Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORYSTUMENN ríkisstjórnarinn-
ar kynntu á fréttamannafundi í gær
breytingar sem ákveðið hefur verið að
gera í skattamálum fyrirtækja og ein-
staklinga, sem koma til framkvæmda
á næsta ári og árinu 2003. Hefur m.a.
verið ákveðið að eignarskattar fyrir-
tækja og einstaklinga lækka, tekju-
skattur fyrirtækja er lækkaður, hætt
verður skattlagningu húsaleigubóta
og stimpilgjald verður lækkað. Þá
verða verðbólguleiðréttingar í skatt-
skilum og reikningsskilum afnumdar,
sem er stórt skref í átt að aðlögun ís-
lenska skattkerfisins að skattkerfum
annarra ríkja, að sögn ráðherranna.
Breytingarnar voru unnar af rík-
isfjármálanefnd fjögurra ráðherra,
(sem skipuð er formönnum og vara-
formönnum stjórnarflokkanna) og
hafa verið staðfestar af þingflokkum
ríkisstjórnarflokkanna. Mun fjár-
málaráðherra leggja fram frumvarp í
dag um breytingar á lögum um tekju-
skatt og eignarskatt og fleiri mál, sem
afgreiða á sem lög fyrir áramót.
Ráðherrar lögðu áherslu á að með
þessum breytingum væri m.a. verið
að búa til samkeppnishæfara um-
hverfi fyrir atvinnulífið, í því alþjóð-
lega umhverfi sem fyrirtækin starfa í.
,,Við viljum ekki missa nýsköpun og
tækniiðnað af ýmsu tagi til annarra
landa. Við viljum ekki missa fyrirtæki
eins og Össur, Marel, Atlanta eða
önnur slík úr landi, svo nokkur dæmi
sú nefnd. Við viljum frekar fá þau
heim sem hafa farið og jafnframt laða
til okkar erlend fyrirtæki, sem gætu
hugsað sér að setja niður starfsemi
sína hér, vegna þess hvernig okkar
umhverfi er orðið,“ sagði Geir H.
Haarde fjármálaráðherra. Hann
sagði einnig skynsamlegt að grípa til
aðgerða af þessu tagi núna út frá
sjónarmiði almennrar hagstjórnar.
Tekjuskattur fyrirtækja
lækkar úr 30% í 18%
Aðgerðirnar fela m.a. í sér að tekju-
skattur fyrirtækja lækkar úr 30% í
18% um næstu áramót. ,,Þetta mun
hafa áhrif á fyrirtækin frá næstu ára-
mótum en ekki hafa áhrif í skattlagn-
ingunni sjálfri fyrr en á árinu 2003,“
sagði fjármálaráðherra. Eignarskatt-
ar fyrirtækja og einstaklinga verða
lækkaðir um helming og svokallaður
Þjóðarbókhlöðuskattur felldur niður
miðað við árslok næsta árs. Þá verða
verðbólgureikningsskil afnumin frá
næstu áramótum.
,,Til þess að greiða fyrir því að við
getum gengið lengra í þessu efni en
ella hefði verið er jafnframt ætlunin
að hækka tryggingagjald, sem leggst
ofan á launagreiðslur atvinnurek-
enda, um 0,77% frá 1. janúar 2003, eða
ári síðar en tekjuskattsbreytingin
tekur gildi. Til viðbótar er einnig ætl-
unin að lækka stimpilgjöld frá 1. jan-
úar 2003, en það er aðgerð sem snert-
ir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Hún er ekki alveg útfærð á þessu stigi
að öðru leyti en því að við höfum ráð-
gert að verja til þess verkefnis um það
bil 900 milljónum á árinu 2003. Sér-
stök lög gilda um stimpilgjaldið og ég
geri ráð fyrir að frumvarp muni koma
fram síðar á þessu hausti,“ sagði fjár-
málaráðherra.
Meðal breytinga sem gerðar verða
á sköttum einstaklinga er að skatt-
lagning húsaleigubóta verður afnum-
in frá næstu áramótum. Áður hafði
verið ákveðið að tekjuskattur einstak-
linga lækkaði um 0,33% um næstu
áramót en eftir er að lögfesta þá
breytingu. Ríkisstjórnin hefur einnig
ákveðið að frítekjumörk eignarskatts
og sérstaks eignarskatts einstaklinga
hækki um 20% vegna eigna í lok yf-
irstandandi árs til að koma í veg fyrir
að hækkun fasteignaskatts leiði til
skattahækkunar. Þá er ákveðið að frí-
tekjumörk svonefnds hátekjuskatts
hækki um 15% vegna tekna á yfir-
standandi ári.
Fjármálaráðherra sagði erfitt að
áætla með nákvæmni hvaða áhrif
skattabreytingarnar hefðu á tekjur
ríkissjóðs. ,,Það er hreyfanleiki í hag-
kerfinu og breytingar af þessu tagi
hafa áhrif á hegðun fólks og fyrir-
tækja, á fjárfestingar, uppbyggingu
og nýsköpun og fleira. Enda er það
höfuðmarkmiðið með breytingunum
sem snúa að fyrirtækjum að örva at-
vinnulífið og búa þannig um hnútana
að fyrirtækin geti byggt sig upp,
stækkað, veitt meiri atvinnu og greitt
hærri laun,“ sagði Geir.
