Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 13 LAUGAVEGI, S. 511 1717KRINGLUNNI, S. 568 9017 Tíska Langur laugardagur Kringlan opin til 21 á fimmtudögum Sunnudaga kl. 13-17 Ný sending af DIESEL gallabuxum CAMPER skórnir komnir Dæmi: Laura Aime bolir/skyrtur 20% afsl. Tark buxur 3.900-4.900 Diesel peysur/bolir 20% afsl. 4-you skyrtur/peysur 20% afsl. Billi bi stígvél 20% afsl. Trend Design skór/stígvél 20% afsl. o.fl. o.fl. 20% afsláttur af nýjum og spennandi fatnaði fim.-sun. í GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segist vísa harðlega á bug þeim ásök- unum Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samylkingarinnar, að fjár- málaráðuneytið sé að framkalla gervihagvöxt og falsa tekjutölur fjárlagafrumvarpsins þar sem ekki sé fullt samræmi á milli allra for- sendna frumvarpsins og talna í þjóð- hagsáætlun. ,,Því hefur verið haldið fram og ég verið sakaður um að búa til gervi- hagvöxt í frumvarpinu til þess að auka tekjur ríkissjóðs um þrjá og hálfan til fjóra milljarða. Össur Skarphéðinsson hefur sett þessar ásökun fram og því miður hafa ein- hverjir aðrir stjórnarandstæðingar tekið þetta upp eftir honum. Þetta er algerlega út í hött. Ef eitthvað er þá eru tekjurnar lægri vegna þess landsframleiðslan lægri miðað við okkar spá en fram kemur í þjóðhags- áætlun,“ segir Geir. Í yfirlýsingu sem fjármálaráðu- neytið sendi frá sér í gær er bent á að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 1,5 % en 1% árið 2002. Sambærilegar tölur í þjóðhags- áætlun eru 1,9% í ár og -0,3% fyrir árið 2002. ,,Mismuninn má að nokkru leyti rekja til mismunandi mats á fram- vindu efnahagsmála á þessu ári en einnig þess að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verðhækkanir milli ár- anna 2001 og 2002 verði 5%, sem er svipað og spá Seðlabankans sýnir, en þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir 5,9% hækkun verðlags. Þessi munur hefur áhrif á ætlaða einkaneyslu á næsta ári og þar með hagvöxt. Kjarni málsins er þó sá að niður- staða ráðuneytisins leiðir ekki til hærri landsframleiðslu árið 2002, eins og haldið hefur verið fram, og þar með hærri skatttekna. Þvert á móti leiða forsendur ráðuneytisins til heldur lægri landsframleiðslu í krón- um talið á næsta ári en fram kemur í þjóðhagsáætlun. Ráðuneytið gerir ráð fyrir 782,5 milljarða króna lands- framleiðslu en þjóðhagsáætlun hins vegar 783,4 milljörðum. Munar því tæpum milljarði króna. Fullyrðingar um „gervihagvöxt“ og annað í þeim dúr eiga því ekki við rök að styðjast. Í 21. grein laga um fjárreiður rík- isins og eftirlit með þeim segir að frumvarp til fjárlaga skuli samið „með hliðsjón af“ þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Einnig að áætl- anir um tekjur og gjöld skuli gerðar „á sömu meginforsendum“ og þjóð- hagsáætlun. Fráleitt er að halda því fram að þessi lagagrein hafi verið brotin,“ segir í yfirlýsingu ráðuneyt- isins. ,,Þessi alvarlega ásökun er bara blaður og ég mótmæli henni harð- lega og bið þá sem gera sig seka um svona ásakanir að athuga betur sitt ráð, áður en þeir rjúka af stað með svona vitleysu,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í gær. Fjármálaráðherra vísar gagnrýni formanns Samfylkingar á bug Ásakanir algerlega út í hött HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag til- lögu um 10 milljóna króna neyð- araðstoð við flóttamenn frá Afg- anistan. Utanríkisráðherra lagði til að veittar yrðu 10 milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar til hjálparstarfs í Afganistan. Í tillögunni er ennfremur lagt til að utanríkisráðuneytið hafi samstarf við Rauða kross Ís- lands og Hjálparstarf kirkjunn- ar við að útfæra tillögur um hvernig fénu verði varið og gerð verði formleg skilagrein að að- stoðinni veittri. Í greinargerð kemur m.a. fram að eftir hryðjuverkaárás- irnar í New York og Washington 