Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 9
MEÐALFALLÞUNGI dilka í
haust er breytilegur eftir land-
svæðum en margt bendir til þess
að hann verði lægri en í fyrra.
Ólafur R. Dýrmundsson, ráðu-
nautur hjá Bændasamtökum Ís-
lands, segir að hvað vænleika
varðar hafi verið um metár að
ræða í fyrra. Undanfarin ár hafi
meðalvænleiki verið í kringum 15
kg, en hann áréttar að erfitt sé
að vera með tölur um meðalfall-
þunga lengur vegna þess að farið
sé að slátra hluta lambanna á
sumrin og slátrun eigi sér auk
þess stað fram á veturinn. Eðli-
lega séu lömbin almennt léttari á
sumrin en þau sem fara um þetta
leyti og spurning sé hvað lömbin,
sem geymd séu fram á veturinn,
þyngist mikið. Hins vegar hafi
meðalfallþunginn í landinu hækk-
að eftir því sem fénu hafi fækkað,
því þá sé rýmra í högum auk
þess sem framfarir hafi orðið í
kynbótum og ræktun.
Hermann Árnason, sláturhús-
stjóri Sláturfélags Suðurlands á
Selfossi, segir að það stefni í að
um 100.000 lömbum verði slátrað
þar í haust, en að loknum átta
dögum í hefðbundinni sláturtíð sé
búið að slátra um 16.000 lömbum
og meðalfallþunginn sé um 14,7
kg. Hann sé ívið minni en í fyrra
og muni mest um að dilkar frá
Vesturlandi séu léttari. „Ætli
muni ekki um hálfu kílói miðað
við í fyrra,“ segir hann.
Nokkur munur
Búið að slátra um 25.000 lömb-
um hjá Sölufélagi A-Húnvetninga
á Blönduósi en þar er slátrað um
1.700 til 1.800 lömbum á dag og
gert ráð fyrir að slátra allt að
65.000 lömbum í haust. Gísli
Garðarsson, sláturhússtjóri, segir
að til þessa sé meðalfallþunginn
um 15 til rúmlega 16 kg, en slátr-
að hafi verið frá Vestfjörðum og
Ströndum og því séu tölurnar í
hærra lagi. Sölufélagið hafi ekki
slátrað frá þessum svæðum áður
og hafi því ekki samanburð á
milli ára, en flestir innleggjendur
segi að dilkarnir séu léttari en í
fyrra. Munurinn sé jafnvel eitt til
eitt og hálft kg.
Hjá Fjallalambi hf. á Kópa-
skeri er búið að slátra um 11.000
fjár af um 30.000 og er fallþung-
inn um 15,5 kg, að sögn Garðars
Eggertssonar, framkvæmda-
stjóra. Hann segir útlit fyrir að
fallþunginn verði í góðu meðal-
lagi, þó staðan sé misjöfn milli
bæja, fyrst og fremst vegna
hretsins í vor og misjafnrar að-
stöðu. Nokkrir bæir séu með
vænni dilka en í fyrra og svo séu
aðrir með lakari nú, en hafa beri
í huga að lömbin hafi verið mjög
væn á liðnu ári.
Meðalfallþungi
dilka lægri
en í fyrra
ÞORSTEINN Ingólfsson sendi-
herra flutti á þriðjudag ræðu á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna en
hann er fastafulltrúi Íslands hjá
þeim. Í ræðunni lýsti hann meðal
annars yfir stuðningi Íslands við við-
brögð Bandaríkjanna vegna hryðju-
verkanna 11. september síðastliðinn.
Þá lagði hann áherslu á rétt ríkja
til sjálfsvarnar samkvæmt stofnsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og fagn-
aði þeirri alþjóðlegu samstöðu sem
myndast hefur í baráttunni gegn
hryðjuverkum í heiminum. „Hryðju-
verk eru með engu móti réttlætan-
leg, heldur ávallt óviðunandi ofbeld-
isverk,“ sagði hann. Benti hann á að
baráttan gegn hryðjuverkum ætti að
verða forgangsmál Sameinuðu þjóð-
anna í nánustu framtíð og að beita
þyrfti öllum tiltækum ráðum til að
vinna gegn þessari ógn við saklausa
borgara og frið og stöðugleika í
heiminum.
Barátta gegn
hryðjuverk-
um í forgang
ÁRLEGA kannar Gallup hvort
landsmenn séu hlynntir eða andvígir
aðskilnaði ríkis og kirkju og hafa litl-
ar breytingar orðið þar á síðan 1998.
Í nýlegri könnun Gallup kemur fram
að rúmlega 34% eru hlynnt aðskiln-
aði, tæplega 13% eru hvorki hlynnt
né andvíg og 34% eru andvíg aðskiln-
aðinum. Stuðningur við aðskilnað
ríkis og kirkju minnkar með aldrin-
um og eru höfuðborgarbúar hlynnt-
ari aðskilnaði en þeir sem búa úti á
landi.
Eldra fólk and-
vígt aðskilnaði
♦ ♦ ♦
Vorum að taka upp
meira af stökum jökkum
ÓÐINSGATA 7 562-8448
HITASETTIR
SEMILÍUSTEINAR
4 STÆRÐIR
8 LITIR
ÞOLA ÞVOTT
Á 60°C
FULL BÚÐ
AF NÝJUM VÖRUM
Kringlunni — s. 568 1822
Kringlunni - sími 581 2300
VANDAÐAR YFIRHAFNIR
FYRIR DÖMUR OG HERRA
Þýskir vetrarjakkar
Laugavegi 84, sími 551 0756
Þökkum
frábærar
viðtökur
Ítölsk barnafataverslun
Laugavegi 53, s. 552 3737
Vorum að taka upp
nýja sendingu af
frábærum fötum.