Brúttókostnaður skattalækk-
ananna áætlaður 7,5 milljarðar
Heildarkostnaður (brúttó) við
þessar skattalækkanir er áætlaður
7,5 milljarðar á ári en á móti er reikn-
að með tekjuaukningu fyrir ríkissjóð
þegar fram í sækir vegna aukinnar
veltu og umsvifa og er því áætlað að á
árinu 2003, þegar áhrif breytinganna
verða komin að fullu fram, verði
tekjutap ríkissjóðs um 3,5 milljarðar
kr. Hefur þá verið tekið tillit til veltu-
breytinga og annarra þátta. Að sögn
fjármálaráðherra er um varlega áætl-
un að ræða og allt eins líklegt að
tekjulækkunin verði enn minni og
muni snúast í tekjuauka þegar fram í
sækir. Brúttóhækkun trygginga-
gjaldsins nemur aftur á móti um 2,5
milljörðum og greiða atvinnufyrir-
tækin 3⁄4 hluta þess en ríki og sveit-
arfélög fjórðung.
,,Ríkissjóður stendur vel og hann
hefur efni á svona skattalækkun. Það
er mjög mikilvægt að gera sér grein
fyrir því að hér er ekki um að ræða
skattalækkanir sem nauðsynlega
kalla á einhvern niðurskurð annars
staðar. Það er alltaf gott að halda vel
utan um ríkisútgjöldin og reyna að
minnka þau en það er ekki svo í þessu
dæmi að það þurfi að tilgreina ná-
kvæmlega einhverja liði sem verður
að hætta að fjármagna hjá ríkissjóði
til að geta staðið undir þessum skatta-
lækkunum,“ sagði fjármálaráðherra.
Tekjuskattar á fyrirtæki
verða lægstir á Íslandi
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að um væri að ræða einhverjar
viðamestu breytingar á skattalögum
sem átt hefðu sér stað í umhverfi fyr-
irtækja og einstaklinga. Hann sagði
að eftir að þessar skattalækkanir
kæmust til framkvæmda yrðu tekju-
skattar á fyrirtæki meðal samkeppn-
islanda okkar lægstir á Íslandi.
,,Hugsanlega má segja að Írar muni
fara niður fyrir okkur, þeir stefna í
12% tekjuskatt á fyrirtæki, en það
skattstig er háð ýmsum takmörkun-
um, skilyrðum og fyrirvörum, þannig
að ef við miðum við það sem almennt
gerist erum við mjög samkeppnis-
hæfir hvað þetta varðar,“ sagði Davíð.
Gera Ísland samkeppnis-
hæfara meðal þjóða
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að ráðherrar hefðu farið
yfir þessi mál í sumar til þess að átta
sig á því nýja viðskiptaumhverfi sem
íslensk fyrirtæki störfuðu í í heimin-
um. ,,Tekjuskattur á fyrirtæki er hér
of hár og það hefur verið ákveðið að
lækka hann verulega svo Ísland sé
samkeppnishæfara en það er. Það
hefur líka komið í ljós að eignarskatt-
ar eru hér miklu hærri en almennt
gerist í heiminum þar sem eignar-
skattar á fyrirtæki tíðkast alls ekki.
Þess vegna beinist þessi aðgerð fyrst
og fremst að því að gera Ísland sam-
keppnishæfara. Það er rétti tíminn að
gera þetta nú. Það er ákveðinn sam-
dráttur í efnahagslífinu og ákveðnar
hættur framundan, m.a. á því að við
missum frá okkur atvinnulíf úr land-
inu. Þess verður líka vart að við náum
ekki til okkar nægilega miklu af er-
lendum fjárfestingum. Það er allt of
lítið um erlendar fjárfestingar hér á
landi. Þessar breytingar eru því eink-
um gerðar til þess að örva atvinnulíf,
skapa fleiri störf og efla hagvöxt í
landinu en eins og fram hefur komið
er útlitið ekki nægilega bjart að því er
það varðar á næstunni. Þess vegna er
algjörlega nauðsynlegt að grípa til
þessara aðgerða,“ sagði Halldór.
Fram kom í máli hans að ráðherrar
hefðu verið sammála um að stefna
bæri að því að allir eignarskattar yrðu
felldir niður, þar sem fjármagns-
tekjuskatturinn hefði leyst þá af
hólmi. Við núverandi aðstæður væri
eðlilegra að leggja skatta á tekjur af
eignum og fjármagni fremur en á
eignirnar sjálfar. ,,Því eru að sjálf-
sögðu takmörk sett hvað ríkissjóður
getur gert í einu og það verður að
skoða þessar tillögur með hliðsjón af
því. Það er ekki ætlunin að skera neitt
niður á móti þessu. Það er ekki ætl-
unin að skerða velferðarkerfið heldur
að auka tekjumöguleika þjóðarinnar
og einstaklinganna,“ sagði Halldór.
