Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRING er fengin á því hvers vegna varaaflstöð Landspítala í Fossvogi fór ekki í gang í fyrradag þegar háspennustrengur að spítal- anum var grafinn sundur og raf- magnslaust varð á spítalanum í um 20 mínútur. Rafgeymar vélarinnar gátu ekki ræst hana og segir Ing- ólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs spítalans, að það hafi verið vegna þess að þeir hafi verið of gamlir. Mælt sé með að skipta þeim út eftir þrjú ár en geymarnir hafi verið fjögurra og hálfs árs gamlir. Segir Ingólfur að eftirlit starfsmanna spítalans hafi brugðist í þessu efni. Verði þetta mál kannað sérstaklega. Rafmagn hefur þrisvar farið af Landspítala í Fossvogi frá í maí og segir Ingólfur Þórisson brýnt að tryggja ótruflaða raforku til spít- alans. Kanna þurfi aukið öryggi á orkuafhendingu Orkuveitu Reykja- víkur, tryggja aukið öryggi með nýrri varaaflstöð og bæta við búnaði og rafhlöðum, sem séð geti skurð- og gjörgæsludeildum fyrir afli í að minnsta kosti klukkustund. Nils Christian Nilsen, aðstoðar- lækningaforstjóri Landspítala – há- skólasjúkrahúss, segir það alltaf al- varlegt þegar rafmagn fer af spítala og það hafi einkum tvenns konar af- leiðingar. Annars vegar vegna þeirra sjúklinga sem tengdir eru öndunarvélum og hins vegar þegar sjúklingar eru í aðgerðum þar sem margs konar tækjabúnaður sé not- aður sem knúinn er rafmagni. Mörg tæki á skurðstofum knúin rafmagni Nils nefnir sem dæmi svæfing- arvélar en með þeim er fylgst með öndun, blóðþrýstingi, efnaskiptum og ýmsu ástandi sjúklings meðan á aðgerð stendur. Þessar vélar má knýja með rafhlöðum sem Nils segir að geti enst í hálfa til heila klukku- stund. Þá segir hann að ýmsar að- gerðir fari fram með tölvutengdum holsjár- eða smásjárbúnaði og slíkur búnaður detti út í um það bil 20 sek- úndur sem ræsing varaaflstöðvar tekur. Í framhaldi af því þurfi síðan að ræsa tölvur á ný og því verði nokkru meiri töf á aðgerð við slíkar aðstæður. Þegar sjúklingur er í öndunarvél, t.d. á gjörgæsludeild eftir aðgerð, segir Nils hvern og einn sjúkling vaktaðan og því hægt að knýja öndunarvélarnar með handafli þar til rafmagn komist á aftur. Einnig nefnir Nils að vitanlega skapist margs konar óþægindi þeg- ar rafmagnið fari, góð lýsing sé grundvallaratriði við allar aðgerðir og því erfitt að halda þeim áfram við vasaljós jafnvel þótt vélar gangi áfram fyrir rafhlöðum. Hann segir ekki hægt að búa við að svona at- burður geti komið upp aftur og því sé ljóst að koma verði upp annarri varaaflstöð í Fossvogi ið fyrsta. Þau mál verði skoðuð vandlega á næst- unni. Tvær stöðvar eru í Landspít- ala við Hringbraut og var viðbót- arstöð komið þar fyrir fyrir fáum misserum. Kostnaður við nýja varastöð 70–80 milljónir króna Kostnaður við nýja varastöð í Fossvogi, þ.e. með nýrri aðaltöflu og spennistöð, er 70 til 80 milljónir króna að sögn Ingólfs Þórissonar. Hann segir spítalann hugsanlega munu fara þá leið en einnig sé til umræðu að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um að tryggja 100% öryggi í orkuafhendingu sem myndi þýða að OR myndi í raun fara hlið- stæða leið með einhverjum hætti. Munu fulltrúar spítalans og OR ræða málið á fundi á morgun. Ingólfur segir einnig í undirbún- ingi að koma fyrir rafhlöðum á skurð- og gjörgæsludeildum. Myndu þær þá sjá deildunum fyrir nauðsynlegu rafmagni í allt að klukkustund, þ.e. fyrir ljós og allan tækjabúnað deildanna. Segir hann þetta líklega 5 til 10 milljóna króna fjárfestingu og reyna eigi að ráðast í hana á næsta ári. Þetta mál sé afar brýnt. Leitað verður leiða til að auka öryggi raforku á Landspítala í Fossvogi Rafgeymar varaaflstöðvar orðnir of gamlir SEX dagar eru nú þar til versl- unarmiðstöðin Smáralind verður opnuð og miðar framkvæmdum ennþá samkvæmt áætlun. Þar vinna nú daglega um 1.200 til 1.300 manns við ýmiss konar frá- gang á verslunum, göngum, opn- um svæðum, veitingastöðum, bíó- sölum og frágang utandyra. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins litu við í Smáralind í gær var mikið líf og fjör í bygging- unni og sýnu mest í austari hluta hússins þar sem m.a. Vetrargarð- urinn, veitingastaðir og Smárabíó eru. Þegar gengið var inn eftir göngum þar sem verslanirnar eru staðsettar var rólegra yfirbragð, en þar keppast þó iðnaðarmenn og verslunareigendur við að setja upp innréttingar og raða í hillur í hverju rými fyrir sig. Sveinn Jónsson, byggingarstjóri Smáralindar, segir að þegar tæp vika sé til opnunar séu fram- kvæmdir á góðu róli og ekkert fyr- irsjáanlegt sem ætti að hindra að tímasetningin standist. „Það er verið að vinna að flestum verkþátt- um sem lúta að frágangi, hvort heldur það er að setja perur í ljós eða frágang við lóðina. Byggingin er svo stór að hún er orðin klár í annan endann og þar er varla nokkur maður en mannskapurinn er allur kominn í hinn endann. Þá er farið að keyra loftræstitækin og hreinsa loftið í byggingunni.