Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 8

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um þjónustu við geðfatlaða Þarf að sam- ræma aðgerðir VIN – athvarf Rauðakross Íslands fyrirgeðfatlaða og Fé- lagsþjónustan í Reykjavík boða til málþings um þjón- ustu við geðfatlaða í Norræna húsinu á morgun, föstudag- inn 5. október, klukkan 13– 17. Allir áhugamenn um geð- heilbrigði eru velkomnir og þurfa ekki að reiða fram að- gangseyri, en skráning fer fram hjá Rauða krossinum. Guðbjörg Sveinsdóttir geð- hjúkrunarfræðingur, for- stöðumaður Vinjar síðustu árin, hefur haft veg og vanda af skipulagningu málþingsins og Morgunblaðið ræddi að- eins um málefnið við hana. „Já, við erum að halda mál- þing um þjónustu við geðfatl- aða og vonum að umræðan verði til að ýta okkur áfram til framfara á því sviði. Aðalfyrirlesari okkar er Paul O’Halloran frá Sainsbury Center for Mental Health í Lund- únum, sem er aðalmiðstöð fræða, þróunar og rannsókna á þessu sviði. Hann hefur á undanförnum árum tekið þátt í að þróa og móta stefnu um þjónustu og stuðning við geð- fatlaða utan stofnana. Hann segir frá uppbyggingu og þróun þjón- ustulíkans sem byggist á þverfag- legri teymisvinnu. Hann mun fjalla um nauðsyn rannsókna og viðmiða til að auka gæði þjónustu, sem og mikilvægi þátttöku notenda og að- standenda þeirra á skipulagi þjón- ustunnar,“ segir Guðbjörg. Er þetta þjónustulíkan komið til framkvæmda eða er það enn á teikniborðinu? „Þetta líkan er komið til fram- kvæmda m.a. víða á Bretlandseyj- um og í Danmörku og O’Halloran ætlar að segja okkur hvernig það hefur gengið. Ég get upplýst það, að það hefur gengið mjög vel og verið til ómældra bóta, en gestur okkar mun sundurliða það ná- kvæmlega.“ Og þú gerir þér vonir um að þetta sé það sem koma skal á Íslandi? „Við ætlum að reifa málin á þessu málþingi. Ég er forstöðumaður Vinjar og þar koma að jafnaði 30 manns á dag og nýta sér þá þjón- ustu sem þar er í boði. Margir, bæði notendur þjónustu og aðstandend- ur þeirra sem koma að máli við mig og fleiri, kvarta undan skorti á sam- hæfingu. Skorti á einum tengli við hina ýmsu aðila sem veita þjónustu sem í boði er. Þetta eru margir að- ilar og koma að húsnæðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu o.m.fl. Menn eiga rétt og völ á ýmsu, en það getur verið erfitt að ná utan um það allt saman, ýmist að nálgast það eða beinlínis vita af því.“ Og þetta þarf að laga? „Það vantar stefnumótun í þenn- an málaflokk hér á landi. Það eru þrjú ár síðan að nefnd, sem Tómas Zoëga yfirlæknir á geðdeild Lands- spítala háskólasjúkrahúss veitti for- stöðu, lauk störfum og skilaði af sér, en hún fjallaði einmitt um þessi mál. Svo virðist sem skýrsla þeirrar nefndar hafi lent neðst ofan í djúpri skúffu hjá ráðamönnum heilbrigð- isgeirans. Tómas mun einmitt halda fyrirlest- ur á málþinginu undir yfirskriftinni Þjónusta við geðfatlaða – staða og framtíð- arsýn. En nútíminn kallar á stefnu- mótun hér á landi rétt eins og í öðr- um vestrænum löndum. Ég vil ekki horfa upp á að hér á landi sé þetta einhvers konar happa- og glappaað- ferð. Íslendingar eru það fáir, þjóð- in svo smá, að það á ekki að vera stórmál að einfalda hlutina. En til þess þarf að virkja betur alla sem hlut eiga að máli. Notendur, að- standendur. Setja saman þverfag- legt teymi og nýta okkur reynslu annarra.“ Er þetta ekki eitthvað sem mun kosta peningasnautt heilbrigðis- kerfið stórar fúlgur? „Nei, ég held að þvert á móti muni þetta spara þjóðfélagið miklar fjárhæðir. Ef okkur tekst að koma á fót tengsla- og öryggisneti utan stofnana mun það auka á öryggi geðfatlaðra. Fólk verður einfald- lega veikara ef þjónustan er fálm- kennd. Það verður aldrei svo gott að innlagnir leggist af, en sé um- gjörðin traustari má fullyrða að inn- lögnum á geðdeildir muni fækka. Það er auk þess alkunna að við höf- um horft upp á gífurlegan niður- skurð í heilbrigðiskerfinu síðustu misserin. Ég tel að slíkar aðgerðir beinlínis hrópi á úrræði af þeim toga sem við ætlum nú að kynna.