Ekki endanlegur pakki
Davíð sagðist taka undir þessi um-
mæli Halldórs. ,,Þetta er ekkert end-
anlegur pakki en þetta er það sem við
sjáum fram á núna að við getum gert.
Þetta er góð blanda gagnvart fyrir-
tækjum og einstaklingum,“ sagði for-
sætisráðherra.
Viðamiklar breytingar í skattamálum fyrirtækja og einstaklinga kynntar
Eignarskattar og
tekjuskattar lækkaðir
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kynntu víðtækar breytingar í skattamálum í Ráðherrabústaðnum.
Forystumenn ríkis-
stjórnarflokkanna
kynntu í gær viðamiklar
breytingar í skatta-
málum fyrirtækja og
einstaklinga, sem hafa
að markmiði að efla at-
vinnulífið og treysta hag
heimilanna. Áætlað er
að tekjur ríkissjóðs
muni minnka um 3,5
milljarða vegna skatta-
lækkananna.
omfr@mbl.is
Breytingar á
sköttum einstaklinga
Eignarskattar einstaklinga
lækka úr 1,2% í 0,6% miðað við
árslok 2002.
Sérstakur eignarskattur ein-
staklinga (Þjóðarbókhlöðu-
skattur) fellur niður miðað við
árslok 2002.
Skattlagning húsaleigubóta er
afnumin frá og með árinu 2002.
Tekjuskattur einstaklinga
lækkar um 0,33% 1. janúar 2002.
Frítekjumörk í sérstökum
tekjuskatti einstaklinga (há-
tekjuskatti) hækka um 15%
vegna tekna á árinu 2001.
Frítekjumörk í eignarskatti og
sérstökum eignarskatti ein-
staklinga hækka um 20% vegna
eigna í árslok 2001 til þess að
koma í veg fyrir að hækkun fast-
eignamats leiði til hækkunar
eignarskatta á næsta ári.
Breytingar sem
varða atvinnulífið
Tekjuskattur fyrirtækja lækk-
ar almennt úr 30% í 18% 1. jan-
úar 2002.
Eignarskattur fyrirtækja
lækkar úr 1,2% í 0,6% miðað við
árslok 2002.
Sérstakur eignarskattur fyr-
irtækja (Þjóðarbókhlöðuskattur)
fellur niður miðað við árslok
2002.
Verðbólgureikningsskil verða
afnumin frá 1. janúar 2002.
Fyrirtækjum verður heimilt að
færa bókhald og ársreikninga í
erlendri mynt frá 1. janúar 2002.
Tryggingagjald hækkar um
0,77% frá 1. janúar 2003.
Að auki verður stimpilgjald
lækkað frá 1. janúar 2003, bæði
fyrirtækjum og einstaklingum til
hagsbóta.
Aðgerðir í skattamálum
„SAMTÖK atvinnulífsins hafa
lagt ríka áherslu á að það þurfi
að bæta starfsskilyrði fyrirtækja,
ekki síst í ljósi vaxandi al-
þjóðavæðingar,“
segir Finnur
Geirsson, for-
maður Samtaka
atvinnulífsins,
spurður um sam-
þykkt rík-
isstjórnarinnar í
skattamálum.
„Á heildina lit-
ið sýnist mér að
ríkisstjórnin sé með þessum að-
gerðum í skattamálum að koma
til móts við okkar sjónarmið og
því ber að fagna. Það eru þarna
reyndar áform sem eru ekki að-
eins ívilnandi heldur íþyngjandi
fyrir atvinnulífið,“ segir Finnur
og á þar við boðaða hækkun
tryggingargjalds um 0,77% frá 1.
janúar 2003. „Við þurfum að átta
okkur betur á því hvaða þýðingu
slíkt hefur þegar upp er staðið.“
Finnur Geirsson
„Komið
til móts
við okkar
sjónarmið“
„VIÐ teljum að frekar ætti að
beina skattalækkun fyrirtækja að
því að ná tökum á verðbólgunni
og tryggja stöðugleika,“ sagði
Gylfi Arnbjörns-
son, fram-
kvæmdastjóri
ASÍ, en tók
fram að hann
hefði ekki kynnt
sér tillögurnar
til hlítar.
„Skattalækk-
un á fyrirtæki
með þessum
hætti teljum við ekki vera inn-
legg í það. Við teljum að aðrar
leiðir séu skynsamlegri til þess
að stuðla að frekari og öflugri
nýsköpun og nýfjárfestingu held-
ur en almenn skattalækkun á
tekjuskatti, þannig að við erum
mjög andsnúin þeim leiðum sem
þarna eru farnar. Við teljum
skynsamlegra að einblína á lækk-
un vaxta annars vegar og skatta-
lækkun sem beint er í þá átt að
lækka verðbólgu hins vegar, til
dæmis varðandi óbeina skatta
sem myndi hjálpa okkur að tak-
ast á við verðbólguna.“
Gylfi Arnbjörnsson
Aðrar
leiðir skyn-
samlegri