Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 4
HÆTTUÁSTANDI var aflýst á
Seyðisfirði klukkan sjö í gærmorgun.
Hverfi í austurhluta bæjarins hafði
þá verið lokað vegna hættu á aur-
skriðum í tæplega sólarhring.
Ólafur H. Sigurðsson, bæjarstjóri
á Seyðisfirði sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að mikið hefði dregið
úr rigningunni og því hefði verið talið
óhætt að aflétta hættuástandi. Tíu
íbúðir og nokkur stærstu fyrirtæki
bæjarins eru innan svæðisins sem
var lokað.
Ólafur og jarðfræðingur frá veð-
urstofunni könnuðu hlíðarnar fyrir
ofan bæinn í gær. Ólafur segir mikla
bleytu í hlíðunum og aðstæður víða
varasamar. „Við megum ekki við því
að fá mikla rigningu á næstu dögum.
Það væri mjög slæmt,“ segir Ólafur.
Nokkuð rigndi á Seyðisfirði í gær
en ekkert í líkingu við úrhellið sem
þar hefur verið undanfarna daga.
Skemmdir af völdum vatnsveðurs-
ins eru litlar og segir Ólafur að bæj-
arbúar hafi sloppið ótrúlega vel.
Aðspurður hvort hægt sé að grípa
til ráðstafana til að lágmarka tjón af
völdum vatnavaxta segir hann að
slíkt sé mjög erfitt. „Það er samt
hugsanlegt á ákveðnum svæðum sem
við erum að skoða nánar,“ segir
hann. Helsta ráðið sé að hreinsa
grjót og jarðveg úr ár- og lækjarfar-
vegum til að tryggja að vatnið eigi
greiða leið til sjávar en einnig hug-
leiði menn aðrar aðgerðir.
Vegagerðin ruddi í gær vegi sem
lokuðust þegar aurskriður féllu á þá.
Hættuástandi aflýst á Seyðisfirði
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFÖR Stefáns Jónssonar, fyrrverandi forseta bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar, fór fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði í gær að viðstöddu fjölmenni.
Séra Ægir Sigurgeirsson jarðsöng. Kistu hins látna
báru úr kirkju, frá vinstri: Þórður Stefánsson,
Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Halldór I. Stef-
ánsson, Jón Gunnar Stefánsson, Bergur Sigurðsson
og Sigurður Hallur Stefánsson.
Morgunblaðið/Golli
Útför Stefáns Jónssonar
Knut Almestad, sem gegnt hefur
starfi forstöðumanns ESA, er að láta
af því starfi um þessar mundir. Norð-
menn hafa lagt mikla áherslu á að
Einar Bull, sendiherra Noregs hjá
Evrópusambandinu, taki við stöð-
unni. Íslendingar hafa bent á að vel
komi til greina að Hannes Hafstein
sendiherra taki við stöðunni, en óum-
deilt er að hann hefur yfirburðaþekk-
ingu á ESS-samningnum sem hann
átti stóran þátt í að móta á sínum
tíma.
Norðmenn vilja að
Norðmaður taki við stöðunni
Um þetta mál var fjallað í Aften-
posten í gær. Þar segir m.a.: „Ísland
hefur sýnt því áhuga að taka að sér
þessa stöðu [stöðu forstöðumanns
ESA]. Þetta hefur valdið titringi í
norska utanríkisráðuneytinu. Noreg-
ur vill fyrir hvern mun koma í veg fyr-
ir að útlendingur stýri ESA þar sem
yfir 90% af verkefnum hennar varða
mál sem varða einvörðungu Noreg.“
Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra í gær, en frétta-
flutningur í norskum fjölmiðlum um
málið mun ekki hafa vakið neina kæti
í íslenska utanríkisráðuneytinu, sam-
kvæmt heimildum blaðsins. Þar líta
menn svo á að afstaða Norðmanna til
þessarar ráðningar geti orðið til þess
að skaða ESA. Það sé alþekkt vinnu-
regla í alþjóðlegu samstarfi að þjóðir
skiptist á um að gegna forystustörf-
um og Norðmenn geti ekki umgeng-
ist ESA eins og þeir eigi stofnunina.
Forstöðumaður ESA sé talsmaður
stofnunarinnar út á við og eigi að
gæta hagsmuna allra aðildarþjóð-
anna. Áherslu norska utanríkisráðu-
neytisins á að Norðmaður gegn stöð-
unni megi túlka á þann hátt að þeir
líti ekki á stöðu forstöðumanns ESA
sem hlutlaust embætti heldur emb-
ætti sem eigi að þjóna norskum hags-
munum sérstaklega.
Einar Bull þykir mjög hæfur mað-
ur og utanríkisráðuneyti Íslands hef-
ur ekki lýst beinni andstöðu við að
hann verði ráðinn. Málið verður rætt
á fundi utanríkisráðherra EES-land-
anna sem haldinn verður í næstu
viku.
Ágreiningur
um ráðningu
forstöðu-
manns ESA
ÁGREININGUR er milli Íslands og Noregs um ráðningu forstöðu-
manns Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Norðmaður hefur gegnt
þessu starfi og hefur norska utanríkisráðuneytið lagt áherslu á að
annar Norðmaður taki við starfi hans. Íslendingar hafa ekki lýst
beinni andstöðu við ráðningu hans en hafa verið óánægðir með vinnu-
brögð Norðmanna í málinu og að þeir skuli telja sig eiga stöðuna.