11. september sl. og í ljósi þeirr- ar staðreyndar að hryðjuverka- maðurinn Osama bin Laden dveljist í Afganistan hafi skelf- ing gripið um sig meðal al- mennings í landinu vegna hugs- anlegra árása. Samkvæmt upplýsingum alþjóðlegra hjálp- arstofnana séu um 6 til 7 millj- ónir flóttamanna á vergangi í Afganistan og auk þess séu um 3 milljónir Afgana í flóttamanna- búðum á landamærum Afganist- ans og Írans annars vegar og Pakistans hins vegar. Neyðar- ástand blasi við og ekkert bendi til þess að ástand fari batnandi í landinu á næstu mánuðum. Fram kemur að utanríkis- ráðuneytinu hafi borist hjálpar- beiðnir frá alþjóðlegum hjálpar- stofnunum eins og Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóð- anna og Matvælaáætlun Sam- einuðu þjóðanna og ætla megi að á næstu dögum og vikum verði ljósara hver þörfin fyrir mann- úðaraðstoð í Afganistan og á landamærum þess komi til með að verða. 10 milljónir til hjálp- arstarfs í Afganistan  ERLENDUR S. Þorsteinsson útskrifaðist 20. maí sl. með dokt- orsgráðu í aðgerðagreiningu frá Carnegie Mellon University (CMU) í Pittsburgh, Pennsylv- aníu, Bandaríkjunum. Titill doktorsritgerðarinnar er „Hybrid Approaches to Comb- inatorial Optimisation“ og fjallar um samþáttun hefðbundinnar heiltölubest- unar (e. Mixed Integer Pro- gramming) annars vegar og skorðu- forritunar (e. Constraint Logic Pro- gramming) hins vegar. Leiðbeinandi Erlendar var dr. John Hook- er, prófessor við CMU. Heiltölubestun er mikið notuð innan aðgerðagreiningar til að leysa bestunarvandamál. Með heiltölubestun má leysa ýmis viðamikil og flókin verkefni á mjög skilvirkan hátt en hún hefur helst þann galla að líkanamál hennar og aðferðir eru fremur ósveigjanlegar. Skorðuforritun hefur þróast innan tölvunarfræði og gervigreindar til að leysa svip- uð vandamál og heiltölubestun fæst við. Skorðuforritun er mjög sveigjanleg aðferð en skortir þá heildarsýn sem línuleg bestun, sem undirskref, veitir heil- tölubestun. Doktorsritgerðin snerist um að samþætta þessar tvær aðferðir, bæði fræðilegan grundvöll slíkrar samþáttunar (sem kallast Mixed Logical/Linear Programming (MLLP)) og líkanamál til að lýsa þeim verkefnum sem leysa á. Hluti af doktorsverkefninu var einnig að smíða hugbúnað sem les inn MLLP-líkön og leysir þau. Niðurstaða þess er að þetta sé mjög vænleg aðferð sem nýti það besta úr heiltölubestun og skorðu- forritun en forðist gallana. Greinar eftir Erlend hafa birst í fagtímaritum og á ráðstefnum víðs vegar í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Nýlega fékk grein eftir hann viðurkenningu sem „Best Paper“ á Principles and Practice of Constraint Programming- ráðstefnunni (CP-2001), sem hald- in verður í nóvember nk. Dokt- orsritgerð Erlendar og aðrar greinar eftir hann má nálgast á www.erlendur.com. Erlendur S. Þorsteinsson fæddist 27. maí 1971 á Blönduósi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1991, B.Sc. í stærðfræði frá Há- skóla Íslands (HÍ) 1995, B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ 1996 með hæstu lokaeinkunn sem þá hafði verið gefin við raunvísindadeild HÍ frá stofnun hennar, M.Sc. í aðgerðagreiningu frá CMU 1998, og nú Ph.D. í aðgerðagreiningu frá CMU 2001. Doktorsverkefni Erlendar var styrkt af fjölda aðila. Aðalstyrkt- araðilinn var William Larimar Mellon Fund við CMU sem greiddi skólagjöld og námslaun. Einnig voru rannsóknir Erlendar styrktar af Fulbright-stofnuninni á Íslandi, American-Scandinavian Foundation, Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar og fleiri aðilum. Erlendur er sonur hjónanna Þorsteins H. Gunnarssonar búfræðikandidats og Ingu Þór- unnar Halldórsdóttur kennara. Eiginkona Erlendar er Sonja B. Guðfinnsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau einn son, Birki Örn. Doktors- próf í aðgerða- greiningu Erlendur S. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.