“ Þú gerir þér sum sé vonir um að einhverjir ráðamenn mæti á mál- þingið og skriður komist á málin í kjölfarið? „Verður maður ekki að vera bjartsýnn? Ég vona að það sé komið að því að tekið verði á málunum og að fólk sjái að til þess þurfi þverfag- lega vinnu.“ Sem fyrr segir er málþingið í Norræna húsinu á morgun, föstu- daginn 5. október frá 13 til 17. Auk fyrirlestra þeirra Pauls O’Halloran og Tómasar Zoëga, sem áður var getið, má nefna að Sigrún Árna- dóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins setur þingið, Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir forstöðu- maður Félagsþjónustunnar í Reykjavík fjallar um stuðningsþjónustu við geðfatlaða á vegum Fé- lagsþjónustunnar, Guð- björg Sveindóttir fjallar um athvörf Rauða krossins, Vin, Dvöl og Lauf, og panelumræður verða í lok þings þar sem þátttakendur verða Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri í Reykjavík, Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar, Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytis og Anna Valdemarsdóttir framkvæmdastjóri klúbbsins Geysis. Guðbjörg Sveinsdóttir  Guðbjörg fæddist 11. ágúst 1954. Hún lauk námi við Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1978 og út- skrifaðist síðan sem geðhjúkr- unarfræðingur frá Statens Helse- högskole for helsepersonel í Noregi árið 1991. Síðan vann hún í nokkur ár á geðdeild Landspít- alans, en allt frá 1994 hefur hún verið forstöðumaður í Vin, at- hvarfi Rauða krossins fyrir geð- fatlaða. Guðbjörg er gift Einari Ólafssyni bókaverði og rithöfundi og þau eiga börnin Védísi og Svein. Nútíminn kall- ar á stefnu- mótun hér á landi En þú verður að lofa því að borða allan matinn þinn fyrst, Kristján minn. ALÞJÓÐASAMBAND Rauða kross félaga sendi í gær beiðni til aðild- arfélaga sinna um að þörf væri á þriggja milljarða króna framlagi vegna aðstoðar í Afganistan. Þórir Guðmundsson, sem starfar um þess- ar mundir við skipulag neyðarað- stoðar sem stjórnað verður frá Pak- istan, tjáði Morgunblaðinu í gær að ráðgert væri að koma upp flótta- mannabúðum í Pakistan en búast mætti við um hálfri til einni milljón flóttamanna frá Afganistan vegna hugsanlegra átaka þar. Þórir Guðmundsson sagði ástand í Afganistan hörmulegt og hungurs- neyð yfirvofandi. Reynt væri að koma hjálpargögnum inn í landið og hefði Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna á sinni könnu að koma þangað matvælabirgðum og Rauða kross félög lyfjum. Hann sagði við- búnað að öðru leyti á þann veg að koma upp birgðum hjálpargagna í Pakistan, Íran, Túrkmenistan og ef til vill fleiri löndum. Væru birgða- flutningar um það bil að hefjast. Hann sagði nokkra tugi þúsunda flóttamanna þegar komna til Pakist- an. Þeir hefðu að líkindum flestir komið þangað ólöglega og dveldu hjá ættingjum. Sagði Þórir að viðbúnað- ur hjálparstarfsmanna í Pakistan miðaðist við að geta tekið á móti allt að 250 þúsund flóttamönnum. Yrði hverri fjölskyldu útvegað tjald, teppi, eldhúsáhöld, eldiviður auk matvæla. Þórir starfar með hópi alþjóðlegra hjálparstarfsmanna í Islamabad í Pakistan að skipulagningu hjálpar- starfsins. Var hann lánaður af Rauða krossi Íslands til að koma skipulagn- ingunni af stað með starfshópi sem sér um samstarf við stjórnvöld og SÞ. Fulltrúi RKÍ við skipulagningu hjálparstarfs í Pakistan Þörf fyrir þriggja milljarða króna aðstoð Ísafjörður Grunur um stóraukið sniff unglinga LÖGREGLAN á Ísafirði hefur að undanförnu fengið ítrekaðar ábend- ingar um óeðlilega mikla sölu á kveikjaragasi í verslunum sem grun- ur er um að unglingar noti sem vímu- gjafa. Lögreglan hefur brugðist við með því að heimsækja hverja einustu verslun þar sem selt er gas, lím og önnur eitruð efni sem unglingar sækjast eftir að sniffa. Brýnt er fyrir verslunarfólki að virða reglur sem kveða á um að börnum yngri en 18 ára megi ekki selja eiturefni. For- eldrar hafa haft samband við lög- regluna og leitað ráða. Hvetur lög- reglan fólk til að hirða um gaskúta við útigrill sem unglingar gætu sóst í með þeim afleiðingum að kútarnir eru galtómir eftir veturinn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.