AÐGERÐUM á Landspítalanum –
háskólasjúkrahúsi hefur verið fækk-
að um hundrað á þeim þremur dög-
um sem verkfall sjúkraliða hefur
staðið yfir, að sögn Önnu Stefáns-
dóttur, hjúkrunarforstjóra spítalans.
Því fyrsta af þremur þriggja daga
verkföllum sem sjúkraliðar hjá ríkinu
og tveimur sjálfseignarstofnunum,
Grund í Reykjavík og Ási í Hvera-
gerði, hafa boðað til lauk á miðnætti.
Um 380 sjúkraliðar hverfa aftur til
starfa á þeim 20 stofnunum víða um
land sem verkfallið náði til.
Verkfallið kom hvað verst niður á
starfsemi Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss en auk þeirra um 130
sjúkraliða sem þar lögðu niður vinnu
sögðu 96 sjúkraliðar störfum sínum
lausum og hættu um mánaðamótin.
Vegna uppsagnanna þarf Landspít-
alinn að halda þremur og hálfri deild
áfram lokaðri en fimm deildum spít-
alans; þremur skurðlækningadeild-
um, einni barnadeild og einni lyf-
lækningadeild, var lokað þegar
aðgerðir sjúkraliða hófust aðfaranótt
mánudags. „Við munum opna barna-
deildina og hluta af einni skurðlækn-
ingadeildinni þegar sjúkraliðarnir
hverfa aftur til starfa,“ sagði Anna í
samtali við Morgunblaðið síðdegis í
gær.
Mikið álag
Bætti hún því við að uppsagnir
sjúkraliðanna hefðu meiri áhrif á
starfsemi spítalans til lengri tíma litið
en verkfallið og sagðist aðspurð ekki
vita hvenær hægt yrði að opna fyrr-
greindar deildir að nýju. Hún sagði
að mikið álag hefði verið á starfsfólki
spítalans í vikunni en nokkuð mikið
hefði verið um bráðainnlagnir síðustu
daga. „Það hefur því verið mjög mik-
ið að gera hjá okkur.“ Anna sagði
ennfremur að yrði ekki samið fljót-
lega við sjúkraliða þyrfti spítalinn að
endurskipuleggja starfsemina enn
frekar vegna boðaðra verkfallsað-
gerða sjúkraliða. Hafi samningar
ekki náðst milli sjúkraliða og ríkisins
mun annað þriggja daga verkfall
sjúkraliða hefjast hinn 15. okt. nk.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélags Íslands, seg-
ir að enn hafi enginn samningafundur
verið boðaður með samninganefnd-
um sjúkraliða og ríkisins en Ríkis-
sáttasemjari stefni þó að því að halda
fund fyrir helgi. Enginn fundur sé
hins vegar fyrirhugaður á allra næstu
dögum með sjúkraliðum og forsvars-
mönnum sjálfseignarstofnana þar
sem þeir hafi lýst því yfir að þeir
myndu bíða eftir samkomulagi milli
sjúkraliða og ríkisins.
Kristín segir að mikill einhugur sé
meðal sjúkraliða um verkfallsaðgerð-
ir og tekur fram að margir þeirra hafi
mætt á opið hús sjúkraliða í húsa-
kynnum BSRB við Grettisgötu í
Reykjavík á meðan á verkfallinu stóð.
Sjúkraliðafélagið hefur sett á fót
vinnumiðlun fyrir félagsmenn sína.
Þriggja daga verkfalli sjúkraliða lauk á miðnætti
Þrjár og hálf deild
verður áfram lokuð
ÁLVERÐ hefur hægt og sígandi
farið lækkandi á heimsmarkaði
undanfarna mánuði og þegar litið
er til meðalverðs á áli fystu níu
mánuði þessa árs er það 1.493
dollarar, sem er 74 Bandaríkja-
dölum lægra en það var að með-
altali í fyrra. Verðið hefur hæst á
árinu farið í 1.642 Bandaríkjadali
31. janúar síðastliðinn en fór
lægst á mánudaginn var, 1. októ-
ber, í 1.330 Bandaríkjadali fyrir
tonnið. Hrannar Pétursson, upp-
lýsingafulltrúi ÍSAL, sagði að
undanfarna mánuði hefði
verðþróunin hægt og sígandi ver-
ið niður á við. Þó væri vert að
benda á að verðlækkanirnar
hefðu getað verið enn meiri, en
vegna orkuskorts í Bandaríkj-
unum væri mjög búið að draga úr
framleiðslunni þar og ef ekki
hefði komið til þess samdráttar
hefði framboð á álmarkaði verið
enn meira.
Álverðið sveiflukennt
Hrannar sagði að verð á áli
væri mjög sveiflukennt. Á árinu
1999 hefði verðið til dæmis farið
niður fyrir 1.200 Bandaríkjadali í
mars það ár og upp fyrir 1.700
dali í desember sama ár.
Hrannar sagði að ekki væri að
sjá að hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum hefðu haft áhrif á verðþró-
unina á annan hvorn veginn.
Hann sagði mjög erfitt að segja
fyrir um framtíðina hvað varðar
verðþróunina og menn færu mjög
varlega hvað það snerti.
Álverð á niðurleið