Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 13
LAUGAVEGI, S. 511 1717KRINGLUNNI, S. 568 9017
Tíska
Langur laugardagur
Kringlan opin til 21 á fimmtudögum
Sunnudaga kl. 13-17
Ný sending af DIESEL gallabuxum
CAMPER skórnir komnir
Dæmi:
Laura Aime bolir/skyrtur 20% afsl.
Tark buxur 3.900-4.900
Diesel peysur/bolir 20% afsl.
4-you skyrtur/peysur 20% afsl.
Billi bi stígvél 20% afsl.
Trend Design skór/stígvél 20% afsl.
o.fl. o.fl.
20% afsláttur
af nýjum og spennandi fatnaði fim.-sun. í
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segist vísa harðlega á bug þeim ásök-
unum Össurar Skarphéðinssonar,
formanns Samylkingarinnar, að fjár-
málaráðuneytið sé að framkalla
gervihagvöxt og falsa tekjutölur
fjárlagafrumvarpsins þar sem ekki
sé fullt samræmi á milli allra for-
sendna frumvarpsins og talna í þjóð-
hagsáætlun.
,,Því hefur verið haldið fram og ég
verið sakaður um að búa til gervi-
hagvöxt í frumvarpinu til þess að
auka tekjur ríkissjóðs um þrjá og
hálfan til fjóra milljarða. Össur
Skarphéðinsson hefur sett þessar
ásökun fram og því miður hafa ein-
hverjir aðrir stjórnarandstæðingar
tekið þetta upp eftir honum. Þetta er
algerlega út í hött. Ef eitthvað er þá
eru tekjurnar lægri vegna þess
landsframleiðslan lægri miðað við
okkar spá en fram kemur í þjóðhags-
áætlun,“ segir Geir.
Í yfirlýsingu sem fjármálaráðu-
neytið sendi frá sér í gær er bent á að
í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að
hagvöxtur í ár verði 1,5 % en 1% árið
2002. Sambærilegar tölur í þjóðhags-
áætlun eru 1,9% í ár og -0,3% fyrir
árið 2002.
,,Mismuninn má að nokkru leyti
rekja til mismunandi mats á fram-
vindu efnahagsmála á þessu ári en
einnig þess að í frumvarpinu er gert
ráð fyrir að verðhækkanir milli ár-
anna 2001 og 2002 verði 5%, sem er
svipað og spá Seðlabankans sýnir, en
þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir 5,9%
hækkun verðlags.
Þessi munur hefur áhrif á ætlaða
einkaneyslu á næsta ári og þar með
hagvöxt.
Kjarni málsins er þó sá að niður-
staða ráðuneytisins leiðir ekki til
hærri landsframleiðslu árið 2002,
eins og haldið hefur verið fram, og
þar með hærri skatttekna. Þvert á
móti leiða forsendur ráðuneytisins til
heldur lægri landsframleiðslu í krón-
um talið á næsta ári en fram kemur í
þjóðhagsáætlun. Ráðuneytið gerir
ráð fyrir 782,5 milljarða króna lands-
framleiðslu en þjóðhagsáætlun hins
vegar 783,4 milljörðum. Munar því
tæpum milljarði króna. Fullyrðingar
um „gervihagvöxt“ og annað í þeim
dúr eiga því ekki við rök að styðjast.
Í 21. grein laga um fjárreiður rík-
isins og eftirlit með þeim segir að
frumvarp til fjárlaga skuli samið
„með hliðsjón af“ þjóðhagsáætlun
ríkisstjórnarinnar. Einnig að áætl-
anir um tekjur og gjöld skuli gerðar
„á sömu meginforsendum“ og þjóð-
hagsáætlun. Fráleitt er að halda því
fram að þessi lagagrein hafi verið
brotin,“ segir í yfirlýsingu ráðuneyt-
isins.
,,Þessi alvarlega ásökun er bara
blaður og ég mótmæli henni harð-
lega og bið þá sem gera sig seka um
svona ásakanir að athuga betur sitt
ráð, áður en þeir rjúka af stað með
svona vitleysu,“ sagði Geir H.
Haarde fjármálaráðherra í gær.
Fjármálaráðherra vísar gagnrýni formanns Samfylkingar á bug
Ásakanir algerlega út í hött
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra lagði fram á fundi
ríkisstjórnarinnar í fyrradag til-
lögu um 10 milljóna króna neyð-
araðstoð við flóttamenn frá Afg-
anistan.
Utanríkisráðherra lagði til að
veittar yrðu 10 milljónir króna af
ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar
til Rauða kross Íslands og
Hjálparstarfs kirkjunnar til
hjálparstarfs í Afganistan.
Í tillögunni er ennfremur lagt
til að utanríkisráðuneytið hafi
samstarf við Rauða kross Ís-
lands og Hjálparstarf kirkjunn-
ar við að útfæra tillögur um
hvernig fénu verði varið og gerð
verði formleg skilagrein að að-
stoðinni veittri.