“ Að sögn Sveins hefur allt miðað samkvæmt áætlun þó svo að at- gangurinn sé mikill þessa síðustu daga. „Ég skal nú svo sem við- urkenna að endaspretturinn er snarpari heldur en við hefðum vilj- að að hann yrði. Ístak er með um 450 manns af þeim mannafla sem er hérna og það er heldur meira en þeir höfðu ætlað. En það er ekki svo að við höfum ekki fulla stjórn á þessu.“ Um 7–800 manns að störfum í leigurýmum Sveinn segir að nú vinni leigu- takar hver við sitt rými en auðvit- að sé farið að verða þröngt víða um starfsfólk og iðnaðarmenn. „Það er auðvitað farið að þrengja að en byggingin er gríðarlega stór, 64.000 fermetrar, þannig að þó að mörg svæði séu klár og löngu afhent og búið að raða inn vörum, er töluvert pláss fyrir þennan mannafla.“ Um 700 til 800 manns eru að störfum hjá leigutökunum í leigu- rýmunum þar sem unnið er að öll- um verkþáttum á öllum stigum en í Smáralind verða um 70 verslanir og þjónustuaðilar. Margir leigu- takar hófu í sumar að innrétta og eru nú að fá úttektir byggingaryf- irvalda og eldvarnareftirlits og sumir komnir með starfsleyfi. „Þannig að þar er starfsfólk að koma inn til að fylla í verslanirnar en í öðrum rýmum eru menn öðru hvorum megin við þessi mörk. Það eru nánast allir, sem á annað borð byrjuðu að innrétta rými, að ná að ljúka því. En það eru tvö rými þar sem legið hefur fyrir í töluverðan tíma að myndu ekki ná því, m.a. vegna þess að þeirra hönnun og innréttingar koma frá útlöndum sem gerir að verkum að þeir opna seinna í október.“ Að sögn Sveins er verið að inn- rétta um 85% af leigurýmum þessa dagana en því ætti öllu að vera lokið 10. október. Þá ætti einnig öllu sem snýr að almenningi að vera lokið en vænta má þess að einhver frágangur verði eftir í tæknirýmum bakatil. Frágangi miðar hratt dag frá degi Í nýrri verslun Kodak í Smára- lind er innréttingu nánast að verða lokið og forsvarsmenn verslunar- innar bjartsýnir á að verslunin verði tilbúin nokkru fyrir opnun. Elín Agnarsdóttir, rekstrarstjóri Kodak-verslananna, sagði fram- kvæmdir hafa byrjað 1. júlí þegar rýmið var afhent og síðan þá hafi verði unnið markvisst að innrétt- ingu verslunarinnar. Um 10 manns hafa að staðaldri unnið á degi hverjum við framkvæmdir í versl- uninni en ekki hefur þurft að grípa til þess að vinna jafnt að nóttu sem degi. Elín segir að þessa síðustu daga sjáist ótrúlegur munur inni í bygg- ingunni og frágangi miði hratt dag frá degi. Þórður Skúlason, sem hefur haft umsjón með fram- kvæmdum í Kodak-versluninni, tekur undir það og segist ekki verða var við mikið stress hjá verslunareigendum og ekki annað fyrirsjáanlegt en allt verði tilbúið þegar Smáralind verður opnuð að sex dögum liðnum. Sex dagar eru þar til verslunarmiðstöðin í Smáralind í Kópavogi verður opnuð Elín Agnarsdóttir, rekstrarstjóri Kodak-verslan- anna, Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kodak, og Þórður Skúlason byggingarstjóri. Sveinn Jónsson, byggingarstjóri Smáralindar, við um 3.000 teikningar sem Ístak hefur notast við. Ótaldar eru teikningar verktaka. Morgunblaðið/Þorkell Í stórverslun Debenhams hafa iðnaðarmenn unnið nær sleitulaust við smíði og frágang innréttinga frá því í apríl. Í Vetrargarðinum vinna bæði tæki og hendur að frágangi fyrir opnun. Snarpur lokasprettur við frágang JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hyggst á næstunni kalla saman fulltrúa ýmissa aðila sem hafa forvarnastarf á sinni könnu til að meta hvort samræma megi betur slík verkefni. Nefnir hann fulltrúa landlæknisembættisins, heilsugæslunnar, áfengis- og vímuvarnaráðs og frjálsra sam- taka sem starfa að forvörnum. Heilbrigðisráðherra segir fjölmarga aðila starfa að marg- víslegum forvörnum. Land- læknir og heilsugæslan séu þar í fararbroddi og ýmis félög og hópar sinni einnig ákveðnum þáttum í forvörnum. Fram hafi komið hugmynd um að koma á fót forvarnamiðstöð og vilji hann leiða saman fulltrúa sem flestra aðila til að kanna þá leið. Ráð- herra segir þessa hugmynd ekki mótaða að ráði ennþá og fyrsta skrefið sé að fara yfir alla þætti forvarna, leita samræmingar, koma í veg fyrir tvíverknað. Vill kanna aukna sam- ræmingu forvarna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.