Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 15

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 15 Hápunktur haustsins Sparidagar á Hótel Örk Fyrir alla eldri borgara Sparidagarnir hefjast 21. október, þegar Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri mætir til leiks og stjórnar dagskránni. Að venju verður í boði fjölbreytt dagskrá, m.a.: Morgunhreyfing, félagsvist, gönguferðir, bingó danskennsla, leikjanámskeið, ferðalag og svo öll tómstundaaðstaða hótelsins, auk kvöldskemmtana með söng og dansi á hverju kvöldi. Tvö tímabil eru í boði: 21. okt. -26. okt. 28. okt. - 2. nov. Verð fyrir manninn er kr. 18.500 Lykill að íslenskri gestrisni. HÓTEL ÖRK Sími 483 4700 Innifalið Gisting í fimm nætur, m.v. tvíbýli, morgunverður, þríréttaður kvöldverður ásamt skemmtidagskrá alla daga. STARFSHÓPUR borgarstjóra og lögreglustjórans í Reykjavík sem fjallað hefur um veitingamál legg- ur fram ýmsar tillögur til að bæta veitingahúsamenningu og eftirlit og draga úr ölvun á almannafæri. Meðal tillagnanna er að í lögreglu- samþykkt Reykjavíkur verði lagt bann við svonefndum einkadansi á nektarstöðum og sýnendum verði bannað að fara um meðal áhorf- enda. Í áfangaskýrslu um vændi á Ís- landi og félagslegt umhverfi þess, sem dómsmálaráðherra lét vinna og hópurinn vitnar í, kemur fram að vændi, bæði skipulagt og óskipulagt, fer fram í tengslum við marga nektarstaði í borginni. Að mati hópsins er mikilvægt að grip- ið verði til aðgerða til að sporna við þeirri þróun og að eftirlit lög- reglu með starfsemi nektarstaða verði auðveldað. Í skýrslu hópsins segir m.a.: „Starfsemi nektardans- staða er hins vegar með þeim hætti að lögreglan á mjög erfitt með að hafa eftirlit með því sem þar fer fram. Má þar nefna sem dæmi svokallaðan einkadans sem þar er boðið upp á, þar sem áhorf- andi er einn með einum eða fleiri sýnendum og því illmögulegt að hafa eftirlit með því sem þar fer fram... Hópnum var í erindisbréfi falið að taka sérstaklega á vændi. Að mati hópsins er áhrifaríkasta úrræðið til að sporna við vændi á næturklúbbum (nektarstöðum) að draga eins og frekast er kostur úr beinu samneyti sýnenda og gesta. Hópurinn leggur því til að í lög- reglusamþykkt Reykjavíkur verði lagt bann við einkadansi í næt- urklúbbum.“ Í tillögum hópsins er einnig kveðið á um að sýningar á nektarstöðum verði að fara fram í nægilega rúmgóðu húsnæði þannig að gott rými sé á milli sýnenda og áhorfenda. Leggur hópurinn til að þar verði miðað við ákveðinn metrafjölda eða um það bil fjóra metra. Alls lagði starfshópurinn fram 30 tillögur til úrbóta. Gera þær ráð fyrir hertri framkvæmd hvað varð- ar útgáfu veitingaleyfa og eftirlit með leyfishöfum og að jafnframt verði að auka samstarf þeirra aðila sem koma að málum. Þá telur hóp- urinn að brýn þörf sé á heildarend- urskoðun gildandi laga og reglna, einkum á lögum um veitinga- og gististaði og áfengislögum. Meðal tillagna hópsins er að settur verði á stofn eftirlitshópur í tilraunaskyni til eins árs sem í verði lögregluþjónn, heilbrigðis- fulltrúi, eftirlitsmaður frá eld- varnaeftirlitinu og einnig verði leitað eftir aðkomu skattstjórans í Reykjavík. Hópurinn leggur til að lögreglan í Reykjavík fari með stjórn eftirlitshópsins en komi eitt- hvað fram í eftirliti sem kallar á aðgerðir viðkomandi stofnana taki þær við eftirfylgni málsins. Auk þess ættu viðkomandi stofnanir eftir sem áður að sinna lögbundnu eftirlitshlutverki sínu. Ölvun bönnuð á tilteknum svæðum í borginni Hópurinn óskar einnig eftir að sett verði reglugerð um menntun dyravarða á skemmtistöðum þar sem lögreglustjóra verði gert heimilt að gera það að skilyrði fyr- ir veitingu áfengisleyfis að allir eða ákveðið hlutfalla dyravarða á veitingastað hafi sótt námskeið. Á slíku námskeiði yrði þá meðal ann- ars farið yfir gildandi lög og reglur um starfsemi veitingastaða, hvern- ig þekkja megi fölsuð skílríki, við- brögð við óspektum, hvernig þekkja megi merki um neyslu og sölu ólöglegra vímuefna og viðeig- andi viðbrögð við slíku. Þá er bent á nauðsyn þess að fylgt verði eftir af meiri festu þeim málum er varða refsivert athæfi og upp koma í eftirliti með veitinga- rekstri. Þá er lagt til að borgaryfirvöld banni ölvun og/eða meðferð áfeng- is á tilteknum tímum á tilteknum svæðum borgarinnar, sem og að borgaryfirvöld óski eftir því við ÁTVR í vínbúðinni Austurstræti að selja ekki bjór í minni einingum en sex flaskna/dósa pakkningum. Vilja banna einkadans á nektarstöðum Miðborg Gripið til aðgerða á nætur- og nektarklúbbum borgarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.