Í greinargerð kemur m.a.
fram að eftir hryðjuverkaárás-
irnar í New York og Washington
11. september sl. og í ljósi þeirr-
ar staðreyndar að hryðjuverka-
maðurinn Osama bin Laden
dveljist í Afganistan hafi skelf-
ing gripið um sig meðal al-
mennings í landinu vegna hugs-
anlegra árása. Samkvæmt
upplýsingum alþjóðlegra hjálp-
arstofnana séu um 6 til 7 millj-
ónir flóttamanna á vergangi í
Afganistan og auk þess séu um 3
milljónir Afgana í flóttamanna-
búðum á landamærum Afganist-
ans og Írans annars vegar og
Pakistans hins vegar. Neyðar-
ástand blasi við og ekkert bendi
til þess að ástand fari batnandi í
landinu á næstu mánuðum.
Fram kemur að utanríkis-
ráðuneytinu hafi borist hjálpar-
beiðnir frá alþjóðlegum hjálpar-
stofnunum eins og Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna og Matvælaáætlun Sam-
einuðu þjóðanna og ætla megi að
á næstu dögum og vikum verði
ljósara hver þörfin fyrir mann-
úðaraðstoð í Afganistan og á
landamærum þess komi til með
að verða.
10 milljónir
til hjálp-
arstarfs í
Afganistan
ERLENDUR S. Þorsteinsson
útskrifaðist 20. maí sl. með dokt-
orsgráðu í aðgerðagreiningu frá
Carnegie Mellon University
(CMU) í Pittsburgh, Pennsylv-
aníu, Bandaríkjunum.
Titill doktorsritgerðarinnar er
„Hybrid Approaches to Comb-
inatorial Optimisation“ og fjallar
um samþáttun hefðbundinnar
heiltölubest-
unar (e. Mixed
Integer Pro-
gramming)
annars vegar
og skorðu-
forritunar (e.
Constraint
Logic Pro-
gramming)
hins vegar.
Leiðbeinandi
Erlendar var
dr. John Hook-
er, prófessor við CMU.
Heiltölubestun er mikið notuð
innan aðgerðagreiningar til að
leysa bestunarvandamál. Með
heiltölubestun má leysa ýmis
viðamikil og flókin verkefni á
mjög skilvirkan hátt en hún hefur
helst þann galla að líkanamál
hennar og aðferðir eru fremur
ósveigjanlegar. Skorðuforritun
hefur þróast innan tölvunarfræði
og gervigreindar til að leysa svip-
uð vandamál og heiltölubestun
fæst við. Skorðuforritun er mjög
sveigjanleg aðferð en skortir þá
heildarsýn sem línuleg bestun,
sem undirskref, veitir heil-
tölubestun.
Doktorsritgerðin snerist um að
samþætta þessar tvær aðferðir,
bæði fræðilegan grundvöll slíkrar
samþáttunar (sem kallast Mixed
Logical/Linear Programming
(MLLP)) og líkanamál til að lýsa
þeim verkefnum sem leysa á.
Hluti af doktorsverkefninu var
einnig að smíða hugbúnað sem les
inn MLLP-líkön og leysir þau.
Niðurstaða þess er að þetta sé
mjög vænleg aðferð sem nýti það
besta úr heiltölubestun og skorðu-
forritun en forðist gallana.
Greinar eftir Erlend hafa birst í
fagtímaritum og á ráðstefnum víðs
vegar í Bandaríkjunum og Evr-
ópu. Nýlega fékk grein eftir hann
viðurkenningu sem „Best Paper“ á
Principles and Practice of
Constraint Programming-
ráðstefnunni (CP-2001), sem hald-
in verður í nóvember nk. Dokt-
orsritgerð Erlendar og aðrar
greinar eftir hann má nálgast á
www.erlendur.com.
Erlendur S. Þorsteinsson
fæddist 27. maí 1971 á Blönduósi.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1991, B.Sc. í stærðfræði frá Há-
skóla Íslands (HÍ) 1995, B.Sc. í
tölvunarfræði frá HÍ 1996 með
hæstu lokaeinkunn sem þá hafði
verið gefin við raunvísindadeild
HÍ frá stofnun hennar, M.Sc. í
aðgerðagreiningu frá CMU 1998,
og nú Ph.D. í aðgerðagreiningu
frá CMU 2001.
Doktorsverkefni Erlendar var
styrkt af fjölda aðila. Aðalstyrkt-
araðilinn var William Larimar
Mellon Fund við CMU sem
greiddi skólagjöld og námslaun.
Einnig voru rannsóknir Erlendar
styrktar af Fulbright-stofnuninni
á Íslandi, American-Scandinavian
Foundation, Minningarsjóði Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns-
sonar og fleiri aðilum.
Erlendur er sonur hjónanna
Þorsteins H. Gunnarssonar
búfræðikandidats og Ingu Þór-
unnar Halldórsdóttur kennara.
Eiginkona Erlendar er Sonja B.
Guðfinnsdóttir lyfjafræðingur og
eiga þau einn son, Birki Örn.
Doktors-
próf í
aðgerða-
greiningu
Erlendur S.
Þorsteinsson