðabæ, segir að á næstu vik-
um verði einbýlishúsalóðir á landinu
boðnar til kaups. Hann segir að fram-
boð og eftirspurn muni ráða verði lóð-
anna og sömuleiðis muni markaður-
inn stjórna því hversu stór hluti
landsins verði seldur að þessu sinni.
Vonast hann til að framkvæmdir á
svæðinu geti hafist strax á næsta ári.
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri, segir að skipulag bæjarins geri
ráð fyrir því að uppbygging á Arn-
arneslandi hefjist árið 2005. Hug-
myndir um að hefja framkvæmdir
fyrir þann tíma séu því ekki í sam-
ræmi við það skipulag.
Lóðir boðnar/14
Lóðir á
Arnarneslandi
bráðlega til sölu
VARNARMÁLARÁÐHERRAR
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
komu saman til óformlegs fundar í
Brussel í gær til að ræða afleiðingar
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og
framtíðarhlutverk bandalagsins í
baráttunni gegn hryðjuverkum.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sat fundinn og sagði að honum
loknum í samtali við Morgunblaðið
að mikill einhugur hefði ríkt og sam-
staða komið fram með Bandaríkja-
mönnum og þeirra aðgerðum. Það
hefði verið sérstakt að upplifa þetta
mikla samstöðu á fundi sem þessum.
Skýrt hefði komið fram við hvaða
óvin væri að etja og að sögn Halldórs
mátti í máli varavarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, Paul Wolfo-
witz, og varnarmálaráðherra Rússa,
Sergei Ivanov, glöggt heyra að
Osama bin Laden og al-Qaida sam-
tökin hefðu staðið að árásinni á
World Trade Center í New York og
Pentagon í Washington hinn 11.
september sl. Þeim hefði borið vel
saman í sínum málflutningi. Halldór
sagðist hafa fengið nauðsynlegar og
mikilvægar upplýsingar á þessum
fundi.
Hann sagði það athyglisvert að
Rússar vildu taka þátt í þessu starfi
af fullum krafti, enda teldu þeir að
þeirra þjóðfélagi stafaði mikil hætta
af þessum samtökum. Ivanov hefði
sömuleiðis staðfest að mikið magn
eiturlyfja hefði verið tekið á landa-
mærunum við Afganistan, eiturlyf
sem streymdu þaðan til Vesturlanda.
„Wolfowitz gerði mjög góða grein
fyrir því hver hættan er. Hryðju-
verkastarfsemin er mjög umfangs-
mikil og hefur verið að grafa um sig í
heiminum lengi. Þessi samtök tengj-
ast eiturlyfjasölu, vopnasmygli, pen-
ingaþvætti og margvíslegri glæpa-
starfsemi. Það kom mjög skýrt fram
á fundinum að hér er ekki aðeins ver-
ið að tala um hernaðaraðgerðir, eins
og mest hefur verið í umfjöllun, held-
ur fyrst og fremst pólitíska samstöðu
sem gengur út á það að einangra
þessi öfl. Þetta gengur líka út á sam-
vinnu á sviði efnahags- og fjármála,
að setja sambærileg lög í heiminum
og koma á viðvörunum og vörnum
sem geta komið í veg fyrir að slíkt
hryðjuverk gerist aftur. Hættan er
hins vegar mikil og enginn er óhult-
ur,“ sagði Halldór.
Þessi vágestur kemur öllum við
Aðspurður hvort eitthvað hefði
komið fram á fundinum sem tengdist
hagsmunum og stöðu Íslands sér-
staklega sagði Halldór svo ekki vera,
að öðru leyti en því að þarna færi
fram barátta sem varðaði alla heims-
byggðina. Hér væri um alþjóðlegt
vandamál að ræða sem þyrfti að taka
á með alþjóðlegum hætti.
„Á fundinum var nefnt að á sínum
tíma hefði það verið talið ómögulegt
að skapa samstöðu um afnám þræla-
halds í heiminum sökum efnahags-
öngþveitis. Sem betur fór tókst
heimsbyggðinni að afnema þá skipun
mála og um það tókst samstaða.
Þessi vágestur sem hryðjuverka-
starfsemin er kemur öllum við í
heiminum, hvort sem þeir búa á Ís-
landi eða annars staðar. Enginn get-
ur setið hjá í því, enda eru allar þjóð-
ir heims að keppast við að taka þátt í
því. Að sjálfsögðu er það á mismun-
andi forsendum og aldrei verða allir
sammála um allt. Aðstæður eru mis-
munandi í löndum, mismunandi
hugsun og hagsmunir, en þegar öllu
er á botninn hvolft þá er þetta mál
sem snertir okkur öll. Við þurfum að
huga að okkar innra öryggi og höfum
gert það, meðal annars á Keflavík-
urflugvelli. Við höfum í samvinnu við
varnarliðið á undanförnum árum
verið að æfa viðbrögð við hryðju-
verkum. Sumir hafa talið það heldur
barnalegt en það sem kemur fyrir
aðra getur komið fyrir okkur. Við
getum ekki beðið eftir því að glæpa-
mennirnir sýni sig á nýjan leik, fara
verður á eftir þeim og koma réttlæt-
inu yfir þá,“ sagði Halldór.
Halldór Ásgrímsson á fundi varnarmálaráðherra NATO í Brussel
Einhugur og samstaða um
aðgerðir Bandaríkjanna
AP
Halldór Ásgrímsson í hópi nokkurra fundarmanna í Brussel í gær.
Fremstir á myndinni eru George Robertsson, framkvæmdastjóri NATO,
og Paul Wolfowitz, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þeim að
baki er varnarmálaráðherra Ítalíu, Antonio Martino.
FÆRUSTU myndhöggvarar heims
hefðu vart getað unnið betur úr
þessum steinum en eitt vatnsfallið á
Öldufellsleið hefur gert í áranna
rás. Sólin nær líka að kasta
skemmtilegri birtu á blautt grjótið.
Kötlu í Mýrdalsjökli ber við himin
bak við ferðalanginn í bakgrunni.
Morgunblaðið/RAX
Listaverk á
Öldufellsleið
BILUNAR varð vart í Boeing
757-vél Flugleiða á leiðinni til
grísku eyjarinnar Krítar í gær.
Þrýstingur fór af vökvadælu í
öðrum mótor vélarinnar en bil-
unin var ekki það alvarleg að
flugstjórarnir ættu í neinum
vandræðum í lendingunni.
Þar sem varahlutur var ekki
til staðar á Krít varð að senda
hann flugleiðis frá Íslandi og
fresta brottför um sólarhring.
Þeir 208 farþegar sem ætluðu
með Flugleiðavélinni heim
urðu því strandaglópar og var
þeim komið fyrir á hótelum í
eina nótt til viðbótar.
Varahluturinn átti að komast
á leiðarenda í nótt og var ekki
reiknað með að langan tíma
tæki að koma honum fyrir. Að
sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Flugleiða,
er von á Krítarförum heim síð-
degis í dag.
Yfir 200
stranda-
glópar
á Krít
Vélarbilun hjá
Flugleiðum